Morgunblaðið - 03.01.2013, Side 19

Morgunblaðið - 03.01.2013, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2013 Munið að slökkva á kertunum Staðsetjið ekki kerti þar sem börn eða dýr geta auðveldlega rekið sig í þau og velt þeim um koll. Staðsetjið útikerti ekki beint á trépall. Slökkvilið höfuborgasvæðisins Nánari upplýsingar og aðstoð má fá með því að senda fyrirspurn á netfangið upplysingar@reykjavik.is eða í síma 411 1111. www.reykjavik.is Á vef Reykjavíkurborgar geta fasteignaeigendur: www.reykjavik.is • skoðað álagningarseðil fasteignagjalda fyrir árið 2013 (eftir 21. jan. nk.) og alla breytingaseðla þar á eftir • afpantað álagningarseðla og breytingaseðla með pósti • skráð sig í boðgreiðslu fasteignagjalda • valið einn eða níu gjalddaga fasteignagjalda til 15. janúar 2013 • gefið upp reikningsnúmer ef til endurgreiðslu kemur • óskað eftir að fá senda greiðsluseðla fyrir fasteignagjöldum þar sem þeir verða, líkt og áður, ekki sendir út til greiðenda, 18-70 ára Fasteignagjöld í Reykjavík verða innheimt í heimabönkum. Fasteignaeigendum er jafnframt bent á beingreiðslur hjá öllum bankastofnunum eða boðgreiðslur af greiðslukortum. Rafræn Reykjavík fyrir þig Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Ég ætla ekki að tjá mig um endur- sögn forsetans af ríkisráðsfundi, enda eru fundargerðir þess trúnað- armál, það best ég veit,“ segir Stein- grímur J. Sigfússon, formaður VG, um þau ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, í nýárs- ávarpi, að hann hafi á fundi ríkisráðs „hvatt til samstöðu allra flokka með víðsýni og sáttavilja að leiðarljósi“, ekki síst í stjórnarskrármálinu. „Almennt er um þessi mál að segja að það er auðvitað ekki ágreiningur um það við nokkurn mann að mark- miðið er að stjórnarskráin endur- spegli vilja þjóðarinnar. Það hefur enda mikið verið gert í því að virkja þjóðina í þessu ferli, miklu meira en nokkru sinni áður, m.a. með þjóð- fundum, kosningu til stjórnlaga- þings, síðar -ráðs, ráðgefandi ferli og nú síðast þjóðaratkvæðagreiðslu,“ segir Steingrímur og heldur áfram. Leiðsögn um vilja þjóðarinnar „Út úr þeirri atkvæðagreiðslu höf- um við ágætis leiðsögn um þjóðar- viljann, að minnsta kosti í lykilþátt- um. Það er ekki um annað að ræða en að fara að honum. Það reyndist yfirgnæfandi stuðningur við sam- eign á auðlindum og beint lýðræði, en vilji til að halda þjóðkirkjuákvæði inni, svo eitthvað sé nefnt. Það er mjög gott að ráðamenn átti sig á því að þetta er stjórnarskrá þjóðarinnar. Þetta er fyrir þjóðina en ekki fyrir flokkana, stjórnkerfið eða einstök embætti. Þannig að það er að sjálf- sögðu þjóðarviljinn sem hér á fyrst og fremst að ráða för.“ Með „óhemju af gögnum“ – Forsetinn gagnrýnir að áhuga- menn um tillögur stjórnlagaráðs skuli gera lítið úr þeirri gagnrýni sem fræðasamfélagið hefur sett fram. Tekurðu undir þetta? „Ég held að það sé ekki gert lítið úr málefnalegum sjónarmiðum og áliti fagaðila og sérfræðinga, heldur er þvert á móti óhemja af slíkum gögnum með í farteskinu og verið að vinna úr þeim núna af hálfu stjórn- skipunar- og eftirlitsnefndar. Menn hafa haft sérfræðinga sér við hlið í þessu máli alveg frá byrjun … Þann- ig að það er ekki hægt að benda á það með neinum gildum rökum að menn hafi ekki einmitt leitað álits ýmiss konar sérfræðinga og það verður væntanlega áfram gert.“ – Telurðu að áhyggjur fræði- manna gefi tilefni til að staldra við og endurskoða tillögurnar? Lagfæri einstök atriði „Að sjálfsögðu er ljóst að einstök atriði í þessu geta að sjálfsögðu þarfnast lagfæringa við. Þess vegna er nú þetta ferli allt saman. Ég hef sjálfur sagt í umræðum á Alþingi að ég setji spurningar við ákveðna þætti en um leið átta ég mig á því að allir verða að vera viljugir til að finna málamiðlanir. Stjórnarskráin verður aldrei skrifuð nákvæmlega sam- kvæmt ýtrasta vilja einhverra tiltek- inna fárra einstaklinga. Hún verður að vera niðurstaða af mjög víðtæku samráði þar sem menn bræða saman sjónarmið. Stjórnlagaráð var fjöl- skipaður vettvangur sem bar ýmis sjónarmið fram í málinu.“ Salvör Nordal, formaður stjórn- lagaráðs, telur rétt að velja einstök atriði úr tillögum stjórnlagaráðs fyr- ir kosningar en geyma önnur. „Ef staða málsins er metin og sá skammi tími sem er til stefnu hljóta menn að huga að því að leggja áherslu á tilteknar breytingar á stjórnarskránni fyrir alþingiskosn- ingarnar og vinna svo frekar að mál- inu á næsta kjörtímabili. Því miður hefur ekki farið fram það mikil efn- isleg umræða á Alþingi um einstök atriði að maður átti sig á því um hvað geti náðst breið sátt á þessu stigi.“ „Ágætis leiðsögn um þjóðarviljann“  Formaður VG segir nýja stjórnarskrá ekki verk fárra Steingrímur J. Sigfússon Salvör Nordal

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.