Morgunblaðið - 09.01.2013, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2013
ferðir, bæði innanlands og utan,
með góðum félögum og þá var
alltaf gott að eiga sælkerann að
hvað varðar nautnir lífsins í mat-
argerð og víni. Nú síðast fórum
við saman til Minneapolis í haust,
grunlausir um hvað í vændum
væri nú fyrir jól. Þar var farið í
veiðibúðir og veitingastaði valda
af Sigmari, sem ekki klikkuðu
frekar en fyrri daginn. Í dag er ég
sérstaklega þakklátur fyrir það
tækifæri sem ég fékk að fara með
Sigmari í þá ferð svo stuttu fyrir
hans síðasta dag.
Að vinna með Sigmari var af-
skaplega gott, hann var alltaf kát-
ur og þægilegur í samskiptum,
ákaflega hreinn og beinn og ólík-
ur mörgum Íslendingum að því
leyti að hann mætti alltaf á rétt-
um tíma þegar við höfðum ákveð-
ið að hittast. Alltaf var stutt í
glens og gaman og ávallt stóðust
áætlanir hans um verkefnin. Ég
er þakklátur fyrir þann tíma sem
ég hef átt með honum og hef lært
mikið af honum hvað varðar já-
kvæðni gagnvart lífinu og þeim
verkefnum sem að höndum ber.
Það eru því erfið spor að fylgja
frænda mínum, vini og samstarfs-
manni, til grafar svona fyrir aldur
fram miðað við nútíma viðmið.
Þessi veikindi Sigmars tóku hann
frá okkur á örskotsstundu en þó
þannig að tími gafst til að ræða
málið og kveðjast sem vonandi
hjálpar þeim sem næst honum
standa. Ég og fjölskylda mín vott-
um Hauki og Guðjóni, sonum Sig-
mars og fjölskyldum þeirra,
systkinum hans sem og öðrum
aðstandendum okkar dýpstu
samúð. Blessuð sé minning Sig-
mars Bent.
Kjartan Jónsson og
fjölskylda.
Fallinn er frá hann Sigmar vin-
ur minn. Hann sem átti eftir að
fella margar rjúpurnar og þreyta
stórlaxana í Bæjarfljótinu neðan
Víðivalla, ættaróðalsins sem var
honum svo kært. Við Sigmar
heyrðumst alltaf reglulega og ár-
viss var fundur okkar á hólnum
hvar hann hafði búið sér fallegt
skjól í heiðblárri berjabrekku. Ég
var ungur lögreglumaður þegar
ég hóf störf og flutti til Hólmavík-
ur 1992 og það var veiðiáhuginn
og löngun til útiveru sem leiddi
mig og bræðurna frá Víðivöllum
saman. Félagsskapur sem hefur
verið óslitinn síðan. Ég segi það
reglulega að maður eignast í lífi
sínu marga kunningja og félaga
en þetta eru vinir mínir. Við Sig-
mar fórum oft saman til veiða á
meðan ég bjó á Hólmavík en nú
síðustu ár hefur verið minna um
það. Þó hefur það gerst annað
slagið og naut ég félagsskapar
Sigmars. Sjaldan hef ég hitt
mann sem hefur tekið eins miklu
ástfóstri við heimabyggð sína,
Strandirnar, eins og hann. Sig-
mar var búsettur í Reykjavík en
hann sagði mér oft að hann yrði
aldrei Reykvíkingur, hann myndi
ávallt verða Strandamaður.
Skemmtilegar voru stundirnar
við tíru olíulampans í húsinu hlýja
hvar Sigmar eldaði veislumat
sem gjarnan var eldaður úr villi-
bráð. Veisla sem hæfði konung-
um. Gott ef það var ekki söltuð
gæs með rótargrænmeti sem var
síðasta máltíðin okkar saman og
reyndist lostæti. Sigmar var fag-
urkeri, hvort sem var á mat eða
vín og lagði mikinn metnað í það
að maturinn væri góður, eðal-
rauðvín væri fram með borið og
að viskíið eftir á væri af réttri teg-
und. Mörg voru gullkornin sem
féllu af vörum hans. Eftirminni-
leg er ferð okkar til gæsa
snemma morguns einn haustdag
ekki langt frá Hólmavík. Veiðin
var döpur að mér fannst, ekki
nema fimm gæsir og nefndi ég
það við Sigmar. Hann horfði á
mig alvarlegur á svip og sagði: „
Höskuldur, þú ert orðinn þrosk-
aður sem veiðimaður þegar veiðin
snýst ekki lengur um magn
veiddra fugla, heldur gæði veið-
innar.“ Ég hef oft hugsað til þess-
ara orða hans og í dag sennilega
15 árum síðar er ég sammála.
Kæri vinur, við eigum eftir að
ganga saman til rjúpna einn góð-
an veðurdag, þar sem fer saman
fallegasta fjallasýn í heimi, á
hjarni glitra frostrósir og gæði
veiðinnar eru mikil. „Þá er veiði-
dagur góður þegar hóflega er
veitt, með talsverðri líkamlegri
áreynslu, vakandi náttúruskyni
og sært dýr liggur ekki eftir að
kveldi.“
Strandabyggð í björtum skrúða
brosir fegurst hér á jörð
inn til dala út til flúða
eilíf hljómar þakkargjörð.
Síkvik unn við ársól glitrar
örsmá bára á sundum hlær
yndisfögur tíbrá titrar
töfrabliki fjær og nær.
(Jóhannes Jónsson.)
Þinn vinur
Höskuldur Birkir Erlingsson.
Sigmar B. Hauksson er horf-
inn sjónum okkar mannanna
langt um aldur fram. Hans er sárt
saknað.
Við Sigmar kynntumst á gaml-
ársdegi fyrir u.þ.b. þremur ára-
tugum og kvöddumst nú hinsta
sinni á Þorláksmessukvöld.
Á síðari hluta þessa tíma unn-
um við náið saman að líknar- og
félagsmálum innan vébanda
Astma- og ofnæmisfélagsins og
SÍBS, en við Sigmar vorum lengi
og samtíða stjórnarmenn í báðum
þessum félögum og Sigmar auk
þess formaður Astma- og ofnæm-
isfélagsins um margra ára skeið.
Mér finnst það hafa verið
ákveðin forréttindi mín að fá að
njóta mannkosta Sigmars. Hann
var mikill þekkingarbrunnur, víð-
sýnn og mjög frjór í hugsun.
Hann tók sér einatt stöðu með
þeim, sem áttu á brattann að
sækja í lífinu og leitaðist við að
bæta stöðu þeirra. Það er stórt
skarð fyrir skildi í baráttumálum
sjúkra og öryrkja, þegar Sigmars
nýtur ekki lengur við. Það skarð
verður vandfyllt.
Fyrir handleiðslu Sigmars og
vinarþel alla tíð er ég ákaflega
þakklátur og mun varðveita
minningu hans um ókomna tíð.
Blessuð veri minningin um
hinn góða dreng, Sigmar B.
Hauksson. Við hjónin vottum fjöl-
skyldu hans okkar dýpstu samúð.
Björn Ólafur Hallgrímsson.
Það er ekki alltaf einskær
gleðiboðskapur sem jólin flytja
okkur. Á aðfangadag jóla barst
okkur í Landssambandi eldri
borgara sú þungbæra fregn að
Sigmar B. Hauksson hefði látist
þann dag á Landspítalanum eftir
stutta sjúkdómslegu. Hann hafði
unnið með okkur sl. ár sem rit-
stjóri blaðsins Listin að lifa sem
Landssambandið gefur út til
sinna félagsmanna. Nú síðast
vorum við að vinna með honum að
útgáfu vetrarblaðsins sem út kom
í byrjun desember. Við höfðum
því enga hugmynd um veikindi
hans, enda lét hann ekkert slíkt í
ljósi við okkur. Það var gott að
vinna með Sigmari, hann hafði
mikinn áhuga fyrir málefnum
eldri borgara og vildi leggja sitt
af mörkum til að gera blaðið okk-
ar sem best úr garði. Þau tvö blöð
sem hann hefur verið ritstjóri
fyrir á síðasta ári hafa fengið lof
frá lesendum blaðsins. Við höfð-
um því gert okkur vonir um
áframhaldandi farsælt samstarf.
En að slíku er ekki spurt þegar
alvarleg veikindi gera vart við
sig. Sigmar hefur komið að mörg-
um öðrum málum um ævina og
vakið þar verðskuldaða athygli.
Við í stjórn Landssambands eldri
borgara og útgáfunefnd fyrir
Listin að lifa viljum þakka honum
við leiðarlok, fyrir afar gott sam-
starf við útgáfu blaðsins.
Við sendum börnum hans,
barnabörnum og öðrum aðstand-
endum innilegar samúðarkveðjur
vegna fráfalls hans.
Jóna Valgerður Kristjáns-
dóttir, formaður Lands-
sambands eldri borgara.
Ljúflingur er lát-
inn.
Jón Úlfar Líndal hefur lokið
lífsgöngu sinni hér á jörð. Hann
lék með leikhópnum Perlunni um
árabil. Hann tók þátt í leikferð-
um til Noregs, Færeyja, Brussel
og Þýskalands.
Einnig tók Jón þátt í spuna-
verkefni Perlunnar og þýskra
listamanna. Útkoman var leikrit-
ið Sérstakar sögur, sem var
frumsýnt í Bielefeld. Jóns var
sérstaklega getið í einum af leik-
dómum í þýskum blöðum. Hann
Jón Úlfar Líndal
✝ Jón Úlfarfæddist í
Reykjavík 12. júlí
1952. Hann lést á
Droplaugarstöðum
25. desember 2012.
Útför Jóns Úlf-
ars Líndal fór fram
frá Dómkirkjunni í
Reykjavík 4. janúar
2013.
vakti athygli fyrir
leik sinn. Jón var
traustur liðsmaður
leikhópsins Perl-
unnar og liðtækur
leikari. Jón var létt-
ur í lund og fé-
lagslyndur. Hann
var í leiklistar-
klúbbnum Perlu-
festinni, sem er
áhugahópur um
leiklist. Hann var í
stjórn og formaður um árabil.
Hann naut sín vel og fannst gam-
an að tala fyrir hönd Perlufest-
arinnar og þakka fyrir, þegar við
hittum leikarana eftir leiksýn-
ingu. Það var gaman að fara í
leikhús og líka gaman að fara „á
bakvið“ og hitta leikarana.
Margs er að minnast á kveðju-
stund.
Við þökkum Jóni Úlfari góða
og skemmtilega samfylgd og
samvinnu og minnumst hans með
virðingu og þakklæti. Aðstand-
endum sendum við samúðar-
kveðjur.
Sigríður Eyþórsdóttir og
leikhópurinn Perlan.
Jón frændi minn er nú dáinn
og viðkvæm stund fyrir okkur.
Nonni frændi var fastur punktur
í tilverunni og öllum jólum svo
lengi sem ég man. Hann kvaddi á
jóladag og finnst mér það falleg
og viðeigandi tímasetning fyrir
svo yndislegan dreng. Jón kallaði
mig alltaf Tomma frænda sinn og
mér þótti ótrúlega vænt það og
um þennan vin minn. Það er sorg
og fallegar tilfinningar sem
fylgja því að kveðja hann. Nú
hefur hann fylgt móður sinni sem
lést fyrir stuttu. Eins og mamma
hans var hann ljúfmenni og eitt-
hvað gott fylgdi honum.
Það var gaman að hitta hann
og við spjölluðum oft saman í ein-
rúmi og oft var rætt um skátana.
Við vorum skátar hér áður fyrr,
sem tengdi okkur sérstökum
böndum. Yfirleitt fann maður þó
bara fyrir hreinni væntumþykju
frá honum sem mér þótti sjálfum
svo einstaklega vænt um. Nonni
var alltaf góður við mig og mér
fannst hann svo hrein og um-
búðalaus sál þrátt fyrir að lífið
hafi eflaust oft verið erfitt fyrir
hann. Ég er svo þakklátur fyrir
alla þá umhyggju sem honum var
sýnd og hve mamma hans og fjöl-
skylda voru góð við hann. Ég er
svo þakklátur og stoltur að hafa
átt þau sem hluta af fjölskyld-
unni minni. Guði sé lof fyrir liðna
tíð með Nonna en það sem kem-
ur upp helst upp í hugann varð-
andi frænda minn er kærleikur.
Mér hefur lærst að við, í okkar
veraldarvafstri, gleymum því
grunngildi lífsins að Guð er kær-
leikur og gefur lífinu raunveru-
legt gildi.
Minningin um Jón gerir þetta
svo skýrt. Ég vil senda frænd-
fólki mínu, systkinum Jóns og
fjölskyldum þeirra, innilegar
samúðarkveðjur og þakklæti fyr-
ir umhyggjuna fyrir Nonna
frænda. Bless Nonni minn, nú
gengur þú með Guði en þú átt
varanlegan stað í mínu hjarta
ávallt.
Tómas Ottó Hansson.
Nú kveðjum við
kæra systur, mágkonu og síðast
en ekki síst góða vinkonu í
gegnum árin. Er efst í huga,
þegar hún var spurð hvort til
greina kæmi að vera með 3ja
ára drenginn okkar, er vænt-
anlegt barn bankaði upp á.
Ekkert mál, var svarið. Þú
hringir bara þegar að því kem-
ur. Það eru liðin tæp 44 ár síð-
an þetta var. Valur að vinna
Sigrún Lilja
Bergþórsdóttir
✝ Sigrún LiljaBergþórsdóttir
fæddist í Reykjavík
10. júlí 1933. Hún
lést á líknardeild
Landspítala 22.
desember 2012.
Útför Lilju fór
fram frá Hafnar-
fjarðarkirkju 4.
janúar 2013.
austur í Búrfells-
virkjun. Þannig að
ég hengdi mig á
Lilju og Malla þeg-
ar að fæðingu kom.
Um miðnætti
fengu þau upp-
hringinguna. Ekki
stóð á viðbrögðum
þeirra – voru mætt
til mín innan
skamms tíma.
Svona var allt sem
að þeim snéri, framkvæmt af
heilum hug.
Alltaf var jafn gott og gaman
að kíkja í spjall. Því fylgdi ætíð
kaffi og með því. Síðast fyrir
nokkrum vikum. Þá kom ekki
annað til greina, en dúkað borð
og bjóða að venju upp á kaffi-
sopa og meðlæti. Skrafað um
allt og ekkert, allt frá fortíð til
framtíðar og skipst á skoðun-
um. Að leiðarlokum eru þessi
fátæklegu orð, lítið brot af þeim
hugrenningum, sem um hugann
fara. Þökkum við af alhug fyrir
vináttu og tryggð.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Elsku Malli, Örn, Inga,
Gréta og fjölskyldur. Megi
birta hækkandi sólar lýsa ykk-
ur veginn á nýju ári og um alla
framtíð.
Minning lifir um góða konu.
Valur og Heiða.
Við kynntumst í útlöndum
þar sem við þrömmuðum saman
hvern fjallsstíginn af öðrum,
másandi og blásandi, alltaf á
uppleið. Hamingjusamar í góð-
um félagsskap með dásamlegt
útsýni þegar ilmandi skógurinn
loksins gaf eftir. Einhvern veg-
inn smullum við saman og þá
um leið hófst lærdómsganga
mín fyrir alvöru. Eftir mikinn
lestur námsbóka og fleyg orð
mætra kennara gegnum tíðina
hef ég samt aldrei lært eins
góða lexíu og þá sem Lilja gaf
mér. Hún kenndi mér æðru-
leysi. Mun ég ætíð þakka henni
þá stóru gjöf og gæta þess að
gefa hana áfram.
hlýja ylur alúð
bros birta gleði
gjafirnar streyma sem regnbogi í
sólinni
demantar við enda regnbogans
ef við kunnum að leita
ef við kunnum að þiggja
Nú er sársaukinn horfinn og
hún frjáls að heimsækja þá
staði sem hún átti eftir.
Björk Felixdóttir.
Það er merkilegt
hvað þeir sem taka
lítið pláss í lifanda lífi geta skilið
eftir sig mikið tómarúm. Þannig
upplifi ég fráfall Studda, eins og
hann var alltaf kallaður. Ég hef
þekkt Studda alla mína ævi. Hann
var maður móðursystur minnar,
og þó að það færi lítið fyrir honum
var hann hluti af tilverunni með
sitt ljúfa, milda fas, alltaf í bak-
grunni, traustur og óhagganleg-
ur. Ég minnist þess þegar ég fór í
pössun sem lítil stelpa til Önnu
Soffíu og Studda, ég minnist allra
góðu stundanna í Tungusíðunni
og í sumarbústaðnum, og ég
minnist með þakklæti þess að við
Elvar áttum alltaf athvarf hjá
Önnu Soffíu og Studda á Akureyri
á meðan við bjuggum á Kópa-
skeri. Þá var gott að koma við í
Tungusíðunni á löngum akstri til
eða frá Reykjavík, og þá var nú
aldeilis gott að hafa aðgang að
sumarbústaðnum í Vaðlaheiði ef
okkur vantaði húspláss á Akur-
eyri. Og alltaf var Studdi til stað-
ar. Lengi vel með síamsköttinn
Þumal í fanginu, og nú síðari ár
með hundinn Bellu sem kom í
Sturla Jónsson
✝ Sturla Jónssonfæddist á Ak-
ureyri 21. febrúar
1951. Hann lést á
Sjúkrahúsinu á Ak-
ureyri þann 18.
desember 2012.
Útför Sturlu fór
fram 4. janúar 2013
frá Glerárkirkju.
heimsókn með
barnabörnunum úr
Mosó.
Og drengirnir
mínir minnast allir
Studda með hlýju.
Hann var sá sem
alltaf átti ís til að
gefa börnunum sem
komu í heimsókn „af
því að honum þykir
svo vænt um okkur“
eins og yngsti sonur
minn sagði um daginn. Og hann
var sá sem smíðaði dúkkuhús í
garðinum og innréttaði til að
börnin gætu leikið sér.
Það fór ekki mikið fyrir
Studda, en samt er höggvið stórt
skarð í fjölskylduna.
Elsku Anna Soffía, Atli, Drífa,
Steini og börn. Við Elvar og
strákarnir vottum ykkur innilega
samúð okkar og biðjum góðan
Guð að blessa ykkur og styrkja í
sorginni. Minningarnar um góðan
dreng lifa og gefa styrk og hlýju,
og fjölskyldan stendur öll að baki
ykkar í því verkefni sem fram-
undan er.
Arna Ýrr.
Það er snjór. Ég er úti að moka
af stéttunum. Konan kemur út í
dyr og ég sé að henni er mikið
niðri fyrir. Hún segir mér að mág-
ur minn, Sturla Jónsson hafi verið
fluttur á sjúkrahús og Anna Soffía
biður okkur að koma strax. Það
voru harmafregnir í aðsigi.
Við hjónin kynntumst Sturlu
þegar yngsta systir mín, Anna
Soffía, fór að vera með honum og
varð sambandið svo að hjúskap
þeirra. Við þau kynni kom í ljós að
Sturla var heilsteyptur og hóg-
vær þótt hann væri ekki maður
margra orða. Hann tók þátt í fjöl-
skyldugleðskap og uppákomum
þó hann léti ekki mikið fyrir sér
fara. Sturla var frekar heimakær
og og fjölskyldu sinni mikill horn-
steinn, enda var hann einatt að
breyta og hlúa að Tungusíðu 14
sem hann byggði. Sturlu þótti
ekki nóg að vera heima með fjöl-
skylduna heldur smíðaði hann
þeim tjaldkerru til að fara með í
útilegur. Síðar hóf hann að byggja
sumarbústað í Vaðlareit með
tengdamóður sinni og mágkonu
sem hann keypti síðan að fullu.
Þar hefur hann ásamt Önnu
Soffíu búið fjölskyldunni smekk-
legan og velbúinn stað.
Sturla hafði ánægju af ræktun
og gróðri, enda mátti sjá það bæði
heima og í bústaðnum þar sem
báðir þessir staðir bera þess fag-
urt vitni. Sturla eignaðist traktor,
Farmall, sem hann riggaði til og
gerði gangfæran og stendur hann
við bústaðinn og ber honum vitni
um handlagni hans og eljusemi
við að gera hlutina vel.
Með þessum fáu orðum viljum
við kveðja góðan vin og mág.
Elsku Anna Soffía og fjöl-
skylda, við vottum ykkur djúpa
samúð okkar vegna ótímabærs
andláts góðs eiginmanns, föður og
afa.
Þorsteinn og Þórhildur.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna
upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á
Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið.
Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að
hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför
er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, jafnvel þótt grein
hafi borist innan skilafrests.
Lengd | Hámarkslengd minningargreina er 3.000 slög. Lengri greinar
eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju, Hinstu
kveðju, 5-15 línur.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem aðstandendur senda
inn. Þar kemur fram hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist,
hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og hvenær útförin fer fram.
Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka
og börn, svo og æviferil. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for-
málanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum.
Minningargreinar