Morgunblaðið - 09.01.2013, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2013
Elsku besti pabbi. Mér finnst
þessi skrif svo ótímabær, það var
svo rosalega mikið sem við ætl-
uðum okkur að gera saman á nýju
ári. Ég er fullur þakklætis, þú
reyndist mér vel, mig skorti aldr-
ei neitt. Ég var skilyrðislaust
elskaður og svo virtur af þér, að
eftir því var tekið. Núna ertu allt í
einu farinn en skilur eftir þig heil-
an helling af frábærum minning-
um. Við vorum mjög samrýmdir
feðgar en síðar talaðir þú um tím-
ann þegar „Haukur hætti að fara
í sund með pabba sínum“, en þá
var ég í 8. bekk og þú varst oft til
umfjöllunar í Spaugstofunni. Þér
fannst þetta mjög fyndið og
hlýddir beiðnum mínum um að
sækja mig tveimur til þremur
götulengdum frá Hagaskóla. Þér
leiddist ekki að segja frá þessu í
seinni tíð og mér fannst alltaf
jafngaman að hlusta á sögur um
þetta tímabil. Minningar okkar
frá því þegar ég felldi mína fyrstu
bráð einkenndust af miklu stolti.
Það er mjög gaman, pabbi, að sjá
að þú skráðir þetta skilmerkilega
niður, en ég hef fundið bækur þar
sem þú lýsir ánægju þinni með
minn fyrsta afla. Einnig er það
mér dýrmætt hvað þú varst dug-
legur að taka myndir af þessum
stóru áföngum í lífi okkar. Þú
gladdist með góðum árangri vina
þinna og frænda.
Mér er líka minnisstætt þegar
fólk var að hringja í þig í öngum
sínum yfir matseldinni og það eru
ófá skipti sem þú bjargaðir fólki í
gegnum símann.
Þær minningar sem lifa hvað
sterkast eru af okkur saman á
Víðivöllum. Þar undir þú þér best
og þar færðu að hvíla, elsku
pabbi. Þína ást á náttúrunni og þá
sérstaklega á Víðivöllum hef ég
ekki séð hjá neinum öðrum. Þú
veiddir lax í ánni, þú skaust rjúp-
ur í hlíðinni okkar, þú ræktaðir
grænmeti á jörðinni og þú gerðir
hinn margrómaða Víðivallasnaps
úr lyngi hlíðarinnar. Hvað varðar
uppeldið, þá réðst þú nú voðalega
lítið við mig en ég bar alltaf virð-
ingu fyrir þér. Þegar þér fannst
ég stefna í ranga átt á unglingsár-
unum, skráðir þú mig í Björgun-
arsveitina Ingólf og allt í einu var
ég kominn á fullt í ungliðastarf
þar og hafði ekki þá tíma fyrir
annað um helgar, sniðugur pabbi.
Þú varst flottur í afahlutverkinu,
svo stoltur og ef barnabarnið fékk
kvef varstu strax farinn að
hringja og spyrja um líðan. Helga
Birna afastelpan þín er að upplifa
skrýtna tíma en er heppin að hafa
fengið að kynnast þér. Björn
Bent sem er yngsti Bentarinn
verður ríkur af sögum og fróðleik
um afa sinn.
Að þú farir frá mér, 62 ára, er
mér óyfirstíganlega erfitt og ég
er að missa minn besta vin í heim-
inum, veiðifélaga og einn besta
pabba í heimi. Ég og Anna giftum
okkur hjá þér á krabbameins-
deildinni hinn 22. desember. Það
er okkur ómetanlegt að þú hafir
verið viðstaddur. Af skiljanlegum
ástæðum hef ég margítrekað ver-
ið spurður um líðan mína. Mér líð-
ur vel að þurfa ekki að sjá þig
þjást, ég er þakklátur fyrir að
hafa átt þig sem pabba, ég er
þakklátur fyrir minningarnar en
ég sakna þín og mun sakna þín
alla mína ævi. Ég mun gera mitt
besta að halda kyndli þínum á
Sigmar Bent
Hauksson
✝ Sigmar BentHauksson
fæddist í Reykjavík
3. október 1950.
Hann lést á Land-
spítalanum við
Hringbraut 24. des-
ember 2012.
Minningarathöfn
um Sigmar fór
fram í Hallgríms-
kirkju 4. janúar
2013,
lofti og heiðra minn-
ingu þína í hvívetna.
Þinn sonur
Haukur Bent,
Anna, Helga Birna
og Björn Bent.
Hver hefði trúað
þessu, aðeins örfáum
vikum eftir að ég
hringdi í þig til
Gautaborgar, þar
sem þú varst í vinnuferð, til að
biðja þig að kaupa Vesterbotten
ost, til að taka með í síðustu
rjúpnaferð vetrarins, sæti ég hér
og skrifaði um þig minningar-
grein! Mig grunaði að vísu að það
væri ekki allt með felldu þegar þú
treystir þér svo ekki í ferðina, en
að þú sért farinn er eitthvað sem
ég trúi ekki enn. Alltof fljótt, alltof
snöggt og þyngra en tárum tekur.
Þegar ég hugsa til baka er ótal
margt sem ég gæti rifjað upp,
endalausar sögur sem ég gæti
sagt af okkur sem eiga eftir að
verma þegar frá líður. Þú varst
stóri bróðir minn, þrettán árum
eldri, og í mínum barnsaugum
varstu nánast guð, í jakkafötum
með lakkrísbindi. Ein af mínum
fyrstu minningum var þegar þú
steigst af stalli þínum og bauðst
litla bróður í bíó. Hamingjusamari
drengur var vandfundinn þegar
við bræðurnir lögðum á stað og af
góðmennsku þinni leyfðir þú mér
að halda í litla puttann á þér. Ég
hélt að ég væri að fara á Roy Ro-
gers en það var öðru nær, þú fórst
með mig í Hafnarfjarðarbíó til að
sjá Amacord eftir Fellini, ég var
fimm ára! Seinna sagðir þú að
þarna hefði verið lagður grunnur
að mínu ævistarfi sem kvikmynda-
tökumaður. Enda kom það á dag-
inn að við áttum eftir ferðast sam-
an um allan heim og gera
sjónvarpsþætti um þín hugðarefni
sem voru matargerð, náttúran og
veiði sem við deildum brennandi
áhuga á. Báðir fengum við það í
vöggugjöf en uppsprettan kemur
frá Víðivöllum í Steingrímsfirði á
Ströndum, þar liggja ræturnar og
þar leið okkur best. Ófáar krás-
irnar hafa þar verið framreiddar
eftir góða veiðidaga, bæði í ánni
okkar Staðará, þar sem kastað var
flugu fyrir lax og bleikju eða geng-
ið til rjúpna á heiðunum í kring.
Ég gat alltaf leitað til þín með
hin ýmsu mál og mér reyndistu
vel þegar á reyndi, en aðalsmerki
þitt var þó sú endalausa upp-
spretta af uppskriftum og ráð-
leggingum um matargerð sem þú
bjóst yfir. Óteljandi eru samtölin
sem við höfum átt í gegnum árin á
þessu helsta áhugmáli okkar
bræðra; mat og matargerð, sér-
staklega villibráð, en þar skaraðir
þú fram úr hvað varðar með-
höndlun og matreiðslu. Þú varst
minn mentor í þessum efnum og
þú getur treyst því að þínar upp-
skriftir munu lifa.
Nú höldum við bræður í Stað-
ardalinn í okkar í hinstu ferð sam-
an, því miður. Vildi að við hefðum
fengið lengri tíma til að gera allt
sem við nutum að gera þar sam-
an; ganga upp á Vatnadal,veiða í
bæjarfljótinu eða bara fá okkur
svínaskanka með súrkáli.
Skarðið sem þú skilur eftir í
fjölskyldunni verður aldrei fyllt,
dalurinn okkar verður fátækari
nú þegar þú ert farinn og það
verður skrítið að sjá þig ekki vera
að bardúsa eitthvað á „hólnum“ á
Víðivöllum.
Kæri bróðir, nú heldur þú yfir
á hinar endalausu veiðilendur þar
sem við munum hittast á ný þegar
minn tími kemur og taka upp
þráðinn þar sem frá var horfið við
veiði og matargerð, og eitt er víst
að við munum skála fyrir Hlíðinni
og Húbertusi veiðiguði.
Takk fyrir allt og góða ferð.
Þinn bróðir.
Jón Víðir.
Að setjast niður og reyna að
hugleiða hvað ég geti sagt um
góðan vin og frænda frá okkar
fallegu sveit, Staðardalnum á
Ströndum, þar sem sporin okkar
liggja þvers og kruss um flesta
staði. Sigmar B. Hauksson, alltaf
kenndur við Víðivelli í Staðardal,
lést langt fyrir aldur fram sem
enginn reiknaði með, en hvorki
bráðaveikindi né önnur veikindi
gera boð á undan sér. Við Sigmar
vorum í góðu sambandi, hann
hringdi oft í mánuði í mig að
spyrja frétta frá sinni heimasveit
og svo var hann líka heimagangur
á æskuheimilinu mínu, Hróf-
bergi, og síðar hjá okkur
skötuhjúum á Hólmavík.
Það má svo sannarlega segja
um Sigmar að hann var sannur
vinur vina sinna, þann vinasið
mættu fleiri hafa tekið upp. Sig-
mar var flestum stundum í sínum
fríum á Víðivöllum jafnt á sumr-
um og vetrum. Hann var mikill
náttúruunnandi og labbaði mikið
upp í dalinn sinn, Staðardalinn,
líka Vatnadalinn og Álftahnúkana
þegar rjúpnatíminn var og hét.
Ég gleymi ekki þegar hann
hringdi í mig sem oftar og vildi
endilega fá mig sem einn af stofn-
endum að veiðifélaginu Skotvís,
ég tók nú ekki vel í það en sagði
honum að ég skyldi halda erindi
um lifnaðarhætti rjúpunnar og
refsins og svo framvegis, og er-
indið var flutt og það heyrðist
hvorki hósti né stuna frá fundar-
gestum og þar með var sú um-
ræða búin í bili. Sigmar kom á
flest þorra- og góublótin sem hafa
verið haldin hér á Hólmavík í alls-
konar veðrum og færð. Og hann
var með bestu kokkum landsins,
var með þætti í Sjónvarpinu um
tíma. Hann vann í mörg ár hjá
Rúv og meira segja þegar hann
frétti það að ég hefði skotið
stærðarinnar útsel fram í Hróf-
bergshálsi, sem hafði farið
nokkra kílómetra eftir ís á firð-
inum og í gegnum girðingar og
upp í hálsinn, var þessi frétt í
beinni daginn eftir vegna þess að
mbl.is var með þessa frétt fyrst,
en það veiddust nokkrar tófur út
á selinn.
Síðast þegar ég hitti Sigmar
síðastliðið haust reiknaði ég ekki
með því að það væri í síðasta sinn
sem við hittumst í lifanda lífi, en
við hittumst hinumegin, hvar sem
það mun vera. Ég þakka honum
fyrir allt í gegnum árin og þau
veiðiár þegar mátti stunda heil-
brigðar veiðar án einhverra boða
og banna sem hafa nánast alltaf
komið frá stjórnendum þessa
lands sem hafa viljað friða allt og
líka refinn sem etur margfalt
meira af lífríki náttúrunnar en
nokkrir veiðimenn.
Takk fyrir, Sigmar, og við hitt-
umst síðar, það er ekki hvort,
heldur bara hvenær. Ég votta
systkinum Sigmars og fjölskyld-
um þeirra og sonum Sigmars
dýpstu samúð mína og fjölskyld-
um og vinum hvar sem þeir eru.
Jón Halldórsson.
frá Hrófbergi.
Það var þungur dagur þegar
Sigmar Bent frændi minn kom í
heimsókn til okkar í byrjun des-
ember og augljóst var að hann
var veikur, þá sagði hann mér frá
veikindum sínum, sem hann var
þá nýbúinn að fá vitneskju um, og
virtist nokkuð viss um hvað
þýddu.
Mín fyrsta minning um Sigmar
er úr sveitinni þegar hann kom,
með Hauki föður sínum, árlega
heim til okkar á Breiðabólstað í
Dölum og fór á rjúpnaveiðar, þá
stoppuðu þeir í kaffi og ég man
hve faðir minn hafði gaman af að
fá þá feðga í heimsókn. Það var
svo síðar, er ég fór að vinna í höf-
uðborginni, að Sigmar mætti á
auglýsingastofuna hjá mér og
spurði mig hvort ég væri ekki til í
að vinna að nokkrum markaðs-
verkefnum með sér, sem ég var
auðvitað til í. Síðan eru liðin tæp
tuttugu ár í farsælu samstarfi
okkar frændanna. Þá höfum við
Sigmar farið í veiði- og skemmti-
Til moldar hefur verið borinn
góður og tryggur vinur til
margra ára, Símon Kristjáns-
son frá Neðri-Brunnastöðum á
Vatnsleysuströnd. Þegar fjöl-
skylda mín flutti á Ströndina
árið 1961 var okkur fjarskalega
vel tekið af íbúunum og fór þar
fremst í flokki fjölskyldan á
Neðri-Brunnastöðum, að öðrum
ólöstuðum. Margs konar sam-
skipti áttu sér stað við þau Sím-
on og hans ágætu konu Mar-
gréti Jóhannsdóttur, auk þess
að börn þeirra urðu hluti þess
vinahóps sem okkur áskotnaðist
þarna á Ströndinni og í Vog-
unum. Þessi vinátta hefur um
árin verið okkur ómetanleg.
Við hjónin vorum árum sam-
an vinnufélagar Símonar við
fiskvinnslu, og ég við múrverk
um skeið, en á því sviði var
Símon bæði afkastamikill og
vandvirkur. Börn þeirra voru
og ómissandi félagar við und-
irbúning skemmtana hér inn-
ansveitar, t.d. 1. des. fagnaðar
U.M.F. Þróttar og þorrablóts
Kvenfélagsins Fjólu. Allar
minningarnar um samvinnu í
leik og starfi vekja með okkur
gleði og ánægju.
Símon var harðduglegur
verkmaður, hraustmenni til
átaka, en jafnframt glaðvær og
glettinn og mátti segja að sjald-
an væri lognmolla þar sem
hann kom að verki. Ekki skal
gleyma stundum sem við áttum
saman í kirkjukór Kálfatjarn-
arkirkju, en nánast öll fjöl-
skylda Símonar var meira og
minna starfandi í kórnum um
áraraðir.
En lífið var ekki alltaf áfalla-
laust, og árið 1985 lést Margrét
Símon
Kristjánsson
✝ Símon G. Krist-jánsson fæddist
á Grund í Vatns-
leysustrand-
arhreppi 18. sept-
ember 1916. Hann
lést á dvalarheim-
ilinu Víðihlíð í
Grindavík 17. des-
ember 2012.
Útför Símonar
fór fram frá Kálfa-
tjarnarkirkju 2.
janúar 2013.
kona hans eftir
veikindi. Var þetta
mikill missir fyrir
fjölskylduna, enda
Margrét mikil
mannkostakona.
En lífið hélt áfram,
og ávallt var vin-
átta Símonar og
hans fólks við okk-
ur jafntraust.
Seinna eignaðist
Símon góða vin-
konu, Lilju Guðjónsdóttur, og
bjuggu þau saman í mörg ár.
Síðustu árin dvaldist svo Símon
við gott atlæti á heimili Þórdís-
ar dóttur sinnar að Borg á
Ströndinni, þar til hann loks
flutti að Dvalarheimilinu Víði-
hlíð í Grindavík, þar sem hann
lést 17. des. sl. 96 ára að aldri.
Um leið og við hjónin viljum
þakka Símoni og hans fólki fyr-
ir tryggð og vináttu liðinna ára,
sendum við þeim okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur með ósk-
um um farsæld á komandi ár-
um.
Hafsteinn og Guðný
Snæland.
Genginn er góður vinur og
nágranni eftir 90 ára samfylgd.
Það mætti svo sannarlega
skrifa langt mál um mann sem
hefur verið manni samferða
næstum í heila öld, en til þess
er hvorki geta né pláss á þess-
um vettvangi. Símon ólst upp í
Suðurkoti í Brunnastaðahverfi á
Vatnleysuströnd. Þau voru átta
systkinin, það lágu saman leiðir
okkar alla tíð við leik og störf.
Ungur heillaðist Símon af
heimasætunni á næsta bæ,
Neðri-Brunnastöðum, Margréti
Jóhannsdóttur, glæsilegri
stúlku, þau urðu hjón, hófu bú-
skap á Neðri-Brunnastöðum,
eignuðust sex mannvænleg
börn, þrjá syni og þrjár dætur.
Hjá þeim dvaldist alla tíð móðir
Margrétar, Lovísa Brynjólfs-
dóttir, allt þar til hún lést. Þá
var hjá þeim hjónum gamla
húsmóðirin á Neðri-Brunna-
stöðum, Halldóra Magnúsdóttir,
þá voru elliheimilin ekki eins al-
geng og nú er.
Símon rak bú á Neðri-
Brunnastöðum, með kýr og
sauðfé, hann ræktaði sitt fé, átti
fallegar kindur og afurðagóðar
kýr. Símon gerði út með Hann-
esi bróður sínum, Rafni Sím-
onarsyni og Guðbergi Sigur-
steinssyni, þeir áttu bátinn
Blíðfara, 8 tonna trillu. Það var
gott að róa frá Neðri-Brunna-
stöðum, stutt á góð fiskimið,
Strandarbrúnir og undir Voga-
stapa.
Þegar Símon hætti með
landbúskapinn, hóf hann að
vinna hin ýmsu störf, smíðar,
fiskvinnu og múrverk, sem
hann vann við í mörg ár. Þá fór
Símon nokkur sumur á síldveið-
ar fyrir Norðurlandi, ýmist á
togurum eða bátum. Hin síðari
ár gerði Símon út sinn litla
Blíðfara til grásleppuveiða á
sumrin. Var ýmist á honum
einn eða með aðstoð barna-
barna sinna.
En árin færast yfir og kraft-
ar þverra.
Þegar ég minnist Símonar er
mér efst í hug gleði hans og
söngur. Það var gott að koma
að Neðri-Brunnastöðum, njóta
þar gestrisni þeirra hjóna Mar-
grétar og Símonar. En nú síðari
ár bjó með honum sambýlis-
kona hans Lilja Guðjónsdóttir.
Símon hafði góða söngrödd,
bjartan tenór, söng ungur ein-
söng á skemmtunum, þá stofn-
aði hann ásamt félögum sínum
kvartett og sungu þeir saman
við hin ýmsu tilefni. Það var oft
mikil gleði í Kirkjuhvoli, húsi
ungmennafélagsins og kven-
félagsins, þorrablót, grímuböll
og ýmsar fleiri skemmtanir, þar
var sungið og dansað af sannri
gleði, aðeins losaður tappinn af
koníakspela, rétt aðeins bara til
að styrkja raddböndin og auka
á gleðina.
Ungur fór Símon að syngja í
kirkjukór Kálfatjarnarkirkju,
söng þar fram undir nírætt.
Margrét kona Símonar söng
þar í mörg ár, meðan kraftar og
heilsa leyfðu. Nú syngja þar
þrjú börn og eitt barnabarn
þeirra hjóna. Það var sannar-
lega mikið sungið á Neðri-
Brunnastöðum, ýmist kór- eða
kvartettæfingar.
Ég bið að almættið leiði þig
að þeim lygnu vötnum og
grænu grundum sem segir í
Davíðssálmum, þar megir þú
njóta næðis og gleði.
Far vel, kæri nágranni og
vinur. Vertu blessaður og sæll.
Magnús Ágústsson.
✝ Unnur Árna-dóttir fæddist í
Hafnarfirði 18. júní
1927. Hún lést á
hjúkrunarheim-
ilinu Sóltúni í
Reykjavík 25. des-
ember 2012. For-
eldrar hennar
voru: Árni Sig-
urjónsson, húsa-
smiður í Hafn-
arfirði, f. í Hreiðri í
Holtum 19. des. 1896, d. 15. des.
1971 og Sveinlaug Þorsteins-
dóttir, verkakona og matselja, f.
á Mjóafirði 1. jan. 1899, d. 3. feb.
1968. Systkini Unnar: Þorsteinn
Ívarsson Karlsson, f. 1918, d.
1941, Guðlaug Karlsdóttir, f.
1919, Bragi Karlsson, f. 1921, d.
1921, Hulda Hofland Karls-
dóttir, f. 1924, d. 1967, Baldur
Árnason, f. 1926, d. 2002, Anna
Árnadóttir, f. 1928, d. 2008 og
Margrét Árnadóttir, f. 1932.
Eiginmaður: Sigurjón Guðna-
son, málmsteypumeistari, f. 6.
nóv. 1917 að Haga í Gnúpverja-
hreppi. Foreldrar hans voru
Guðni Jónsson frá Tungufelli í
Hrunamannhreppi, f. 20. apríl
1895, d. 7. nóv. 1982 og Jóna
Kristín Jónsdóttir frá Granda í
Arnarfirði, f. 2. apríl 1892, d. 3.
júní 1988. Þau bjuggu lengst af
að Jaðri í Hrunamannnahreppi.
Börn: 1) Árni, vél-
virki, f. 18. apríl
1947, d. 15. mars
2002. Eftirlifandi
eiginkona hans er
Ragnhildur Guð-
mundsdóttir.
Þeirra börn eru
Guðmundur, f.
1967, Unnur, f.
1971 og Sigurjón, f.
1976. 2) Snorri, lög-
reglufulltrúi, f. 3.
september 1949. Kona 1) Helga
Fríða Kolbrún Jóhannesdóttir.
Þau skildu. Sambýliskona Ingi-
björg G. Guðmundsdóttir. 3)
Hörður, mótasmíðameistari og
fyrrv. rannsóknarlögreglum., f.
14. ágúst 1956. Var kvæntur
Sigríði Ásu Einarsdóttur. Þau
skildu. Þeirra synir eru Davíð
Ernir, f. 1982 og Snorri, f. 1986.
4) Anna Lísa, starfsmaður við
reikniskil hjá Advania, f. 30.
mars 1958, gift Sigurði Þ. Þórð-
arsyni. Þeirra börn eru Þórður
Björn, f. 1976 og Sveinlaug, f.
1982. Barnabarnabörn Unnar
og Sigurjóns eru tíu og eitt
barnabarnabarnabarn hefur lit-
ið dagsins ljós.
Foreldrar Unnar hófu sam-
búð 1925 og eignuðust fjögur
börn en áður hafði móðir henn-
ar verið gift Karli S. Guðjóns-
syni og átt með honum fjögur
börn. Unnur er því 6. í röð átta
systkina.
Hún sleit barnsskónum í
Hafnarfirði þar sem foreldrar
hennar bjuggu og var um tíma í
vist í Garði. Unnur fékkst við
ýmis störf og var við þjónustu í
matsölu móður sinnar þegar
hún kynntist þar kostgang-
aranum, Sigurjóni. Þau felldu
hugi saman og byggðu sér hús
að Skipasundi 45 í Reykjavík. Á
þessum árum var ekki úr miklu
að spila og þarna hófu þau bú-
skap í einu kjallaraherbergi
1947, árið sem fyrsta barnið
fæddist. Til marks um nægju-
semi á þessari tíð var í fyrstu
notast við gamla kolavél til eld-
unar og búið var um barnið í
ferðatösku í herberginu. Með
útsjónarsemi og dugnaði var
húsið klárað og lengi vel bjuggu
þar þrjár barnafjölskyldur, ein
á hverri hæð. Í þessu húsi eiga
því ýmsir rætur og þar var Unn-
ur húsmóðir samfellt í 56 ár. Í
Skipasundi ól Unnur yngri
börnin auk drengs sem ekki
lifði. Unnur annaðist oft barna-
börn sín í Skipasundi og um
tíma sá hún um þvott og frá-
gang á líni fyrir veitingahúsið
Lækjarbrekku. Þau Unnur og
Sigurjón bjuggu saman á hjúkr-
unarheimilinu Sóltúni frá árinu
2002.
Útför Unnar fór fram frá
Laugarneskirkju 3. janúar
2013.
Meira: mbl.is/minningar
Unnur Árnadóttir