Morgunblaðið - 03.01.2013, Side 47
MENNING 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2013
Ásamt Messíasi Händels(1741) er JólaóratóraBachs frá 1734 meðfremstu og vinsælustu
kirkjukórverkum allra tíma. Hún
var því tilvalin á þrítugasta afmæl-
isári Mótettukórsins, er stjórnandi
hans frá upphafi, Hörður Áskelsson,
stofnaði 1982. Meistaraverk fimmta
guðspjallamannsins í Leipzig er
jafnframt vægðarlaus gæða-
mælikvarði, auk þess sem heil sjö ár
voru liðin frá síðasta flutningi kórs-
ins 2005 og því kominn tími til upp-
rifjunar.
Segja má að óratórían hafi lengi
lifað með kórnum, eða allt frá 1995-
96 og síðan 2002, 2004 og 2005 skv.
upplýsingum tónleikaskrár. Á því
tímabili hefur kórinn í vaxandi mæli
hlýtt kalli tímans um svokallaðan
upprunalegan flutningsmáta; und-
angengin tvö skiptin í samstarfi við
Barokksveitina í Haag.
Hið markverðasta við þetta tæki-
færi voru þó vistaskiptin frá Hall-
grímskirkju í Eldborgarsal Hörpu.
Hvað hljómburð varðar eru þar
óneitanlega himinn og haf á milli
eins og menn vita, og því ekki laust
við að nýjar og gjörólíkar aðstæður
hafi vakið forvitni hlustenda í þétt-
ingsfullum salnum s.l. laugardag.
Og ekki nema von. Upphafleg bar-
okktréblásturshljóðfæri (einkum
flauturnar) eru kraftminni en nú
gerast, og aðeins 15 manna girni-
strengjasveit gat sömuleiðis varla
fyllt 1800 sæta sal í líkingu við stál-
strengdan nútíma strokhóp. Ef
marka má fregn um að reynt hafi
verið að sérstilla Eldborgarheyrðina
fyrir þessa í raun kammerkenndu
áhöfn (trúlega einkum til að auka
enduróm), hefur jafnvægisvandinn
verið engu síðra áhyggjuefni að-
standenda.
En hvernig tókst þá til? Að minni
vitund ekki alveg nógu vel. Þótt
nokkuð bætti úr skák að láta spil-
endur fylgiradda [„obbligati“]
stundum standa upp svo að hinir
framar sitjandi skyggðu ekki á
hljóminn (heyrt utan af miðju gólfi
fyrra kvöldið), þá virtist salurinn
einfaldlega allt of stór fyrir þetta
litla sveit. Spurning er því hvort
Norðurljósin hefðu e.t.v. hentað bet-
ur.
Þar að auki var 60 manna kór
hlutfallslega of fjölmennur; einkum
fyrir veikróma strengina. Reyndar
var hann margfalt umfram söngv-
arakrafta Bachs á sínum tíma, jafn-
vel miðað við aldrei uppfylltan óska-
lista kantorsins gagnvart „göfugri
og viturri“ stjórn Leipzigborgar.
Einnig virtust karlaraddir í fyrstu
ívið of fáar, en það misvægi lagaðist
hins vegar talsvert seinna kvöldið þá
hlustað var ofan af neðstu svölum.
Að heyrðaratriðum loknum, er
sýndu glögglega hversu mikið er
enn ólært um sérkenni Eldborgar,
þá var flutningurinn oftast til mik-
illar ánægju, enda þótt eiginleikar
upprunatúlkunar skæru sig nú skýr-
ar úr en áður mátti heyra í Hall-
grímskirkju. Þrátt fyrir smávegis
máttleysi í bassa og tenór var kórinn
skínandi tær og lipur, og hljóm-
sveitin almennt hreinasta eyrna-
yndi. Ekki sízt glansmikill tromp-
etablásturinn og (því miður
örsjaldan í boði) málmhöfgur vald-
hornsleikurinn er beintengdi 280 ár
aftur í tíma.
Fylgileikur sólófiðlu barst þó
furðuilla á neðsta tónsviði, og það
átti einnig við annars fallegan ein-
söng sóprans og tenórs, þar sem
hæst bar sópranekkóaríuna Flößt
mein Heiland (með þrjá kórsóprana
í bergmálshlutverki af efstu svölum)
og kólóratúrkverkabrjót tenórs, Ich
will nur dir zu ehren. Einsöngsbass-
inn var almennt jafnari, og kontra-
tenór Daniels Cabena var engu
minna en framúrskarandi í altrull-
unni.
Af er sem áður var þegar bar-
okkið mótaðist af rómantík 19. aldar.
En það fer óðum að venjast. Sumir
af eldri kynslóð kynnu e.t.v. að
sakna aðeins meiri krafts og sveiflu
en hér gat að heilsa. Í staðinn fengu
menn að heyra mun „intímari“ með-
ferð; oftast þó í sannfærandi hraða-
vali og músíkalskri nálgun er örvaði
marghliða upplifun á ástkæru og
ódauðlegu meistaraverki.
Ljósmynd/Brynjar Gunnarsson
Mótettukórinn „Þar að auki var 60 manna kór hlutfallslega of fjölmennur;
einkum fyrir veikróma strengina,“ segir m.a. í gagnrýni.
Jólaóratóría í kammermynd
Eldborg í Hörpu
Óratóríutónleikarbbbmn
J. S. Bach: Jólaóratóría. Herdís Anna
Jónasdóttir S, Daniel Cabena KT, Bene-
dikt Kristjánsson T og Stephan Mac-
Leod B. Alþjóðlega barokksveitin í Haag
ásamt Mótettukór Hallgrímskirkju.
Stjórnandi: Hörður Áskelsson. Laug-
ardaginn 29. desember (kantötur nr. I-
IV) og sunnudaginn 30.12. (nr. I-II & V-
VI) kl. 17.
RÍKARÐUR Ö.
PÁLSSON
TÓNLIST
Nú geta allir fengið
iPad-áskrift
Skráðu þig í iPad-áskrift á
www.mbl.is/mogginn/ipad/Dalvegi 4 - 201 Kópavogur
Hamraborg 14 - 200 Kópavogur
Opnunartími: Mánudaga til föstudaga frá 6:00 til 18:00
laugardaga frá 6:00 til 17:00
sunnudaga frá 7:00 til 17:00
Repjubrauð
Hollustubrauð sem inniheldur
m.a. íslenska repjuolíu, repjuhrat
sem og íslenskt bygg - enginn sykur
Ríkt af Omega 3
Góð brauð – betri heilsa
Hverfisgötu 19 551 1200 leikhusid.is midasala@leikhusid.is
VIÐ SÝNUM TILFINNINGAR
Dýrin í Hálsaskógi (Stóra sviðið)
Lau 5/1 kl. 13:00 Aukas. Sun 13/1 kl. 13:00 35.sýn Sun 27/1 kl. 13:00 39.sýn
Lau 5/1 kl. 16:00 Aukas. Sun 13/1 kl. 16:00 36.sýn Sun 27/1 kl. 16:00 40.sýn
Sun 6/1 kl. 13:00 33.sýn Sun 20/1 kl. 13:00 37.sýn
Sun 6/1 kl. 16:00 34.sýn Sun 20/1 kl. 16:00 38.sýn
Sýningar í janúar komnar í sölu!
Macbeth (Stóra sviðið)
Fim 3/1 kl. 19:30 4.sýn Fös 11/1 kl. 19:30 7.sýn Fim 24/1 kl. 19:30 10.sýn
Fös 4/1 kl. 19:30 5.sýn Mið 16/1 kl. 19:30 Aukas. Fös 25/1 kl. 19:30 11.sýn
Mið 9/1 kl. 19:30 Aukas. Fim 17/1 kl. 19:30 8.sýn
Fim 10/1 kl. 19:30 6.sýn Fös 18/1 kl. 19:30 9.sýn
Aðeins sýnt út janúar!
Jónsmessunótt (Kassinn)
Lau 12/1 kl. 19:30 25.sýn Lau 19/1 kl. 19:30 27.sýn
Sun 13/1 kl. 19:30 26.sýn Sun 20/1 kl. 19:30
Meinfyndið nýtt íslenskt verk, svört kómedía beint úr íslenskum samtíma.
Karíus og Baktus (Kúlan)
Lau 5/1 kl. 13:30 5.sýn Sun 6/1 kl. 15:00 8.sýn Lau 12/1 kl. 16:30 Aukas.
Lau 5/1 kl. 15:00 6.sýn Sun 6/1 kl. 16:30 Aukas. Sun 13/1 kl. 13:30 11.sýn
Lau 5/1 kl. 16:30 Frums. Lau 12/1 kl. 13:30 9.sýn Sun 13/1 kl. 15:00 12.sýn
Sun 6/1 kl. 13:30 7.sýn Lau 12/1 kl. 15:00 10.sýn Sun 13/1 kl. 16:30 Aukas.
Frábært leikrit sem á erindi við alla krakka!
Með fulla vasa af grjóti (Stóra sviðið )
Fim 31/1 kl. 20:30 19.sýn Fös 8/2 kl. 20:30 21.sýn
Sun 3/2 kl. 20:30 20.sýn Sun 10/2 kl. 20:30
Nýtt sýningatímabil hefst eftir áramót - miðasala í fullum gangi!
Já elskan (Kassinn)
Lau 5/1 kl. 20:00 3.sýn Mið 9/1 kl. 20:00 5.sýn
Sun 6/1 kl. 20:00 4.sýn Fim 10/1 kl. 20:00 6.sýn
Nýtt íslenskt dansverk um margbreytileg mynstur fjölskyldna.
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
Mýs og Menn (Stóra svið)
Fös 4/1 kl. 20:00 2.k Fim 17/1 kl. 20:00 8.k Fim 31/1 kl. 20:00 13.k.
Sun 6/1 kl. 20:00 3.k Fös 18/1 kl. 20:00 aukas Fös 1/2 kl. 20:00 14.k
Mið 9/1 kl. 20:00 4.k Lau 19/1 kl. 20:00 9.k Fös 8/2 kl. 20:00
Fim 10/1 kl. 20:00 aukas Sun 20/1 kl. 20:00 10.k Lau 9/2 kl. 20:00
Fös 11/1 kl. 20:00 5.k Fim 24/1 kl. 20:00 11.k Lau 16/2 kl. 20:00
Lau 12/1 kl. 20:00 aukas Fös 25/1 kl. 20:00 aukas Sun 17/2 kl. 20:00
Sun 13/1 kl. 20:00 6.k Lau 26/1 kl. 20:00 aukas Mið 27/2 kl. 20:00
Mið 16/1 kl. 20:00 7.k Sun 27/1 kl. 20:00 12.k
Jólasýningin 2012. Saga um gildi manneskjunnar, drauma hennar og þrár
Á sama tíma að ári (Stóra sviðið)
Lau 5/1 kl. 20:00 lokas
Hjartnæmur og bráðfyndinn gamanleikur. Síðustu sýningar
Gulleyjan (Stóra sviðið)
Sun 6/1 kl. 14:00 Sun 13/1 kl. 14:00 Sun 20/1 kl. 14:00
Ævintýralegasta fjársjóðsleit allra tíma. Aukasýningar í janúar!
Gullregn (Nýja sviðið í desember og janúar. Stóra sviðið í febrúar)
Fim 3/1 kl. 20:00 Fim 17/1 kl. 20:00 Fös 25/1 kl. 20:00
Fös 4/1 kl. 20:00 Fös 18/1 kl. 20:00 Lau 26/1 kl. 20:00
Lau 12/1 kl. 20:00 Lau 19/1 kl. 20:00 Lau 2/2 kl. 20:00
Sun 13/1 kl. 20:00 Mið 23/1 kl. 20:00
Mið 16/1 kl. 20:00 Fim 24/1 kl. 20:00
Mannlegt verk um íslenskt fólk og útlenskt tré
Saga Þjóðar (Litla sviðið)
Fös 4/1 kl. 20:00 Fös 18/1 kl. 20:00 Sun 27/1 kl. 20:00
Fös 11/1 kl. 20:00 Lau 19/1 kl. 20:00
Lau 12/1 kl. 20:00 Lau 26/1 kl. 20:00
Íslandssagan á hundavaði í tónsjónleik með Hundi í óskilum.
Jesús litli (Litla svið)
Lau 5/1 kl. 20:00 Sun 6/1 kl. 20:00
Mannbætandi upplifun! Grímusýning ársins 2010
Stundarbrot (Nýja sviðið)
Fim 10/1 kl. 20:00 frums Þri 15/1 kl. 20:00 3.k Þri 22/1 kl. 20:00
Fös 11/1 kl. 20:00 2.k Sun 20/1 kl. 20:00 4.k
Framsækið sjónarspil á mörkum vísinda, leikhúss og dans
Skoppa og Skrítla í leikhúsinu (Litla sviðið)
Lau 12/1 kl. 13:00 1.k Sun 13/1 kl. 13:00 3.k Lau 19/1 kl. 13:00 5.k
Sun 13/1 kl. 11:00 2.k Lau 19/1 kl. 11:00 4.k
Leikhús með söng og dansi fyrir börn frá níu mánaða aldri
Gullregn –HHHH–SGV, Mbl