Morgunblaðið - 09.01.2013, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.01.2013, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRViðskitpi | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2013 Kópavogur  544 5000 Njarðvík  421 1399 Selfoss  482 2722www.solning.is Smurþjónusta RafgeymarSmáviðgerðir RúðuvökviRúðuþurrkur JEPPADEKK VILT ÞÚ HAFA BÍLINN Í LAGI? ÞÁ GETUM VIÐ AÐSTOÐAÐ EINFÖLD ÁKVÖRÐUN VELDU ÖRYGGI FYRIR ÞIG OG ÞÍNA STUTTAR FRÉTTIR ● Atvinnuleysi á evrusvæðinu jókst um 1% milli mánaða og nam 11,8% í nóv- ember. Það hefur aldrei mælst meira segja erlendir fjölmiðlar. Atvinnuleysi meðal ungs fólks mældist 24,4%. At- vinnuleysið í Evrópusambandinu var óbreytt milli mánaða eða 10,7%. Það er mest á Spáni, 26,9%, og á Grikklandi, 20%. Minnst atvinnuleysi er í Austur- ríki, 4,5%. Mest dró úr atvinnuleysi í nóvember í Eistlandi eða úr 12,1% í 9,5%, en Eistland er nýjasta landið sem tók upp evru. Um 26 milljónir manna eru án vinnu í ESB, þar af 18,8 milljónir á evrusvæðinu. Atvinnuleysi eykst ● Gunnar Petersen hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs Ný- herja hf. og mun hefja störf í vikunni. Hann er viðskiptafræðingur frá Há- skóla Íslands og löggiltur verð- bréfamiðlari. Hann var fjármálastjóri Iceland Express hf. 2011-2012 og fjár- málastjóri Landic Property hf. frá 2006 til 2010, segir í tilkynningu. Áður hafði Gunnar starfað sem við- skiptastjóri og sérfræðingur hjá HSH Nordbank í Kaupmannahöfn, Verð- bréfastofunni hf. og Sparisjóðabanka Íslands hf. Gunnar er nýr fram- kvæmdastjóri Nýherja Dr. Eyþór Ívar Jónsson hefur ákveðið að láta af störfum sem for- stjóri Klaks – Nýsköpunarmiðstöðv- ar Íslands eftir að hafa starfað þar í næstum fimm ár. Hann segir í til- kynningu að þetta sé góður tíma- punktur, Klak skili hagnaði og búið sé að tryggja rekstur næstu tveggja ára. Klak stendur m.a. fyrir Seed For- um Iceland og kom að uppbyggingu tveggja sprotasetra, annars í gamla Morgunblaðshúsinu og hins í O2 – gamla HR. Á síðustu fimm árum hafa verið haldin tíu 100 til 200 manna sprotaþing. Í Viðskiptasmiðj- unni – Hraðbraut nýrra fyrirtækja hafa ellefu þriggja mánaða hraðlar verið haldnir frá árinu 2008 þar sem um 200 námskeið hafa verið kennd með fleiri en 50 kennurum og 100 gestafyrirlesurum. Hraðall þýðir að hraða á hinu hefðbundna fram- kvæmdaferli sprotafyrirtækja. Morgunblaðið/Styrmir Kári Kraftur Eyþór Ívar Jónsson, forstjóri Klaks, var fundarstjóri á síðasta Seed Forum og lagði sig allan fram þegar hann steig á svið. Dr. Eyþór Ívar hættir hjá Klaki  Stýrði nýsköpunarmiðstöðinni í 5 ár enda (þ.e. annarra en stjórnarmanna) og fyrirtækjamenningu. Í flestum til- vikum telja stjórnarmenn að löggjöf- in muni engin áhrif hafa á ofangreind atriði. Spurt var í hversu mörg ár stjórn- armennirnir hefðu verið í stjórn þess félags/sjóðs sem var í úrtaki könnun- arinnar. Hjá fjármálafyrirtækjum og vátryggingafélögum hafa 90% stjórn- armanna verið þrjú ár eða skemur í stjórn félagsins en 5% stjórnarmanna hafa verið sjö eða fleiri ár í stjórninni. Í öðrum atvinnugreinum hafa 49% stjórnarmanna verið þrjú ár eða skemur í stjórn félagsins en 28% stjórnarmanna hafa verið sjö eða fleiri ár í stjórninni. „Endurnýjun í stjórnum fjármálafyrirtækja og vá- tryggingafélaga hefur því verið meiri en hjá öðrum atvinnugreinum,“ segir í niðurstöðum KPMG. Stjórnarmenn voru spurðir hvort þeir séu almennt í samskiptum við aðra stjórnarmenn hjá félaginu/ sjóðnum á milli stjórnarfunda um málefni er varða störf stjórnarinnar. Töluverður munur er á samskiptum við aðra stjórnarmenn á milli stjórn- arfunda þegar horft er til starfsaldurs í stjórn og kyns. „Það virðist taka lengri tíma fyrir kvenkyns stjórnar- menn að hefja samskipti við alla stjórnarmenn þar sem karlar sem hafa verið 1-3 ár í stjórninni eiga sam- skipti við alla stjórnarmenn í 44% til- vika en konur í 25% tilvika. Í þeim til- vikum þar sem stjórnarmenn eiga engin samskipti við aðra stjórnar- menn á milli funda er einkum munur þegar stjórnarmenn hafa verið ann- ars vegar skemur en eitt ár í stjórn- inni og hins vegar sjö ár eða lengur,“ segir í skýrslunni. Af þeim sem svöruðu voru 80% há- skólamenntaðir, þ.e. með háskóla- menntun og/eða framhaldsmenntun á háskólastigi. 20% stjórnarmanna eru því ekki háskólamenntuð. Þetta hlut- fall er það sama og árið 2011. 89% kvenkyns stjórnarmanna eru há- skólamenntuð samanborið við 77% karlkyns stjórnarmanna. Fleiri konur eru jafnframt með framhaldsmennt- un á háskólastigi eða 68% samanborið við 59% karla. Hlutfall kvenna í stjórnum hefur hækkað jafnt og þétt  Í haust taka gildi lög um að hlutfall hvors kyns sé að lágmarki 40% í stjórnum Forstjórar vinsælir » Stærsti hópur stjórn- armanna (55%) er menntaður í viðskipta- eða hagfræði. » Stærsti hópur karlkyns stjórnarmanna (37%) er fram- kvæmdastjórar/forstjórar að aðalstarfi. Stærsti hópur kvennanna (25%) er milli- stjórnendur að aðalstarfi. Afstaða stjórnarmanna til löggjafar um 40% lágmarkshlutfall hvors kyns í stjórn Jákvæð eða frekar jákvæð Hvorki jákvæð né neikvæð Frekar neikvæð eða neikvæð Eldri en 60 ára 51-60 ára 41-50 ára 31-40 ára 18% 15% 67% 20% 31% 49% 33% 20% 47% 41% 15% 44% Kynjahlutfall stjórnarmanna eftir lengd stjórnarsetu Karlar Konur Minna en eitt ár Eitt til þrjú ár Fjögur til sex ár Sjö ár eða fleiri Óháð árafjölda 51% 49% 34% 66% 21% 79% 14% 86% 29% 71% Heimild: KPMG BAKSVIÐ Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Hlutfall kvenna í stjórnum hefur hækkað jafnt og þétt, einkum und- anfarin þrjú ár, samkvæmt könnun á vegum KPMG. Af þeim stjórnar- mönnum sem tóku þátt í könnuninni og hafa verið minna en eitt ár í stjórn- inni er 51% konur og 49% karlar. Kynjahlutfall þeirra sem hafa verið eitt til þrjú ár í stjórninni er 34% kon- ur og 66% karlar. Könnunin var gerð haustið 2012 og var úrtakið 920 stjórnarmenn félaga og lífeyrissjóða á Íslandi. Alls tóku 396 stjórnarmenn fullan þátt í könnuninni og var svar- hlutfallið 43%. Kynjakvótalögin Þessa þróun má rekja til þess að þann 1. september í ár taka gildi lög sem kveða á um að hlutfall hvors kyns sé að lágmarki 40% í stjórnum lífeyr- issjóða og stærri fyrirtækja. Þetta á við um hlutafélög, einkahlutafélög og samlagshlutafélög þar sem starfa fleiri en 50 starfsmenn á ársgrund- velli, öll opinber hlutafélög og alla líf- eyrissjóði. Samstarfssamningur Sam- taka atvinnulífsins, Viðskiptaráðs Íslands og Félags kvenna í atvinnulíf- inu var auk þess undirritaður árið 2009 um að efla hlut kvenna í stjórn- um íslensks atvinnulífs. Samkvæmt samningnum átti að hvetja til þess og leggja ríka áherslu á fjölgun kvenna í forystusveit íslensks viðskiptalífs þannig að hlutfall hvors kyns yrði ekki undir 40% í lok árs 2013. Ári síð- ar var það fest í lög. Stjórnarmenn voru spurðir hvort þeir teldu að löggjöfin mundi hafa áhrif á stjórnarstörf, rekstrarafkomu, ímynd, kynjahlutfall æðstu stjórn-                                          !"# $% " &'( )* '$* +,-.// ,01.12 +30.3, ,,.425 ,,.514 +5.13/ +35.3+ +./125 +51.14 +1-./1 +,-.24 ,02.+2 +30.2 ,,.1/4 ,3.033 +5.15, +35.2 +./2,, +52.,/ +1-.53 ,3+.50/4 +,5.01 ,02.12 +3+.0- ,,.2++ ,3.+0+ +5.24 +/0.05 +./214 +52.-3 +15./ Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.