Morgunblaðið - 09.01.2013, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.01.2013, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2013 Iðnaðarryksugur NT 25/1 Eco Ryksugar blautt og þurrt Fylgihlutir Barki 35mm 2,5m, málmrör, 30mm gólfhaus og mjór sogstútur. F A G M E N N S K A A L L A L E I Ð Skeifan 3 E-F • 108 Reykjavík • Sími 581 2333 • rafver.is NT 55/1 Eco Ryksugar blautt og þurrt Fylgihlutir Barki 35mm 2,5m, málmrör, 30mm gólfhaus og mjór sogstútur. Þegar gerðar eru hámarkskröfur Sjálfvirk hreinsun á síu Jón Pétur Jónsson jonpetur@mbl.is Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í gær Olíuverzlun Íslands hf., Skelj- ung hf. og Ker hf. af kröfum íslenska ríkisins sem fór fram á skaðabætur vegna olíusamráðs félaganna árið 1996. Félögin þrjú voru sýknuð af kröfum ríkisins á grundvelli fyrning- ar. Í öðru málinu þótti jafnframt ekki sýnt fram á orsakatengsl milli hinnar saknæmu háttsemi fyrir- tækjanna þriggja og þess tjóns sem ríkið taldi hafa leitt af henni. Um er að ræða tvö skaðabótamál. Í öðru þeirra fór íslenska ríkið í skaðabótamál á hendur Keri, Olíu- verslun Íslands og Skeljungi vegna ólögmæts samráðs í olíuviðskiptum Landhelgisgæslu Íslands og dóms- málaráðuneytisins. Í hinu málinu höfðaði ríkið skaðabótamál á hendur Olíuverzlun Íslands og Skeljungi vegna ólögmæts samráðs í viðskipt- um Vegagerðarinnar. Félögin þrjú voru sýknuð á grundvelli fyrningar að hluta í fyrr- nefnda málinu, en að öðru leyti með vísan til þess að ekki hefði verið sýnt fram á orsakatengsl milli hinnar saknæmu háttsemi fyrirtækjanna og þess tjóns sem ríkið taldi hafa leitt af henni. Í því síðarnefnda voru þau sýknuð á grundvelli fyrningar. Í fyrrnefnda málinu krafðist ís- lenska ríkið skaðabóta úr hendi olíu- félaganna þriggja til að bæta tjón sem ríkið taldi sig hafa orðið fyrir í viðskiptum við fyrirtækin um kaup á annars vegar eldsneyti á bifreiðar embætta dómsmálaráðuneytisins árin 1997 til 2004 og hins vegar á skipagasolíu og flugvélaeldsneyti á farartæki Landhelgisgæslunnar frá októberlokum 1996 til 2003. Í nið- urstöðu héraðsdóms segir, að hvorki í stefnu né í matsgerð séu færð við- hlítandi rök fyrir því að samráð olíu- félaganna í útboðunum árið 1996 hafi leitt til tjóns í umræddum við- skiptum jafn lengi og ráð sé fyrir gert í málatilbúnaði ríkisins. Ríkinu er gert að greiða félögunum hverju um sig eina milljón kr. í málskostn- að. Í síðarnefnda málinu krafðist rík- ið skaðabóta úr hendi Olíuverzlunar Íslands og Skeljungs til að bæta tjón sem það taldi sig hafa orðið fyrir í viðskiptum Vegagerðarinnar við fyr- irtækin tvö um kaup stofnunarinnar á White Spirit á árunum 1995 til 2001. Í dómi héraðsdóms kemur fram að kröfur um skaðabætur á hendur báðum fyrirtækjum séu fyrndar. Er ríkinu gert að greiða fé- lögunum hvoru um sig 800.000 í málskostnað. Ekki liggur fyrir hvort málunum verður áfrýjað. Olíufélögin sýknuð af bótakröfu  Skaðabótakröfur ríkisins fyrndar  Ekki sýnt fram á orsakatengsl milli hinnar saknæmu háttsemi olíufélaganna og þess tjóns sem íslenska ríkið taldi að leitt hefði af henni  Ríkið greiði málskostnað Morgunblaðið/Ómar Í Örfirisey Íslenska ríkið telur að olíufélögin beri sameiginlega og óskipta skaðabótaábyrgð á því tjóni sem samráð þeirra við útboð frá árinu 1996 hafi valdið. Héraðsdómur Reykjavíkur er á öndverðum meiði. » Ríkið höfðaði tvö skaðabóta- mál á hendur olíufélögunum. Í öðru þeirra krafði það Ker, Olíu- verzlun Íslands og Skeljung um að greiða 24,6 milljónir í skaða- bætur vegna ólögmæts sam- ráðs í olíuviðskiptum Landhelg- isgæslu Íslands og dómsmálaráðuneytisins. » Þá krafði ríkið Olíuverzlun Ís- lands og Skeljung um að greiða 39,9 milljónir í skaðabætur vegna ólögmæts samráðs í við- skiptum Vegagerðarinnar. Krafðist 65 milljóna TVÖ SKAÐABÓTAMÁL unarfræðingar á skurðstofunni þar sem ég starfa sagt upp störfum. Ég held að það séu tveir sem hafa ekki sagt upp. Staðan er svipuð á hinni skurðstofunni. Mjög margir svæfingarhjúkrunarfræðingar sögðu líka upp. Það er augljóst að það verða engar aðgerðir gerðar á spítalanum ef þetta fólk er ekki í vinnu,“ sagði Ólafur. Sérhæfður skurðhjúkrunarfræð- ingur á ekki marga möguleika til að nýta menntun sína hér innan- lands ef hann sættir sig ekki við þau laun sem Landspítalinn greið- ir. „Gallinn við íslenska heilbrigð- iskerfið er að það er bara eitt sjúkrahús hér á landi og því er nánast engin samkeppni um mannaflann. Þetta er örugglega ein af ástæðunum fyrir því að launin eru svona lág,“ sagði Ólaf- ur. Tæplega 300 hjúkrunarfræð- ingar hafa sagt upp störfum Í byrjun desember höfðu 254 hjúkrunarfræðingar í 193 stöðu- gildum á Landspítalnum sagt upp störfum, en alls starfa 1.348 hjúkr- unarfræðingar á spítalanum. Erna Einarsdóttir, starfs- mannastjóri Landspítala, sagði að nokkrir hjúkrunarfræðingar hefðu sagt upp störfum um áramót og nokkrir dregið uppsagnir til baka. Talan hefði því ekki breyst mikið, en þó hækkað aðeins. „Uppsagnirnar eru fyrst og frest á þremur sviðum, þ.e. skurð- lækningasviði, kvenna- og barna- sviði og lyflækningasviði. Stærsti hópurinn er á skurðsviði og þar eru skurðhjúkrunarfræðingar, svæfingarhjúkrunarfræðingar og gjörgæsluhjúkrunarfræðingar fjöl- mennastir,“ sagði Erna. Viðræður áttu sér stað milli Landspítalans og samstarfs- nefndar hjúkrunarfræðinga fyrir jól, en í henni sitja fulltrúar frá Félagi hjúkrunarfræðinga og starfsmanna. Erna sagði engar fréttir af viðræðunum. „Það eru engir peningar í dæminu. Það er ekkert komið út úr viðræðunum nema að allir átta sig á því að það verður að leysa þetta á einhvern máta.“ Kjarasamningur hjúkrunarfræð- inga við Landspítalann rennur út árið 2014. Á þeim tíma ríkir frið- arskylda og hefur félagið því ekki heimild til að boða til verkfalls fyrr en samningurinn rennur út. Hverjum og einum er hins vegar heimilt að segja upp starfi. Hjúkrunarfræðingar settu fram kröfur í september um að grunn- laun nýútskrifaðra hjúkrunarfræð- inga yrðu 350 þúsund krónur á mánuði. Einnig var gerð krafa um að framhaldsnám í hjúkrun yrði metið betur til launa og að launa- skalinn yrði nýttur betur. Launa- tafla hjúkrunarfæðinga gerir ráð fyrir 18 flokkum, en Ólafur sagði að aðeins flokkar 2-7 væru nýttir. Nær allir á skurðdeild sögðu upp störfum  Fákeppni í heilbrigðisþjónustu ein ástæða lágra launa Morgunblaðið/ÞÖK Skurðdeild Mikil eftirspurn er eftir skurðhjúkrunarfræðingum í Noregi. FRÉTTASKÝRING Egill Ólafsson egol@mbl.is Nær allir skurðhjúkrunarfræð- ingar á skurðstofum Landspítalans hafa sagt upp störfum og því skap- ast algert neyðarástand á spít- alanum ef ekki tekst samkomulag við hjúkrunarfræðinga fyrir 1. mars nk. Ólafur G. Skúlason, skurðhjúkr- unarfræðingur, segir að hjúkr- unarfræðingar séu að leita sér að vinnu annars staðar. Hann segist sjálfur fá daglega tölvupósta frá Noregi með tilboðum um vinnu. „Fólk er farið að leita sér að nýrri vinnu,“ sagði Ólafur. Hann sagði að þetta væri bæði innan- lands og utanlands. „Ég þarf ekk- ert að leita mér að vinnu utan- lands. Ég fæ um það bil tvö símtöl á dag og þrjá tölvupósta frá Nor- egi. Þetta er því ekki spurning um að leita að vinnu heldur um að fá að vita hvenær maður á að mæta. Ég er alveg ákveðinn í því að ef ekki verður samið við okkur fer ég að gera eitthvað annað. Ég er að skoða ýmislegt í því sambandi,“ sagði Ólafur. Auðvelt að fá vinnu í Noregi Ólafur hefur tvisvar á síðustu árum farið til Noregs að vinna. Margir sérhæfðir hjúkrunarfræð- ingar á skurðstofunum hafa farið í vinnuferðir til Noregs en þar er mikil eftirspurn eftir skurð- og gjörgæsluhjúkrunarfræðingum. Ólafur sagðist hafa farið til Nor- egs fyrst og fremst vegna laun- anna en þar væru góð laun í boði. En hann sagði að það væri líka mjög lærdómsríkt að fara og starfa á öðrum spítala og sjá hvernig Norðmenn gerðu hlutina. „Það hafa nánast allir hjúkr-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.