Morgunblaðið - 03.01.2013, Page 30

Morgunblaðið - 03.01.2013, Page 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2013 Þá er komið árið 2013 og Skjaldborg heimilanna lætur eitthvað bíða eftir sér. Eitthvert mesta óþverramál seinni tíma er hvernig velferð- arstjórnin hefur haldið á mál- efnum heimilanna og ef það er eitt- hvað til sem heitir hjarðhegðun af verstu gerð, þá er það hegðun vel- ferðarstjórn- arinnar og RÚV í málefnum heim- ilanna. Ríkisstjórnin heldur því blákalt fram að það sé búið að lækka skuldir heimilanna um 200 milljarða. Sann- leikurinn er að 160 milljarðar voru dæmdir ólöglegir og 40 milljarðar hafa farið í 110% leiðina. Spunadans Jóhönnu gengur út á það núna að fólkið á Austurvelli hafi verið að biðja um nýja stjórnarskrá. Ég full- yrði að 99% af þessu fólki voru þarna vegna lánamála heimilanna. Glæp- urinn hér á landi er sá að það voru ótal leiðir sem hægt var að fara til þess að minnka höggið á heimilin stórlega með einföldum aðgerðum vegna þess að við höfðum krónuna, en það er eins og núverandi stjórn- völd hafi markvisst viljað að þetta færi allt í klessu, annað hvort til að kenna öðrum um eða að tengja þetta umsókninni að ESB (það er búið að bera 350 þúsund manns út af heim- ilum sínum á Spáni). Þetta er svo al- varlegt mál að ef það er eitthvert réttlæti til þá verður að rannsaka þetta. Um er að ræða mikið stærra mál en sjálft hrunið gagnvart heim- ilunum. Miskunnarleysið, stjórn- leysið eða heimskan er alveg ótrú- leg. Hættum svo að tala um leiðrétt- ingu lána eða skuldavanda heim- ilanna. Stoppum eignaupptökuna og þjófnaðinn strax sem er algerlega á ábyrgð og í boði vinstri velferð- arstjórnarinnar. Að lokum. Það er alltaf að koma betur og betur í ljós að það tapa allir á því að ekki var tekið strax á mál- efnum heimilanna, lífeyrissjóðirnir, bankarnir og ekki síst þjóðin sjálf undir forystu norrænu velferð- arstjórnarinnar. doriulfars@gmail.com HALLDÓR ÚLFARSSON, Mosfellsbæ Skjaldborgin var aldrei annað en orðagjálfur Frá Halldóri Úlfarssyni Halldór Úlfarsson Bréf til blaðsins „Framtíð án frjáls- hyggju“ er markmið forsætisráðherrans ef marka má áramóta- grein hans í Morg- unblaðinu. Þar er endurtekið það kunn- uglega stef vinstri- manna að frjáls- hyggjan hafi komið öllu í kaldakol og að eina lausnin sé meiri sósíalismi og minna frelsi. Þykir ráðherranum ekki nóg að tala um frjálshyggju heldur gerir hann því skóna að „róttæk frjálshyggja“ hafi ráðið hér ríkjum fyrir fall bankanna. Forsætisráðherra og skoðanasystkinum hans er tamt að tala um „nýfrjálshyggju“ – sem enginn virðist þó vita hvað þýðir – en nú er þetta víst „róttæk frjáls- hyggja“. Eitthvað hefur skolast til í minni forsætisráðherra því á þess- um meintu frjálshyggjuárum sat hann sjálfur við stjórnvölinn og stýrði meira að segja heilu ráðu- neyti. Og var það fyrir tilstilli ráð- herrans að Íbúðalánasjóður, hin ríkisrekna húsnæðislánastofnun, jók umsvif sín verulega á leigu- markaði og ginnti fólk til að eiga viðskipti við sig. Í dag er sjóð- urinn að hruni kominn. Er það þetta sem forsætisráðherra á við þegar hann talar um hina „rót- tæku frjálshyggju“ sem var hér við lýði? Það er heldur ekkert launung- armál að ríkið blés út á hinum meintu frjálshyggjuárum. Vöxtur hins opinbera jókst jafnt og þétt, ríkisstarfsmönnum fjölgaði, reglu- verkið varð æ meira íþyngjandi, sérstaklega í fjármálageiranum, og ríkisábyrgð á skuldbindingum banka og fleiri einkafyrirtækja var fest í sessi. Þá eru ótaldar hinar fjölmörgu ríkisstofnanir sem settar voru á laggirnar og einnig þau gæluverkefni sem ríkið fjár- magnaði á kostnað skattgreiðenda. Á hinum meintu frjáls- hyggjuárum færðist Ísland frá því að líkjast sósíalistaríki, þar sem efnahagslífið er stjórnað af duttl- ungum stjórnmála- manna, í það að líkjast öðrum vesturevr- ópskum ríkjum. Aft- urhaldssemi fyrri ára vék fyrir framfara- viðleitni og nýjunga- girni. Hér varð ekki til neitt draumaland frjálshyggjunnar, eins og forsætisráðherra vill vera láta, heldur fór landið að líkjast öðrum vest- rænum ríkjum sem það hafði áður orðið viðskila við. Hvað á forsætisráðherrann ann- ars við þegar hann talar um „framtíð án frjálshyggju“? Á hann við að í framtíðinni eigi að afnema tjáningarfrelsi, trúfrelsi, funda- frelsi, ferðafrelsi, viðskiptafrelsi og félagafrelsi með öllu? Margir muna eftir átaki framsókn- armanna – Fíkniefnalaust Ísland 2000, síðar 2002. Er forsætisráð- herrann að leggja til að samskon- ar átaki verði hrundið af stað – „Frjálshyggjulaust Ísland 2020“? Undirritaður efast um að lands- menn tækju slíkri frelsissviptingu fagnandi. Frjálshyggjan er eina lækningin sem við eigum við ört stækkandi ríkisvaldi, lömuðu hagkerfi og eitraðri skuldasúpu. Í stað þess að láta vaða á súðum um meinta frjálshyggju fyrir hrun ætti for- sætisráðherrann að lesa sér til um og kynna sér hugmyndafræðina á bak við einstaklingsfrelsið og at- huga hvað í henni felist. Of mikil frjálshyggja olli á engan hátt hruninu – heldur skortur á henni. Staðleysa forsætis- ráðherrans Eftir Kristin Inga Jónsson Kristinn Ingi Jónsson »Eitthvað hefur skolast til í minni for- sætisráðherra því á þess- um meintu frjálshyggju- árum sat hann sjálfur við stjórnvölinn og stýrði heilu ráðuneyti. Höfundur er menntaskólanemi. Öruggur sigur á jólamóti Bridsfélags Hafnarfjarðar Bragi Hauksson og Helgi Jónsson komu sáu og sigruðu á jólamóti Bridsfélags Hafnarfjarðar, sem fram fór 27. desember sl. Umsjónarmaður þáttarins var á ferð í Firðinum í upphafi móts og ræddi m.a. við keppnisstjórann, Svein R. Eiríksson um keppendur og mótið almennt. Sveinn gat þess að þarna mætti sjá andlit sem sjald- an sæjust á stórmótum og nefndi þar Braga og Helga sérstaklega. Þeir létu finna vel fyrir sér og stóðu uppi sem öruggir sigurvegarar en lokastaðan varð þessi í prósentum: Bragi Hauksson - Helgi Jónsson 61,1 Karl Sigurhjartars. - Snorri Karlss. 60,0 Aðalsteinn Jörgensen - Bjarni Einarss. 58,7 Birkir Jón Jónsson - Jón Sigurbjörnsson 58,3 Baldv. Valdimarss. - Hjálmtýr Baldurs. 57,3 Kristján Blöndal - Hrólfur Hjaltason 57,3 Karl G Karlss. - Gunnl.Sævarsson 56,6 Hallgr. Hallgrímss. - Sigm. Stefánss. 56,3 Alls tóku 68 pör þátt í mótinu að þessu sinni en þetta mun vera 28. jólamót BH Æsispennandi minningarmót Minningarmót Jóns Ásbjörnsson- ar var haldið 30. des 2012. Æsi- spennandi lokaumferð var, og aðeins örfá stig skildu að fyrsta til þriðja sætið. Hlynur Garðarss. - Hrannar Erlingss.1344,5 Jón Baldurss. - Björgvin M. Kristinss.1339,3 Arnar G. Hinrikss. - Björn Theodórss.1337,8 Næstu 2 þriðjudagskvöld eru ætl- uð Reykjavíkurmótinu í sveita- keppni 2013. Skráning stendur yfir, og Reykjavík á rétt á 13 sveitum inn í undanúrslit Íslandsmóts í sveita- keppni. Gullsmárinn Um leið og við óskum spilurum og landsmönnum öllum gleðilegs árs, minnum við á að spilamennska hefst á nýju ári fimmtudaginn 3. janúar. Allt spilaáhugafólk velkomið. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is Svarið við spurningu dagsins tilbúnar í pottinn heima Verð 1.600 kr/ltr eða settur í pottinn um leið og súpan er borin fram. Hvað þarftu mikið? Súpa sem aðalréttur – 0,5 ltr/mann Súpa sem forréttur – 0,25 ltr/mann Súpan kemur í fötu en fiskinum er pakkað sér. Eldunaraðferð þegar heim er komið: Súpan er hituð upp að suðu, fiskinum er jafnað út á milli súpudiska Faxafen 10 • 108 Reykjavík • sími 568 2878 • Opið mán.- fös. kl. 11.00-18.00 og lau. 11.00-15.00 friendtex.is • praxis.is • soo.dk Útsöluvörur - Frábær tilboð ÚTSALA 40-70% AFSLÁTTUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.