Morgunblaðið - 03.01.2013, Síða 26

Morgunblaðið - 03.01.2013, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2013 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Áramótaávarpforsetanshefur kallað á athygli. Forseti Ís- lands taldi sig knú- inn til að gera alvar- legar athugasemdir við tvo þætti sem ís- lensk ríkisstjórn hef- ur forræði fyrir. Málin eru af ólíkum toga, en rík- isstjórnin hefur í báðum tilvikum gert það sem hún mátti síst, kynt undir úlfúð og sundrað þjóðinni eins og hún frekast gat. Ríkisstjórn sem í upphafi kenndi sig við „norræna velferð“ og sagðist mundu slá skjaldborg um þá sem veikast standa á sínu valdaskeiði fékk þessa umsögn forsetans um síðasta heila starfs- árið: „Liðið ár var á margan hátt gjöfult þótt fjöldi landsmanna glími enn við óvissu og erfiðleika, fátækir hafi því miður líkt og áður orðið að leita til hjálparstofnana í aðdraganda hátíðanna; óskilj- anlegt hvers vegna samhjálpin, framlög ríkis og sveitarfélaga, eru enn og aftur á þann veg að ungar mæður bíða í biðröðum eftir mat- argjöfum fyrir börnin sín.“ Hefur nokkur „hrein vinstristjórn“ nokkurs staðar, nokkurn tíma, fengið á lokaspretti sínum aðra eins einkunn um sitt „helsta mál“ og það frá þjóðhöfðingja landsins, sem er stjórnmálalega sprottinn úr hennar eigin röðum. En þrátt fyrir þungan dóm um þetta alvarlega efni, fór drýgsti hluti áramótaávarps forsetans í að fjalla um þá meinloku rík- isstjórnarinnar að kollvarpa þurfi stjórnarskrá landsins. Engin skýring er til á hvað rak rík- isstjórnina í það verk né hvers vegna hún setti málið í hinn frá- leita farveg. Augljóst er af ávarp- inu að forsetinn er einn þeirra sem undrast. Embætti hans er þó það sem fær mest rúm allra í stjórnarskránni, og er því mjög tengt henni. Forsetinn nefnir ákvörðun ríkisstjórnarinnar og segir svo: „Lýðveldisstjórn- arskráin hafði þó allt frá hátíðinni á Þingvöllum 1944 dugað þjóðinni vel, reynst farsæll rammi sem ávallt hélt þrátt fyrir hatrömm stéttaátök og kalda stríðið; gerði okkur líka kleift að bregðast við hruninu á lýðræðislegri hátt en aðrar þjóðir: með nýrri rík- isstjórn, alþingiskosningum og þjóðaratkvæðagreiðslum um ör- lagarík deilumál.“ Alkunna er að engum er alls varnað og forsetinn nefnir í ávarpi sínu að vissulega megi líta á sumt af því sem komið hafi frá hópnum sem minnihluti Alþingis fól að gera drög að nýrri stjórnarskrá í trássi við dóm Hæstaréttar. (Hópurinn virðist sjálfur telja að drögin þau séu eins konar heil- agur himnaríkistexti, sem jafnvel löggjafinn hafi ekki leyfi til að hafa skoðun á.) En svo segir for- setinn: „Því er miður að nú um áramótin blasir við að umræðan um nýja stjórnarskrá er á ýmsan hátt komin í öngstræti. Í stað samstöðu um sáttmálann geisa djúpstæðar deilur og virtir fræðimenn við háskóla landsins hafa áréttað að margt sé óskýrt og flókið í tillögunum. Lítil sem engin umræða hefur orðið um hið nýja stjórn- kerfi sem tillögurnar fela í sér, hvernig samspili Al- þingis, ríkisstjórnar og forseta yrði háttað. Þó er ætlunin að leggja ríkisráðið niður. Þjóðhöfð- inginn og ríkisstjórn hefðu þá engan vettvang til samráðs þegar þörfin væri brýn. Forystusveit sem þjóðin sýndi afgerandi traust í kosningum yrði þegar hún tæki sæti í ríkisstjórn svipt almennu málfrelsi á Alþingi. Einstaklingum yrði auðveldað að ná þingsetu í krafti fjölmiðla- frægðar; dregið umtalsvert úr áhrifum flokka og persónubundin barátta innan þeirra háð allt til kjördags; hlutur landsbyggðar reyndar líka rýrður mjög. Formenn stjórnmálaflokka gegndu ekki lengur sérstöku hlut- verki við myndun ríkisstjórna. Þar myndi forseti lýðveldisins stýra för í mun ríkara mæli en áð- ur.“ Hin sérkennilega þjóð- aratkvæðagreiðsla, þar sem spurt var um fáeina óljósa hliðarþætti við efnisgreinar stjórnarskrár- innar, er stundum túlkuð svo að með henni hafi þjóðin þegar sagt sitt! Atkvæðagreiðslan sú var þó, því miður, í besta falli hálfgerður skrípaleikur. Enda vekur forseti Íslands athygli á því í ávarpi sínu að í henni hafi einskis verið spurt um þá mikilvægu þætti sem hann gerir að umtalsefni nú og hafði áð- ur gert að nokkru í þingsetning- arræðu. Og hann bendir á þunga gagnrýni fræðasamfélagsins sem forsetinn hefur fylgst með af at- hygli. Í framhaldinu segir hann: „Áhugamenn um tillögur stjórnlagaráðs hafa sumir gert lít- ið úr þessu framlagi fræða- samfélagsins, jafnvel reynt að gera það tortryggilegt.“ Ólafur Ragnar fékk raunar nær samstundis sömu viðbrögð úr þessari sömu átt. Þorvaldur Gylfason prófessor er hvað full- yrðingasamastur „stjórnlaga- ráðsmanna“ og er þó samkeppnin nokkur, enda náði hann næstum 3% fylgi til verksins í ólögmætri kosningu. Hann svarar ádrepu forsetans með sama hætti og fræðimönnum, og þingmönnum hefur verið svarað. Í krafti þriggja prósenta sinna segir Þor- valdur: „Fráleitur þykir mér málatilbúnaður forseta Íslands – að stíga nú fram eftir dúk og disk og reyna að búa til nýjan ágrein- ing um efnisatriði í stjórnarskrár- frumvarpinu …“ Þorvaldur segir og „að málflutningur forsetans vitnar ekki um ríkan skilning á eða virðingu fyrir leikreglum lýð- ræðisins. Vilji þings og þjóðar liggur fyrir“. Þessi orð eru, hvað sem um þau má segja, í góðu sam- ræmi við það sem á undan hefur gengið. Ekki var orðum aukið hjá forseta Íslands að stjórn- arskrárbröltið væri komið í ógöngur og öngstræti} Óþarft mál í öngstræti B iskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, dró ekki af í ný- árspredikun sinni. „Undanfarið hefur verið vegið að öryggi landsmanna í heilbrigðismálum, bæði hér í höfuðborginni og eins út um land- ið,“ sagði biskupinn. „Á eina háskólasjúkra- húsi landsins, þar sem einkunnarorðin eru umhyggja, fagmennska, öryggi og framþró- un, er tækjakostur það bágborinn og úr sér genginn að til vandræða er. Það er nauðsyn- legt að finna leiðir til úrbóta því öll viljum við búa við öryggi á hvaða aldri sem við erum og hvar sem við búum.“ Agnes á greinilega ekki von á að ríkið hafi bolmagn til að rétta kúrs- inn. Hún sagði að kirkjan myndi „taka þeirri áskorun að vera leiðandi í söfnun til tækjakaupa á Land- spítalanum í samráði við stjórnendur spítalans“. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, var á svipuðum slóðum í ræðu, sem hann flutti á kynn- ingu nýs áramótablaðs Morgunblaðsins, Tímamóta, á sunnudag. Þar sagði hann að í íslensku samfélagi væri bilið að breikka á milli þeirra sem ættu og ættu ekki. Lausnin á því væri ekki falin í að lækka skatta hjá fólki eins og sér. Ef til vill væri deilt um það með hvaða hætti ætti að draga úr ójöfnuði, en eitt væru menn þó sammála um og það væri að allir þeir, sem væru sjúkir og þyrftu aðhlynningar við, ættu að njóta heilbrigðisþjónustu. Gengið hefði verið hættulega nærri heilbrigðiskerfinu á undanförnum árum og héldi svo fram sem horfði gæti það valdið upplausn í samfélaginu. Vandinn, sem Agnes og Kári bentu á, er síð- ur en svo einskorðaður við Ísland. Áramóta- blaðið Tímamót kom út á gamlársdag í sam- vinnu Morgunblaðsins og bandaríska dagblaðsins New York Times. Þar spyr Jose Antonio Ocampo, fyrrverandi fjármálaráð- herra Kólumbíu, hvernig koma eigi á jafnvægi í heimi misskiptingar. Ocampo talar um hið „gríðarlega félagslega óréttlæti sem gripið hefur um sig í heiminum“ og bendir á að hin tekjuhæstu 1,75% jarðabúa hafi samanlagt jafnmiklar tekjur og þau 77% jarðarbúa sem „neðst“ eru. Ocampo er þeirrar skoðunar að vaxandi tekjubil í einstökum löndum sé „sú efnahagsþróun, sem haft [hafi] hvað skaðleg- ust áhrif undanfarna þrjá áratugi“. Þessi þróun eigi sér stað um allan heim og niðurstaðan sé sú „að í ríkum lönd- um hefur myndast nýr heimur hinna snauðu“. Í litlu samfélagi er návígið mikið og útilokað að leiða neyð náungans hjá sér. Þegar kreppir að á forgangsröðin ekki að fara á milli mála. Þá á ekki að láta heilbrigðis- kerfið sitja á hakanum þar til það er að hruni komið eða skóla drabbast niður bara til þess að menningarhöll megi rísa við höfnina eða bora megi gat á Vaðlaheiði. Markmiðið hlýtur að vera að búa til samfélag þar sem allir geti borið höfuðið hátt, þar sem allir eigi kost á að komast til mennta og geti treyst því að við heilsubrest eða önnur áföll sé heilbrigðisþjónusta tryggð – burtséð frá efnahag. kbl@mbl.is Karl Blöndal Pistill Burtséð frá efnahag STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Kristján Jónsson kjon@mbl.is R étt fyrir áramótin skil- aði starfshópur á veg- um innanríkisráðherra tillögum um tilhögun neytendamála og er þar m.a. lagt til að embætti tals- manns neytenda verði lagt niður. Embættið var stofnað með neyt- endalögum 2005 og í athugasemdum með frumvarpinu segir að í reynd sé um að ræða embætti umboðsmanns neytenda. Það heiti sé þó ekki notað af því að nýja embættið eigi ekki að annast stefnumótun eða rannsóknir á sviði neytendamála. Þau verk verði á hendi Neytendastofu og þar verði teknar stjórnvaldsákvarðanir á grundvelli laga um stofuna. Viðfangsefni talsmannsins eru rakin, hann á að taka við erindum neytenda, bregðast við brotum gegn réttindum og hagsmunum þeirra, gefa út rökstuddar álitsgerðir, setja fram tillögur um úrbætur og kynna löggjöf og aðrar réttarreglur sem varða neytendamál. Ekki lítil verkefni fyrir embætti eins manns, strax var líka bent á það á þingi að þau myndu skarast við starf Neytendasamtakanna og Neytendastofu. Verksviðið væri óljóst. Opinber embættismaður átti að gegna að verulegu leyti nánast sama hlutverki og frjáls fé- lagasamtök. En hann átti að njóta starfskrafta Neytendastofu eftir þörfum við dagleg störf og und- irbúning mála þótt hann myndi starfa sjálfstætt, sagði í lögunum. Slík samvinna getur þó verið snúin. Allir vita að stofnanir, hvort sem það er Neytendastofa, Fjármálaeftirlitið eða Samkeppniseftirlitið, halda vel utan um sitt. Lítil völd og lítið fé Mikið skorti á að valdsvið tals- mannsins gagnvart Neytendastofu væri vel skilgreint. Menn vissu ekki fyllilega hvar hann gæti beitt sér og hversu mikið. Hann fékk þó aðstöðu í húsnæði Neytendastofu en deilt var um húsaleigu. Á heimasíðu tals- manns neytenda sést að fyrstu árin er margt að gerast en síðan fer greinum fækkandi, umsvifin minnka. Öðru hverju vakti þó emb- ættið máls á brýnum hagsmuna- málum. En gagnrýnt er að ekki hef- ur verið skilað neinum árlegum skýrslum um starf embættisins. Starfshópur ráðherra segir að starfsemi talsmanns neytenda hafi gengið vel en hann skorti meiri vald- heimildir og nýta megi fjárveit- inguna betur með öðrum hætti. Á síðasta ári var varið 14,5 milljónum króna til embættisins og álítur hóp- urinn að þetta fé skuli frekar nota til að styrkja neytendaréttarsvið Neyt- endastofu og kvörtunar- og leiðbein- ingarþjónustu Neytendasamtak- anna. Enn er er óvíst hvort Ögmundur Jónasson innanrík- isráðherra samþykkir hugmyndir starfshópsins. Formaður hópsins, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, starfar hjá inn- anríkisráðuneytinu. „Einsmannsstofnunum eru allt- af takmörk sett,“ segir Steinunn Valdís. „En við í starfshópnum leggjum mikla áherslu á að mótuð verði neytendastefna á Íslandi, hún verði sett fram sem þingsályktun- artillaga á sama hátt og við sam- þykkjum t.d. samgönguáætlun með tímasettum aðgerðum. Þá yrði gerð krafa um að kallað yrði eftir upplýs- ingum frá öllum stofnunum sem koma að neytendamálum. Þau gögn mætti nota til að greina hvað er á bak við fjölgun mála hjá hverri stofnun og meta fjárþörfina.“ Embætti með óskýrt verksvið verði lagt af Morgunblaðið/Golli Skot! Aron Pálmarsson á HM í handbolta 2011. Talsmaður neytenda, Gísli Tryggvason, tjáði sig um áskriftarpakka Stöðvar 2, hvort um tímabundinn samning væri að ræða milli stöðvarinnar og neytandans. Fram kemur í skýrslu starfs- hópsins að annars staðar á Norðurlöndum séu ekki starf- rækt embætti á borð við emb- ætti talsmanns neytenda hér- lendis. „Mætti helst segja að Neytendasamtökin og Neyt- endastofa sinni sambæri- legum störfum og þeim sem lýst er í 6. gr. laga um Neyt- endastofu og talsmann neyt- enda,“ segir í skýrslunni. Hlutverk og starfsemi emb- ættisins séu mjög víðtæk og almenn. Neytendasamtök eru með marga félagsmenn á öllum Norðurlöndunum fimm. Í Nor- egi og Finnlandi eru þau að fullu styrkt af ríkinu, í Dan- mörku að einum þriðja en styrkurinn í Svíþjóð nemur 12% af rekstrarkostnaði. Hér- lendis er hann um 20%. Misjöfn tilhögun NEYTENDUR OG RÍKIÐ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.