Morgunblaðið - 09.01.2013, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.01.2013, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2013 Opið virka daga frá 9-18 og lau frá 10-16 Laugavegi 29 - sími 552 4320 www.brynja.is - brynja@brynja.is Lykilverslun við Laugaveg síðan 1919 Áratuga þekking og reynsla SKÁPA- OG INN- RÉTTINGAHÖLDUR Í MIKLU ÚRVALI TÆ PLE GA 400 GER ÐIR ! Umræðan um hin sérkennilegudrög umboðslauss hóps manna að hugdettu að stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland verður dul- arfyllri með degi hverjum.    Og skringileg-ust verður hún gjarnan þeg- ar einhver úr „hópnum“ tekur til máls um efnið.    Í framhaldi afafgerandi umfjöllun forsetans um tiltekna þætti stjórnarskrár- innar annars vegar og vinnubrögð við málið hins vegar skrifar einn úr hópnum og fullyrðir að forsetinn sé vanhæfur (í lagaskilningi) til að fjalla um stjórnarskrána.    Og hann bætir um betur og full-yrðir að alþingismenn séu með sama hætti vanhæfir til að koma að verkinu. Það er að sögn viðkom- andi vegna þess að stjórnarskráin taki til þeirra!    Virðist viðkomandi vera að ruglasaman embættum og per- sónum.    Þetta er auðvitað eins og hverönnur endileysa og tekur naumast tali.    Enda myndi þá núgildandistjórnarskrá með þeim fjöl- mörgu breytingum sem við hana hafa verið gerðar vera ógild með öllu.    En þótt bull af framangreindutagi sé auðvitað varla um- ræðutækt má velta fyrir sér í ljósi þess, hvers konar andrúmsloft hafi eiginlega ríkt á þessari prívat- samkomu sem rumpaði af einu stykki stjórnarskrá á fáeinum dög- um eða vikum. Enn bætir í bullið STAKSTEINAR Veður víða um heim 8.1., kl. 18.00 Reykjavík 3 skýjað Bolungarvík 4 skýjað Akureyri 2 alskýjað Kirkjubæjarkl. 4 skýjað Vestmannaeyjar 4 skýjað Nuuk -6 heiðskírt Þórshöfn 7 skúrir Ósló -2 alskýjað Kaupmannahöfn 6 skýjað Stokkhólmur 1 þoka Helsinki 0 snjókoma Lúxemborg 2 skýjað Brussel 7 skýjað Dublin 8 léttskýjað Glasgow 7 léttskýjað London 11 skýjað París 3 alskýjað Amsterdam 8 alskýjað Hamborg 7 súld Berlín 7 skýjað Vín 0 upplýsingar bárust ek Moskva -7 alskýjað Algarve 13 léttskýjað Madríd 1 skýjað Barcelona 13 heiðskírt Mallorca 16 heiðskírt Róm 12 léttskýjað Aþena 2 léttskýjað Winnipeg -7 skýjað Montreal 1 alskýjað New York 5 heiðskírt Chicago 0 skýjað Orlando 22 alskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 9. janúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:07 16:04 ÍSAFJÖRÐUR 11:43 15:37 SIGLUFJÖRÐUR 11:28 15:19 DJÚPIVOGUR 10:44 15:26 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins (SHS) sinnti meira en 25.000 útköll- um á árinu 2012. Þar af voru rúm- lega 1.200 slökkviliðsútköll en yfir 24.000 vegna sjúkraflutninga. Um 95% allra útkalla SHS tengdust því sjúkraflutningum af einu eða öðru tagi. Heildarfjöldi útkalla jókst um 618 á milli áranna 2011 og 2012, sam- kvæmt frétt frá SHS. Sjúkraflutningum er skipt í fjóra flokka eftir alvarleika þeirra. Þannig eru F1 og F2 svokallaðir neyð- arflutningar, F3 eru vegna vægari sjúkdómstilfella eða minni slysa og F4 vegna flutninga á milli stofnana. Alls voru 6.602 neyðarflutningar á árinu 2012 en mesta aukningin var í F3 flutningum. Þeim fjölgaði um 911 frá árinu 2011. Þegar útköll eru skoðuð eftir mánuðum þá var slökkviliðið oftast kallað út í janúar í fyrra, eða 135 sinnum. Mest var um sjúkraflutn- inga í desember eða alls 2.202 útköll. Fæst útköll voru aftur á móti vegna slökkvi- og björgunarstarfa í sept- ember í fyrra og í apríl voru fæst út- köll vegna sjúkraflutninga. For- varnasvið SHS sinnti yfir 3.000 eldvarnaskoðunum 2012, gerði rúm- lega 200 loka- og öryggisúttektir og heimsótti tæplega 130 staði vegna veitingahúsaeftirlits. gudni@mbl.is Slökkviliðið fékk yfir 25.000 útköll  Um 95% allra útkalla SHS í fyrra voru vegna sjúkraflutninga Morgunblaðið/Júlíus Sjúkraflutningar Fleiri flutningar. Faxi RE og Ingunn AK komu til Vopnafjarðar snemma í gærmorg- un með rúmlega 2.000 tonn af loðnu. Aflinn fékkst aðallega í flot- troll á togveiðisvæðinu norður af Langanesi, samkvæmt upplýs- ingum frá HB Granda. Að sögn Alberts Sveinssonar, skipstjóra á Faxa RE, var þetta stór og falleg loðna og svo til átulaus. Hann sagði að í síðustu mælingu á Faxa hefði talning skilað að jafnaði 33 loðnum í kílói. Töluverður fjöldi skipa var á veiðisvæðinu í gær og sagði Albert að skipin hefðu sennilega verið 17 talsins og því nokkur þröng á þingi. Vestan við togveiðisvæðið stóð loðnan mjög djúpt. Grænlenska skipið Erika kom á miðin í fyrrinótt en það skip er útbúið til nótaveiða. Morgunblaðið/Þorkell Faxi RE Loðnuskipin veiða nú vel af af fal- legri loðnu norður af Langanesi. Stór og falleg loðna norður af Langanesi en stendur djúpt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.