Morgunblaðið - 09.01.2013, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2013
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir
Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Sverrir Þórðarson
blaðamaður lést
mánudaginn 7. janúar
sl., níræður að aldri.
Sverrir fæddist á
Kleppi í Reykjavík 29.
mars 1922. Foreldrar
hans voru Ellen Jo-
hanne Sveinsson hús-
móðir og Þórður
Sveinsson, prófessor
og yfirlæknir á
Kleppi. Systkini
Sverris voru Hörður,
lögfræðingur og spari-
sjóðsstjóri SPRON;
Úlfar, augnlæknir og
borgarfulltrúi í Reykjavík; Sveinn,
dr. rer.nat., skólameistari á Laug-
arvatni og síðar pró-
fessor í Kanada;
Nína, húsmóðir í
Reykjavík; Agnar, rit-
höfundur og bóka-
vörður, og Gunn-
laugur, hæstaréttar-
lögmaður í Reykjavík.
Sverrir nam raf-
virkjun áður en hann
gerðist blaðamaður á
Morgunblaðinu árið
1943. Þar vann hann
til ársloka 1992 er
hann lét af störfum
sökum aldurs eftir
tæplega 50 ára starf.
Sverrir var jafnframt um langt
skeið fréttaritari norrænna fjöl-
miðla hér á landi. Hann tók þátt í
félagsstörfum hjá Blaðamanna-
félagi Íslands og sat um skeið í
stjórn félagsins.
Sverrir kvæntist árið 1946 Petru
G. Ásgeirsdóttur. Þau eignuðust
þrjú börn og lifa tveir synir þeirra,
Þórður augnlæknir og Ásgeir
blaðamaður. Dóttir þeirra, Ása
Steinunn, lést árið 1984. Petra lést
árið 1986.
Útför Sverris Þórðarsonar verð-
ur gerð frá Dómkirkjunni í
Reykjavík föstudaginn 11. janúar
og hefst athöfnin klukkan 15.
Við leiðarlok þakkar Morgun-
blaðið Sverri mikil og góð störf
fyrir blaðið og sendir fjölskyldu
hans innilegar samúðarkveðjur.
Sverrir Þórðarson blaðamaður
Stefán Pétur Eggerts-
son verkfræðingur
lést hinn 8. janúar á
líknardeild Landspít-
alans í Kópavogi, 66
ára að aldri. Hann
fæddist 28. mars 1946
í Reykjavík, sonur
Eggerts Eggerts-
sonar, gjaldkera
ÁTVR, og Arnheiðar
Sveinsdóttur.
Stefán lauk stúd-
entsprófi frá Mennta-
skólanum á Akureyri
1966. Hann lauk fyrri-
hlutaprófi í verkfræði
frá HÍ 1969 og prófi í byggingar-
verkfræði frá Lunds Tekniska
Högskola 1971. Hann var verk-
fræðingur hjá Vatnsveitu Reykja-
víkur 1971-1973, hjá Verk-
fræðistofu Stefáns
Ólafssonar, VSÓ, frá
1973-2005, lengst
sem framkvæmda-
stjóri og annar aðal-
eigandi. Stefán sat í
stjórn Árvakurs, út-
gáfufélags Morg-
unblaðsins, frá 1987-
2009. Hann var vara-
formaður stjórnar frá
1995-2005 og formað-
ur frá 2005 til 2007.
Hann var formaður
Samtaka um bygg-
ingu tónlistarhúss frá
1995-2003 og stjórn-
arformaður Austurhafnar 2005-
2012. Hann tók þátt í undirbún-
ingi að stofnun Listaháskóla Ís-
lands og sat í stjórn skólans frá
stofnun hans 1998-2009 og var for-
maður fyrstu þrjú árin. Hann sat í
stjórn Skógræktarfélags Reykja-
víkur 2000-2007, formaður 2002-
2007. Stefán sat í stjórn Marorku
hf. frá stofnun fyrirtækisins árið
2002.
Eftirlifandi eiginkona Stefáns er
Kristín Gunnarsdóttir. Þau eiga
þrjú börn, Huldu, Gunnar og Egg-
ert og fjögur barnabörn.
Stefán Pétur kom mjög að mál-
efnum Morgunblaðsins um langa
hríð og gegndi forystuhluverki í
stjórn Árvakurs. Hann var vand-
virkur og víðsýnn í senn, hófsamur
og tillögugóður og gætti mjög að
samheldni innan stjórnarinnar og
nánu samráði ritstjórnar og fram-
kvæmdastjórnar, þar sem það átti
við. Eru honum þökkuð öll hin
góðu störf í þágu blaðs og fyr-
irtækis.
Andlát
Stefán P. Eggertsson verkfræðingur
Meirihluti hafnarstjórnar Hafnar-
fjarðar er mótfallinn viðræðum við
Faxaflóahafnir um kosti hugsanlegr-
ar sameiningar Hafnarfjarðarhafnar
og Faxaflóahafna. Bæjarstjórn Hafn-
arfjarðar vísaði tillögu þess efnis til
umsagnar hafnarstjórnar 5. desem-
ber s.l. Málið var tekið fyrir í hafn-
arstjórn í gær og þar var tillaga full-
trúa Samfylkingarinnar og VG um
andstöðu hafnarstjórnar við slíkar
viðræður samþykkt með þremur at-
kvæðum gegn tveimur. Fulltrúar
Sjálfstæðisflokks lögðu fram tillögu
og töldu rétt að skoða kosti og galla
sameiningar við Faxaflóahafnir.
Í tillögu meirihlutans, sem var
samþykkt, er vísað til samkeppnis-
sjónarmiða og mikilvægis þjónustu
hafnarinnar fyrir atvinnulíf í Hafnar-
firði, auk þess sem hafnarsvæðin
gegni lykilhlutverki í skipulagsmálum
bæjarins. Þá gangi rekstur hafnar-
innar vel. Þar segir einnig:
„Yfirstandandi eru viðræður við
Rio Tinto – Alcan um nýjan hafnar-
samning sem mun auka tekjur hafn-
arinnar frá og með næsta ári.“
Straumsvíkurhöfn heyrir undir Hafn-
arfjarðarhöfn.
Eyjólfur Sæmundsson, formaður
hafnarstjórnar, sagði að núgildandi
hafnarsamningur vegna Straumsvík-
ur félli úr gildi á næsta ári. Fyrir þann
tíma þyrfti að semja um ný hafnar-
gjöld. Álverið hefur greitt lág vöru-
gjöld því ÍSAL greiddi fyrir höfnina á
sínum tíma og fékk í staðinn afslátt af
vörugjöldum í tiltekinn tíma. Afslátt-
urinn fellur niður á næsta ári. Eyjólf-
ur sagði að miðað við hafnarsamninga
álveranna á Reyðarfirði og á Grund-
artanga mætti reikna með talsverðri
hækkun vörugjalda í Straumsvík.
gudni@mbl.is
Hafnarstjórn
leggst gegn
sameiningu
Hafnarfjarðarhöfn reiknar með hærri
tekjum af Straumsvíkurhöfn á næsta ári
Morgunblaðið/Björn Jóhann
Straumsvík Afsláttur álversins af
vörugjöldum fellur brátt niður.
Hafnarfjarðarhöfn
» Hafnarfjarðarhöfn er ein
elsta höfn landsins, eins og
nafn fjarðarins bendir til.
» Hafnarbakkar Hafnarfjarð-
arhafnar eru um 1.500 metra
langir og mesta dýpi við hafn-
arbakka er 12 metrar.
Þótt Reykjavík sé ekki stór á erlendan mælikvarða er
eins gott að hafa greinargott kort í farteskinu þegar
þræða á helstu ferðamannastaði höfuðborgarinnar.
Hin ýmsu markaðsátök og kynningarverkefni síðastlið-
inna ára, s.s. Inspired by Iceland og Ísland allt árið,
hafa tvímælalaust skilað góðum árangri þar sem vel
búnir ferðamenn setja enn mark sitt á mannlífið í mið-
borginni og virðast ekki láta vetrarhráslagann á sig fá.
Ferðamenn setja svip sinn á mannlífið í miðborginni
Morgunblaðið/Golli
Leitin að bestu leiðinni
Viðræðunefnd Alþýðusambands Ís-
lands (ASÍ) og Samtaka atvinnulífs-
ins (SA) hélt áfram viðræðum í gær
um endurskoðun kjarasamninga.
Vilhjálmur Egilsson, framkvæmda-
stjóri SA, sagði að þar hefði verið
skipst á skoðunum og spáð í stöðuna
nú og í framhaldinu. Stefán Einar
Stefánsson, formaður VR og LÍV,
taldi í Morgunblaðinu í gær að bolt-
inn væri nú hjá atvinnurekendum.
„Boltinn er hjá báðum samnings-
aðilum,“ sagði Vilhjálmur, spurður
um afstöðu Stefáns Einars. „Sam-
kvæmt kjarasamningnum er gert
ráð fyrir því að við tölum saman og
förum sameiginlega yfir stöðuna.
Við höfum sagt að þrátt fyrir for-
sendubrest gagnvart okkur viljum
við ekki eiga frumkvæði að uppsögn
samninganna.“
Vilhjálmur kvaðst vona að kjara-
samningunum yrði ekki sagt upp.
„Ég held að það sé engum í hag að
gera það,“ sagði Vilhjálmur. Samið
var til 31. janúar 2014.
Stjórnarfundur verður haldinn
hjá Samtökum atvinnulífsins á
morgun, fimmtudag. Vilhjálmur
sagði að viðræðunefndin hefði
ákveðið að vera í sambandi eftir
stjórnarfundinn.
Samninganefnd ASÍ og fram-
kvæmdastjórn SA þurfa að tilkynna
niðurstöðu sína varðandi framleng-
ingu kjarasamninga fyrir kl. 16.00
hinn 21. janúar nk.
gudni@mbl.is
Boltinn er
hjá báðum
aðilum
Viðræðunefnd ASÍ
og SA fundaði í gær
Karl Vignir Þorsteinsson var boð-
aður í skýrslutöku hjá lögreglu í
gær vegna umfjöllunar Kastljóss um
kynferðisbrotaferil hans sem spann-
ar nær hálfa öld. Samkvæmt frétta-
vef Ríkisútvarpsins verður yf-
irheyrslum haldið áfram í dag.
Stjórn Kirkju sjöunda dags að-
ventista sendi frá sér yfirlýsingu um
málið í gær þar sem segir m.a. að
samkennd með þolendum afbrota
Karls Vignis sé kirkjunni efst í huga.
„Það er augljóst að kirkjan og ís-
lenskt samfélag í heild hafa brugðist
þessum einstaklingum og fjöl-
skyldum þeirra og viljum við fyrir
hönd kirkjunnar biðjast innilegrar
fyrirgefningar,“ segir í yfirlýsing-
unni.
Þá hafi fyrir áratug m.a. verið
komið á verklagsreglum innan
kirkjunnar um aðgerðir til varnar
gegn ofbeldi, m.a. kynferðisofbeldi
gegn börnum og unglingum, og
kirkjan muni áfram gera allt sem í
hennar valdi stendur til að koma í
veg fyrir að slík afbrot endurtaki
sig. »17
Yfirheyrslur yfir
Karli Vigni halda
áfram í dag
Ungur maður sem leitaði til lög-
reglunnar á höfuðborgarsvæðinu
um helgina vegna hópnauðgunar
hefur nú lagt fram kæru vegna
verknaðarins. Í gær var tekin
skýrsla af manninum.
Maðurinn var við tónlistarhúsið
Hörpu þegar hann hafði samband
við lögregluna. Ekki hefur fengist
staðfest hjá lögreglu hve margir
tóku þátt í nauðguninni né hvort
vitað er hverjir árásarmennirnir
eru.
Lagði fram kæru
vegna nauðgunar