Morgunblaðið - 09.01.2013, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.01.2013, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2013 bolaprentun gluggamerkingar prentun Smiðjuvegur 42 Rauð gata 200 Kópavogur Sími:544 4545 www.signa.is signa@signa.is skilti signa.isBílamerkingar Í nútímasamfélagi er ekki sjálfgefið að sækja samveru sem fyllir mann notalegri tilfinningu og gleði og leiðir það af sér að maður skemmti sér heils hugar. Laugardaginn 5. janúar sl. blés Karlakórinn Heimir til árvissr- ar þrettándagleði í Miðgarði í Varmahlíð. Skemmtun þessi hefur um árabil verið hluti af starfsemi kórsins og sögur af henni borist víða um lönd. Að þessu sinni sótti undirritaður gleði þessa í annað sinn og var ekki laust við að eftirvæntingar gætti í huga hans. Þó komið væri að Miðgarði í fyrra fallinu streymdi þá þegar að, úr öllum áttum, prúðbúið fólk í hátíðarskapi. Ljóst varð að hér yrði margt um manninn og dró ekki úr stemning- unni. Nú voru mörg andlit orðin kunnugleg, gott var að hitta mann og annan, móttaka og endurgefa góðar óskir um gleðilegt ár og þakka fyrir það liðna. Húsið fylltist og þegar klukkan sló upphaf var búið að bæta við stólum þar sem hægt var. Ljóst var að ein- hverjir urðu að standa. Formaður kórsins, Gísli Frostason, bauð gesti velkomna, þakkaði þeim komuna og óskaði góðrar skemmtunar. Kórinn gekk í salinn, ásamt undirleikara, og viðtökur létu ekki á sér standa. Held- ur bættist í lófatakið þegar stjórn- andinn gekk á svið. Stefán R. Gísla- son var nú aftur kominn við stjórnvölinn eftir nokkurt hlé. Það var eins og salurinn fagnaði því inni- lega. Í orðum kynna kvöldsins gætti nokkurrar gamansemi, sem kórinn er orðlagður fyrir, og sló tóninn fyrir kvöldið. Kórinn söng af ákveðni, fór vel með þann kraft sem hann býr yf- ir, sem og mýkt, og fylgdi stjórnanda sínum vel. Sá var greinilega í essinu sínu þetta kvöld. Óskar Pétursson söng einsöng í tveimur lögum fyrir hlé á sinn einstaka hátt. Þá söng Ari Jóhann Sigurðsson einnig einsöng og gerði það vel. Eftir fyrri hluta söngs kórmanna steig Einar K. Guðfinnsson á svið sem ræðumaður kvöldsins. Í máli hans kom fram að hann á ættir að rekja að Skörðugili, var þar í sveit um árabil sem og við störf í verslun Bjarna Har. Hann rifjaði upp eitt og annað í orðum sínum og notaði reynslu sína og upplifun til að gæða mál sitt lífi og gáska. Fór honum það vel úr hendi. Var salurinn vel með á nótunum, ríkti vaxandi glaðværð und- ir orðum hans sem og í hléi þar á eftir. Að því loknu var aðeins losað um formlegheit, stjórnandinn settist sjálfur við flygilinn og nokkrir kór- menn settust við trommur, hristur, gítar og bassa. Þá bættust og við tveir lúðrablásarar. Síðast en ekki síst kom á sviðið Guðrún Gunnarsdóttir, með sína ljúfu rödd, þekkilegu framkomu og bros. Sveifla var í lagavalinu sem þau Guðrún, og Óskar Pétursson, nýttu til hins ýtrasta þegar þau lögðu kórnum lið með röddum sínum. Ósk- ar lá ekki á liði sínu frekar en fyrri daginn. Þegar kom að síðasta lagi fyr- ir aukalög hafði sveiflan náð tökum á gestum í sal. Eftir nokkur aukalög og afhend- ingu rósa tók salurinn undir með kórnum í laginu Nú árið er liðið. Há- tíðleiki lags og texta blandaðist glað- værð kvöldsins, var vel valinn enda- punktur á afar ánægjulegri skemmtun þar sem kór, með um fimm hundruð raddir, söng fram þá sameiginlegu ósk að eignast enn eitt gleðilegt ár, góðar og blessaðar tíðir. Yfirheiti þessarar gleði var Svífðu með og er óhætt að segja að hún hafi náð til hjartans. Er varla hægt að fara fram á meira. Karlakórnum Heimi er með þessum fátæku orðum þakkað fyrir þennan gleðiauka í upphafi árs sem án efa á eftir að svífa með við- stöddum langt inn í nýja árið. ÁGÚST ÓLASON, skólastjóri og íbúi í Varmahlíð. Svífðu með Frá Ágústi Ólasyni Ágúst Ólason Við erum mörg í þeim sporum í dag að vilja að Ísland end- urheimti sæti sitt sem það þjóðfélag sem er með hvað bestu lífs- kjörin fyrir almenning. Það gerist ekki með því að draga lappirnar og tefja fyrir stórum fram- kvæmdum né með því að skapa óvissu um um- hverfi grunn- atvinnuvega landsins. Það gerist heldur ekki með því að ýta undir fyr- irlitningu í garð nágrannans eða með neikvæðri orðræðu. Það gerist með því að við sem þjóð vinnum saman. Það gerist með því að við sem þjóð förum að takast á um málefnin en ekki menn, að við veljum fólk á Al- þingi sem getur tekist málefnalega á en veður ekki uppi með hleypidóma og skítkast. Nú á nýju ári er einstakt tækifæri fyrir Sjálfstæðisflokkinn að sýna og sanna enn og aftur að hann getur myndað sátt um erfið mál og stuðlað að uppbyggingu atvinnulífsins. Að hann sé stærsta stjórnmálaafl lands- ins sem enn getur hreyft við fólki þannig að það njóti sín og hæfileika sinna hvar sem er á landinu, í sátt við nærumhverfið sitt og sína menn. Í mínum huga er stærsta verkefnið framundan að Íslendingar fái tæki- færi til að búa sér til gott samfélag til framtíðar. Við eigum ekki að þurfa að flýja land til að leita tækifæra, við eig- um að geta fundið þau í túnfætinum heima. Í dag, nú fjórum árum eftir hrun bankanna, er fólk enn að kalla eftir réttlæti. Ég treysti Sjálfstæðisflokknum best til þess að hlýða þessu kalli. Koma með lausnir, því nú, jafnt sem endranær, á grunnstefna flokksins frá árinu 1929 hljóm- grunn með þjóðinni, eða eins og þar segir: „allir eiga að fá tækifæri til að byggja yfir sig íbúðarhúsnæði, sam- vinna og skilningur á að vera milli at- vinnurekenda og launafólks, áherzla lögð á mikilvægi allra stétta, atorku einstaklingsins og jöfn tækifæri.“ Fyrir Íslendinga, fólkið sem byggir þetta land, skiptir það mestu að stuðl- að sé að auknum hagvexti með því að gera fyrirtækjunum kleift að skapa ný störf. Og ein er sú leið sem er fær; að skapa hér sátt um leið til verð- mætasköpunar. Lækka þarf skatta og fella niður ýmsar af hinum nýju álögum sitjandi ríkisstjórnar. Við þurfum að stuðla að stöðugu fjár- magnsumhverfi svo að framtakssamt fólk geti hrint hugmyndum sínum í framkvæmd og gert áætlanir fram í tímann. Einnig þarf að hlúa vel að grunnatvinnuvegum þessa lands, landbúnaði og sjávarútvegi. Rík- isvæðingin í þessum tveimur lyk- ilatvinnugreinum okkar er komin út fyrir öll mörk. Skattpíningin er allt- umlykjandi – meira að segja skógar- bóndanum er ekki hlíft og ávinningur hans er tekinn eignarnámi. Og of- urskattheimtan vegna hins sértæka veiðigjalds bárust útgerðum þessa lands á síðustu vikum þessa árs. Grundvöllur þeirrar skattlagningar er meðaltalshagnaður sjávarútvegs- ins, þ.m.t. landvinnslunnar, rekstr- arárið 2010. Ekki er tekið tillit til þess að sum sjávarútvegsfyrirtæki eru ekki með landvinnslu og önnur veik fyrir sökum bágrar kvótastöðu. Ráð- leggingar fræðimanna á sviði auð- lindahagfræði voru hafðar að engu, sem og nær allar þær umsagnir sem bárust við frumvarpssmíðina. Rík- isstjórnin rammar inn vegferð sína að ríkisvæðingu með skattlagningunni og mun það ríða mörgum útgerð- arfyrirtækjum, sérstaklega þeim smærri, að fullu. Við eigum ekki að sætta okkur við þessa skattpíningu vinstrimanna. Tökum því öll þátt og stillum upp sterkum listum fyrir komandi alþingiskosningar. Segjum skilið við skatt- píningu vinstrimanna Eftir Erlu Sigríði Ragnarsdóttur » Fyrir fólkið sem byggir þetta land skiptir það mestu að stuðlað sé að auknum hagvexti með því að gera fyrirtækjunum kleift að skapa ný störf. Erla Sigríður Ragnarsdóttir Höfundur er framhaldsskólakennari og sækist eftir 2.-3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðaust- urkjördæmi. - með morgunkaffinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.