Morgunblaðið - 03.01.2013, Page 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2013
Nýtt hefti
Þjóðmál— tímarit um stjórnmál og
menningu — hefur nú komið út í átta ár
í ritstjórn Jakobs F. Ásgeirssonar.
Þjóðmál koma út fjórum sinnum á ári —
vetur, sumar, vor og haust. Tímaritið fæst í
lausasölu í helstu bókabúðum og nokkrum
stórmörkuðum á 1.500 kr. eint., en ársáskrift
kostar aðeins 5.000 kr.
Hægt er að gerast áskrifandi
í Bóksölu Andríkis, andriki.is,
á vefsíðunni thjodmal.is
eða í síma 698-9140. Ugla
VIÐTAL
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Persónukjör í stað kjörs milli stjórn-
málaflokka og fulltrúa þeirra gæti
aukið áhrif hagsmunaafla á þinginu,
enda væri auðveldara að hafa áhrif á
sundurlausan hóp þingmanna en sam-
stæða þingflokka.
Þetta er mat dr. Stefaníu Óskars-
dóttur, lektors í stjórnmálafræði við
Háskóla Íslands, en hún er einn
þeirra fræðimanna sem lagst hafa yfir
tillögur stjórnlagaráðs.
Með því vísar Stefanía til 39. grein-
ar stjórnlagafrumvarpsins, nánar til-
tekið 5. málsgrein en þar segir orð-
rétt: „Kjósandi velur með
persónukjöri frambjóðendur af listum
í sínu kjördæmi eða af landslistum,
eða hvort tveggja.“
Þetta er talsverð breyting frá nú-
verandi stjórnarskrá þar sem segir í
31. grein að í „hverju kjördæmi skulu
vera minnst sex kjördæmissæti sem
úthluta skal á grundvelli kosninga-
úrslita í kjördæminu“.
Úthlutun þingsæta fer svo fram
samkvæmt sérstakri aðferð og fer eft-
ir atkvæðastyrk flokka.
Persónur fremur en stefnur
Stefanía telur að með þessu verði
sú eðlisbreyting að kjósendur horfi
meira til einstaklinga í framboði en
stefnu stjórnmálaflokkanna verði per-
sónukjör þvert á flokka tekið upp. Um
leið geti þetta leitt til þess að þing-
menn fari fyrst og fremst að hugsa
um eigin hag, líkt og algengt sé um
þingmenn í Bandaríkjunum, sem rói
öllum árum að því að tryggja sér end-
urkjör.
„Einstaklingsmiðuð stjórnmál hafa
þótt ýta undir spillingu, en aftur á
móti benda rannsóknir til að hefð-
bundið þingræði dragi úr henni,“ seg-
ir Stefanía.
„Þegar ekki er lengur kosið um
stefnu flokka er ekki ljóst hvaða
stefna á að ráða við stjórn landsins.
Um leið verða skilaboð frá kjósendum
óljósari. Hlutverk stjórnmálaflokka
er einmitt að búa til valkosti fyrir
kjósendur,“ segir Stefanía sem telur
þetta kunna að draga úr áhuga á
stjórnmálum til lengri tíma og þannig
vinna gegn markmiðum frumvarpsins
um aukna lýðræðislega þátttöku al-
mennings.
Veikir flokkana
Þá telur Stefanía það munu veikja
hlutverk flokkanna að forysta fram-
kvæmdavaldsins hverju sinni, þ.e.
ráðherrarnir, komi mögulega ekki úr
röðum stjórnmálamanna, heldur
verði þeir sérfræðingar skipaðir af Al-
þingi. Á Stefanía þar m.a. við 89. grein
stjórnlagafrumvarpsins þar sem segir
að ráðherrar hafi ekki atkvæðisrétt á
Alþingi. Ráðherrar mæli fyrir frum-
vörpum og tillögum frá ríkisstjórn,
svari fyrirspurnum og taki þátt í um-
ræðum á Alþingi eftir því sem þeir
eru til kvaddir, en sitji að öðru leyti
ekki á þingi.
Annað atriði sem veiki stjórnmála-
flokkana sé að almenningur þurfi síð-
ur á þeim að halda til að koma málum
á dagskrá þingsins. Vísar Stefanía þar
m.a. til þeirrar tillögu að 10% kjós-
enda geti knúið á um þjóðaratkvæða-
greiðslu um nýsamþykkt lög og 2%
kjósenda fengið frumvörp á dagskrá.
Þetta frumkvæði almennings veiki
þingið, líkt og sá möguleiki að vinsæl-
ir þingmenn verði ráðherrar og hverfi
þar með af þingi.
Völd forsetans séu aukin
Það er jafnframt mat Stefaníu að
völd forseta aukist með því að hann
staðfestir skipun dómara og tilnefnir
forsætisráðherra.
Á hún þar við 90. grein stjórnlaga-
frumvarpsins um stjórnarmyndun en
þar segir að forsetinn geri tillögu til
þingsins um forsætisráðherra, eftir að
hafa ráðfært sig við þingflokka og
þingmenn. Meirihluta þingmanna
þurfi til samþykkis.
Fáist það ekki geti forsetinn gert
nýja tillögu að forsætisráðherra.
„Verði sú tillaga ekki samþykkt fer
fram kosning í þinginu milli þeirra
sem fram eru boðnir af þingmönnum,
þingflokkum eða forseta Íslands,“
segir í frumvarpinu.
Er sá fyrirvari hafður á að ef þetta
leiðir ekki til þess að þingið hafi kosið
forsætisráðherra, innan tíu vikna frá
kosningum, skuli Alþingi rofið og boð-
að til nýrra kosninga.
Telur Stefanía að breytingarnar
geti haft ýmsar ófyrirséðar afleiðing-
ar. „Þannig eykst flækjustigið við
myndun ríkisstjórna, erfiðara verður
að fylgja eftir stefnumálum og stjórn-
málin verða einstaklingsmiðaðri. Allt
kann þetta að draga úr stjórnmála-
legum stöðugleika og grafa undan
lýðræðislegri ábyrgð.“
Persónukjör auðveldi hagsmuna-
öflum að hafa áhrif á störf Alþingis
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Fræðimaður Dr. Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur er lektor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.
Lektor í stjórnmálafræði telur tillögur stjórnlagaráðs veikja þingræðið Stöðugleikinn minnki
„Ég er ekki sam-
mála því að það
sé gengið mjög
langt í þessari
stjórnarskrá.
Þetta er stjórn-
arskrá sem
breytir vissulega
örlítið okkar
stjórnskipun og
skýrir ýmis
mörk,“ segir
Margrét Tryggvadóttir, formaður
þingflokks Hreyfingarinnar, spurð
út í þau ummæli Ólafs Ragnars
Grímssonar, forseta Íslands, að til-
lögur stjórnlagaráðs feli í sér „til-
raun um stjórnkerfi sem ætti sér
engan líka á Vesturlöndum“.
Margrét telur frumvarpið í góðu
samræmi við stjórnskipan þeirra
ríkja sem Íslendingar beri sig sam-
an við. Það sé því ekki róttækt.
Í raun fremur íhaldssamt
„Öll valdhlutverk, nema ef til vill
forsetans, eru mun betur afmörkuð
og skýrari í tillögum stjórnlagaráðs
en í gömlu stjórnarskránni. Þær
eru jafnframt í góðum takti við þá
stjórnskipun sem við höfum haft og
til dæmis stjórnskipun Norður-
landa og annarra vestræna ríkja.
Þannig að ég er ekki sammála for-
setanum um þessa túlkun. Ýmsir
fræðimenn hafa líka bent á að til-
lögur stjórnlagaráðs séu fremur
íhaldssamar í raun og veru. En það
fer eftir því hvaðan maður horfir,
hvað er íhaldssamt og hvað ekki.“
Ósammála túlkun
Ólafs Ragnars
Margrét
Tryggvadóttir
Ólafur Ragnar
Grímsson, for-
seti Íslands,
hvatti í nýárs-
ávarpi sínu ríkis-
stjórnina til að
skapa sátt um
tillögur stjórn-
lagaráðs.
„Á fundi ríkis-
ráðs í gær hvatti
ég til samstöðu allra flokka með
víðsýni og sáttavilja að leiðar-
ljósi, að vegferð stjórnarskrár-
málsins yrði mörkuð á þann hátt
að tryggð væri vönduð meðferð
og í forgang settar breytingar
sem ríkur þjóðarvilji veitir braut-
argengi. Aðeins þannig næðist
farsæl niðurstaða,“ sagði Ólafur
Ragnar sem telur tillögur
stjórnlagaráðs m.a. auka völd
forsætisráðherra og áhrif forset-
ans við stjórnarmyndun.
Valgerður Bjarnadóttir, for-
maður stjórnskipunar- og eftir-
litsnefndar, vildi ekki tjá sig um
ávarp forsetans.
Þjóðarviljinn ráði för
FORSETINN HVETUR TIL SAMSTÖÐU
Ólafur Ragnar
Grímsson