Morgunblaðið - 03.01.2013, Qupperneq 42
42 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2013
Nei, ég held ekki. Maður er kominn úr svo miklum hátíðar-höldum að það hefur einhvern veginn komist svona í vanaað vera frekar rólegur á afmælisdaginn fyrir utan það að
elda góðan mat og vera með fjölskyldunni,“ segir Sigmar Vilhjálms-
son, fjölmiðlamaður og annar eigenda Hamborgarafabrikkunnar,
aðspurður hvort hann hyggist gera eitthvað sérstakt í tilefni dags-
ins en hann fagnar 36 ára afmæli sínu í dag.
Sigmar bendir á að hann eigi það sameiginlegt með Jóni Gnarr
borgarstjóra, sem átti afmæli í gær, að afmælisdag hans ber upp á
svokallaðan vörutalningardag. „Ég held meira að segja að konan
mín ætli að byrja afmælisdaginn minn á að vörutelja í búðinni sinni,“
segir Sigmar léttur í bragði og bætir við: „Ég á von á sennilega ein-
hvers konar gjöfum sem fást á bensínstöðvum eða í matvöruversl-
unum. Annars hefur konan verið mjög dugleg í að tryggja ekki þær
endurminningar mínar frá barnaskóla.“
Þá segir Sigmar að góður matur sé nauðsynlegur þegar kemur að
því að halda upp á afmæli. „Ég held að það fari þannig að við eldum
einhvern góðan mat á morgun,“ segir Sigmar og bætir við að hann
muni sjálfur sjá um eldamennskuna að þessu sinni. Aðspurður hvort
hann ætli ekki með fjölskylduna á Hamborgarafabrikkuna segist
hann náttúrlega ætla að fá sér afmælisís og óskalag en bendir á að
hann geri það frekar í hádeginu. skulih@mbl.is
Sigmar Vilhjálmsson er 36 ára
Morgunblaðið/Golli
Kátur Sigmar Vilhjálmsson ásamt eiginkonu sinni Bryndísi Björgu
Einarsdóttur við frumsýningu leikritsins Á sama tíma að ári.
Konan byrjar dag-
inn á vörutalningu
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Akureyri Valur Darri fæddist 16. mars
kl. 9.09. Hann vó 3.300 g og var 51 cm
langur. Foreldrar hans eru Lena Rut
Birgisdóttir og Ásgrímur Örn Hall-
grímsson.
Nýir borgarar
Akureyri Sigursteinn Gísli fæddist
30. mars kl. 16.49. Hann vó 4.325 g og
var 57 cm langur. Foreldrar hans eru
Erla Björk Jónsdóttir og Kristófer Örn
Sigurðarson.
H
öskuldur fæddist í
Reykjavík 3.1. 1953
og ólst þar upp við
Sölvhólsgötuna í
Skuggahverfinu.
Hann var í Miðbæjarskólanum,
Álftamýrarskóla, Gagnfræðaskóla
Austurbæjar og Verknámsskól-
anum í Ármúla og lauk prófi sem
símsmiður hjá Pósti og síma við
jarðsímadeild. Höskuldur starfaði
hjá Pósti og síma, Landssímanum
við jarðsímatengingar og fleira um
árabil.
Höskuldur starfaði hjá Slökkviliði
Reykjavíkur 1974-’85 en hóf þá
störf hjá Slysavarnafélagi Íslands
við að koma Slysavarnaskóla sjó-
manna á laggirnar. Það var gert eft-
ir tugi funda með sjómönnum um
allt land að frumkvæði þingmanna-
nefndar. Höskuldur var leiðbeinandi
hjá Slysavarnaskólanum til 1992
með slökkvistörf í skipum og
sjúkraþátt sem sérsvið. Í því starfi
ferðaðist hann til allra verstöðva á
landinu, ýmist akandi og síðar á
Höskuldur H. Einarsson, deildarstjóri hjá SHS - 60 ára
Fjölskyldan Höskuldur, ásamt eiginkonu sinni, Sigríði Ragnheiði, og börnunum, Sigfúsi Ómari, Hlyni og Helgu.
Ætíð viðbúnir því versta
Í fullum skrúða Höskuldur ásamt samstarfsmanni á einni af ótal reykköfunaræfingum
sem hann hefur skipulagt og staðið fyrir í gegnum árin.
„Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið
göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal
annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða
öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Þar sem að gervihnattabúnaðurinn fæst
ALVÖRU
MÓTTAKARAR
MEÐ LINUX
ÍSLENSK VALMYND
Auðbrekku 3 ~ 200 Kópavogur ~ Sími: 564 1660 ~ oreind.is