Morgunblaðið - 03.01.2013, Blaðsíða 38
38 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2013
✝ Guðrún Þor-valdsdóttir var
fædd á Hálsi í Mið-
firði 2. janúar 1921.
Hún lést á Dvalar-
og hjúkrunarheim-
ilinu Grund 20. des-
ember 2012.
Foreldrar Guð-
rúnar voru Þor-
valdur Kristinsson,
f. 15. febrúar 1892,
d. 15. maí 1942 og
Elín Björnsdóttir, f. 28. desem-
ber 1894, d. 14. september 1949.
Guðrún var næstelst fimm
1942. Hann var að koma úr
kaupstaðarferð á árabát og með
honum í för voru nágranna-
bóndi og ráðsmaður og um borð
voru einnig þrír ungir drengir
sem lifðu slysið. Tveimur árum
eftir slysið flutti Elín, móðir
Guðrúnar, til Akraness með syni
sína tvo. Árið 1939 byrjaði Guð-
rún að vinna á símstöðinni á
Hvammstanga. Síðan fór hún á
símstöðina á Djúpuvík árið 1943
og vann þar til ársins 1946. Þá
fluttist hún til Reykjavíkur
ásamt manni sínum og hóf þá
störf sem símamær í Reykjavík.
Ásamt því að starfa sem síma-
mær hafði Guðrún mikið yndi af
söng og starfaði með hinum
ýmsu kórum í gegnum tíðina.
Guðrún var jarðsungin frá
Bústaðakirkju í gær, 2. janúar
2013.
systkina. Þau eru
Kristín f. 17. janúar
1919, d. 12. júlí
2012, Guðný Ingi-
björg, f. 15. febrúar
1922, Björn, f. 21.
maí 1927, d. 13.
nóvember 2006,
Böðvar, f. 2. janúar
1940. Guðrún gift-
ist 3. ágúst 1946
Birni Benedikts-
syni póstmanni, f.
30. júlí 1920, d. 5. desember
1983. Guðrún missti föður sinn
sem drukknaði í Miðfirði árið
Elskuleg Guðrún frænka er nú
horfin á braut. Einstök og
hjartahlý kona sem alltaf var glöð
og góð við alla.
Margs er að minnast á þessum
tímamótum. Maður lítur til baka
og hugsar um allar góðu stund-
irnar sem við áttum saman.
Við fjölskyldan komum oft á
Grandaveginn til þín á mínum
yngri árum þegar við komum til
Reykjavíkur og þá varst þú alltaf
búin að baka fyrir okkur pönnu-
kökur eða vöfflur og ýmislegt
annað. Við Árni bróðir minn kíkt-
um á páfagaukinn þinn sem var
stór, grár og var á priki í her-
berginu þínu og síðan fórum við í
bókaherbergið og kíktum í bók.
Einu sinni sem oftar kom ég til
Reykjavíkur með Akraborginni
og þú sóttir mig og við fórum
saman í sumarbústaðinn þinn við
Þingvallavatn bara við tvær. Við
fórum og renndum fyrir fisk og
höfðum gaman af því að vera
saman í rólegheitunum. Það er til
mynd af aflanum úr einni ferð-
inni, en það eru bara fáir sem sjá
aflann því fiskurinn var svo lítill,
en við vorum mjög glaðar með
þetta.
Þú söngst í mörgum kórum og
ferðaðist mikið með góðu fólki.
Þú varst komin vel yfir sjötugt og
varst að koma frá því að syngja
með einum kórnum þínum fyrir
eldri borgara og þú sagðir við mig
og mömmu: „Það er svo gaman að
syngja fyrir gamla fólkið því það
er alltaf svo þakklátt blessað
gamla fólkið.“ Þú varst örugglega
eldri en eitthvað af fólkinu sem
þú varst að syngja fyrir, en þér
fannst þú ekki vera svo gömul, þú
varst svo ung í anda, hress og kát.
Þú varst svo lagin í höndunum
og við fjölskyldan eigum marga
fallega muni sem þú hefur gert
sem og börnin okkar segja oft:
„Er það ekki í Guðrúnar skáp?“
eða „Hvenær setjum við upp jóla-
stellið sem Guðrún málaði“ og
svo mætti lengi telja.
Þegar Sara dóttir okkar fædd-
ist í júlí árið 2000 varst þú svo
spennt, því þú varst að verða
„langamma“ í fyrsta sinn. Þú
stóðst þig mjög vel í því hlutverki
og varst báðum börnum okkar
svo góð og eiga þau margar góðar
minningar um þig, elsku Guðrún.
Næstsíðasta skiptið sem ég
kom til þín og þú varst orðin svo
veik að það voru ekki mikil við-
brögð frá þér þá tók ég í höndina
á þér og sagði nokkur vel valin
orð til þín þá kom bros á þitt fal-
lega andlit. Það var dásamlegt.
Elsku Guðrún, nú hefur þú
fengið hvíldina. Við viljum þakka
þér allt sem þú varst okkur og
gafst okkur. Við vitum að hann
Bjössi þinn tekur vel á móti þér.
Minningin mun ávallt lifa með
okkur.
Guð blessi minningu þína.
Þín,
Elín Þóra og Halldór.
Í dag kveðjum við hana Guð-
rúnu frænku. Guðrún frænka var
einstaklega góð, hlý og falleg
kona og erum við fjölskyldan afar
þakklát fyrir þau forréttindi að
hafa fengið að vera hluti af henn-
ar lífi. Alltaf var auðvelt að leita
til hennar eftir aðstoð eða bara
hverju sem var. Þegar Árni átti
heima í foreldrahúsum á Akra-
nesi þurfti hann oft að koma til
Reykjavíkur til að keppa í skák.
Þá var leitað til Guðrúnar frænku
með gistingu og var það auðfeng-
ið og gerði hún sér far um að hon-
um liði sem best hjá sér.
Árið 2002, þegar við bjuggum í
Jersey ásamt Þórunni Ástu dótt-
ur okkar sem fæddist í júlí árið
2001, þá hlotnaðist okkur sá heið-
ur að Guðrún og Tóta mágkona
hennar komu saman í heimsókn
til okkar og dvöldu hjá okkur um
stund. Var það mikil frægðarför
hjá þeim stöllum, enda var ekki
auðvelt að komast á staðinn. Voru
þær tvær á ferð og ekki beint
reiprennandi í öðrum tungumál-
um en íslensku, en höfðu þetta þó
af og komust klakklaust til okkar.
Í Jersey var margt brallað, við
sýndum Guðrúnu alla helstu stað-
ina og keyrðum um eyjuna. Hér
og þar um eyjuna var hægt að
kaupa kartöflur beint af bóndan-
um og það gerði hún Guðrún sem
veigraði sér aldrei við að prófa
eitthvað nýtt. Hún var svo yfir sig
hrifin af þessum einstöku kart-
öflum að hún varð að taka með
sér poka svo hún gæti gefið vin-
konum sínum að smakka þegar
heim væri komið. Þessi heimsókn
er okkur ofarlega í huga þessa
dagana og erum við svo þakklát
fyrir það að þær skyldu leggja
þetta ferðalag á sig til að heim-
sækja okkur.
Þegar Guðrún bjó á Granda-
veginum var hún dugleg að bjóða
okkur í heimsókn og eru þessar
heimsóknir okkur mjög kærar í
dag. Guðrún var mikil handa-
vinnukona og horfum við með
gleði í hjarta á alla þá fallegu
hluti sem hún bjó til handa okkur
og stelpunum okkar.
Í desember árið 2004 eignuð-
umst við okkar aðra dóttur og
kom aldrei neitt annað til greina
en að skíra hana í höfuðið á Guð-
rúnu frænku. Örlögin höguðu því
svo þannig að Guðrún frænka
kvaddi þennan heim á afmælis-
deginum hennar Guðrúnar Pálu
okkar.
Það er með söknuði en jafn-
framt þakklæti sem við kveðjum
hana Guðrúnu frænku í dag. Við
söknum jákvæðni hennar, góð-
mennsku, hlýju og glaðværðar en
erum jafnframt þakklát fyrir að
hafa fengið að njóta samvista við
hana.
Árni og Sigríður Fanney.
Það eru komin 40 ár síðan ég
hitti Rúnu mína fyrst á Ránar-
götunni. Íbúðin var ekki stór en
það er alltaf nóg pláss þar sem
nóg hjartarúm er til staðar. Vel
var tekið á móti stúlkunni að
vestan sem þarna var komin til að
hitta sinn tilvonandi eiginmann
og mág. Rúna mín var alltaf bros-
andi og hláturinn hennar dillandi
þótt ekki hafi lífið alltaf verið
dans á rósum frekar en hjá mörg-
um öðrum. Hún átti engin börn
sjálf en sagðist vera svo heppin
að hafa fengið að velja sér börn til
að þykja vænt um. Og það skorti
ekkert á væntumþykjuna hjá
Rúnu og Bjössa. Þær eru margar
og góðar minningarnar frá heim-
sóknunum til þeirra, sérstaklega
í bústaðinn þeirra á Þingvöllum,
þar var gaman að dvelja og leika
sér. Alltaf var okkur tekið opnum
örmum með brosi og hlýju faðm-
lagi. Eftir að Bjössi féll frá og
Rúna varð ein, fór hún að ferðast,
bæði um landið sitt og um Evr-
ópu. Hún naut þess að ferðast og
fræðast og hafði gaman af að
segja frá þessum ferðalögum.
Einu sinni fór hún með hópi
ferðafélaga upp á Vatnajökul og
það var ekki í hennar anda að
fara upp með snjóbíl með gamla
fólkinu, hún fór upp á snjósleða
sem hún ók sjálf og hún ljómaði
sem aldrei fyrr þegar hún sýndi
okkur myndina af sér úr þeirri
ferð. Rúna var mjög fróð og hafði
gaman af því að segja frá því sem
hún upplifði og fræddist um á
þessum ferðalögum. Í nokkur ár
borðuðum við skötu tvær saman
á Grandaveginum og það voru
yndislegar stundir. Þrátt fyrir
rúmlega 30 ára aldursmun vorum
við einhvern veginn alltaf jafn-
öldrur.
Eftir að Rúna missti Bjössa
sinn var hún hjá okkur Nonna á
aðfangadagskvöld í mörg ár og
börnin okkar elskuðu að fá að
hafa hana og söknuðu þess þegar
aðstæður breyttust Síðustu árin
sem hún hafði heilsu kom hún til
okkar Brands á Þorláksmessu og
gladdi okkur með nærveru sinni
og kærleika. Síðustu ár höfum við
Brandur farið til hennar á Þor-
láksmessu og alltaf var hún glöð
og þakklát fyrir allt sem fyrir
hana var gert. Það eru ekki allir
sem brosa framan í heiminn og
segja aldrei styggðaryrði um
nokkurn mann en þannig var
Rúna. Hún kvartaði aldrei yfir
neinu, allir voru svo góðir við
hana og önnuðust hana vel, enda
sagði hún einu sinni að hún ætlaði
ekki að verða eins og sumir sem
gerðu ekki annað en kvarta þegar
einhver kæmi í heimsókn og hver
nennti að heimsækja svoleiðis
fólk.
Síðustu ár hefur Rúna verið að
hverfa frá okkur en þrátt fyrir
það var brosið á sínum stað þegar
við komum og þótt hún væri
kannski ekki viss um hver við
vorum þá ljómaði hún samt og
um síðustu jól fylgdi hún okkur
fram á stigapallinn eins og alltaf
og veifaði þar til dyrnar lokuðust.
Þegar við fórum síðustu ferðina á
Grundina núna fyrir jólin var
Rúna mín búin að kveðja í síðasta
sinn en ég gleðst yfir því að hún
er komin til Bjössa síns og allra
þeirra sem voru farnir á undan
henni. Ég er þakklát fyrir þessi
40 ár með henni og hún mun alltaf
eiga sinn sérstaka sess í mínu
hjarta og barnanna minna. Sam-
úðarkveðjur til allra ættingja og
vina.
Sigrún Björk, Guðbrandur,
Halldóra, Jóhann og Snædís.
Guðrún
Þorvaldsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Takk fyrir samveruna,
sofðu rótt.
Sara, Þórunn Ásta,
Sævar, Guðrún Pála
og Arna Fanney.
✝ Sigurvin Jóns-son fæddist í
Bolungarvík 13.
ágúst 1937. Hann
lést á Hrafnistu í
Reykjavík á jóla-
dag, 25. desember
2012.
Foreldrar hans
voru Lína Dalrós
Gísladóttir fisk-
verkakona, f. 22.9.
1904 í Bolungarvík,
d. 14.12. 1997, og Jón Ásgeir
Jónsson sjómaður, f. 9.0. 1911 á
Ísafirði, d. 1.10. 1996.
Lína Dalrós eignaðist tíu börn
sem komust á legg, sex með
fyrri eiginmanni sínum og fjög-
ur með Jóni Ásgeiri og var Sig-
urvin næstyngstur þeirra systk-
ina. Systkini Sigurvins eru í
aldursröð: Guðmunda, Gísli,
Guðbjörg, Óskar, Áslaug, Jó-
hann Líndal, Alda, Herbert, og
Sveinn Viðar.
Sigurvin kvæntist Aðalheiði
Halldóru Guðbjörnsdóttur
25.12. 1958. Þau slitu sam-
vistum. Aðalheiður Halldóra og
Sigurvin eignuðust sjö börn en
þar af komust fimm á legg. Börn
þeirra eru: 1) Oddný Lína, f. 1.5.
1958. Börn hennar eru: a) Oddur
1964. 6) drengur, f. 24.10. 1965,
d. 29.10. 1965. 7) Jón Ásgeir Sig-
urvinsson, f. 21.12. 1970. Eig-
inkona hans er Elínborg Sturlu-
dóttir, f. 21.12. 1968. Börn
þeirra eru: a) Hallgerður Kol-
brún, f. 17.11. 1997, b) Sturla, f.
7.1. 2003, c) Kolbeinn Högni, f.
30.3. 2007.
Sigurvin og Aðalheiður hófu
búskap á Ísafirði en fluttu fljótt
til Bolungarvíkur. Þaðan lá leið-
in í Reykholt, þar sem Sigurvin
starfaði sem matsveinn í mötu-
neyti Héraðsskólans veturinn
1964-1965. Frá Reykholti flutti
fjölskyldan síðan til Reykjavík-
ur. Hafði Sigurvin ýmis störf
með höndum og var á stundum
sjálfstæður atvinnurekandi.
Þannig rak hann um tíma mötu-
neyti fyrir starfsfólk Álafoss-
verksmiðjunnar og fiskverslun í
Álfheimum í Reykjavík. Hann
var matsveinn á ýmsum frakt-
skipum Eimskipafélagsins sem
og á togurunum Vestmannaey
og Drangey. Sigurvin var mötu-
neytisstjóri í mötuneyti SS og
starfaði síðar í mötuneyti
Hrafnistu í Reykjavík. Síðustu
starfsárin starfaði Sigurvin sem
eftirlitsmaður Hafrannsókna-
stofnunar á japönskum túnfisk-
veiðiskipum í íslenskri lögsögu.
Útför hans verður gerð í dag,
3. janúar 2012, frá Áskirkju og
hefst athöfnin kl. 15.
Andri, f. 12.12.
1983, b) Charlotta
Rós, f. 16.11. 1990.
2) Guðbjörn Magn-
ús, f. 8.6. 1959. Eig-
inkona hans er Þór-
unn Einarsdóttir, f.
9.4. 1959. Börn
þeirra eru: a)
Hjálmar Gunnar, f.
14.12. 1979, b) Að-
alheiður Halldóra,
f. 12.1. 1981. c)
Guðbjörn Heiðar, f. 31.1. 1984,
d) Anna Þórunn, f. 22.4. 1988. 3)
Viktor Jón Sigurvinsson, f. 13.6.
1961. Sambýliskona hans er Ól-
ína Berglind Sverrisdóttir, f.
18.8. 1963. Börn þeirra eru: a)
Ágúst Sverrir, f. 19.12. 1980, d.
27.6. 1988, b) Kolbrún Eva, f.
14.12 1983, c) Sigurvin Sindri, f.
4.10. 1987, d) Sverrir Berg-
mann, f. 31.7. 1992, e) Brynjar
Þór Viktorsson, f. 9.9. 1995. 4)
Sigurvin Heiðar Sigurvinsson, f.
25.11. 1962. Eiginkona hans er
Auður Auðunsdóttir, f. 5.12.
1964. Börn þeirra eru: a) Árný
Eva, f. 18.1. 1985, b) tvíburasyn-
ir, f. 12.1. 1991, d. 12.1. 1991, c)
Ragna Ýr, f. 1.6. 1992, d) Auð-
unn Orri, f. 24.1. 1996. 5) Kol-
brún Eva, f. 30.3. 1964, d. 13.3.
Það er komið bréf frá afa!
hrópaði dóttir mín glaðlega þegar
pósturinn hafði kastað þykkum
bréfabunka inn um lúguna. Utan
á eitt umslagið var nafn hennar
handritað með skrifstöfum. Son-
ardóttir sendandans opnaði bréf-
ið með mikilli eftirvæntingu.
Litlu stúlkunni fannst sem
tengslin við föðurfólkið væru ekki
næg og hún vildi ráða bót á því.
Hún var bara sjö ára og langaði
til að komast í meira samband við
afann í Reykjavík. Og hvað er þá
til ráða? Maður stingur niður
penna og skrifar honum bréf. Og
þarna var svarið komið. Það var
þakklátur maður sem svaraði
sonardóttur sem hann hafði svo
lítið haft af að segja fram að því
og á milli þeirra Hallgerðar Kol-
brúnar sem skírð var að síðara
nafni eftir litlu dóttur hans sem
dó svo ung, myndaðist nú vina-
band sem varð til þess að farið
var að rækta fjölskylduböndin á
ný.
Ungur að árum þurfti tengda-
faðir minn að fara að vinna fyrir
sér, enda ólst hann upp í barn-
margri fjölskyldu þar sem fátækt
og skortur var oftast nærri. Móð-
ir hans var annáluð dugnaðar-
kona sem varð tæplega þrítug
ekkja með sex börn og það hefur
ekki skort hugrekkið hjá seinni
eiginmanni hennar Jóni Ásgeir
Jónssyni að hefja rúmlega tvítug-
ur sambúð með þessari barn-
mörgu ekkju. Má það teljast mik-
ið afrek hjá þeim að hafa komið
upp þessum stóra barnahópi í því
fátæktarbasli sem var í Bolung-
arvík á fjórða og fimmta áratug
síðustu aldar. Sigurvin fór á síld
strax eftir fermingu og þar með
var lífsbaráttan hafin fyrir al-
vöru. Þegar ég heyri sjómanna-
lögin frá sjötta áratugnum finnst
mér alltaf að verið sé að syngja
um líf tengdaföður míns!
Það var mikil rómantík í kring-
um sjómannslífið á þessum árum
og sjómenn voru hetjur hafsins.
Það vafðist heldur ekki fyrir Sig-
urvini að næla í eina af fegurstu
blómarósunum sem gengu um
strætin á Ísafirði um miðjan
sjötta áratuginn. Dóra var gull-
falleg og af myndum að dæma
hafa þau verið glæsilegt par. Á
jóladag 1958 gengu þau í hjóna-
band og við sama tækifæri var
frumburður þeirra skírður. Síðan
fæddust börnin eitt af öðru. Sig-
urvin og Dóra misstu tvö nýfædd
börn á tæplega tveimur árum. Án
efa hefur svo mikill missir mark-
að djúp spor í sálarlíf þeirra. Sig-
urvin bjó yfir persónutöfrum og
átti auðvelt með að kynnast fólki.
Honum þótti gaman að skemmta
sér og hafa fólk í kringum sig. En
smám saman hætti gleðskapur-
inn að verða dagamunur og varð
að kvöð sem varð honum fjötur
um fót.
Ævi tengdaföður míns getur
verið uppspretta visku. Hann
gerði mörg mistök en hann sýndi
líka dugnað og nægjusemi sem er
eftirbreytniverð. Kannski er
mesti lærdómurinn sá að hann
gafst aldrei upp þótt á móti blési.
Ef til vill sagði þar til sín vest-
firski uppruninn, þar sem hug-
rekki og þrautseigja var lykillinn
að því að lifa af. Þegar jóladagur
rann upp og kristnir menn fögn-
uðu fæðingu frelsarans, kvaddi
Sigurvin þennan heim. Það finnst
mér táknrænt og minnir mig á að
bæði í lífi og dauða er hægt að
finna fegurð og samræmi.
Elínborg Sturludóttir
Sigurvin Jónsson
✝ Guðbjörg Jó-hannesdóttir
leigubifreiðarstjóri
frá Ísafirði, fæddist
í Arnardal, Eyr-
arhreppi í Norður-
Ísafjarðarsýslu 19.
desember 1917.
Hún lést á Hrafn-
istu í Reykjavík 14.
desember 2012.
Foreldrar henn-
ar voru Sigrún
Agata Guðmundsdóttir, sauma-
kona, f. á Bassastöðum í Stein-
grímsfirði 1. nóvember 1890, d.
10. nóvember 1967 og Jóhannes
Guðmundsson vitavörður, f. á
Ísafirði 9. október 1888, d. 11.
maí 1968. Systkini Guðbjargar
eru: Guðmundur Líndal, látinn,
Sigmundur, látinn, Sigríður
Steinunn, látin, Guðmunda látin,
Ólafía, býr á Akureyri, Magnús,
látinn og Ólafur, látinn.
Guðbjörg giftist Eiríki Gunn-
ari Guðjónssyni leigubifreiða-
stjóra frá Ísafirði, f. 7. júní 1909,
d. 10. desember 1968. Börn
þeirra eru: Hafsteinn, rafvirki, f.
11. maí 1946, (kjörsonur), giftur
Kristínu Björnsdóttur og eiga
þau þrjú börn, Báru Lind, Gunn-
ar Inga og Björn Fannar, og níu
barnabörn. Sig-
urður, lögfræð-
ingur, f. 24. maí
1951, hann á sex
börn, Aðalheiði
Steinunni, Marí-
önnu Björgu, Andra
Má, Tómas Veigar,
Eirík og Einar
Loga. Ingibjörg,
hjúkrunarfræð-
ingur og ljósmóðir,
f. 27. mars 1955, gift
Sigurði Hafsteinssyni, hún á
fimm börn, Eirík Gunnar, Re-
bekku, Hafstein Þór, Guðmund
Örn og Hrafnkel Orra, hún á
fimm barnabörn.
Guðbjörg var sautján ára þeg-
ar hún kynntist Eiríki sem varð
eiginmaður hennar, þau bjuggu
allan sinn búskap á Ísafirði. Hún
tók meiraprófið og var ein af
fyrstu konunum á Íslandi til að
keyra leigubíl. Þau hjónin
keyrðu bæði leigubíl til margra
ára á Ísafirði. Hún flutti til
Reykjavíkur 1983 og vann þar
verkakvennastörf. Síðustu tíu
árin dvaldi hún á Hrafnistu í
Reykjavík.
Útför Guðbjargar fer fram frá
Áskirkju í dag, 3. janúar 2013,
og hefst athöfnin kl. 11.
Elsku amma ísó og langamma
ísó.
Nú er komið að kveðjustund
og við þökkum fyrir þær stundir
sem við áttum saman og biðjum
guð að geyma þig.
Nú kveikjum við á kerti
þú berð krossinn eins og er.
En minningin hún lifir
þú verður alltaf hér.
Þú varst ljós sem lýstir
meðan létt var þín lund.
Skærasta stjarnan
á himninum um stund.
(Sigurgeir Vilmundarson)
Hvíl í friði, minning þín er
perla.
Eiríkur Gunnar,
Rebekka, Hafsteinn Þór,
Guðmundur Örn,
Hrafnkell Orri og
barnabarnabörn.
Guðbjörg
Jóhannesdóttir