Morgunblaðið - 09.01.2013, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.01.2013, Blaðsíða 10
Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Mér fannst rosa gaman aðríma og ég var alltaf aðpára eitthvað þegar égvar krakki. Ég samdi töluvert af ljóðum á menntaskóla- árunum og þegar ég var í Kennara- háskólanum var ég í ljóðahópi hjá Þórði Helgasyni, en honum á ég mik- ið að þakka í því að skóla mig til í ljóðagerð. Árið 2007 gaf ég svo út mína fyrstu ljóðabók, Leitina að Fjalla-Eyvindi. Mörg ljóðanna í henni urðu til á ferðalögum, en á slíku flakki fer ljóðmælið af stað,“ segir Halla Gunnarsdóttir sem í gær fagn- aði ekki aðeins 32 ára afmæli sínu heldur einnig útkomu nýrrar ljóða- bókar sem ber titilinn Tvö jarðar ber. Hef lært mikið af Nityu „Þessi bók er tileinkuð ind- verskri vinkonu minni, Nityu, en henni kynntist ég í Ástralíu fyrir rúmum sex árum en hún var þar í meistaranámi og ég tók eina önn af mínu meistaranámi í Sydney. Nitya er alin upp í Delhí og hennar ind- verska fjölskyldumunstur er mjög ólíkt því sem við þekkjum. Hún var að fara að heiman í fyrsta skipti þeg- ar við kynntumst í Ástralíu og við urðum eiginlega strax vinkonur. Við smullum saman og það er klisjukennt en ég upplifði hana strax sem ein- hvers konar sálufélaga. Í Ástralíu gerði ég nánast ekkert annað en læra og drekka te með Nityu. Ég hef lært rosalega mikið af henni og það er skrýtið að eignast svona góða vin- konu með gerólíkan bakgrunn, að þurfa að skilja hana og hennar líf, ekki á einhvern yfirborðskenndan hátt, heldur á dýptina.“ Vinkonur með gerólíkan bakgrunn Þær hafa hist þrisvar í þremur heimsálfum og stefna á að hittast í fjórða sinn í fjórðu heimsálfunni. Þær Halla og Nitya eru með gerólíkan bakgrunn, önnur ís- lensk og hin indversk, en þær eru afar góðar vinkonur. Nú hefur Halla gefið út ljóðabók sem er ferðasaga þeirra vinkvennanna um Ísland. Morgunblaðið/Árni Sæberg Teiti Halla hélt í gær upp á 32 ára afmæli sitt og útgáfu ljóðabókar. Ljósmynd/Hafþór Snjólfur Helgason Indverskt Halla og Nitya saman á Bollywoodhátíðinni í Borgarfirði eystri. 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2013 Dalvegi 4 - 201 Kópavogur Hamraborg 14 - 200 Kópavogur Sími: 564 4700 Opnunartími Dalvegi: Mánudaga til föstudaga frá 6:00 til 18:00 laugardaga frá 6:00 til 17:00 sunnudaga frá 7:00 til 17:00 Hugsaðu um heilsuna og veldu heilkorn Hjartabrauð Þitt hjartans mál...í hvert mál... Mörgum er sérstaklega umhugað um heilsu og heilbrigða lífshætti nú í byrjun árs. Allt er best í hófi en yfir hátíðarnar eiga margir það til að leyfa sér um of og vilja nú bæta sig. Á vefsíðunni authoritynutrition- .com er að finna ýmsar greinar er snúa að mataræði. Á síðunni má meðal annars finna grein um hvað sé til í því að C-vítamín geti dregið úr kvefi og hvaða innihaldsefni ber helst að varast í matvælum. Öllu skal vitaskuld taka með fyrirvara en forvitnilegt getur verið að glugga í greinar sem þessar. Höfundur síðunnar er læknanemi og einka- þjálfari sem hefur lesið sér mikið til um heilsu og næringu. Vefsíðan www.authoritynutrition.com Morgunblaðið/Árni Sæberg Sítrusávextir Appelsínur eru C-vítamínríkar og hollur millibiti. Fróðleikur um holla næringu Kynning á niðurstöðum landskönn- unar á mataræði sex ára barna á Ís- landi 2011-2012 verður haldin föstu- daginn næstkomandi, 11. janúar. Kynningin fer fram í stofu LG-201 í Læknagarði en könnunin er hluti af stærra rannsóknarverkefni á matar- æði sex ára barna á Íslandi síðast- liðin tíu ár og því verður einnig farið yfir helstu breytingar sem hafa orðið á tímabilinu. Inga Þórsdóttir, forseti Heilbrigðisvísindasviðs, flytur erindi um forsöguna og hefst það klukkan 12, þá mun Ingibjörg Gunnarsdóttir, prófessor í næringarfræði við Mat- væla- og næringarfræðideild, greina frá landskönnun á mataræði 6 ára barna og loks mun Hafdís Helgadótt- ir, meistaranemi í næringarfræði við Matvæla- og næringarfræðideild, flytja erindi um breytingar á matar- æði 6 ára barna á 10 ára tímabili. Í lokin verður opið fyrir umræður og fyrirspurnir en fundarstjóri er Birna Þórisdóttir, MSc í næringarfræði við Matvæla- og næringarfræðideild. Endilega… …sækið erindi um mataræði Ljósmynd/Norden.org Könnun Mataræði barna er mikil- vægt rannsóknarefni. Þeir sem ekki hafa í huga að léttast á nýju ári gætu hugsað sér að takast á við áskorun veitingastaðarins Monte Carlo Pub í Las Vegas. Forsvarsmenn hans veðja 29 dollurum, eða tæplega 3.800 krónum, á að fólk komi ekki niður 3,6 kg hamborgara með bjór- glasi á innan við 45 mínútum. Það er andvirði borgarans sem lagt er undir og takist fólki þetta fær það borgar- ann frítt og stuttermabol með. Áskorunin hófst á síðasta ári og hafa 150 gestir reynt við borgarann en að- eins þremur tekist ætlunarverkið. Þolinmæði er nauðsynleg fyrir þá sem vilja reyna en það tekur hálftíma til 45 mínútur að elda þau 1,8 kg af kjöti sem fara í hamborgarann og síðan bætist við nærri kg af ham- borgarabrauði, ostur, jalapeno, kara- mellu-laukur, grænmeti og sósa. Í borgaranum eru alls 11.000 kaloríur en kokkur staðarins segir brauðið helst koma í veg fyrir að fólk geti klárað þar sem það þenst út í mag- anum. Hann mælir eindregið gegn því að fólk smakki á laukhringjum eða öðrum forréttum á undan skrímslaborgaranum því þá er ekki séns að klára. Kemur þetta fram í frétt á vefsíðu bandaríska dagblaðs- ins L.A. Skrímslaborgari á matseðlinum Í borgaranum eru 11.000 kaloríur Borgari Þessi er engin smásmíði en Monte Carlo Pub-skrímslið er mun stærri. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.