Morgunblaðið - 09.01.2013, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.01.2013, Blaðsíða 23
Af einhverjum ástæð- um ákvað Jóhanna Sig- urðardóttir að nýta síð- ustu áramót sín sem forsætisráðherra til þess að segja ósatt og reyna að veiða kjósendur í vef blekkinga og hálfsann- leika. Eftir að hafa setið í 35 ár á Alþingi og þar af í nær 13 ár sem ráð- herra, virðist Jóhanna Sigurðardóttir hafa mikla þörf fyrir að endurrita söguna. Hún sé óflekkuð og syndlaus líkt og nafna hennar af Örk – bjargvættur fyrirtækja og heimila, sem forðaði þjóð frá gjaldþroti. Samkvæmt söguskoðun Jóhönnu hrundi fjármálakerfið á „vakt sjálf- stæðismanna“ þótt bankamálaráð- herrann væri úr Samfylkingunni og formaður Fjármálaeftirlitsins fyrr- verandi ráðherra og flokksfélagi hennar. Söguskoðun Jóhönnu leyfir að talað sé um halla á ríkissjóði á „síð- asta heila ári Sjálfstæðisflokksins við völd“ án þess að minnast einu orði á að annar flokkur sat einnig í ríkisstjórn og að hin óflekkaða og syndlausa sat við ríkisstjórnarborðið og í ráðherra- nefnd um ríkisfjármál. Við endurritun sögunnar verður fyrrverandi félags- málaráðherra (og ábyrgðarmaður jafnréttismála) að hafa uppi stór orð um að þegar „Sjálfstæðisflokkurinn fór frá völdum hafði ójöfnuður og stéttaskipting í samfélaginu aukist til muna enda gekk þeirra pólitíska stefna út á það leynt og ljóst“. Með hreinum ólíkindum Hægt er að hafa nokkra samúð og jafnvel skilning á þörf Jóhönnu til að draga upp aðra og fegurri mynd af pólitískri fortíð sinni en heimildir sýna. Það er mannlegt, en stað- reyndum verður ekki breytt. Í áramótaávarpi sínu var Jóhanna stolt yfir störfum ríkisstjórnar sinnar síðustu fjögur ár: „Nú, fjórum árum síðar, hillir undir sjálfbæran ríkisrekstur, lok ein- hverrar umfangsmestu skuldaaðlög- unar heimila og fyrirtækja sem sögur fara af og stöðugur hag- vöxtur hefur mælst í rúm tvö ár.“ Það er með hreinum ólíkindum að forsætis- ráðherra skuli halda því fram að ríkisreksturinn sé að verða sjálfbær. Vonandi trúir ráð- herrann þessu ekki sjálfur, þegar ljóst er að vandanum er ýtt á und- an sér. Hundraða millj- arða lífeyrisskuldbind- ingar ríkisins, sem fara hækkandi, standa utan efnahags. Ríkisstjórnin neitar að horf- ast í augu við að á komandi árum verð- ur ríkið að leggja tugi milljarða í Íbúðalánasjóð, heilbrigðiskerfið er rekið áfram með límböndum og ótrú- legum dugnaði starfsmanna og öryggi borgaranna er ógnað vegna niður- skurðar í löggæslu, sem er þó eitt grunnhlutverka ríkisins. Það er mikil kokhreysti af forsætis- ráðherra, sem á þremur árum (frá mars 2010 til október 2012) jók skuld- ir ríkissjóðs um 400 milljarða króna, að halda því fram að ríkisreksturinn sé að verða sjálfbær. Slík staðhæfing stenst ekki. Sjálfbærni felst ekki í því að velta vandanum á undan sér og gefa út víxla á komandi kynslóðir. Hvaðan koma upplýsingarnar? Hróðugur staðhæfði forsætisráð- herra að skuldir heimila og fyrirtækja hefðu „lækkað sem nemur um tvö- faldri landsframleiðslu á einungis þremur árum“. Hér skal það látið liggja á milli hluta að Jóhanna Sigurð- ardóttir gefi í skyn að það sem hún kallar „umfangsmestu skuldaaðlög- un“ sem sögur fari af, sé vegna að- gerða ríkisstjórnar hennar. En um hvað er ráðherrann að tala? Hafa skuldir fyrirtækja og heimila verið lækkaðar um 3.200 milljarða króna? Hvaðan koma þessar upplýsingar? Ekki er forsætisráðherra að vísa til þess þegar erlendir lánardrottnar þurftu að afskrifa þúsundir milljarða við fall íslensku bankanna í október 2008. Því verður ekki trúað. Skuldir heimilanna hafa lækkað um 200 milljarða á síðustu árum. Nær 75% af þeirri lækkun eru vegna nið- urfærslu erlendra fasteigna- og bíla- lána sem voru ólögleg samkvæmt nið- urstöðu dómstóla. Lækkun skulda heimilanna hafði því lítið með aðgerðir eða stefnu ríkisstjórnarinnar að gera. Fjármálastofnanir hafa einnig þurft að leiðrétta og afskrifa lán til fyr- irtækja. Ekki liggja fyrir nákvæmar upplýsingar um hversu háar fjárhæð- irnar eru en samkvæmt því sem næst verður komist má ætla að lán til starf- andi fyrirtækja – fyrirtækja sem eru á lífi og eru ekki innantómar skeljar – hafi lækkað um nær eitt þúsund millj- arða frá hruni fjármálakerfisins. Þetta eru gríðarlegir fjármunir en langt í frá að nema tvöfaldri landsfram- leiðslu. Og aftur hefur lækkun skulda lítið með aðgerðir ríkisstjórnar Jó- hönnu að gera. Látum aðra skrifa söguna Jóhanna Sigurðardóttir benti rétti- lega á að „hagvöxtur hefur mælst í rúm tvö ár“. Hvernig má annað vera eftir það mikla áfall sem íslenska hag- kerfið varð fyrir haustið 2008? Það hefði verið sérstakt hagfræðilegt „af- rek“ að koma í veg fyrir vöxt efna- hagslífsins. Vandinn er sá að hagvöxt- urinn er langt frá því sem sérfræðingar, þar á meðal hjá Al- þjóðagjaldeyrissjóðnum, töldu raun- hæft að ná. Efnahagur Íslendinga er um 100 milljörðum minni en skyn- samar áætlanir gerðu ráð fyrir. Saga stjórnmálamannsins Jóhönnu Sigurðardóttur er í mörgu merkileg og hluti af sögu lítillar þjóðar. Þá sögu verður að skrifa án þess að blása ryki í augu landsmanna eða villa fyrir þeim. Því fer best á því að aðrir en sú, sem Jón Baldin lýsti af kaldhæðni sem „heilagri“ og hverrar „tár“ Davíð Oddsson þurfti að „þerra“, taki að sér ritun sögunnar. Eftir Óla Björn Kárason » Sjálfbærni felst ekki í því að velta vand- anum á undan sér og gefa út víxla á komandi kynslóðir. Óli Björn Kárason Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Af hverju segir forsætisráðherra ósatt? 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2013 Bjartasta vonin Vísindin efla alla dáð, Háskóli Íslands hefur staðið vörð um framhaldsmenntun í yfir 100 ár og ekkert lát er á uppbyggingu og framkvæmdum á háskólalóðinni. Golli Það hefur lengi verið mér nokkurt undrunarefni af hverju stjórnendur íslenskra listasafna hafa ekki efnt til sýn- ingar á verkum Er- lings Jónssonar, myndhöggvara. Er- lingur er, án efa, einn af merkustu lista- mönnum þjóðarinnar. Hann er að vísu „sek- ur“ um hógværð og lítillæti og hef- ur ekki barið bumbur á íslenskum torgum. Hann er hins vegar þekkt- ari í Noregi, þar sem hann hefur starfað um áratugaskeið. Einnig hafa íbúar í heimabyggð hans, Keflavík, gert list hans hátt undir höfði, og hefur það einkum verið fyrir forgöngu Birgis Guðnasonar, vinar Erlings. Erlingur hefur búið í Noregi um langt árabil og þar má víða finna verk hans. Þau eru einnig í nokkr- um öðrum Evrópulöndum. Hér á landi starfaði hann um nokkurt skeið með Sigurjóni Ólafssyni, myndhöggvara, og í Noregi með Nils Aas, kunnasta myndhöggvara Norðmanna. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar sýndi nokkur verka Er- lings fyrir skemmstu og var það þakklætisvottur safnsins fyrir vin- áttu hans og stuðning við Sigurjón fyrr á árum. Í skrá, sem gefin var út í tilefni af sýningunni „Erlingur Jónsson og samtímamenn“ í Reykjanesbæ árið 2005, skrifar Aðalsteinn Ing- ólfsson, listfræðingur, m.a. eft- irfarandi: „Þetta tvennt, innlif- unarhæfileikinn og bókmenntirnar, er sennilega það sem sett hefur ríkulegast mark á listsköpun Erlings sjálfs. Hið fyrr- nefnda skýrir að hluta næmið, sem kemur fram í myndum af sam- tímamönnum, meðvitundin um að sérhver andlitsdráttur skipti máli þegar móta skal eftir lifandi and- liti. Bókmenntirnar eru svo kveikj- an að mörgum og fjölbreytilegum skúlptúrum listamannsins, sem velunnarar hans í Keflavík hafa sett upp í bæjarlandinu á und- anförnum árum.“ Bragi Ásgeirsson, myndlistar- gagnrýnandi Morg- unblaðsins, ritaði grein um list Erlings fyrir nokkrum árum og lýsti þar aðdáun sinni á verkum hans, frumleika og listræn- um útfærslum. Eftir að Erlingur flutti til Noregs starfaði hann sem kennari við listadeild háskólans í Osló, og aðstoðaði ýmsa þekkta norska listamenn. Erlingur er nú orðinn 82 ára ára, er enn í fullu fjöri og vinnur langan vinnudag. List hans er margbrotin, hugurinn frjór og hugmyndaflugið mikið. Verk hans eru unnin úr áli og stáli, tré, leir og steini. List sína tengir hann oftar en ekki bókmennta- verkum, ljóðum og sögnum. Erlingur varð fyrsti bæjar- listamaður Keflavíkur og sérstök Erlingskvöld eru haldin árlega honum til heiðurs. Þá hefur bæj- arstjórn Reykjanesbæjar ákveðið að opna safn með verkum hans, sem sýnd voru á síðustu Ljósanótt. En meira þarf að gera. Það er fyllilega tímabært, að for- ráðamenn íslenskra listasafna sýni þessum aldraða myndhöggvara þá virðingu, sem hann hefur til unnið. List hans hefur of lengi legið óbætt hjá garði hinna opinberu listasafna. Það er mikilvægt, að þjóðin fái betur að kynnast þessum snjalla listamanni og verkum hans. Eftir Árna Gunnarsson » Það er fyllilega tímabært, að for- ráðamenn íslenskra listasafna sýni þessum aldraða myndhöggvara þá virðingu, sem hann hefur til unnið. Árni Gunnarsson Höfundur er fyrrv. þingmaður. List hans á erindi við íslenska þjóð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.