Morgunblaðið - 03.01.2013, Síða 23

Morgunblaðið - 03.01.2013, Síða 23
FRÉTTIR 23 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2013 Þarabakki 3 ~ 109 Reykjavík ~ sími 566 6161 ~ curves.is … Heilsurækt fyrir konur Nýtt! bjóðum nú einnig upp á tri mform Ég vinn á hjúkrunarheimili sem félagsliði. Ég byrjaði að æfa í Curves fyrir ári síðan, af því ég vildi léttast og styrkja mig. Ég hef æft ca. 3x í viku og líkar rosalega vel. Á þessum tíma hef ég losnað við 10 kg og er miklu hressari núna. Curves er frábær staður með frábæru starfsfólki. Ég þarf ekki að panta tíma, kem að æfa þegar það passar mér best. Paula HolmPaula Holm, 40 ára Nýr lífstíll á nýju ári Þönglabakka 1 (inní Nettó búðinni) » 109 Reykjavík » Sími 587 4900 Allt fyrir farsíma, smartsíma og fistölvur Allar GSM rafhlöður 2.990.- SanDisk minniskort og minnislyklar í miklu úrvali - Micro-SD - SDHC - Compact Flash - Memory Stick Gerið verðsamanburð! iPad borðstandur - Festing fyrir sætisbak fylgir 5.990.- Landsins mesta úrval af GSM aukahlutum! Nettir en öflugir ferðahátalarar fyrir iPod/iPhone/iPad og aðra spilara eða síma. Innbyggð rafhlaða. 4.990 Allt fyrir IPod og Ipad Ipad bílhleðslutæki 1.490.- Öll GSM bílhleðslutæki 990.- 12V tvídeilir 1490.- Flott úrval 12V fjöltengja í bílinn, húsbílinn eða fellihýsið. 12V þrídeilir með Micro-USB útgangi og viðvörunarljósi ef raf- geymirinn í bílnum er að tæmast 2.990.- Viðskipti | Atvinnulíf Verslanir Bílanausts hafa verið opnaðar. Fyrirtækið mun starf- rækja sjö sérverslanir með vara- hluti, aukahluti í bíla, verkfæri, rekstrar- og iðnaðarvörur ásamt söludeild og tækniþjónustuverk- stæði, segir í fréttatilkynningu. Bílanaust rann í inn í N1 fyrir sex árum og var hið gamalgróna vöru- merkið lagt niður. Nú hefur N1 ákveðið að blása aftur lífi í það og verður Bílanaust rekið sem sjálf- stætt fyrirtæki eftir uppstokkun og einföldun á rekstri N1 seint á síð- asta ári. Þessa dagana er verið að merkja og setja upp verslanir fyr- irtækisins. Bílanaust var fyrst stofnað árið 1962. Starfsmenn Bílanausts verða rúmlega 60 talsins. Flest starfsfólk Bílanausts starfaði áður hjá N1 en margir núverandi starfsmanna störfuðu þegar hjá Bílanausti við sameiningu undir merki N1 fyrir sex árum og hafa langa starfs- reynslu í bíla- og iðnaðargeiranum. Á Bíldshöfða 9 verður áfram rek- in sérverslun fyrir bílaáhugamenn undir merkjum nýja félagsins. Aðr- ar verslanir Bílanausts eru á Smiðjuvegi í Kópavogi, að Dals- hrauni í Hafnarfirði, Krossmóum í Reykjanesbæ, Hrísmýri á Selfossi og Lyngási á Egilsstöðum. Einnig verður opnuð ný verslun að Furu- völlum 15 á Akureyri í næstu viku. Bílanaust rís á ný  N1 blæs lífi í Bílanaust  Bílanaust var innlimað í N1 fyrir sex árum Ný verslun Árni Stefánsson er framkvæmdastjóri Bílanausts og eru starfs- menn fyrirtækisins rúmlega 60. Opna á nýja verslun á Akureyri. Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Bjarni Ármannsson fjárfestir keypti rúmlega 40% hlut í Keld- unni þegar hlutafé fyrirtækisins var aukið í sumar. Þetta staðfesti hann í samtali við Morgunblaðið. Um er að ræða lítið þriggja manna fyrirtæki sem stofnað var haustið 2009 og er ekki enn farið að skila hagnaði. Hann segist hafa áhuga á að styðja við bakið á Keldunni til að efla góða og óháða upplýsinga- gjöf fyrir fjármálamarkaðinn. Friðrik Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri Keldunnar, segir í samtali við Morgunblaðið, að mark- mið fyrirtækisins sé að stuðla að betri ákvarðanatöku í viðskiptum með því að veita traustar og góðar upplýsingar sem allir eigi að hafa jafnan aðgang að. Mikið af fríum upplýsingum sé að finna á heima- síðu fyrirtækisins, sem fái fjögur til átta þúsund heimsóknir á dag. Hann segir að hlutafjáraukning- in hafi meðal annars verið nýtt til að kaupa Vaktarann af Clöru í sumar. Vaktarinn fylgist sjálfvirkt með fréttum og þjóðfélagsumræð- unni á netinu. Keppinautur Keld- unnar er CreditInfo. „Okkur fannst það verðugt verkefni að veita þeim samkeppni,“ segir Frið- rik. Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, er stjórnarformaður Keldunnar, aðrir í stjórn fyrirtækisins eru – auk Bjarna sem áður var forstjóri Ís- landsbanka – Gunnar Sverrisson sem fer fyrir Íslenskum aðalverk- tökum og Halldór Friðrik Þor- steinsson, stofnandi H.F. Verð- bréfa. Þeir eiga hlut í fyrirtækinu ásamt stjórnendum Keldunnar. Keldan er upplýsinga- og við- skiptavefur fyrir íslenska við- skiptalífið. Miðlun fyrirtækja- og fasteignaupplýsinga er vaxandi þáttur í starfsemi Keldunnar og veitir Keldan aðgang að öllum helstu skrám sem reknar eru af op- inberum aðilum á Íslandi, svo sem hlutafélagskrá og ársreikninga- skrá. Þá rekur Keldan Dagatal við- skiptalífsins og hefur með höndum þjónustu vegna innlánamarkaðar H.F. Verðbréfa. Keldan kemur einnig að Ávöxtunarleiknum í sam- starfi við Kauphöllina og Vísi.is. Morgunblaðið/Ásdís Ungt fyrirtæki Bjarni Ármannsson segist hafa áhuga á að styðja við bakið á Keldunni til að efla góða og óháða upplýsingagjöf fyrir fjármálamarkaðinn. Bjarni fjárfesti í Keldunni  Þekktir menn í stjórn fyrirtækisins ● Ekkert fékkst upp í tæplega 1,9 milljarða króna kröfur í þrotabú fé- lagsins Tírufjárfestingar. Fyrirtækið átti 36% hlut í Pennanum áður en kröfuhafar tóku reksturinn yfir í mars árið 2009. Eigendur Tírufjárfestinga voru Kristinn Vilbergsson 52%, Þórður Hermann Kolbeinsson 40% og Frið- rik Smári Friðriksson 8%, sam- kvæmt Rannsóknarskýrslu Alþingis. Eigendur Tírufjárfestinga keyptu Pennann af fyrri eiganda, Gunnari Dungal, í júní árið 2005, segir í frétt á vef Viðskiptablaðsins. Félagið var úrskurðað gjaldþrota 2. desember árið 2010 og lauk skiptum á því 3. desember síðastlið- inn. Fram kemur í Lögbirtinga- blaðinu að heildarfjárhæð lýstra krafna hafi numið 1,9 milljörðum króna eftir að búið var að ganga frá fullnustu fasteignanna. Forgangs- kröfur námu 10,2 milljónum króna. helgivifill@mbl.is 1,9 milljarða gjaldþrot hjá hluthafa í Pennanum ● Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing hefur tilkynnt sölu á 60 nýjum 737 MAX-þotum til flugvélaleigufyr- irtækisins Aviation Capital Group. Heildarupphæð sölunnar er sex millj- arðar Bandaríkjadollara, samkvæmt listaverði, en það eru um 780 milljarðar íslenskra króna. Með þessari sölu nær Boeing því markmiði að ná að selja þús- und vélar af nýju 737 MAX línunni. Icelandair tilkynnti í byrjun desember kaup á tólf vélum sömu tegundar fyrir 180 milljarða króna. Þekkt er í flugvélageiranum að mikill afsláttur er gefinn af listaverði flugvéla. mbl.is sagði í sumar að veittur væri allt að 60% afsláttur. Boeing náði þúsund flugvéla markinu Flugvél Seldi 60 nýjar Boeing 737 MAX.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.