Morgunblaðið - 09.01.2013, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.01.2013, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2013 Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Stjörnuáhugamaðurinn Snævarr Guðmundsson varð nýlega fyrsti Ís- lendingurinn til þess að gera athug- anir á fjarreikistjörnum, reikistjörn- um utan sólkerfis okkar, þegar hann kannaði þvergöngu þriggja reiki- stjarna fyrir sólstjörnur sínar. Snæv- arr hefur sent athuganir sínar í al- þjóðlegan gagnabanka um rannsóknir á fjarreikistjörnum þar sem þær hafa þegar verið sam- þykktar. Slíkar mælingar eru gríðarlegt ná- kvæmnisverk en þær miða að því að nema breytingu á ljósstyrk frá fjar- lægum sólstjörnum þegar reiki- stjörnur sem vitað er að ferðast á braut um þær ganga þvert fyrir þær séð frá jörðu. „Ég hef stundum sagt fólki að birtubreytingin sé svipuð og ef mæld- ur væri ljósstyrkur frá götulukt í Keflavík, séð frá Reykjavík og svo flygi fluga fyrir ljósið. Ljósdeyfingin er svipuð,“ segir Snævarr. Áhugamennirnir mikilvægir Fyrstu fjarreikistjörnurnar fund- ust árið 1992 en nú eru meira en 800 reikistjörnur utan sólkerfis okkar þekktar. Vitað er til að um 300 þeirra gangi tímabundið í þvergöngu fyrir móðurstjörnu sína, frá jörðu séð. Snævarr er nú orðinn einn þeirra áhugamanna um allan heim sem leggja sitt af mörkum við athuganir á fjarreikistjörnum. „Fyrsta skrefið er þegar stórar at- hugunarstöðvar tilkynna að þær hafi fundið nýja reikistjörnu og spá fyrir um þvergöngu hennar. Þá er næsta skref að fylgjast stöðugt með þeim. Út frá þvergöngunum má athuga hver brautarhraði reikistjörnunnar er og hvort fleiri reikistjörnur séu í kerfinu. Þær upplýsingar koma ekki fram fyrr en eftir tugi eða hundruð athugana. Þess vegna geta stjörnu- áhugamenn lagt vísindunum lið því stóru athugunarstöðvarnar hafa ekki tíma til að fylgjast með öllum þver- göngunum,“ segir Snævarr. Hann hefur komið sér upp eigin að- stöðu til að gera athuganir hér á Ís- landi. Mælingarnar á þvergöngunum fóru þannig fram að hann tók fjölda mynda af stjörnunum í gegnum sjón- auka á meðan þær áttu sér stað, fyrir og eftir. Því næst bar hann mældan styrk ljóssins frá stjörnunum saman við ljósstyrk nálægra stjarna á mynd- unum til þess að greina mismuninn á birtunni þegar reikistjörnurnar gengu fyrir þær. Gasrisar á fleygiferð Reikistjörnurnar sem Snævarr fylgdist með nefnast XO-2b, WASP 33 og HAT-P-10/WASP 11. Þær eru í 400-500 ljósára fjarlægð frá jörðinni. Þær eru gasrisar, líkt og reikistjarn- an Júpíter í okkar sólkerfi. WASP-11 er sú minnsta þeirra en hún hefur um helminginn af massa Júpíters. XO-2b er á stærð við Júpíter en WASP 33 er talin hafa fjórum sinnum meiri massa en þessi stærsta reikistjarna sólkerfis okkar. Júpíter silast í kringum sólina á tæpum tólf árum en þessar tvær reikistjörnur þeytast um sínar sól- stjörnur á 1-4 dögum. „Maður getur rétt ímyndað sér þær hrikalegu ham- farir sem hljóta að eiga sér stað þarna,“ segir Snævarr. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann reynir að gera athuganir á þver- göngu fjarreikistjarna. Fyrst reyndi hann það árið 2005 og aftur nokkrum árum síðar en án árangurs. Snævarr hefur verið stjörnuáhugamaður allt frá árinu 1988 þegar hann var í fjall- göngu hátt í Ölpunum. „Ég var úti að nóttu til og himinn- inn var svo stórfenglegur að ég varð hugfanginn á svipstundu. Af næt- urhimninum þöktum þúsundum stjarna, vetrarbrautinni; og auk þess féll fjöldi loftsteina þá um nóttina, ótrúlegt sjónarspil. Þá komst maður að því hvað maður vissi lítið og hve margt mann langaði til að vita,“ segir hann. Stjörnukíkir Snævarr við sjónaukann sem hann notaði við athuganirnar. Fyrstu athuganirnar á fjarreikistjörnum  Íslendingur fylgdist með þvergöngu í öðrum sólkerfum Stjörnur Kortið sýnir hvar reikistjörnurnar þrjár eru innan stjörnumerkjanna. Steingrímur J. Sigfússon, atvinnu- vega- og nýsköpunarráðherra, sagði í Speglinum í Ríkisútvarpinu í fyrradag að þrátt fyrir sérleyfi til rannsókna og vinnslu kolvetnis á Drekasvæðinu væri ekki í hendi að leyfi fyrir frekari vinnslu og bor- unum fengist. Guðni A. Jóhannesson, orku- málastjóri, sagði í samtali við mbl.is að ef fyrirtækin uppfylltu öll skil- yrði varðandi umhverfis- og örygg- ismál ætti ekkert að koma í veg fyr- ir borunarleyfi, svo framarlega sem olía fyndist. „Þetta er leitar- og rannsókn- arþáttur með öllum fyrirvörum af okkar hálfu varðandi umhverfis- og öryggismálin á þessu svæði. Þetta jafngildir ekki ákvörðun um að leyfa boranir eða vinnslu þarna,“ sagði Steingrímur í Speglinum. Taldi hann að ef olía fyndist þyrfti að taka ákvörðun um það í framtíð- inni hvort leyfa ætti boranirnar og það væri miklu stærri ákvörðun en rannsóknarleyfin. Hvert og eitt skref færi í umhverfismat og ákvörðunin lægi langt inni í fram- tíðinni. Guðni segir að miklir fyr- irvarar séu gerðir svo vinnsla verði leyfð. Þar á meðal að öll skilyrði séu uppfyllt. „Það er ekki búið að leyfa áframhaldandi boranir á svæðinu fyrr en sýnt hefur verið fram á að umhverfismálin séu í lagi. Um það eru miklir fyrirvarar í leyf- unum.“ thorsteinn@mbl.is Leyfi til borana ekki í hendi  Ólík sýn atvinnuvegaráðherra og orkumálastjóra á leyfi til olíuborunar Morgunblaðið/Styrmir Kári Drekasvæði Gefin hafa verið út sérleyfi til rannsókna og vinnslu. Raforku-, sam- göngu- og fjar- skiptaöryggi Vestfirðinga í ljósi óveðursins um áramótin verður rætt í um- hverfis- og sam- göngunefnd Al- þingis í dag. Yfirmenn Vega- gerðarinnar, Landsnets, Orkubús Vestfjarða, fjarskiptaráðs og almannavarna mæta á fundinn, að sögn Ólínu Þor- varðardóttur, starfandi formanns nefndarinnar. Afleiðingar óveðurs- ins á Vestfjörðum ræddar í þingnefnd Ólína Þorvarðardóttir „Biðlistinn í desember hefur aldrei verið lengri, miðað við síðustu ár. Þetta bendir til þess að okkar fólk hefur heldur átt á brattann að sækja yfir hátíðirnar,“ segir Þórarinn Tyrf- ingsson yfirlæknir á sjúkrahúsinu Vogi. Hann segir fleiri hafa sótt um að komast í meðferð eftir hrun, eða frá 2009-2012. „Það var meira álag hjá okkur í vor 2012 sem lýsir sér í því að fleiri voru á biðlista eftir að komast í afeitrun og upphaf meðferðar,“ segir Þórarinn. Í upphafi árs leita margir sér lækninga á Vogi. „Áramóta- hnykkurinn kom nú strax um ára- mótin. Nýja árið hófst með álagi. Meðferðarstaðirnir eru fullir,“ segir Þórarinn. Umfang starfsins var meira árið 2012 en árin á undan sem lýsir sér í því að tekið var á móti fleiri sjúkling- um á Vog en verið hefur. Þórarinn segir það ekki skýra lengri biðlista eftir meðferð, að dregið hafi verið úr þjónustunni. „Það kann að vera að einhverjar aðrar stofnanir hafi dregið úr þjón- ustunni við þennan hóp. Maður heyr- ir að það er löng bið á öðrum sjúkra- stofnunum. Önnur ástæða, sem er vel þekkt í vestrænum þjóðfélögum, er að við erum að verða eldri, sjúk- lingar lifa lengur og eru veikari,“ segir Þórarinn. Reiknað er með að ný skýrsla SÁÁ um áfengis- og vímuefnaneyslu verði birt í febrúar. thorunn@mbl.is Metfjöldi í meðferð um jól  Fleiri á biðlista í desember eftir að komast í meðferð á Vogi  Meðferðarstað- irnir fullir á nýju ári  Tekið á móti fleiri sjúklingum 2012 en undanfarin ár Meðferð á Vogi » Aldrei fleiri sjúklingar í með- ferð í desember á Vogi en á ný- liðnu ári. » Vestræn þjóðfélög eru að eldast. Sjúklingar lifa lengur og eru veikari. Gæti verið hluti skýringarinnar. –– Meira fyrir lesendur SÉRBLAÐ : Katrín Theódórsdóttir Sími 569 1105 kata@mbl.is NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 12, mánudaginn 21. janúar. Þetta sérblað verður með ýmislegt sem tengist þorranum s.s: Matur, menning, hefðir, söngur, bjór, sögur og viðtöl. Þann 25. janúar gefur Morgunblaðið út sérblað tileinkað Þorranum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.