Morgunblaðið - 03.01.2013, Side 34
34 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2013
✝ Þórir SturlaKristjánsson
fæddist í Bolung-
arvík 1. október
1945. Hann lést á
Landspítalanum,
Hringbraut, 21.
desember 2012.
Foreldrar hans
voru Kristján Frið-
geir Kristjánsson, f.
9. júlí 1918, og Jón-
ína Elíasdóttir, f.
24. október 1918, bæði látin.
Þórir Sturla átti fjögur systkini,
þau eru Kristján Benóný, f.
1939, Elín Ingibjörg, f. 1941,
Dagbjartur Hlíðar, f. 1952, og
Jón Pétur, f. 1959.
Hinn 9. ágúst 1969 kvæntist
Þórir Sturla Guðmundu Ingu
Veturliðadóttur frá Úlfsá, f. 30.
júní 1949, dóttir Veturliða Vet-
urliðasonar og Huldu Salóme
Guðmundsdóttur. Þau eignuðust
og síðar í Reykjanesskóla við
Ísafjarðardjúp. Hann hóf
snemma að vinna, meðal annars
við frystihúsið, fór tvö sumur á
síld og síðar hóf hann trésmíð-
anám hjá Jóni Friðgeiri Ein-
arssyni í Bolungarvík. Fór í Iðn-
skólann í Reykjavík og lauk
sveinsprófi 1968. Meistarapróf í
húsasmíði fékk hann 1972. Árið
1969 flutti hann alfarið frá Bol-
ungarvík og hóf búskap í Hafn-
arfirði með eiginkonu sinni.
Lengstan tímann bjuggu þau á
Vesturvangi 7 en fyrir níu árum
byggðu þau sér hús í Áslandi.
Allt frá búsetu þeirra á Suð-
urvangi frá 1972 bjó fjölskyldan
í húsum byggðum af Þóri
Sturlu. Árið 1970 stofnuðu
bræðurnir Þórir Sturla og Krist-
ján Benóný byggingarfélagið
Kristjánssyni. Þeir bræður ein-
beittu sér alla tíð að nýsmíði
íbúðarhúsnæðis. Flest húsin
byggðu þeir sjálfir frá grunni,
en síðari ár nutu þeir aðstoðar
við uppslátt.
Útför Þóris Sturlu fer fram
frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði
í dag, 3. janúar 2013, og hefst
athöfnin klukkan 13.
fjögur börn. Þau
eru 1) Hulda Guð-
borg, f. 1969, maki
Davíð Þór Sig-
urbjartsson, f. 1965.
Börn þeirra eru
Daði Freyr, f. 1991,
Þórir Már, f. 1994,
og Lára Sif, f. 1999.
2) Jón Friðgeir, f.
1972, maki Stein-
unn Sigurmanns-
dóttir, f. 1976. Dæt-
ur þeirra eru Lóa María, f. 2005,
og Viktoría, f. 2010. 3) Gunnar,
f. 1976, maki Nina Kristiansen,
f. 1978. Börn þeirra eru Lilja
Rán, f. 2005, Sóley Dögg, f.
2009, og Jónas Hrafn, f. 2012. 4)
Ingi Sturla, f. 1982, maki Sigrún
Líndal Pétursdóttir, f. 1982.
Börn þeirra eru Karólína Björk,
f. 2007, og Dagur Ingi, f. 2011.
Þórir Sturla ólst upp í Bol-
ungarvík, gekk þar í barnaskóla
Það hrikti í himinfestingunni í
byrjun nóvember þegar þið
mamma greinduð frá krabba-
meininu sem þú hafðir greinst
með. Höfuðmeinið á óþekktum
stað, af óþekktum uppruna og
hafði skotið meinvörpum til
lungna. Baráttan var snörp, í þín-
um anda, og hefði líklega verið
enn snarpari hefðir þú ekki verið
jafn hraustur og þú varst. Himna-
smiðurinn hlýtur því að hafa haft
ærna ástæðu til þess að kalla þig
til sín eins snemma og raun bar
vitni. Húsnæðisskortur þarna hin-
um megin? Maður spyr sig. Hann
er því ekki ónýtur félagsskapur-
inn sem Hann hefur nú fengið og
ekki ólíklegt að þú sért strax far-
inn að taka til hendinni þarna hin-
um megin.
Elsku pabbi, það er þakklæti
sem er mér efst í huga þegar ég
hugsa til þín. Þakklæti fyrir það
að þú hafir verið pabbi minn. Gildi
þín, lífsviðhorf og lífsreglur hef ég,
og mun ég reyna eftir fremsta
megni að tileinka mér í gegnum
lífið enda eru heilli gildi og viðhorf
vandfundin. Þú varst ekki maður
marga orða en af gjörðum þínum
lærði ég margt. Kraftlega gengið
til verks, ekkert hálfkák, ekkert
næstum því en aldrei neitt óðagot.
Allt vel ígrundað og ekkert prjál.
Ég hugsa oft um það að ef ég hefði
þó ekki nema helminginn af dugn-
aði þínum og elju þá gæti ég unað
sáttur við mitt.
Samband ykkar mömmu var
einstakt og einhvers staðar las ég
að það besta sem faðir gæti gefið
börnunum sínum væri að elska
móður þeirra. Það gerðir þú og
gott betur því þú unnir okkur
systkinunum líka af öllu hjarta.
Hjónabandið gekk eins og vel
smurð vél, hikstalaust og án
óþarfa óhljóða. Ég get því ekki
lýst því hversu stoltur ég var að
standa þér við hlið þegar ég gekk
að eiga Sigrúnu okkar fyrir að
verða þremur árum.
Það þurfti heldur aldrei að
banna neitt. Mörkin voru þekkt og
mig rekur ekki til þess minni að
við systkinin hafi nokkurn tímann
verið skömmuð í gegnum tíðina.
Það voru meira leiðbeiningar, eða
ráð í rétta átt. Augnaráðið, bæði
þitt og mömmu sagði allt sem
segja þurfti.
Það er sárt til þess að hugsa að
Karólína Björk og sér í lagi Dagur
Ingi hafi ekki náð að kynnast þér
betur og meiri afastrákur en hann
er vandfundinn. Þú varst sá eini
sem hann gat setið í fanginu á,
nær hreyfingarlaus heilu heim-
sóknirnar, hvort heldur sem það
var í Erluásinn eða Árakurinn. En
svona er lífið. Minningunni um þig
verður ávallt haldið á lofti.
Elsku pabbi, eins vont og sárt
það var að sjá þig kveðja okkur að
morgni vetrarsólstaðna, stysta
dags ársins og þremur dögum fyr-
ir jól, þá örlaði á vissum létti. Létti
yfir því að vita af þér á betri stað,
án kvala og meina. Ég veit þú vak-
ir yfir okkur og leiðir í rétta átt.
Þú kenndir vel.
Takk fyrir allt, þinn sonur
Ingi (litli) Sturla.
Elsku pabbi, tengdapabbi og
afi.
Með söknuði kveðjum við þig
mun fyrr en nokkurn hafði grun-
að. Stoð og stytta hefur þú verið í
lífi okkar og stutt þegar á hefur
reynt. Fljótlega eftir fermingu
byrjaði ég að vinna með þér og
Stjána í byggingarvinnu á sumrin.
Þessi tími var dýrmætur og hef ég
lært mikið af þér. Þú dreifst hlut-
ina af og var aldrei neitt dól í
kringum þig nema kannski á sól-
arströndum.
Til eru ótal sögur frá uppeldis-
árunum, vinnu og ferðalögum, og
var oftast um að ræða dugnað og
yfirvegun.
Síðasta vetur vorum við fjöl-
skyldan á milli húsa og fengum að
búa í Erluásnum hjá þér og
mömmu í 8 mánuði. Erum við
Nina mjög þakklát fyrir það.
Gaman var að fylgjast með hvern-
ig tengslin milli Lilju Ránar og
Sóleyjar Daggar við ömmu og afa
þroskuðust og hve afi naut þess að
hafa félagsskap þeirra við t.d.
morgunverðarborðið borðandi
hafragraut með frosnum bláberj-
um.
Síðasta sumar nutum við þess
að þú og mamma komuð með okk-
ur fjölskyldunni til Noregs á
æskuslóðir Ninu. Sú upplifun og
þær minningar sem sköpuðust
munu fylgja okkur og stelpunum
að eilífu og þökkum við þann tíma
eins og allar þær stundir við nut-
um með þér.
Guð blessi þig.
Gunnar, Nina, Lilja Rán, Sól-
ey Dögg og Jónas Hrafn.
Þetta er allt frekar óraunveru-
legt enn. Aðeins sjö vikur liðu upp
á dag frá því að pabbi og mamma
komu til okkar frá lækninum og
tilkynntu okkur að pabbi væri
kominn með krabbamein og þar til
hann lést. Það sem heldur manni
gangandi þessa dagana eru allar
góðu minningarnar og þakklæti
fyrir þann tíma sem ég og svo fjöl-
skyldan mín höfum átt með hon-
um. Í minningunni vorum við allt-
af í sundi eða ferðalögum hvort
sem það var á leið vestur til afa og
ömmu eða í gamla Seglagerðar-
tjaldinu einhvers staðar á Suður-
landinu eða á leið til útlanda.
Ein af dýrmætustu minningun-
um um pabba eru jólagjafakaupin
fyrir mömmu. Allt frá því ég man
eftir mér fórum við pabbi á Þor-
láksmessu, eða örfáum dögum
fyrr, í seinni tíð, að kaupa eitthvað
„smá“ sem vantaði í pakkann fyrir
mömmu. Ég er svo óendanlega
þakklát í dag að hafa náð að hjálpa
honum að kaupa síðustu jólagjöf-
ina fyrir mömmu aðeins tveimur
dögum áður en hann lést. Síðast-
liðin ár hafa pabbi og mamma ver-
ið hjá okkur á jólunum og var
komin hefð á það þannig að það
var frekar erfitt og tómlegt hjá
okkur síðastliðið aðfangadags-
kvöld þegar pabba vantaði við
borðið og þegar pakkarnir voru
teknir upp. Betri tengdapabba
fyrir Davíð minn og afa fyrir börn-
in mín var ekki hægt að hugsa sér.
Mikill fjölskyldumaður og enda-
laus skilningur og þolinmæði
gagnvart öllu sem okkur hefur
dottið í hug að gera í lífinu. Pabbi
var alltaf til staðar, sama hvað
þurfti að ræða eða gera, hvort sem
það var að hengja upp mynd, fá
ráðleggingar varðandi íbúðar-
kaup, laga þakkantinn eftir smá-
tjón eða byggja með okkur ein-
býlishús sem sumir sögðu að hann
hefði gert í kaffitímanum sínum.
Pabbi og mamma hafa verið dug-
leg að fara í ferðalög og farið víða
um heiminn og ég, Davíð, Daði,
Þórir og Lára náð að fara með
þeim í nokkrar ferðir. Ein af eft-
irminnilegustu ferðunum var farin
2007 með Norrænu til Danmerkur
og ekið þaðan til Þýskalands,
Frakklands og Austurríkis og við
rétt nærri búin að týna þeim í um-
ferðinni í nágrenni Parísar.
Missir og söknuður okkar allra
er mikill en þetta var mjög svo
hörð og hröð barátta við krabba-
meinið og fylgikvilla þess hjá þér.
Ég held að það hafi enginn gert
sér fullkomlega grein fyrir því
hversu veikur þú varst orðinn,
hvorki við fjölskyldan þín né
læknarnir, enda sannkallað helj-
armenni hann pabbi minn sem
kvartaði aldrei. Við vonum svo
heitt og innilega að þér líði betur á
þeim stað sem þú ert á núna. Ég
gleymi aldrei orðunum sem þú
sagðir við mig daginn eftir að þú
losnaðir úr öndunarvélinni: „Ég
elska þig líka stelpan mín.“
Ég elska þig pabbi minn.
Þín dóttir,
Hulda Guðborg og fjölskylda.
Elsku pabbi.
Það er ávallt erfitt að kveðja og
ekkert okkar átti von á því að
kveðja þig svona fljótt. Í hvert
skipti sem ég kvaddi þig á spít-
alanum var ég fullviss um að sjá
þig aðeins hressari næsta dag, en
því miður kom að því hinn 21. des-
ember að baráttunni lauk. Það var
sama hvað gekk á síðustu vikurn-
ar, þú svaraðir alltaf að þú værir
aðeins betri en daginn á undan.
Líklega er það rétt sem þú sagðir,
„það er ekki til neins að kvarta“.
Ég er þakklátur fyrir að hafa
fengið að vera síðustu nóttina með
þér og mömmu á spítalanum og
fengið tíma til að kveðja.
Minning þín mun ávallt lifa og
hérna mætti rifja upp ótal sögur
um dugnað og þor sem nálgaðist
stundum á við sögupersónur bók-
menntanna, þar sem eljan og
vinnusemin var einstök.
Í mínum huga er það sem gerði
þig að einstökum pabba var hinn
óendanlegi stuðningur og hjálp-
semi. Það var sama með hvað hug-
mynd ég kæmi með, þú varst allt-
af tilbúinn að ræða hana og koma
með þínar athugasemdir.
Þú stóðst ávallt við bakið á mér
og ég minnist þess ekki að þú hafi
bannað mér nokkurn hlut. Það var
sama hvort það voru ferðalög og
vinna á fjarlægum stöðum eða
námsdvöl fjarri heimahögum.
Sama átti við um misgóðar við-
skiptahugmyndir, s.s. innflutning
á bílum, fellihýsum eða GSM-sím-
um, alltaf varstu tilbúinn að að-
stoða. Þú studdir mig alltaf í því að
framkvæma hlutina og þú vonað-
ist til að ég lærði eitthvað í leið-
inni. Betri pabba er ekki hægt að
óska sér.
Þið mamma komuð nokkrum
sinnum út til Þýskalands þar sem
ég var í námi. Við áttum góðar
stundir saman, fórum t.d. í ferða-
lag með Inga bróður um Suður-
Þýskaland og Sviss. Síðar komuð
þið í heimsókn til Dresden og
Prag og síðasta heimsóknin var
árið 2000 í útskriftina mína í Leip-
zig. Árið 1999 lenti ég í „smá“
óhappi og ekki leið langur tími þar
til þið voruð komin á sjúkrahúsið
til mín í Dresden og studduð mig á
þessum erfiða tíma.
Hjálpsemi þín við að fullgera
með okkur nýja heimilið okkar
veturinn 2011 og 2012 er ómetan-
leg og erum við ævinlega þakklát
þér fyrir öll handtökin sem þú
gerðir fyrir okkur. Verk þín og
gjörðir munu lifa með okkur um
ókomna tíð.
Blessuð sé minning þín, pabbi
minn,
Jón Friðgeir Þórisson.
Sumarið 2000 kynntist ég Inga
mínum og var svo lánsöm að eign-
ast í leiðinni yndislega tengdafor-
eldra. Heimili Þóris og Mundu var
í mörg ár mitt annað heimili og
fann maður sterklega fyrir enda-
lausri hlýju og góðvild frá þeim.
Ég kynntist tengdaforeldrum
mínum mjög vel á þessum árum
og hef verið mjög náin þeim síðan.
Þórir tengdapabbi var einstak-
lega ljúfur og góður maður og ég
er afar þakklát og stolt yfir því að
geta sagt að hann hafi verið
tengdapabbi minn. Það er mjög
sárt að þurfa að kveðja hann núna
og ég á eftir að sakna hans meira
en orð fá lýst. Hann hafði góða
nærveru og var alltaf til staðar
fyrir okkur. Það var virkilega
gaman að tala við hann og sýndi
hann alltaf mikinn áhuga á því
sem var að gerast hjá fólkinu sínu.
Hann var alltaf tilbúinn að veita
hjálparhönd hvort sem það tengd-
ist heimili okkar Inga eða börn-
unum. Þórir var líka einstakur afi
og var gaman að fylgjast með því
hversu góður hann var við barna-
börnin sín. Dagur Ingi litli afa-
strákur vildi helst hvergi annars
staðar vera en hjá afa sínum.
Núna bendir hann reglulega á
myndina af afa sínum í stofunni og
reynir að segja okkur foreldrun-
um eitthvað sem við því miður
skiljum ekki. Við Ingi verðum
dugleg að spjalla við Karólínu
Björk og Dag Inga um afa og sýna
þeim myndir.
Við fjölskyldan höfum átt
margar skemmtilegar og góðar
stundir með Þóri og væri erfitt að
fara að telja þær allar upp hér. Í
staðinn varðveitum við allar þess-
ar yndislegu minningar sem við
eigum um einstakan mann og
hlýjum okkur við þær í framtíð-
inni. Að lokum vil ég senda
tengdapabba þessi orð:
Takk fyrir allt, elsku tengda-
pabbi minn, það er dýrmætt og
jafnframt ómetanlegt að hafa
fengið að eiga tengdapabba eins
og þig. Það er erfitt að sætta sig
við að komið sé að kveðjustund en
fallegar og góðar minningar um
þig lifa í hjörtum okkar.
Hvíl í friði.
Þín tengdadóttir,
Sigrún Líndal Pétursdóttir.
Elsku afi. Þú varst alltaf svo
góður við mig. Mér fannst
skemmtilegt þegar við vorum í
útilegum og þegar þú passaðir
mig. Það var ótrúlega skemmti-
legt þegar ég var í heimsókn hjá
þér og það var alltaf svo gaman
með þér. Mér finnst leiðinlegt að
þú sért dáinn, ég sakna þín svo
mikið. Ég elska þig.
Þín
Karólína Björk
Líndal Ingadóttir.
Þórir Sturla, næstelsti mágur
minn, lést eftir harðvítuga viður-
eign við óvæginn sjúkdóm þegar
sólargangur var eins stuttur og
verða má á Íslandi. Skammdegið
varð ekki miklu myrkara þetta ár-
ið og ekki er ég viss um að í hverju
ranni hafi verið jafngleðileg jól og
oftast áður. Dapurlegt var á að-
ventunni að sjá þennan stóra og
sterka mann þrotinn kröftum svo
að hann mátti varla stýra hreyf-
ingum handa og fóta. En nú er
þetta stríð á enda. Það má vel vera
að tíminn lækni einhver sár, en
hálf er ég hræddur um að sum
grói seint.
Þórir Sturla eða Stulli eins og
hann var nánast alltaf kallaður var
smiður góður og saman byggðu
þeir bræður hann og Kristján
Benóný ótal íbúðir og hús af öllum
gerðum og stærðum. Allar þessar
byggingar eru til vitnis um
smekkvísi þeirra, fagmennsku og
dugnað. Sagt hefur verið um Vest-
firðinga að þegar þeir heyra góðs
manns getið spyrji þeir strax
hvort hann sé ekki duglegur. Það
var Stulli sannarlega og oft urðu
vinnudagar langir og ekki kunni
hann að hlífa sér. Hann var fámáll
og orðvar og sagði fátt af sjálfum
sér og því læðist að sá grunur að
hann hafi ekki leitað sér lækninga
fyrr en í fulla hnefana. Hins vegar
hefði ég fáum trúað jafnvel fyrir
lífi mínu og honum. Hann stóð
föstum fótum á jörðinni og var lítt
hrasgjarn.
Líklega á ég fáum ef nokkrum
jafnmikið að þakka og Stulla að
kærleikar miklir og góðir tókust
með mér og Ingu systur hans end-
ur fyrir löngu. Hefur sá trúskapur
er þá var efnt til staðið óhaggaður
í áratugi og má sá ráðahagur sam-
líkjast því að búa á hlunnindajörð.
Eiga Stulli og bræður hans þar
stóran hlut að máli. Þá munu og
lengi í minnum hafðar árvissar
ferðir með þeim bræðrum innan-
lands og utan, einkum á fáfarnar
slóðir. Þeirra var alltaf beðið með
mikilli tilhlökkun.
Stulli og kona hans Guðmunda
Inga bjuggu við mikið og gott
barnalán og nú eru barnabörnin
orðin tíu og hef ég nokkra vissu
fyrir því að Stulli hafi verið þeim
góður afi. Gaman hefði honum
þótt að fylgjast lengur með barna-
börnunum vaxa og dafna. Hann
lést sannarlega fyrir aldur fram
og hefði mátt lifa miklu lengur, en
ekki skal farið frekar út í þá sálma
þar sem ég veit enga lausn á gátu
lífs og dauða. Hinu trúi ég að ef við
heyrum hamarshögg af himni of-
an þá sé Stulli farinn að taka til
hendi og dytta að Gullna hliðinu
og öðrum himneskum hlutum sem
farnir eru að ganga úr sér. Honum
féll aldrei verk úr hendi.
Við Inga vottum Mundu, börn-
um og barnabörnum okkar dýpstu
samúð og vonum að ekki sé of
seint að þakka Stulla vináttu og
samfylgd um áratuga skeið. Það
var gott að eiga hann að.
Leifur A. Símonarson.
Það er margt sem kemur upp í
hugann þegar minnast skal míns
kæra vinar og mágs, Þóris Sturlu.
Það eru um 45 ár síðan hann kom
inn í fjölskylduna sem kærasti
Guðmundu systur minnar. Það fór
ekki á milli mála að þar fór afar
vandaður maður, systir hafði valið
vel eins og hennar var von og vísa.
Hann var húsasmiður frá Bolung-
arvík, fluttur suður og hafði þá
þegar byggt sína fyrstu íbúð sem
beið þeirra. Hún fór á húsmæðra-
skóla, hann beið á meðan.
Þau hófu búskap á Arnarhraun-
inu, systir mín þá rétt um tvítugt
og Þórir fjórum árum eldri. Ég
naut þess að fá að búa hjá þeim
einn vetur og voru þau mér ein-
staklega góð og er ég ævinlega
þakklátur fyrir það. Þá strax var
komin þessi festa sem einkenndi
þeirra samband, þau samhent og
allt heimilishald í föstum skorðum,
enda húsmóðirin húsmæðraskóla-
gengin.
Þeir bræður Þórir og Kristján
stofnuðu þá um veturinn bygginga-
félag sitt Kristjánssyni hf. og hófu
byggingu á sínu fyrsta fjölbýlishúsi
við Suðurvang í Hafnarfirði. Ég
skólastrákurinn fékk oft að vinna
með þeim bræðrum við bygg-
inguna. Ég tel að það hafi verið
mér góður skóli að vinna hjá þeim
bræðrum þar sem vandvirkni og
vinnusemi var höfð að leiðarljósi,
en einnig var það mannbætandi að
kynnast hversu nánir þeir bræður
voru.
Þegar við Helga kona mín sett-
umst að hér fyrir sunnan jukust
samskiptin mjög og eru það ófáar
samverustundir sem við höfum átt
með þeim hjónum, en þau voru
miklir höfðingjar heim að sækja.
Þar má nefna hina árlegu skötu-
veislu á Þorláksmessu, jóladags-
boðin, þorrablótin og afmælin. Þar
naut húsbóndinn sín í hlutverki
gestgjafans ekki síður en húsmóð-
irin. Í banka minninganna eru
Þórir Sturla
Kristjánsson
Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir,
dóttir og systir,
INGUNN JÓNSDÓTTIR,
Þinghólsbraut 20,
Kópavogi,
frá Sólvangi í Fnjóskadal,
verður jarðsungin frá Kópavogskirkju
föstudaginn 4. janúar klukkan 13.00.
Magnús Skúlason,
Hlynur Magnússon,
Skúli Magnússon, Guðrún Katrín Oddsdóttir,
Ásdís Stefánsdóttir og systkini.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
JÓN GUNNAR JÓNSSON,
Vík í Mýrdal,
lést á dvalarheimilinu Hjallatúni föstudaginn
21. desember.
Útför hans fer fram frá Víkurkirkju laugar-
daginn 5. janúar kl. 14.00.
Ívar Jónsson, Björk Ben Ölversdóttir,
Kristrún Harpa Kjartansdóttir, Ingvar Pétursson
og barnabörn.