Morgunblaðið - 09.01.2013, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 09.01.2013, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2013 Átta einstaklingar skiluðu inn fram- boði í forvali Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðvesturkjör- dæmi. Meðal þeirra er Lilja Rafney Magnúsdóttir þingmaður en hún stefnir á fyrsta sæti listans. Jón Bjarnason, sem var í 1. sæti listans við síðustu alþingiskosningar, lýsti því yfir í gær að hann færi ekki í framboð fyrir VG. Eftirtalin gefa kost á sér í forval- inu: Finnbogi Rögnvaldsson, Borgarnesi, í 5.-6. sæti. Lárus Ástmar Hannesson, Stykkis- hólmi, 2. sæti, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Súg- andafirði, 1. sæti Matthías Sævar Lýðsson, Húsavík á Ströndum, 3.-4. sæti. Ragnar Frank Kristjánsson, Hvann- eyri, 3.-6. sæti. Reynir Eyvindarsson, Akranesi, 3.-6. sæti. Trausti Sveinsson, Bjarnargili í Fljótum, 1.-6. sæti. Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir, Kleppjárnsreykjum, 3.-6. sæti. Um er að ræða póstkosningu og er síðasti dagur til að póstleggja at- kvæði 28. janúar. Atkvæði verða tal- in 2. febrúar. Mun leggja sitt af mörkum Jón Bjarnason sagði á bloggsíðu sinni í gærmorgun, að VG hefði feng- ið yfirburða kosningu í Norðvestur- kjördæmi í síðustu alþingiskosning- um og þrjá þingmenn. „Enginn vafi er á að einörð stefna og áherslur flokksins og okkar sem skipuðum þá forystusveit, átti hljóm- grunn og stuðning meðal íbúa kjör- dæmisins og raunar langt út fyrir mörk þess. Kjörorðin – vegur til framtíðar – vörðuð trausti og trúnaði voru aðalsmerki VG í þeirri kosn- ingabaráttu og eftir þeim gildum hef ég starfað,“ skrifar Jón. „Ég hef setið á Alþingi sem fulltrúi VG frá því flokkurinn fékk fyrst kjörna menn á þing 1999 og átt virkan hlut í að móta grunnstefnu flokksins og áherslur ásamt mörgu öðru góðu fólki. Það hafa orðið mér vonbrigði hvernig haldið hefur verið á mörgum stefnumálum VG síðustu misseri og vikið frá þeim gildum sem hann var stofnaður um. Afstaða mín og skoðanir í þeim málum eru öllum kunnar. Ég nefni hér umsóknina um aðild að ESB þvert á grunnstefnu flokksins og gefin kosningaloforð, niðurskurð til velferðarmála, ásamt því hvernig hert hefur verið með margvíslegum hætti að íbúum á landsbyggðinni. Þótt ég hafi nú ákveðið að gefa ekki kost á mér til framboðs fyrir VG við næstu alþingiskosningar mun ég áfram leggja mitt af mörkum og berjast fyrir þær hugsjónir og grunngildi sem ég hef verið talsmað- ur fyrir og starfað eftir.“ Átta verða í forvali VG  Jón Bjarnason ekki fram fyrir VG Lilja Rafney Magnúsdóttir Jón Bjarnason Allur fatnaður og skór í verslun á útsölu Engjateigur 5• Sími 581 2141• www.hjahrafnhildi.is• Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16 Vertu vinurokkará facebook Flokkunarílát til notkunar innan húss ÁSINN 2 x 10 l. á sleða + karfa Mál: 25 x 38/35 cm. TVISTURINN 2 x18 l. á sleða Mál: 31 x 46/36 cm. ÞRISTURINN 2 x 14 l. + 1 x 8 l. á sleða Mál: 31 x 46/36 cm. 1 x 8 l. KARFA Fyrir lífræna söfnun Mál: 18 x 22/22. 2 x 60 l. á vagni Mál: 56 x 56/66 cm. 3 x 11 l. Mál: 25 x 47/44 cm. 2 x 11 l. Mál: 25 x 31/44 cm. 2 x 40 l. á vagni Mál: 38 x 66/66 cm. 2 x 90 l. á vagni Mál: 84 x 56/66 cm. FLOKKUNARBARIR Fáanlegir í mörgum litum. Mál: 38 x 39/93 cm. EITT HÓLF 20 l. Með snerti/pedalopnun. Mál: 26/59 cm. Allar upplýsingar í síma 535 2510 Söludeild Hringhellu 6 • 221 Hafnarfjörður • Sími 535 2510 • gamar@gamar.is BRIDS SKÓLINN Námskeið á vorönn ... Hefðbundið námskeið fyrir byrjendur og tvöNÝ framhalds- námskeið: um úrspil sagnhafa og vörnina. Byrjendur hefst 21. janúar ... átta mánudagskvöld frá 20-23 Úrspilið hefst 23. janúar ... átta miðvikudagskvöld frá 20-23 Vörnin hefst 20. mars ... fimm miðvikudagskvöld frá 20-23 • Á byrjendanámskeiði er farið yfir leikreglur og grunnsagnir. • Úrspilsnámskeiðið fjallar um áætlanagerð sagnhafa. • Varnarnámskeiðið snýst um samskiptareglur í vörn. Mikið spilað og EKKERT MÁL að mæta stakur/stök. Nánari upplýsingar og innritun í síma 898-5427 milli 13 og 18. Ennfremur á bridge.is (undir „fræðsla“). ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Umferðin á hringveginum allt árið 2012 reyndist vera 0,4 prósentum minni en árið 2011, sé tekið mið af 16 lykilteljurum Vegagerðarinnar. Þrátt fyrir minni umferð er sam- drátturinn mun minni en árin á und- an. Þannig dróst umferð saman um 5,3% á árinu 2011 miðað við árið á undan og um 2,3% árið 2010 frá því sem var á árinu 2009, samkvæmt yf- irliti Vegagerðarinnar. Bílaumferðin dróst mest saman á Norðurlandi og Vesturlandi Í desember sl. jókst umferðin á Hringveginum um 5,7 prósent en í desember fyrir rúmu ári dróst um- ferðin mikið saman. Umferð jókst á Suðurlandi um 0,9%, á og við höfuðborgarsvæðið um 0,8% og á Austurlandi um 5,4%. Umferð dróst hins vegar saman á Vesturlandi um 3,5% og á Norður- landi um 4,1%. Morgunblaðið/Sigurgeir S. Bílar Umferðin á hringveginum dróst saman um 0,4% í fyrra. Minni um- ferð í fyrra en árið 2011  Hægir á sam- drætti umferðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.