Morgunblaðið - 03.01.2013, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2013
Það var mikið ólán fyrir litlusamfylkinguna þeirra Guð-
mundar og Róberts að Guðfríður
Lilja skyldi ákveða að sitja ekki
út kjörtímabilið.
Að sama skapikom þetta sér
illa fyrir annan
helsta stuðnings-
flokk ríkis-
stjórnarinnar,
Hreyfinguna.
Það er alltaf vont fyrir þá semhafa gert það að sínu póli-
tíska metnaðarmáli að styðja
minnihlutastjórn þegar henni
áskotnast liðsauki innan eigin
raða.
Verðmiðinn á sjálfsölunumtveimur í Betri dögun og
pönkurunum þremur í Hreyfing-
unni verður umtalsvert lægri
þegar þægilegur inniköttur tek-
ur sæti villikattar, svo vísað sé í
smekklega lýsingu forsætisráð-
herra á samstarfsfólki sínu.
En ólán stuðningsflokksbrot-anna tveggja er auðvitað
um leið lán ríkisstjórnarflokk-
anna tveggja, ekki síst VG. Sá
flokkur er að verða búinn að
losa sig við alla þá þingmenn
sem fylgdu meginstefnu hans
fyrir síðustu kosningar.
Vitaskuld gat ekki gengið fyr-ir forystu flokksins að halda
þannig á málum að þeir sem
fylgdu stefnumálum flokksins
héldust við innan raða þing-
flokksins.
Allir sjá í hvílíkar ógöngurflokkurinn hefði getað rat-
að ef ekki hefði tekist að
hreinsa út þessa varasömu þing-
menn sem höfðu trú á stefnu
flokksins.
Guðfríður Lilja
Grétarsdóttir
Lán í óláni
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 2.1., kl. 18.00
Reykjavík 3 rigning
Bolungarvík 0 snjókoma
Akureyri 2 skýjað
Kirkjubæjarkl. 3 alskýjað
Vestmannaeyjar 5 rigning
Nuuk -7 léttskýjað
Þórshöfn 8 súld
Ósló -3 heiðskírt
Kaupmannahöfn 3 léttskýjað
Stokkhólmur 2 skýjað
Helsinki 2 skýjað
Lúxemborg 3 skýjað
Brussel 7 léttskýjað
Dublin 12 skýjað
Glasgow 11 alskýjað
London 7 skúrir
París 7 skýjað
Amsterdam 7 léttskýjað
Hamborg 6 skýjað
Berlín 5 léttskýjað
Vín 4 skýjað
Moskva -2 heiðskírt
Algarve 16 heiðskírt
Madríd 11 léttskýjað
Barcelona 13 léttskýjað
Mallorca 13 léttskýjað
Róm 12 léttskýjað
Aþena 12 léttskýjað
Winnipeg -12 snjóél
Montreal -15 skýjað
New York -3 heiðskírt
Chicago -6 léttskýjað
Orlando 20 alskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
3. janúar Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 11:17 15:49
ÍSAFJÖRÐUR 11:58 15:18
SIGLUFJÖRÐUR 11:42 14:59
DJÚPIVOGUR 10:55 15:10
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
„Ég heyrði einhvers konar nudd-
hljóð, ég áttaði mig strax á því að hún
var að festast, ég togaði og togaði en
náði ekki að losa hana. Ég sá hvergi
stopptakka og brást líklega við eins
og sönn móðir; hrópaði og kallaði og
gerði allt sem ég gat til að bjarga
barninu,“ segir Aðalheiður Jensen,
en Aníta Gló, tveggja og hálfs árs
dóttir hennar, festi stígvélið sitt í
rúllustiga í verslunarmiðstöðinni
Firði í Hafnarfirði skömmu fyrir jól.
Betur fór en á horfðist. „Ég hélt að
hún væri brotin eða farin úr liði því ég
togaði svo fast í barnið. En öll bein
eru heil, hún fékk skurð á kálfann og
er marin, hún haltrar en það virðist
ekki vera neitt alvarlegt. En ég held
að henni hafi verið mest brugðið, hún
grét stanslaust í klukkutíma og við
höfum þurft að jafna okkur,“ segir
Aðalheiður.
Stígvélið rifnaði
Hún segir að þær mæðgur hafi
verið á niðurleið og staddar í miðjum
stiganum þegar annað stígvél Anítu
Glóar festist skyndilega að ofan-
verðu. „Ég sá síðan stígvélið festast
alltaf neðar og neðar. Ég sá hvergi
stopptakka, ég togaði og togaði og
þegar stiginn var alveg að verða kom-
inn niður náði ég að kippa henni úr
stígvélinu. Það hélt síðan áfram og
rifnaði í sundur,“ segir Aðalheiður.
Ég get ekki hugsað um hvað hefði
getað gerst ef ég hefði ekki náð henni
úr skónum.“
Aðalheiður segir að fjöldi fólks hafi
flykkst að, en enginn hafi fundið
takka til að stöðva stigann. Örygg-
isvörður, sem var á vakt í Firði, hafi
ekki fundið takkann fyrr en eftir
nokkra leit og því var stiginn ekki
stöðvaður á meðan þær mæðgur voru
í honum. Hún segist hafa rætt við
rekstraraðila Fjarðar eftir þetta.
„Mér skilst að þetta geti gerst og
þess vegna þurfi fólk að lesa vel leið-
beiningar við stigana. En að sjálf-
sögðu þarf stopptakkinn að vera sýni-
legur.“
Tvisvar á 18 árum
„Þetta hefur gerst tvisvar hjá okk-
ur á þeim 18 árum sem Fjörður hefur
verið starfandi. Í bæði skiptin voru
þetta börn sem voru að fara niður í
stiganum og í bæði skiptin voru þau í
stígvélum,“ segir Albert Már Stein-
grímsson, framkvæmdastjóri Fjarð-
ar. „Það verður að fara eftir leiðbein-
ingunum við stigann, í stigaþrepinu
er gul rönd og í leiðbeiningunum
stendur að það megi alls ekki standa
þar.“
Hann segir Vinnueftirlitið hafa
skoðað stigann fyrir nokkrum vikum,
í nóvember síðastliðnum, og að engar
athugasemdir hafi verið gerðar við
hann. Albert Már segir miður að
svona slys geti átt sér stað. „Auðvitað
er þetta mikið áfall, bæði fyrir barnið
og mömmuna og þetta er auðvitað
nokkuð sem við viljum alls ekki að
gerist. En ég held að stöðvunartakk-
inn sé nokkuð vel sýnilegur. Annars
er gott að verið sé að vekja athygli á
slysum af þessu tagi. Við hér í Firði
þurfum oft að stöðva ung börn sem
eru einsömul í rúllustiganum, en það
kemur skýrt fram í leiðbeiningum að
börn yngri en fimm ára mega ekki
vera þar ein á ferð.“
Betur fór en á horfðist Mæðgurnar
Aðalheiður Jensen og Aníta Gló.
Festi stígvél
í rúllustiga
Náði að losa barnið úr stígvélinu eftir
talsverð átök Fundu ekki stopptakka