Morgunblaðið - 09.01.2013, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2013
ÞRÍR FRAKKAR Baldursgötu 14, Reykjavík - Sími: 552 3939
Opið virka daga 11:30 - 14:30 og 18:00 - 22:00
Opið um helgar frá 18:00 - 23:00
frakkar@islandia.is - www.3frakkar.com
Í gamla bænum - rétt við hjarta miðborgarinnar
Þrír Frakkar
Café & Restaurant
Hádegistilboð
Súpa, nýbakað brauð og grillsteiktur Lax
með sesamristuðu grænmeti og jógúrtsósu
Kr. 1.950
Brautarholti 10-14 / 105 Reykjavík / 575 2700 / pixel@pixel.is / www.pixel.is
Við prentum alla regnbogans liti.
Við bjóðum upp á alla almenna prentun,
ráðgjöf, skönnun, umbrot, bókband
og umsjón með prentgripum.
Pixel er alhliða prentþjónusta með
starfsstöðvar í Reykjavík og á Ísafirði.
Pixel þýðir myndeining - sem er minnsta eining úr mynd.
Orðið pixel er byggt á samblöndu úr orðunum
pix (pictures) og el (element)
Nafnspjöld, bréfsefni
og umslög!
Erlent
Afgönsk börn í fótbolta á snævi þöktum velli í höfuð-
borginni Kabúl í gær. Landsmenn hafa fengið milljarða
dollara í efnahagsaðstoð frá útlöndum eftir að stjórn
talibana hrundi 2001. En samt er neyðin mikil enda
hafa þessir peningar að verulegu leyti runnið í vasa
spilltra embættismanna og stríðsherra.
AFP
Völlurinn svolítið erfiður
Vetrarfótboltinn á fullu í Afganistan
Pakistanskir hermenn felldu tvo ind-
verska í gær í grennd við landamær-
in í Kasmír og var lík annars Ind-
verjans illa leikið, að sögn talsmanna
indverska hersins. Sögðu þeir átök
hafa byrjað þegar vart varð við pak-
istanska hermenn á indversku landi.
Fulltrúi pakistanska hersins í Isl-
amabad vísaði frásögn Indverja á
bug í gær. Sl. sunnudag sögðu Pak-
istanar að indverskir hermenn hefðu
ráðist á landamærastöð Pakistana
og fellt einn hermann en sært annan.
Sendu þeir indverskum stjórnvöld-
um kvörtun og sögðu að um tilefn-
islausa árás hefði verið að ræða. En
Indverjar fullyrtu að þeir hefðu að-
eins verið að hefna fyrir árás sem
Pakistanar hefðu gert með
sprengjuvörpu á þorp á indversku
svæði.
Kasmír er við rætur Himalaja-
fjalla, það er að mestu í höndum Ind-
verja en Pakistanar ráða yfir hluta
þess og Kínverjar enn öðrum hluta.
Meirihluti íbúanna er íslamstrúar.
Indland og Pakistan hafa deilt um
yfirráðin í Kasmír frá því að ríkin tvö
voru stofnuð eftir að Bretar yfirgáfu
svæðið 1947 og veittu þjóðunum
sjálfstæði. Vopnahlé hefur verið á
svæðinu frá 2003 en það er oft rofið.
kjon@mbl.is
Skærur á
landamærum
Indverskir og
pakistanskir her-
menn falla í Kasmír
AFP
Spenna Indverskir hermenn á
varðbergi við landamærin í Kasmír.
Tvö kjarnorkuveldi
» Bæði Indverjar og Pakist-
anar ráða yfir kjarnorkuvopn-
um og því mikið í húfi að ekki
komi til styrjaldar.
» Þau hafa þrisvar háð stríð
sín í milli eftir sjálfstæðistök-
una fyrir liðlega sex áratugum.
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Kínverskir embættismenn reyna
stöðugt að ritskoða fjölmiðla og beita
einnig ýmsum aðferðum til að hindra
tjáningarfrelsið á samskiptamiðlum
netsins. Óánægjan með þessi af-
skipti fer nú vaxandi. Tugir manna
efndu í gær að sögn AFP til mót-
mæla við skrifstofu Vikurits suðurs-
ins í Guangzhou, annan daginn í röð.
Nýlega var grein þess um mannrétt-
indi fjarlægð og í staðinn birt lof-
gjörð um kommúnistaflokkinn.
Blaðamennirnir sendu frá sér opið
bréf þar sem þeir heimtuðu að emb-
ættismaður sem þeir kenndu um rit-
skoðunina segði af sér.
„Stjórnvöld nota sér fjölmiðla í
eigin þágu,“ sagði 24 ára gamall
karlmaður, Leung, í Guangzhou. „Ef
við stígum ekki fram núna til að
styðja þetta blað og hvetja til aukins
frelsis verður sífellt minna rými fyrir
það í samfélaginu.“
Lögreglan lét gönguna í gær af-
skiptalausa. Þegar aðrir voru farnir
stóð kona eftir við húsið. Hún hélt á
hvítri rós í annarri hendinni en
myndaði með hinni sigurmerkið, V.
Verkföll af ýmsu tagi eru tíð í Kína
en þau snúast nær alltaf um kröfur
um bætt kjör eða gagnrýni á spillta
og ósvífna embættismenn. Afar
sjaldgæft er að haldið sé á lofti al-
mennum kröfum um ákveðin mann-
réttindi. En fjöldi þekktra bloggara
hefur nú tekið undir kröfurnar um
ritfrelsi. Athyglisvert er að blöð
stjórnvalda eru ósammála. Flokks-
málgagnið Dagblað alþýðunnar
hvetur til þess að ritskoðun verði
beitt af meiri mildi, önnur segja enga
þörf á breyttri stefnu.
Kínverskir fjölmiðlar deila
um ritskoðun stjórnvalda
Blaðamenn krefjast afsagnar embættismanns í Guangzhou