Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.12.2012, Side 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.12.2012, Side 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.12. 2012 Um miðjan mánuðinn sat ég alþjóðlega ráð-stefnu í Berlín þar sem fjallað var umstríðsglæpi og hvernig á þeim skal tekið í samfélagi þjóðanna. Umræður á ráðstefnunni hafa verið mér ofarlega í huga síðan og langar mig til að deila þönkum með lesendum. Í kjölfar heimsstyrj- aldarinnar síðari voru væntingar um betri heim. Til sögunnar komu Sameinuðu þjóðirnar, skipulegur vettvangur til að taka á málum sem heiminn varða – umhverfið, mannréttindin, stríð og frið. Stofnanir voru settar á laggirnar í þessu skyni og sáttmálar undirritaðir. Einn þeirra sneri að stríðsglæpum og þjóðarmorði. Kveikjan að þessum merka sáttmála voru stríðsglæpir þýsku nasistanna og stríðs- glæpadómstóllinn sem kenndur er við Nürnberg í Þýskalandi þar sem réttað var yfir nokkrum þeirra á árunum 1945-1946. Þessi sáttmáli leit dagsins ljós í árslok árið 1948 og var undirritaður 1951. En síðan ekki söguna meir. Í nær hálfa öld var stríðsglæpasáttmálanum lítið sem ekkert beitt og þær skuldbindingar sem þar er að finna því nánast orðin tóm. Ekki skorti þó tilefnin. Í heimsstyrjöldinni síðari höfðu fleiri framið alvarlega stríðsglæpi en Þjóð- verjar. Má þar nefna kjarnorkuárásir Bandaríkja- manna á japönsku borgirnar Hiroshima og Naga- saki og mannskæðar loftárásir á Dresden og fleiri borgir í Þýskalandi. Þessi voðaverk og fleiri hefðu átt erindi fyrir stríðsglæpadómstól á þeim tíma. En ekk- ert slíkt gerðist. Og ekki heldur á þeim áratugum sem fóru í hönd. Ástæðan var Kalda stríðið. Valda- blokkir stóðu andspænis hvor annarri, gráar fyrir járnum, annars vegar Vesturveldin með Bandaríkin í broddi fylkingar og hins vegar sú blokk sem var kennd við austrið og laut Sovétríkjunum. Heimurinn var að sönnu margskiptari og flóknari, en á þessu tímaskeiði var það aðeins „austur og vestur“ sem máli skipti á taflborði valdastjórnmála í heiminum. Og við það taflborð var ískalt. Svo kalt að allt fraus, þar á meðal draumarnir og vonirnar sem heims- byggðin hafði bundið við nýjar stofnanir og sáttmála sem tryggja áttu mannréttindi og frið. Í „hreinsunum“ Stalíns í Sovétríkjunum og þving- uðum þjóðflutningum í valdatíð hans var beitt skefja- lausri grimmd og ofbeldi og voru fórnarlömbin talin í milljónum. Í Víetnam var háð grimmúðugt stríð þar sem Bandaríkjamenn beittu fullkomnustu tækni sem völ var á til að myrða fólk á kvalafullan hátt; í Kambódíu frömdu svokallaðir Rauðir khmerar fjöldamorð, af stærðargráðu og grimmd sem á hlið- stæðu í illvirkjum nasista. En samt hélt stjórn þeirra sæti sínu hjá Sameinuðu þjóðunum, í krafti fullveld- issjónarmiða, jafnvel eftir að Víetnamar höfðu steypt henni af stóli. Á Austur-Tímor murkaði Indónesíu- stjórn lífið úr þriðjungi íbúanna. Í áratugi var ekkert aðhafst af hálfu Sameinuðu þjóðanna, enda allt þar á forsendum stórveldanna sem héldu samtökunum í gíslingu í krafti neitunarvalds. Svo er vissulega enn. En nú loksins má sjá þess merki að Kalda stríðinu sé lokið. Í aldarlok voru sett- ir á laggirnar tveir stríðsglæpadómstólar, annars vegar vegna glæpa í löndum fyrrum Júgóslavíu og hins vegar Rúanda. Og fleiri hafa nú siglt í kjölfarið, svo sem Kambódía og Síerra Leóne. Árið 2002 var alþjóðlegi sakadómstóllinn settur á laggirnar á vett- vangi Sameinuðu þjóðanna. Stórveldin þráast að vísu við og segjast ekki ætla að hlíta honum – vilja enn hafa sína stríðsglæpi út af fyrir sig! Umræða sem nú á sér stað á alþjóðlegum vett- vangi vekur von um breytingar. Ég er sannfærður um að senn munu linast þau heljartök sem stórveldin hafa á alþjóðasamfélaginu. Það er að þiðna í frysti Kalda stríðsins. Úr frysti kalda stríðsins ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM Ögmundur Jónasson ogmundur@althingi.is Heimsendir Heimsendir var mönnum ofarlega í huga á fésbókinni: Óttar Norðfjörð sagði: „Það er enginn heimsendir í dag. Þvert á móti, heimurinn verður betri með hverjum deginum.“ Árni Vilhjálmsson sagði: „Heimsk-endir. Þið eruð öll heimsk! Endir.“ Snorri G. Bergsson: „Jæja, ég fékk jólapakkana ekki heimsenda, held- ur voru þeir áframsendir í vinnuna :) Því er ekki heimsendir, held- ur áframsendir.“ Lögreglan á höfuðborg- arsvæðinu lagði orð í belg í málinu: „Af dag- bók lögreglunnar er það að frétta að í nótt voru fáein mál í höndum lögreglumanna; fíkniefnatengt og tilraun til innbrots. Ekkert bólar á heimsendi, eins og spáð var, en við látum vita ef við fréttum eitthvað.“ Fjármálin Andrés Magn- ússon blaða- maður var ánægður með grein í Morg- unblaðinu eftir Arnar Sig- urðsson: „Til að setja hlutina í samhengi má nefna að gámur af sykri sem nú kostar 9 m. kr. mun hækka í 22 m. frá og með mars á næsta ári. Inn- flytjendur á sykri hugsa sér að sjálfsögðu gott til glóðarinnar og hafa pantað margra ára birgð- ir enda fyr- irhuguð tolla- hækkun ígildi yfir 200% rík- istryggðrar ávöxtunar! Eðli málsins samkvæmt mun ríkissjóður ekki fá krónu úr syk- urskatti ætluðum til smásölu næstu árin en almenningur mun hinsvegar verða fyrir tugmilljarða búsifjum með hækkun vöruverðs auk þess sem hver 0,1% hækkun vísitölu neysluverðs hækkar verð- tryggðar skuldir landsmanna um 25 milljarða!“ AF NETINU um gott heimilishald, nýtni og aðhaldssemi úr smiðju tímaritisins okkar Húsfreyjunnar, sem og frá Leiðbeiningastöð heimilanna sem Kven- félagasambandið rekur. Mér finnst það t.d. áhyggjuefni hvað fólk hendir miklum mat. Það er mjög auðvelt að búa til fína rétti úr marg- víslegum matarafgönum sem hafa ekki alveg klárast. Margar tegundir afganga af kjöti eða grænmeti má t.d. nota í súpu, sem kalla mætti því spennandi nafni naglasúpu.“ Sigurveig S. Bergsteinsdóttir, formaður Kvennasambands Eyjafjarðar, lýsir einnig yfir mikilli ánægju með bókina í samtali við Morg- unblaðið og telur að hún muni nýtast vel fólki á öllum aldri. Hún segir kvenfélagskonur á Eyja- fjarðarsvæðinu hafa verið mjög duglegar við sölu á bókinni. „Nokkur kvenfélög á svæðinu pöntuðu stórt upplag. Ég get ímyndað mér að hjá mörgum kvenfélagskonum verði bókin jóla- gjöfin í ár til barna og barnabarna,“ segir Sig- urveig. Bókin á örugglega eftir að nýtast vel, sér-staklega ungu fólki sem er að hefja heim-ilishald og fyrir kvenfélögin er hún líka kærkomin fjáröflun til styktar mikilvægu sam- félagsstarfi,“ segir Una María Óskarsdóttir, for- seti Kvenfélagasambands Íslands (KÍ), um Þú ert snillingur, bók sem vefsíðan matarkarfan.is gaf nýverið út í samvinnu við Kvenfélaga- sambandið og Leiðbeiningastöð heimilanna. Una María Óskarsdóttir segir kvenfélags- konur mjög ánægðar með það framtak forsvars- manna vefsíðunnar að leita til KÍ og Leiðbein- ingastöðvar heimilanna um útgáfuna. „Matarkarfan gefur bókina út og ber alla ábyrgð á henni, en kvenfélögin um allt land fengu bókina í forsölu og gátu notað hana til fjáröflunar fyrir sitt mikilvæga starf. Mér finnst bókin mjög áhugaverð, hún er skemmtilega sett upp, það er auðvelt að fletta upp í henni og finna margskonar sparnaðarráð. Bókin byggist á birtum og óbirtum gömlum og góðum ráðum Jólagjöf kvenfélagskvenna? Una María Óskarsdóttir, forseti Kvenfélaga- sambands Íslands, er yfir sig hrifin af bókinni. Morgunblaðið/Kristinn 44 ára gömul kona, Samantha Kidd, þarf að koma fyrir dóm í Bretlandi í næsta mánuði grunuð um að hafa gengið sex sinnum í skrokk á spúsa sínum, Eddie Kidd, á fjögurra mán- aða tímabili á þessu ári. Það sætir tíðindum í þessu sambandi að Eddie Kidd er lamaður eftir mótorhjólaslys fyrir sextán árum, þar sem hann hlaut jafnframt heilaskaða. Hann lauk þó Lundúnamaraþoninu á fimmtíu dögum í fyrra. Samönthu hefur verið skipað að halda sig fjarri Eddie uns dómur liggur fyrir. Lamdi lamaðan mann Eddie Kidd á ekki sjö dagana sæla. AFP

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.