Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.12.2012, Blaðsíða 23
hafa. Ekkert varð af stofnun sambandsins á fundinum, m.a.
vegna þess að fundarmenn töldu sig ekki hafa til þess um-
boð. Þeir ákváðu hins vegar að skipa þriggja manna nefnd til
að fara yfir tillögu að lögum fyrir sambandið og boða síðan
til stofnfundar. Í þá nefnd voru kjörnir þeir Axel, Guð-
mundur og Ólafur Björnsson. Samkvæmt fundargerð fund-
arins skýrði Sigurjón í upphafi hans hvaða þýðingu sam-
bandið myndi hafa fyrir íþróttir á Íslandi en virðist ekki hafa
rætt sérstaklega um leikana í Stokkhólmi eða skýrt frá bréf-
um sem hann hafði sent dönsku ólympíunefndinni og íslensk-
um stjórnvöldum þar að lútandi.
Grein í Vísi hinn 24. janúar bendir til að á þeim bæ hafi
menn tæplega vitað af þessum bréfum Sigurjóns (var þó
Ólafur Björnsson, ritstjóri blaðsins, formaður Íþrótta-
sambands Reykjavíkur). Í greininni segir að Íslendingar hafi
sótt um það til „forstöðunefndar (skipulagsnefndar) Ólympíu-
leikanna (ekki dönsku ólympíunefndarinnar!) að mega taka
þátt í leikunum sem Íslendingar“. Síðan segir að Svíum lítist
ekki á að Íslendingar geti talist sérstök þjóð og greininni
lýkur með þessum orðum: „Ekki líst íþróttamönnum okkar
að koma fram sem Danir og hætta heldur við hluttökuna.“
Sama dag birti Lögrétta grein eftir Guðmund Björnsson. Í
henni segir hann að hinum ungu íþróttafélögum landsins
standi kunnáttuleysi og kennsluskortur fyrir þrifum. Þess
vegna sé í ráði að koma öllum íþróttafélögum landsins í eitt
samband í því skyni að þau styðji hvert annað.
Íþróttasamband Íslands stofnað
Til annars stofnfundar var boðað hinn 28. janúar í Bárubúð
þar sem fyrri fundurinn var haldinn tíu dögum áður. Fulltrú-
ar voru mættir frá fimm íþróttafélögum og tveimur ung-
mennafélögum í Reykjavík. Fimm félög höfðu borið fram
formlega ósk um aðild að sambandinu: tvö frá Reykjavík og
þrjú frá Akureyri. Skautafélag Reykjavíkur, eitt öflugasta
íþróttafélag landsins, hafði skömmu áður samþykkt að
standa að stofnuninni. Fundurinn samþykkti að stofna
Íþróttasamband Íslands (ÍSÍ) og lög fyrir það. Lögin voru
bráðabirgðalög og áttu að gilda þar til aðalfundur yrði hald-
inn í júnímánuði. Formaður sambandsins var kjörinn Axel V.
Túliníus og í stjórn með honum fimm aðrir. Blaðið Lögrétta
kallaði þessa fyrstu stjórn sambandsins bráðabirgðastjórn.
Stungið var upp á Sigurjóni í stjórnina en hann baðst undan
kjöri og bar því við að hann væri á förum til útlanda.
Fyrsta stóra verkefni ÍSÍ
Stjórn ÍSÍ hélt sinn fyrsta fund hinn 1. febrúar og skipti þá
með sér verkum. Jafnframt fól hún tveimur stjórnarmönnum
að semja skrá yfir öll íþróttafélög í landinu og hinum stjórn-
armönnunum þremur að semja umburðarbréf til íþróttafélag-
anna með tilkynningu um stofnun sambandsins og tilgang
þess og einnig með tilmælum um að ganga í það. Rúmri viku
síðar samþykkti stjórnin einróma að fela Sigurjóni að fara
með umboð sitt utan um allt það er laut að för Íslendinga á
Ólympíuleikana í Stokkhólmi. Þátttakan í leikunum var
fyrsta stóra verkefni stjórnar hins nýstofnaða ÍSÍ. Hún
leysti það vel af hendi. Íslensku íþróttamennirnir stóðu sig
vel, einkum Sigurjón sem var nálægt því að hreppa verðlaun
í grísk-rómversku fangbrögðunum. Eftir heimkomuna sigraði
Sigurjón í Íslandsglímunni þriðja árið í röð.
Við setningu leikanna heimtaði danska ólympíunefndin að
íslenski hópurinn gengi inn á leikvanginn í miðjum hópi
danskra keppenda. Þessu neituðu Íslendingarnir og gengu
ekki inn ásamt öðrum keppendum. Um það hafði verið samið
að þeir fylgdu danska hópnum eftir. Sú ákvörðun Íslending-
anna að hunsa kröfu dönsku ólympíunefndarinnar var rómuð
mjög heima á Íslandi.
Ólympíufarar Íslands 1912 mættu
til leiks í Stokkhólmi uppábúnir
og glæsilegir. Efri röð frá vinstri:
Hallgrímur Benediktsson, Jón
Halldórsson, Sigurjón Pétursson,
Guðmundur Kr. Guðmundsson
og Kári Arngrímsson. Neðri röð
frá vinstri: Axel Kristjánsson,
Halldór Hansen og Magnús Tóm-
asson Kjaran.
Axel Tulinius lögfræð-
ingur var fyrsti forseti
Íþróttasambands Íslands.
Sigurjón Pét-
ursson var fremsti
íþróttamaður
landsins, glímu-
kóngur Íslands og
handhafi Ár-
mannsskjaldarins
þegar hann fór að
vinna að stofnun
ÍSÍ árið 1912.
23.12. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23
Hágæða sæn
gurverasett
og sloppar -
Mikið úrval
Jólagjöfin í ár
20%
afslát
tur