Morgunblaðið - 09.01.2013, Blaðsíða 39
MENNING 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2013
Íris Ólöf Sigurjónsdóttir býður til
listamannsspjalls annað kvöld um
sýningu sína Drósir og draumar
sem stendur yfir í Flóru, Hafn-
arstræti 90, á Akureyri. Spjallið
hefst kl. 20 og lýkur um klukku-
stund síðar. Á sýningunni getur að
líta textílverk eftir Írisi og skart úr
margs konar hráefni sem „lifað hef-
ur tímana tvenna og þrenna“, eins
og segir í tilkynningu. Gamlir efn-
isbútar, perlur og prjál eru efnivið-
ur nýrra drauma og drósir koma
við sögu. Íris er textílhönnuður og
textílforvörður að mennt, nam í
Ósló og Lundúnum og gegnir stöðu
safnstjóra Byggðasafnsins á Dal-
vík. Hún hefur tekið þátt í mörgum
samsýningum en sýningin í Flóru
er þriðja einkasýning hennar. Sýn-
ingunni lýkur 13. janúar.
Íris spjallar
um verk sín
Textílhönnuður Íris sýnir í Flóru og
spjallar um verk sín á morgun.
ÁKjarvalsstöðum er nú ívestursalnum til sýnis úr-val verka frá rösklegafjörutíu ára ferli Ragn-
heiðar Jónsdóttur. Yfirskriftin,
„Hugleikir og fingraflakk“, end-
urspeglar tvískiptar sýningará-
herslur; annars vegar eru sýnd graf-
íkverk (sinkætingar) frá 8. og 9.
áratugnum, hins vegar stórar kola-
teikningar sem Ragnheiður hefur
fengist við frá um 1990, en nýjustu
verkin voru sýnd í Listasafni ASÍ nú
í haust. Heiti sýningarinnar vísar í
senn til hugmyndalegs inntaks eldri
verkanna og líkamlegra og spuna-
kenndra vinnubragða teikninganna.
Ætingarnar þekkja margir, ekki
síst þær er tengjast vakningu í jafn-
réttisbaráttu kvenna á 8. áratugnum
og má þar nefna Ónefnd-seríuna þar
sem við sögu koma óléttubumbur,
kjólar og húsgögn, og svo myndir
sem tengjast kvennafrídeginum 24.
október 1976. Þessi verk mótast af
tæknilegri færni og frjórri mynd-
hugsun. Fyrir vikið fela mörg þeirra
í sér áhrifaríkar ímyndir er lifað hafa
í menningarvitundinni sem tímanna
tákn – og erindi þeirra er sígilt.
Textaspjöld með tilvitnunum í lista-
manninn, staðsett við verkin, eru
mjög vel til fundin og þau auðga sýn-
ingarreynsluna. Tilvitnanirnar varpa
ljósi á persónulega reynslu og sýn á
samfélagið og listalífið, þ. á m. upp-
sveiflu í grafíklistinni hér á landi.
Spjöldin hefðu gjarnan mátt vera
stærri og textinn ritaður með auð-
lesnara letri.
Merking verkanna frá þessum ár-
um er oftar en ekki pólitísk og tengd
hugleiðingum um stöðu kvenna eða
náttúruvernd. Í myndröðinni Völu-
spá, frá upphafi 10. áratugarins, er
skírskotað til Persaflóastríðsins. Í
því verki, líkt og öðrum nátt-
úrutengdum grafíkverkum frá svip-
uðum tíma, má sjá breytingar í átt til
meira frjálsræðis í listrænum vinnu-
brögðum: hreyfing og átök eru túlk-
uð með lausbundnara flæði forma. Í
stöku verkum sjást skírskotanir til
forsögulegra mynda og ljóst er að
hugur Ragnheiðar stóð um þetta
leyti til frumlægrar og milliliðalausr-
ar tjáningar.
Í stórri teikningu frá 1990 sést
hvar listamaðurinn hefur stigið
skrefið til fulls, tekið sér kol og
strokleður í hönd og unnið beint á
pappírinn. Þar er sem hárin í eró-
tískri og beittri („bóka“)myndröð frá
1981 hafi öðlast sjálfstætt líf í verki
sem minnir á loðfeld eða fold. Nátt-
úruskírskotunin er raunar sterk í
kolamyndum Ragnheiðar eins og
heiti verka á borð við Húmtjöld og
Storð gefa til kynna. Verkin tengjast
vissulega náttúruhrifum en þau eru
fyrst og fremst myndheimur þar
sem Ragnheiður finnur frelsi til at-
hafna: „Mér fannst ég vera inni í
þessum verkum. Maður gat hreyft
sig, ekki bara frá hægri til vinstri,
heldur farið upp og niður, út og suð-
ur á myndfletinum.“ Verkin einkenn-
ast af hrynjandi og hreyfingu sem
býður upp á virka skynjun þar sem
áhorfandinn flakkar um myndflötinn
ekki síður en fingur listamannsins.
Tjáningin er kraftmikil og hrífandi –
en vinnubrögðin engu að síður fáguð.
Í úthugsuðum „hugleikjum“ er sjón-
taugum ögrað og ýmist kallað á
grannskoðun eða áhorfandanum
hrundið í fjarlægð frá myndunum.
Verkin eru stór og krefjandi og þar
sem þau hanga nokkuð þétt í salnum,
taka þau stundum hvert frá öðru.
Sum stærri verkanna þarfnast meira
andrúms. Engu að síður felur sýn-
ingin „Hugleikir og fingraflakk –
Stiklur úr starfsævi Ragnheiðar
Jónsdóttur“ í sér prýðilegt yfirlit um
glæsilegan feril.
Unaðsleg Eitt af verkum Ragnheiðar Jónsdóttur á sýningunni Hugleikir
og fingraflakk, Deluxe and delightful, frá árinu 1979.
Hitnar í kolunum
Listasafn Reykjavíkur –
Kjarvalsstaðir
Hugleikir og fingraflakk – Stiklur úr
starfsævi Ragnheiðar Jónsdóttur
bbbbn
Til 20. jan. 2013. Opið alla daga kl. 10-
17. Aðgangur 1.000 kr. Hópar 10+ kr.
600. Frítt fyrir börn yngri en 18 ára,
eldri borgara og öryrkja. Árskort 3.000
kr. Sýningarstjóri: Eiríkur Þorláksson.
ANNA JÓA
MYNDLIST
Ljósmynd/Listasafn Reykjavíkur
Lið Verzlunarskóla Íslands,
Menntaskólans í Reykjavík og
Menntaskólans í Kópavogi komust
áfram í fyrstu umferð spurn-
ingakeppni framhaldsskólanna,
Gettu betur, í fyrrakvöld. 29 skólar
taka þátt í kepnninni í ár og er hún
sú 27. í röðinni. Fyrsta umferðin fer
fram í útvarpi, á Rás 2.
Lið Menntaskólans í Reykjavík
sigraði Fjölbrautaskóla Breiðholts
með 29 stigum gegn 5, Verzl-
unarskóli Íslands sigraði Mennta-
skólann í Borgarfirði með 22 stig-
um gegn 9 og Menntaskólinn í
Kópavogi hafði betur gegn Fjöl-
brautaskólanum í Vestmannaeyjum
með 10 stigum gegn 6.
Versló, MR og MK komust áfram
Alsæla Sigurlið Versló í Gettu betur 2004.
Hverfisgötu 19 551 1200 leikhusid.is midasala@leikhusid.is
VIÐ SÝNUM TILFINNINGAR
Dýrin í Hálsaskógi (Stóra sviðið)
Lau 12/1 kl. 16:00 Aukas. Lau 19/1 kl. 16:00 Aukas. Lau 26/1 kl. 16:00 Aukas.
Sun 13/1 kl. 13:00 35.sýn Sun 20/1 kl. 13:00 37.sýn Sun 27/1 kl. 13:00 39.sýn
Sun 13/1 kl. 16:00 36.sýn Sun 20/1 kl. 16:00 38.sýn Sun 27/1 kl. 16:00 40.sýn
Lau 19/1 kl. 13:00 Aukas. Lau 26/1 kl. 13:00 Aukas.
Sýningar í janúar komnar í sölu!
Macbeth (Stóra sviðið)
Mið 9/1 kl. 19:30 Aukas. Mið 16/1 kl. 19:30 Aukas. Fim 24/1 kl. 19:30 10.sýn
Fim 10/1 kl. 19:30 6.sýn Fim 17/1 kl. 19:30 8.sýn Fös 25/1 kl. 19:30 11.sýn
Fös 11/1 kl. 19:30 7.sýn Fös 18/1 kl. 19:30 9.sýn
Aðeins sýnt út janúar! Athugið - stobe lýsing notuð. Ekki við hæfi barna.
Jónsmessunótt (Kassinn)
Lau 12/1 kl. 19:30 25.sýn Lau 19/1 kl. 19:30 27.sýn
Sun 13/1 kl. 19:30 26.sýn Sun 20/1 kl. 19:30 28.sýn
Frábær skemmtun! Síðustu sýningar!
Karíus og Baktus (Kúlan)
Lau 12/1 kl. 13:30 9.sýn Lau 12/1 kl. 16:30 Aukas. Sun 13/1 kl. 15:00 12.sýn
Lau 12/1 kl. 15:00 10.sýn Sun 13/1 kl. 13:30 11.sýn Sun 13/1 kl. 16:30 Aukas.
Frábært leikrit sem á erindi við alla krakka!
Með fulla vasa af grjóti (Stóra sviðið )
Fim 31/1 kl. 20:30 19.sýn Fös 8/2 kl. 20:30 21.sýn Fös 15/2 kl. 20:30 24.sýn
Sun 3/2 kl. 20:30 20.sýn Lau 9/2 kl. 20:30 23.sýn Lau 16/2 kl. 20:30 25.sýn
Nýtt sýningatímabil hefst eftir áramót - miðasala í fullum gangi!
Já elskan (Kassinn)
Mið 9/1 kl. 20:00 5.sýn Fim 10/1 kl. 20:00 6.sýn
Nýtt íslenskt dansverk um margbreytileg mynstur fjölskyldna.
Með fulla vasa af grjóti (Samkomuhúsið Akureyri)
Lau 26/1 kl. 20:00 Sun 27/1 kl. 16:00
Sýningar á Akureyri
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
Mýs og Menn (Stóra svið)
Mið 9/1 kl. 20:00 4.k Fös 18/1 kl. 20:00 aukas Fim 31/1 kl. 20:00 13.k.
Fim 10/1 kl. 20:00 aukas Lau 19/1 kl. 20:00 9.k Fös 1/2 kl. 20:00 14.k
Fös 11/1 kl. 20:00 5.k Sun 20/1 kl. 20:00 10.k Fös 8/2 kl. 20:00
Lau 12/1 kl. 20:00 aukas Fim 24/1 kl. 20:00 11.k Lau 9/2 kl. 20:00
Sun 13/1 kl. 20:00 6.k Fös 25/1 kl. 20:00 aukas Lau 16/2 kl. 20:00
Mið 16/1 kl. 20:00 7.k Lau 26/1 kl. 20:00 aukas Sun 17/2 kl. 20:00
Fim 17/1 kl. 20:00 8.k Sun 27/1 kl. 20:00 12.k Mið 27/2 kl. 20:00
Jólasýningin 2012. Meistaraverk eftir John Steinbeck. Sýningum lýkur í febrúar.
Gulleyjan (Stóra sviðið)
Sun 13/1 kl. 14:00 Sun 20/1 kl. 14:00
Ævintýralegasta fjársjóðsleit allra tíma. Aukasýningar í janúar!
Gullregn (Nýja sviðið í janúar. Stóra sviðið í febrúar)
Lau 12/1 kl. 20:00 Lau 19/1 kl. 20:00 Lau 2/2 kl. 20:00
Sun 13/1 kl. 20:00 Mið 23/1 kl. 20:00 Sun 3/2 kl. 20:00
Mið 16/1 kl. 20:00 Fim 24/1 kl. 20:00 Sun 10/2 kl. 20:00
Fim 17/1 kl. 20:00 Fös 25/1 kl. 20:00
Fös 18/1 kl. 20:00 Lau 26/1 kl. 20:00
Mannlegt verk um íslenskt fólk og útlenskt tré
Saga Þjóðar (Litla sviðið)
Fös 11/1 kl. 20:00 Fös 18/1 kl. 20:00 Lau 26/1 kl. 20:00
Lau 12/1 kl. 20:00 Lau 19/1 kl. 20:00 Sun 27/1 kl. 20:00
Íslandssagan á hundavaði í tónsjónleik með Hundi í óskilum. Síðustu sýningar.
Stundarbrot (Nýja sviðið)
Fim 10/1 kl. 20:00 frums Þri 15/1 kl. 20:00 3.k Þri 22/1 kl. 20:00
Fös 11/1 kl. 20:00 2.k Sun 20/1 kl. 20:00 4.k
Framsækið sjónarspil á mörkum vísinda, leikhúss og dans
Skoppa og Skrítla í leikhúsinu (Litla sviðið)
Lau 12/1 kl. 13:00 1.k Sun 13/1 kl. 13:00 3.k Lau 19/1 kl. 13:00 5.k
Sun 13/1 kl. 11:00 2.k Lau 19/1 kl. 11:00 4.k
Leikhús með söng og dansi fyrir börn frá níu mánaða aldri
Saga Þjóðar – HHHHH–JVJ. DV