Morgunblaðið - 03.01.2013, Page 14

Morgunblaðið - 03.01.2013, Page 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2013 SVIÐSLJÓS Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Tæp 600 tonn af flugeldum voru til sölu fyrir áramótin. Tilfinning manna er sú að salan sé ekki jafn góð og hún var í fyrra. Hún hefur þó vax- ið nokkuð frá árinu 2009 þegar hún féll mikið. Salan er langt frá met- söluárinu árið 2007. Samkvæmt frétt frá Landsbjörg gekk sala á flugeldum vel á höfuð- borgarsvæðinu, á Egilsstöðum og á Akureyri og víðar. Hins vegar var salan dræm í minni sveitum enda setti veður víða strik í reikninginn. „Ég er búinn að heyra það að menn ætli ekki að láta veðrið koma í veg fyrir að þeir skjóti upp flugeld- um um áramót, heldur kveðja árið á þrettándanum með pompi og prakt,“ segir Jón Ingi Sigvaldason sem hélt utan um flugeldasölu Landsbjargar. Vonast hann til þess að enn eigi nokkur hluti fólks eftir að kaupa flugelda þar sem það hafi ekki kom- ist á sölustað vegna veðurofsans um áramótin. Svipað magn flutt inn í fyrra Ólafur Emilsson, stöðvarstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, heldur utan um innflutningstölur á flugeldum. Hann segir að um 586 tonn hafi verið flutt inn fyrir áramót- in. Alls hafi hins vegar um 600 tonn verið í sölu þar sem leyfilegt sé að nota óselda flugelda frá síðustu tvennum áramótum, samhliða sölu á nýinnfluttum flugeldum. Ólafur segir að svipað magn hafi verið flutt inn í fyrra eða 575 tonn. Árið 2010 voru flutt inn 510 tonn. Ár- ið 2009 voru flutt inn 425 tonn af flugeldum. Rúm 850 tonn árið 2007 „Við erum ekki enn farin að sjá tölur sem voru hér fyrir hrun. Fyrir áramótin 2007-2008 voru t.a.m. flutt inn meira en 850 tonn af flugeldum. Sá innflutningur dróst saman um meira en helming árið eftir,“ segir Ólafur. Nær allir þeir flugeldar sem voru í sölu fyrir áramótin koma frá Kína. „Flugeldar voru dýrari í innkaupum í ár. Kína er að verða dýrara land en það var. Launakostnaður fer upp þar samhliða því sem hráefnið er að hækka,“ segir Lúðvík Georgsson, framkvæmdastjóri KR-flugelda. Þessi aukni innflutningskostnaður fór yfir í verðlag en áætlað er að flugeldar hafi hækkað um 10% í verði frá því um áramótin í fyrra. Minni sala en árin á undan Þór Björnsson sér um flugelda- sölu fyrir handknattleiksdeild Fram. „Það er einkennandi hve sala á rak- ettum var minni í ár en árin á undan. Kökurnar seljast hins vegar að minnsta kosti jafn vel,“ segir Þór. Fleiri viðmælendur Morgunblaðsins tóku undir með Þór og svo virðist sem sala á kökum hafi verið meiri en árin á undan. Þór telur að flugeldasala hafi al- mennt verið minni en í fyrra. „Það er erfitt að fullyrða um það á þessari stundu þar sem menn taka söluna ekki saman fyrr en eftir þrett- ándann, en tilfinning flestra í kring- um þetta er sú að salan sé minni en hefur verið,“ segir Þór. Svipað flutt inn en salan minni Morgunblaðið/Árni Sæberg Fögur ljósasýning Landsmenn fögnuðu áramótunum að venju með því að skjóta upp hundruðum tonna af flugeldum. 586 tonn af flugeldum voru flutt til landsins fyrir áramótin.  Um 568 tonn af flugeldum flutt inn í ár  Flugeldar dýrari í innkaupum  Veðurofsi á landsbyggð- inni hafði áhrif á flugeldasölu  Selja má flugelda frá síðustu tvennum áramótum með nýjum flugeldum Slysavarnafélagið Landsbjörg flutti inn 70-80% allra flugelda í sölu fyrir áramótin. Samkvæmt upplýsingum Ólafs Emilssonar, stöðvarstjóra lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu fluttu sjö aðilar inn flugelda fyrir áramótin en það voru ásamt Landsbjörgu, KR-flugeldar, Bomba.is. Magnús Árnason í Gull- borg, Stjörnuljós, Alvöru flugeldar og Háamýri HF. Átta aðilar stóðu að innflutningi árið 2011. 24 aðilar seldu flug- elda á 63 sölustöðum áhöfuðborg- arsvæðinu. „Það geta svo til allir fengið leyfi til þess að selja flug- elda, hafi þeir húsnæði til þess,“ segir Ólafur G. Emilsson. Allir geta selt flugelda LANDSBJÖRG MEÐ 70-80% AF FLUGELDASÖLU Ólafur G. Emilsson Opið: mán-fös 12:30 - 18:00 Dalvegi 16a - Rauðu múrsteinshúsunum, 201 Kópavogi - S. 517 7727 - nora.is ÚTSALA -50% jólaskraut -20% - 30% almennar vörur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.