Morgunblaðið - 03.01.2013, Side 40

Morgunblaðið - 03.01.2013, Side 40
40 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2013 ✝ Ingi GarðarSigurðsson fæddist á Litlu- Giljá í Austur- Húnavatnssýslu 3. desember 1931. Hann lést á Land- spítalanum Landakoti 16. des- ember 2012. Foreldrar hans voru Þuríður Sig- urðardóttir og Sigurður bóndi Jónsson á Litlu- Giljá. Alls voru systkini Inga ráðunautur hjá Búnaðar- sambandi Eyjafjarðarsýslu og aðstoðarmaður við jarðræktar- tilraunir á Tilraunastöðinni á Akureyri 1954-1963. Ingi Garð- ar starfaði sem tilraunastjóri við Tilraunastöðina á Reykhól- um á árabilinu 1963-1991. Frá 1991 til starfsloka vann hann við tilraunir hjá Rann- sóknastofnun landbúnaðarins á Keldnaholti. Útför Inga Garðars fer fram í Árbæjarkirkju í dag, 3. janúar 2013, kl. 13. níu, af þeim eru nú þrjú á lífi. Ingi Garðar kvæntist 11. apríl 1955 Kristrúnu Mar- inósdóttur. Sonur þeirra er Hörður Ævarr. Ingi Garðar út- skrifaðist búfræð- ingur frá Bænda- skólanum á Hólum 1950 og búfræðik- andídat frá Hvanneyri 1953. Hann starfaði sem héraðs- Mágur minn Ingi Garðar Sigurðsson, fæddur á Litlu- Giljá í Húnavatnssýslu, dó á Landakoti 16. desember sl. eftir stutta legu þar. Átta ára fór ég til systur minnar og Inga til að dvelja yfir sumarið en þau byrjuðu búskap sinn á Akureyri árið 1954. Þau áttu heima á Þing- vallastræti þegar ég kom til þeirra fyrst. Sumrin mín á Ak- ureyri áttu eftir að verða mörg eða þar til þau fluttu að Reyk- hólum árið 1963 og var ég þá orðin 18 ára. Minningarnar um ferðir með Inga um sveitir Eyjafjarðar eru gullmolar í mínu hjarta, ég fór með honum á flesta bæi í sveitinni og þar í kring. Þar sem hann var bún- aðarráðunautur Eyjafjarðar ferðaðist hann víða við að mæla fyrir nýræktun túna og ýmis önnur störf ráðunauta. Nokkrum sinnum komum við að Litlu-Giljá þar sem móðir hans bjó, þar var gaman að koma en það situr fast í minni mínu. Ingi átti níu systkini og það þótti mér mjög merkilegt, tvö þeirra bjuggu á Litlu-Giljá með móður sinni þegar ég kom þar fyrst. Þuríður móðir Inga var mjög skemmtileg kona og tók hún alltaf svo vel á móti okkur. Ingi byggði hús í Kringlu- mýri á Akureyri, það hús var hlaðið með steinum sem meira að segja ég mátti hjálpa til við að byggja. Það var margt sem ég lærði hjá Inga mági mínum og mikið var gott að geta farið norður á hverju sumri til þeirra. Síðasta sumarið mitt var ég ráðin til þess að passa Hörð Ævar, allavega í hjá- verkum. En það sumar var ég komin með kærasta, þá þurfti að kynna hann fyrir Inga. Ingi tók honum mjög vel og voru þeir alla tíð miklir mátar. Það var alltaf gott að koma í skjól til þeirra. Árið 1963 fluttu þau á Reyk- hóla og ekki var síðra að heim- sækja þau þangað. Þá komu börnin mín til sögunnar og alltaf var skjólið til staðar á Reykhólum, þar sem mínir synir voru að hálfu leyti aldir þar upp. Hestamennska var stór þáttur í lífi Inga og hýsti hann hesta fyrir okkur í mörg ár. Þá var alltaf farið í smala- mennsku á hestum. Ingi var þá formaður hestamannafélagsins Kinnskær á Reykhólum. Þetta var ómetanlegt og erfitt að þakka fullkomlega. Eftir lát foreldra minni keypti Ingi hús þeirra í Þykkvabæ 17 í Árbæ og eign- aðist ég þar nýtt skjól hjá þeim. Eftir að Ingi hætti að vinna hjá Rannsóknastofnun landbúnaðarins á Keldnaholti, en þar vann hann eftir að þau komu frá Reykhólum, fékk hann sér íslenskan hund sem hann nefndi Hektor. Eyddu þeir mörgum stundum við göngu kringum Elliðaárnar. Ingi skildi ekki orðalagið skynlausar skepnur, við sjáum það nú á Hektor, sem saknar sárt. Elsku Kristrún mín og Hörður, við verðum með ykkur um ókomna tíð. Anna Lóa. Tveir höfðingjar fjölskyldu minnar eru fallnir frá með stuttu millibili. Theodór bróðir minn lést í byrjun október sl. og nú mágur minn Ingi Garð- ar. Ingi kom inn í fjölskyldu mína um svipað leyti og ég fæddist. Frá unga aldri var ég í sveit hjá Kristrúnu systur minni og Inga og síðar full- gildur vinnumaður á tilrauna- búinu á Reykhólum, þar sem Ingi treysti mér fljótt fyrir ýmsum tilraunastörfum. Við Ingi unnum mikið saman því snemma vann ég í grasrækt- artilraunum með honum. Við fórum margar ferðir tveir saman um alla Vestfirði með tæki og tól til að bera á og slá tilraunareiti á hinum ýmsu bæjum. Þessar ferðir eru mjög eftirminnilegar, þar sem mað- ur hitti marga og Ingi hafði gaman af að spjalla við bænd- ur um búskapinn, grasrækt og ekki síður um daginn og veg- inn. Það var alltaf gaman hjá okkur og við spjölluðum mikið og Ingi tók nokkrar söngaríur, en hann hafði góða söngrödd og hafði gaman af söng. Þessi sumur á Reykhólum eru stór hluti af mínu uppeldi. Ingi var mikill dýravinur og hann hafði oft á orði að það væri ekkert til sem héti „skyn- lausar skepnur“. Vinátta hans og hundanna hans var mikil, nú síðast Hektors, sem saknar vinar síns mikið. Ingi var líka mikill hestamaður, átti margan gæðinginn og hafði yndi af út- reiðartúrum meðan hann hafði heilsu til. Það voru margir reiðtúrarnir sem farnir voru með Inga, út að Stað eða inn að Seljanesi. Seinni árin höfum við hjónin komið reglulega við hjá Kristrúnu og Inga í göngu- túrum okkar um Elliðaárdal- inn og oft tekið Hektor með í göngutúr, en oft mættum við þeim vinunum Inga og Hektor saman í göngutúr. Síðustu mánuðir hafa verið Inga erfiðir og hann vafalaust hvíldinni feginn. Það verður erfitt fyrir Kristrúnu að missa lífsförunaut til nærri 60 ára, en þau hjón voru mjög sam- rýmd. Með þessum fátæklegu kveðjuorðum langar mig til að þakka fyrir þessar samveru- stundir og allar samverstundir síðar í Þykkvabænum. Krist- rún mín og Hörður, Guð styrki ykkur á þessum erfiðu tímum. Gunnbjörn Marinósson. Okkur Mundabörn langar til að minnast okkar kæra frænda, Inga Garðars. Þessi hlýi og glettni frændi, sem ávallt bauð mann svo hjart- anlega velkominn, hefur kvatt. Við eigum góðar minningar frá Reykhólum þar sem höfðingi tók á móti fólkinu sínu, ásamt sinni dásamlegu Kristrúnu, með glettni, stríðni og vænt- umþykju. Minningar um sterk- an og stóran mann, mann með mikla útgeislun, sem þótti ótrúlega vænt um menn og dýr. Við munum eftir því þeg- ar bræðurnir frá Litlu-Giljá sungu af innlifun með bros og gleði í augum. Við minnumst þess líka þegar setið var til borðs á Reykhólum með öllu heimilisfólki, vinnumönnum og gestum og þótti okkur þetta tilkomumikið. Mun fleiri sögur geymum við í hjarta okkar. Í minningunni var alltaf sól á Reykhólum, þannig leið okkur þar með þessum kostahjónum. Það var líka gaman þegar rætt var um Reykhólasveit. Þá sagði maður stoltur frá því að við ættum frænda í þeirri sveit og fengum þá að heyra í fram- haldi sögur af þeim vinsæla manni. Föðurbróður okkar kveðjum við með söknuði og minnumst hans með sínum glettnissvip. Mundabörn, Sigrún, Markús, Harpa og Bjarki. Meira en sex áratugir eru liðnir síðan fjórir ungir bú- fræðingar mættu í sína fyrstu kennslustund í framhaldsdeild- inni á Hvanneyri. Seinna bætt- ust tveir við. Markmiðið var að mennta sig í tvo vetur til að öðlast réttindi til ýmissa starfa í landbúnaði sem námsgráðan búfræðikandídat veitti. Ingi Garðar Sigurðsson einn var búfræðingur frá Hólum. Aðrir í hópnum, þar á meðal und- irritaður, voru frá Hvanneyri. Kennslan fór fram í mjög lítilli stofu, en í virðulegu gömlu húsi. Samkvæmt skóla- skýrslum voru alls 24 kenn- arar sem komu að kennslu hópsins, þar af voru fimm starfsmenn skólans. Aðrir kennarar voru flestir ráðu- nautar hjá Búnaðarfélagi Ís- lands og sérfræðingar hjá Búnaðardeild Atvinnudeildar Háskólans í Reykjavík. Að loknu fyrra námsári í fram- haldsdeild, sumarið 1952, fór Guðmundur Jónsson skóla- stjóri með nemendur í náms- ferð til Norðurlanda. Þetta var það nám sem flestir héraðsráðunautar og aðrir starfsmenn landbúnaðar- ins fengu og átti stóran þátt í því framfaraskeiði sem varð um þetta leyti í íslenskum landbúnaði og þar sómdi Ingi Garðar sér vel. Hann varð á sinni starfsævi héraðsráðu- nautur og gerði tilraunir með búfé og gróður. Auk aðal- starfsins var hann um 12 ára skeið oddviti Reykhólahrepps, hreppstjóri, stjórnarformaður Þörungaverksmiðjunnar á Reykhólum, í sóknarnefnd Reykhólakirkju, formaður Hestamannafélagsins Kinn- skær og fleira. Ingi Garðar var áhlaupa- maður til verka, skemmtilegur félagi, mikill dýravinur og hafði unun af því að umgang- ast búfé. Hann hafði oft orð á því að það væri heimskulegt að tala um sálarlaus dýr. Þess vegna hefur hann vafalaust haft unun af því að taka þátt í tilraunum með sauðfé á Reyk- hólum og seinna á Hesti, til- raunum sem hafa orðið þekkt- ar meðal fjárbænda og þess fólks sem hefur ullariðnað til vegs og virðingar. Í þessum rannsóknum var mikil áhersla lögð á að rækta fé með hvíta ull, sem er góð til vinnslu. Ingi Garðar var vel kvænt- ur. Kona hans, Kristrún Mar- inósdóttir, er öflug húsmóðir. Það kom ekki síst í ljós þegar hún stjórnaði stóru heimili á Reykhólum í 28 ár. Á síðustu fjórum árum hef- ur heilsu Inga Garðars hrakað. Það hefur reynt mikið á Krist- rúnu og Hörð Ævar. Hund- urinn Hektor virtist skilja að Ingi Garðar var sjúkur og fór glaður í gönguferðir með hon- um meðfram Elliðaánum, líka eftir að Ingi Garðar varð að styðjast við göngugrind. Hek- tor sætti sig við að vera bund- inn við grindina. Ég þakka Inga Garðari ára- tuga félagsskap og vináttu og votta Kristrúnu og Herði Æv- ari samúð mína. Magnús Óskarsson. Ingi frændi var fyrsti mað- urinn sem ég var hræddur við. Það sagði hann sjálfur og hafði gaman af og ég var þá ekkert að efa að það væri satt. En þetta mun hafa verið af sér- stökum ástæðum og ég mjög í æsku. Ég man þó aldrei eftir honum öðru vísi en sem mikl- um uppáhaldsfrænda. Mér fannst hann alltaf vera glaður og skemmtinn, hann vildi vita hvernig gengi og virtist alltaf hafa trú á manni og því sem maður var að fást við. Gat samt gert smá grín og jafnvel verið pínulítið stríðinn. Það var þó annað sem mér hefur alltaf fundist mest til um hann Inga frænda. Hann hafði sem sé þann eiginleika að hann um- gekkst alla af virðingu, ég held bæði skepnur og menn, og hann gerði ekki mannamun, hvorki á stórum né smáum. Það var nefnilega þannig að þegar maður var minni um- gekkst hann mann sem full- gilda persónu og þegar maður stækkaði sem jafningja. Og mér er nær að halda að þetta hafi verið honum algerlega eðlislægt, svo hógvær og lít- illátur sem hann sjálfur var. Kristrún hans Inga er ekki eins stríðin og hann. En hún hefur alltaf sýnt sömu vænt- umþykjuna, áhugann og elsk- una og hann, sem hefur verið svo mikils virði. Þau voru gæfufólk að eiga hvort annað og við hin gæfusöm að eiga þau bæði að frændum og vin- um. Þegar ég fyrir nokkrum ár- um ákvað að eignast hesta leit- aði ég til Inga frænda um að- stoð og ekki stóð á henni. Það sem var svo skemmtilegt við þetta var að hann ræddi þessi mál við mig eins og við værum jafningjar. Því fór þó fjarri. Ég var byrjandi og viðvaning- ur en hann reyndur hestamað- ur sem var jafnvígur, hvort sem um var að ræða ræktun eða reiðmennsku. Hann átti um ævina marga hesta og góða og svo átti hann líka afar skemmtilega hunda sem ég held að hafi allir heitið Hek- tor. Ingi frændi minn var þar að auki slyngur sauðfjárrækt- armaður og náði athyglisverð- um árangri í ræktunarstarfinu á Reykhólum, en þá sögu kunna aðrir betur að segja en ég. Þegar nú er komið að ferða- lokum í þessu lífi kveð ég Inga frænda með þökk og virðingu. Þökk fyrir að hafa alltaf sýnt áhuga og haft tíma til að láta mann finnast maður vera mað- ur með mönnum. Virðingu vegna þess hver maður hann var og hversu góð fyrirmynd hann var í sínu lífi. Kristrúnu og Herði sendum við við Haf- dís okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Inga frænda þökkum við samveruna og allar ánægjustundirnar. Blessuð sé minning hans. Guðmundur Stefánsson. Við kveðjum í dag góðan dreng og félaga, Inga Garðar Sigurðsson. Fyrstu kynni okk- ar voru á Akureyri og þar sungum við saman í Karlakór Akureyrar. Hjálpsemi hans og lipurð kynntist ég vel eftir páskahretið 1963 þegar hann skrapp með mig upp á Öxna- dalsheiði til að ná í bíl sem við hjónin höfðum orðið að skilja eftir. Vorið 1963 varð Ingi Garðar tilraunastjóri á Reykhólum, en áður hafði hann tekið þátt í starfsemi Tilraunastöðvarinn- ar á Akureyri með Árna Jóns- syni tilraunastjóra. Hann tók við Reykhólum af Sigurði Elí- assyni sem hafði verið til- raunastjóri frá stofnum stöðv- arinnar árið 1946. Það ár voru 165 ha úr landi Reykhóla tekn- ir undir tilraunastöð í jarð- rækt, en einnig fylgdu eyjar með hlunnindum. Landið var óræst, óræktað og húsalaust. Fyrstu skurðirnir voru hand- grafnir og það var ekki fyrr en árið 1951 að umtalsverð til- raunastarfsemi gat hafist. Aðstæður voru á ýmsan hátt erfiðar á fyrstu árum Inga Garðars á Reykhólum, bæði veðurfar, efnahagsástand og skipulagsbreytingar. Úr rætt- ist og á áttunda áratugnum má segja að tilraunastöðin hafi átt blómaskeið. Stefán Aðalsteins- son hagnýtti fjárbúið á Reyk- hólum til tilrauna og rann- sókna og má nefna ræktun á alhvítum fjárstofni. Jarðrækt- artilraunir efldust á ný. Gerð- ar voru tilraunir á túnum bænda allt frá Dölum og vest- ur um Firði, og á seinustu ár- um stöðvarinnar norður á Ströndum. Eftir 1980 tók að fjara undan tilraunastöðvunum og árið 1990 lagðist stöðin á Reykhólum af. Á sviði jarðræktartilrauna urðum við Ingi Garðar sam- starfsmenn. Átti ég þess nokkrum sinnum kost að heim- sækja tilraunastöðina á Reyk- hólum og sjá með eigin augum tilraunareiti sem ég þekkti áð- ur af tölum einum og sumum þeirra bar ég nokkra ábyrgð á. Við fórum einnig að skoða til- raunir sem voru gerðar við mismunandi aðstæður í nálæg- um sveitum og allt norður í Djúp. Mjög lærdómsríkt og minnisstætt var að fara þessar ferðir með Inga Garðari. Hann þekkti vel til og hafði frá mörgu að segja. Frá heim- sóknum að Reykhólum eru þó minnisstæðastar góðar mót- tökur og glaðværð þeirra Kristrúnar. Ingi Garðar sagði vel frá og hafði gaman af glett- um milli manna. Gætti þar e.t.v. þess anda sem talinn var einkenna ýmsar sveitir Aust- ur-Húnvatnssýslu þar sem hann átti rætur. Á Reykhólaárunum tók Ingi Garðar virkan þátt í fé- lagsmálum sveitarinnar, var oddviti og sat í stjórn Þör- ungaverksmiðjunnar. Eftir að tilraunastöðin var lögð niður störfuðu þau Ingi Garðar og Kristrún hjá Rannsóknastofn- un landbúnaðarins á Keldna- holti til starfsloka. Á seinustu árum hitti ég Ingi Garðar öðru hverju á gönguferðum í Elliða- árdalnum. Í fylgd með honum var jafnan Hektor, hundur hans af íslensku fjárhunda- kyni. Svo dapraðist heilsan og gönguferðum lauk. Seinast hittumst við í Þykkvabænum sl. vor og sem fyrr var ánægjulegt að eiga stund á heimili þeirra Kristrúnar. Þótt Ingi Garðar tæki ekki jafn mikinn þátt í samræðum og fyrr var návist hans notaleg. Hólmgeir Björnsson. Ingi Garðar Sigurðsson ✝ Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞÓRUNNAR ÖLDU BJÖRNSDÓTTUR frá Kirkjulandi, Vestmannaeyjum, síðar Meistaravöllum 9, Reykjavík. Lára Halla Jóhannesdóttir, Páll Sigurðarson, Birna Valgerður Jóhannesdóttir, Jóhann Ingi Einarsson, Guðbjörg Ásta Jóhannesdóttir, Adolf Bjarnason, Ágústa Ágústsdóttir, Brynjólfur Jóhannesson, María B. Filippusdóttir, ömmu- og langömmubörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför TRYGGVA SIGURGEIRSSONAR, Þrúðvangi 22, Hafnarfirði. Sigrún Jóna Marelsdóttir, Tryggvi Gunnarsson, Þóranna Tryggvadóttir, Ingi Óskarsson, Jón Ásgeir Tryggvason, Hólmfríður G. Guðjónsdóttir, Líney Tryggvadóttir, Jónatan S. Svavarsson, Sigurgeir Tryggvason, Ásta S. Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför elskulegs sambýlismanns míns, sonar, stjúpa, afa, bróður og mágs, INGVARS RAGNARS HÁRLAUGSSONAR. Svala Hjaltadóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Halldór Haraldsson, Íris Björg Helgadóttir, Aníta Ósk Einarsdóttir, Helga Guðrún Þorbjörnsdóttir, Guðrún S. Hárlaugsdóttir, Kristján Kristjánsson, Guðmundur Hárlaugsson, Elín M. Hárlaugsdóttir, Garðar Sigursteinsson og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.