Morgunblaðið - 09.01.2013, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.01.2013, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2013 Lyftarar og staflarar í yfir 600 útgáfum Fáanlegir sérútbúnir fyrir íslenskan fiskiðnað ▪ Handlyftarar með eða án palls. Allt að 5.350 mm lyftihæð og 3.000 kg lyftigetu. ▪ Tínslu- og þrönggangalyftarar með allt að 14.250 mm lyftihæð. ▪ Rafmagns- og dísellyftarar með allt að 9.000 kg lyftigetu. ▪ Hillulyftarar með allt að 12.020 mm lyftihæð. sýslumanna og varðstofur lögreglu verða starfræktar. Staðsetningin er ekki aðeins við- kvæm vegna óvissunnar um hvernig þjónustunni verður háttað heldur einnig vegna óvissu um fækkun eða tilflutning starfa. Byggðaráð Skagafjarðar sem er að missa starf sýslumanns, tíma- bundið, hefur óskað eftir fundi með innanríkisráðherra vegna málsins. Stefán Vagn Stefánsson, formaður byggðaráðs, bendir á að fjöldi opin- berra starfa hafi tapast úr Skagafirði á undanförnum árum. Áætlar hann að fækkað hafi um 40 störf á kjör- tímabili ríkisstjórnarinnar. Mest munar um samdrátt hjá heilbrigðis- stofnuninni á Sauðárkróki en ýmsum starfsstöðvum hefur verið lokað og kroppað úr öðrum. Staðsetning sýslumanna og lögreglustjóra ákveðin síðar Eftir breytingu: Sýslumanns- embætti verða á: Höfuðborgarsvæðinu Vesturlandi Vestfjörðum Norðurlandi vestra Norðurlandi eystra Austurlandi Suðurlandi Suðurnesjum Lögeglustjóra- embætti verða á: Höfuðborgarsvæðinu Vesturlandi Vestfjörðum Norðurlandi vestra Norðurlandi eystra Austurlandi Suðurlandi Suðurnesjum Fyrir breytingu: Akranes Borgarnes Stykkishólmur Patreksfj. Bolungarvík Ísafjörður Hólmavík Blönduós Sauðárkrókur Siglufjörður Akureyri Húsavík Seyðisfj. Eskifjörður Höfn Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Selfoss Sýslumenn (alls 24) Lögreglustjórar (alls 15) Sýslumaður gegnir líka embætti lögreglustjóra Reykjanesbær Sýslumenn og lögreglustjórar Hafnarfjörður Kópavogur Reykjavík Höfuðborgarsvæðið Suðurnes Búðardalur  Byrjað að fækka sýslumönnum  Sveitarstjórn í vörn vegna fækkunar starfa BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Þótt frumvörp um fækkun sýslu- manna og lögreglustjóra séu óaf- greidd á Alþingi er í raun farið að undirbúa fækkun sýslumanna. Þannig gegnir sýslumaðurinn í Kópavogi jafnframt embættinu í Hafnarfirði og sýslumaðurinn á Ísa- firði er sýslumaður á Patreksfirði. Frá og með næstu mánaðamótum mun sýslumaðurinn á Blönduósi stýra embættinu á Sauðárkróki. Stjórnsýsla ríkisins í héraði hefur verið í gerjun í mörg ár. Mestar breytingar hafa orðið á lögreglumál- um þar sem ákveðnum sýslumönn- um hefur verið falið að annast lög- reglustjórn á stærri svæðum og fara með rannsókn mála á enn stærri svæðum. Þá voru stofnuð tvö sjálf- stæð lögreglustjóraembætti, á höf- uðborgarsvæðinu og Suðurnesjum. Þá beitti Björn Bjarnason, þáver- andi dóms- og kirkjumálaráðherra, sér fyrir því að verkefni voru flutt til sýslumannsembætta úti um landið og hefur það styrkt embættin. Sýslu- mannsembættið á Blönduósi er skýrt dæmi en það hefur með hönd- um umfangsmikla innheimtu sekta og sakargjalda og fleiri gjalda fyrir ríkið. Miðað við gömlu mörkin Í frumvörpunum sem liggja fyrir Alþingi er gert ráð fyrir að 8 sýslu- menn verði í landinu í stað 24 og 8 lögreglustjórar í stað 15. Þótt um- dæmamörk verði ekki ákveðin í lög- unum vísa heiti embættanna til gömlu kjördæmamarkanna nema hvað höfuðborgarsvæðið verður eitt. Viðkvæmasta atriðið víða úti um landið er staðsetning embættanna. Ekki verður kveðið á um það fyrr en með reglugerð hvar aðalskrifstofa sýslumanns skuli vera og aðalstöð lögreglustjóra. Ráðherra mun einnig ákveða hvar aðrar þjónustustöðvar Hæstiréttur hef- ur staðfest gæsluvarðhalds- úrskurð Héraðs- dóms Reykjaness yfir konu sem grunuð er um að- ild að fimm inn- brotum, meðal annars fjórum 3. janúar sl. Í fórum hennar og karl- manns fannst þýfi úr innbrotunum. Hún verður í haldi til föstudagsins 11. janúar nk. og sætir einangrun. Í greinargerð lögreglu höfuð- borgarsvæðisins segir að um há- degisbil 3. janúar hafi lögregla fengið tilkynningu um innbrot og fram komið að grunsamlegt par hefði bakkað bifreið upp að tilteknu húsi og síðan borið út úr því sjón- varpstæki. Umrædd bifreið var stöðvuð skömmu síðar, eftir að henni hafði verið veitt eftirför. Karlmaður og kona voru handtekin grunuð um innbrotið auk tveggja annarra inn- brota en tilkynnt var um öll þessi innbrot til lögreglu með stuttu millibili. Síðar var tilkynnt eitt inn- brot til viðbótar. Við leit í bifreið- inni fannst þýfi úr innbrotunum, en þar var um að ræða talsvert magn skartgripa og raftækja. Lögregla gerði leit á heimili parsins og fannst þá talsvert magn muna sem talið er að sé þýfi. Þar fundust með- al annars munir úr innbroti sem framið var 12. desember. Mögulegt er talið að parið tengist enn fleiri innbrotum á höfuðborg- arsvæðinu. Í gæsluvarðhaldi vegna innbrota Hæstiréttur stað- festi gæslu- varðhaldið. Kona, sem stöðvuð var við akstur á höfuðborgarsvæðinu í fyrrakvöld, reyndist vera undir áhrifum fíkni- efna. Með í för voru börnin hennar, en gerðar voru viðeigandi ráðstaf- anir í þeirra þágu og barnavernd- aryfirvöld upplýst um málið. Konan var handtekin og flutt á lögreglustöð. Samkvæmt upplýs- ingum lögreglunnar á höfuðborg- arsvæðinu er þetta mál ekki eins- dæmi. Ók undir áhrifum fíkniefna með börn„Óhætt er að segja að menn eru verulega óánægðir með þessa ákvörðun ráðherra,“ segir Stefán Vagn Stefánsson, formaður byggðaráðs Skagafjarðar. Hann bendir á að lengi hafi verið rætt um sameiningu sýslumannsemb- ætta. Enn sé óljóst hvort og þá hvenær hún komi til fram- kvæmda. „Við munum vænt- anlega fá nýjan ráðherra. Við vit- um ekki afstöðu hans, hvort málinu verður endanlega sópað undir teppið eða haldið áfram með það. Á með- an ekki liggur fyrir niðurstaða finnst okkur eðlilegt að þessi staða sé auglýst, að minnsta kosti til eins árs, og ráðið í hana þangað til nið- urstaðan liggur fyrir,“ segir Stef- án. Skagfirðingar óánægðir VILJA BÍÐA AFGREIÐSLU ALÞINGIS Á SÝSLUMANNAFRUMVARPI Stefán Vagn Stefánsson WOW air auglýsti eftir flugliðum í lok nóvember og bárust um 800 um- sóknir í störf flugfreyja og flug- þjóna. Um 50-60 manns verða ráðn- ir í sumarstörf flugliða en WOW air verður með fjórar vélar í rekstri og mun fljúga til 14 áfangastaða víðs vegar um Evrópu. Fjórir nýir áfangastaðir hafa bæst við leiða- kerfi WOW air frá því síðasta sum- ar; Barcelona, Amsterdam, Mílanó og Düsseldorf. Gert er ráð fyrir 450 þúsund farþegum með WOW air ár- ið 2013. Þessa dagana fara fram viðtöl við umsækjendur sem hafa reynslu af störfum flugliða og næstkomandi sunnudag munu 200 nýliðar þreyta próf í Háskólabíói. Næsta sumar munu um 100 flug- liðar starfa hjá WOW air sem þýðir tvöföldun á fjölda flugliða frá síð- asta sumri. 800 umsóknir um störf flugliða WOW Heimspekistofn- un og Siðfræði- stofnun Háskóla Íslands efna til málþings til heið- urs Vilhjálmi Árnasyni, pró- fessor við HÍ og stjórnarfor- manni Sið- fræðistofnunar. Málþingið er haldið í tilefni af sextugsafmæli Vil- hjálms og fer fram í Þjóðminjasafni Íslands 11. til 13. janúar. Flutt verða tuttugu erindi, meðal annars um friðhelgi einkalífsins, réttlátt samfélag, lýðræði, sýndarpólitík, siðasúpuna og peninga sem sam- félagsfyrirbæri. Dagskrá þingsins er á vef HÍ: http://www.hi.is. Málþing til heiðurs Vilhjálmi sextugum Vilhjálmur Árnason Á Landspítala er í gangi átak til að koma í veg fyrir að tóbaksreykur berist inn í spítalann. Merkingar hafa verið settar upp hjá kvennadeildum við Hringbraut, við geðdeildarbygginguna þar og við Landspítala Fossvogi. Gert er ráð fyrir að setja upp merkingar á Grensási, Landakoti og Kleppi í febrúar 2013. Sett hafa verið upp ílát til að losa sig við tóbak og eru þau svæði greinilega merkt og í nokkurri fjarlægð frá inngöngum spítalans. Tóbakslaus spítali STUTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.