Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.12.2012, Page 28
*Matur og drykkir Margar leiðir eru færar þegar blanda á jólablönduna þar sem uppistaðan er malt og appelsín »32
R
óbert Häsler, yfirmatreiðslumaður og einn
þriggja eigenda Striksins á Akureyri, er alinn
upp við að borða rjúpur á aðfangadagskvöld.
Eiginkona hans var jafnheppin svo ekki er
vandi að ákveða hvað er í matinn hjá þeim!
„Ef engar rjúpur væru þá myndi ég vera með hrein-
dýr,“ segir Akureyringurinn, sem veiðir alla sína villi-
bráð sjálfur, og gefur lesendum hér girnilega upp-
skrift. Róbert lærði sitt fag á Hótel Sögu og vann
einnig á 1919 hóteli þar til hann stofnaði Strikið ásamt
fleirum. Í dag, laugardag, eru einmitt liðin sjö ár síðan
staðurinn var opnaður. Í tilefni dagsins verður boðið
upp á súpu og salathlaðborð með afmælisköku á 777
krónur á milli kl. 12 og 17.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Robert Häsler, yfirmatreiðslumaður á Strikinu á Akureyri og einn eigenda staðarins.
YFIRMATREIÐSLUMAÐUR STRIKSINS Á AKUREYRI
Villt
er gott
MARGIR LEGGJA SÉR HREINDÝR TIL
MUNNS Á JÓLUM. RÓBERT HÄSLER
ER REYNDAR EKKI EINN ÞEIRRA, EN
GEFUR HÉR GÓMSÆTA UPPSKRIFT.
1 kg hreindýrafillé
20 g ferskt rósmarín
20 g ferskt garðablóðberg
200 g portobellosveppir
400 g íslenskir kjörsveppir
6 stk. bökunarkartöflur
100 g rifinn parmesanostur
1 haus brokkólí
½ haus blómkál
250 g gulrætur
200 g ferskur aspas
500 g smjör
Sykur
Salt og pipar
Uppskrift ætluð fimm manns.
Kjötið er brúnað upp úr ís-
lensku smjöri, ásamt fersku garða-
blóðbergi og rósmaríni. Einungis
kryddað með salti og pipar.
Kjötið er sett í ofn á 180 gráður
í u.þ.b. 20 mín., einnig er gott að
nota kjarnhitamæli og þá er steikin
tekin út úr ofni þegar hún er búin
að ná kjarnhitanum 50C° og látin
standa á eldhúsbekknum með
viskustykki yfir þangað til kjarnhiti
nær 58C° (rautt). Hvíldin tekur
10-15 mín.
Portobellosveppir og kjör-
sveppir eru skornir mjög þunnt og
steiktir á pönnu upp úr smjöri og
kryddaðir með salti og pipar. At-
hugið að sveppir rýrna mikið í
steikingu. Kartöflurnar eru skorn-
ar þunnt eins og lasagnaplötur.
Þessu er síðan raðað í eldfast mót
og byrjað er á kartöflum og síðan
sveppum og rifinn parmesanostur
er alltaf settur ofan á sveppina.
Þetta er síðan endurtekið, kart-
öflur-sveppir-parmesan-kartöflur-
sveppir-parmesan eða þangað til
formið er orðið fullt. Kartöflur
eiga að vera efsta lagið á kökunni.
Brokkólí, gulrætur, blómkál og
aspas er skorið niður í litla bita og
steikt upp úr smjöri og kryddað
með salti og pipar. Búin er til syk-
urbráð, einungis úr sykri og vatni,
sykurinn er bræddur í karamellu
(passa að brenna ekki) og sett er
vatn til að þynna hana, þetta síðan
sigtað og smá karamella sett út á
grænmetið.
Klettasalat er skolað og dressað
með ólívuolíu og balsamico. Hlut-
föll u.þ.b. 90% olía og 10% balsam-
ico.
RAUÐVÍNSSÓSA
30 gr villisveppir
1 grein rósmarín
2 greinar timjan
1 laukur
3 hvítlauksgeirar
1 dl púrtvín
200 ml rjómi
200 ml vatn
1 dl íslensk aðalbláber
Grænmetið allt skorið niður og
steikt rólega í potti, vínið sett útí
og látið malla í 10 mín. Rjóma og
vatni bætt í, bragðbætt með salti
og pipar, þykkt eftir hentugleika.
Bláberin eru síðan sett út í 5 mín-
útum áður en maturinn er tilbúinn.
Heilsteikt
hreindýrafillé