Morgunblaðið - 09.01.2013, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2013
✝ RagnheiðurBjarnadóttir
fæddist á Húsavík
20. desember 1912
og lést á Dvalar- og
hjúkrunarheim-
ilinu Grund að
kvöldi aðfangadags
2012, 100 ára.
Foreldrar henn-
ar voru Þórdís Ás-
geirsdóttir, hús-
móðir og
hótelhaldari, f. 30.6. 1889, d.
23.4. 1965, og Bjarni Benedikts-
son athafnamaður á Húsavík, f.
29.9. 1870, d. 25.6. 1964.
Systkini Ragnheiðar: Ásgeir,
f. 1910, d. 1978, Benedikt, f.
1911, d. 1917, Stefán, f. 1914, d.
1982, Gunnar, f. 1915, d. 1998,
Vernharður, f. 1917, d. 2001,
Regína, f. 1918, d. 1994, Kristín,
f. 1920, d. 1995, Ásta, f. 1922, d.
2007, Bryndís, f. 1923, Þórdís, f.
1925, d. 2012, Hansína Margrét,
f. 1926, d. 2004, Rannveig Karól-
ína, f. 1929, d. 2006, Bjarni
Benedikt, f. og d. 1930, Baldur,
f. 1932. Fóstursystir Ragnheiðar
er Þóra Ása Guðjohnsen, f. 1930.
Akureyrar og stundaði nám í
ljósmyndun hjá Vigfúsi Sig-
urgeirssyni og starfaði síðar hjá
Eðvarði Sigurgeirssyni ljós-
myndara. Hún bjó í Kaupmanna-
höfn um tíma og starfaði þar á
saumastofu en kom heim er
seinni heimsstyrjöldin brast á.
Ragnheiður réð sig til Versl-
unarmannafélags Reykjavíkur
og sá um að opna og reka veit-
ingastofu á vegum félagsins í
Vonarstræti 4. Er hún giftist
flutti hún til Akureyrar og var
húsmóðir þar uns hún flutti á
Seltjarnarnes rúmlega áttræð.
Ragnheiður starfaði lengi
með kvenfélaginu Framtíðinni á
Akureyri, þar af nokkur ár sem
formaður og var hún kosin heið-
ursfélagi þess. Um árabil fór
hún víðsvegar um Norðurland
og kenndi skermasaum, sem
hún hafði lært í Danmörku á sín-
um yngri árum.
Ragnheiður var afburða list-
feng hannyrðakona og eru verk
eftir hana á nokkrum söfnum
svo sem Textílsafninu á Blöndu-
ósi, Minjasafninu á Akureyri og
Safnahúsinu á Húsavík.
Útför Ragnheiðar fer fram
frá Seltjarnarneskirkju í dag, 9.
janúar 2013, kl. 13. Minning-
arathöfn fer fram í Akureyr-
arkirkju 11. janúar kl. 13.30.
Jarðsett verður í Akureyr-
arkirkjugarði.
Ragnheiður gift-
ist 1942 Arthuri
Guðmundssyni, f.
8.3. 1908, d. 6.12.
1982, inn-
kaupastjóra hjá
Kaupfélagi Eyfirð-
inga á Akureyri.
Börn Ragnheiðar
og Arthurs eru: 1)
Guðmundur Garð-
ar, f. 1947, maki
Katrín Ólöf Ást-
valdsdóttir, f. 1949. Börn þeirra
eru; Katrín Ragnheiður, Ásta
Valdís og Arthur Garðar.
2) Bjarni Benedikt, f. 1949,
maki Jónína Guðrún Jósafats-
dóttir, f. 1950. Börn þeirra eru;
Ragnheiður Dagný, Ingibjörg
Marta og Ásgeir Pétur. 3) Þór-
dís Guðrún, f. 1953. Synir henn-
ar eru Þorsteinn og Bjarni Þór
Hannessynir.
Ragnheiður ólst upp á fjöl-
mennu heimili foreldra sinna á
Húsavík. Hún tók bílpróf er hún
hafði aldur til og vann ýmis störf
við fyrirtæki foreldra sinna,
meðal annars vörubifreiða-
akstur. Ragnheiður fluttist til
Það er óhætt að segja að
amma hafi lifað lífinu til fullnustu
og nýtt tímann vel og í flýti.
Henni féll hangs og iðjuleysi afar
illa enda hafði hún alltaf nóg fyrir
stafni og var með eindæmum af-
kastamikil. Hún var mikil hann-
yrðarkona og listamaður á því
sviði og eftir hana liggur ógrynni
fallegra muna sem allir voru unn-
ir af mikilli natni. Hún vildi
reyndar alltaf klára verkin sem
hún byrjaði á sem fyrst því það
versta sem hún vissi var að deyja
frá ókláruðu verki. Hún var viss
um að hún ætti bara einn dag ólif-
aðan. Þegar ég gekk með mitt
fyrsta barn, á hennar 94. aldurs-
ári, lét ég hana hafa nokkuð af
garni sem ég átti og ákvað hún að
hekla úr því svokallað dopp-
uteppi fyrir barnið. Garnið dugði
ekki til að hekla doppurnar sam-
an og eitthvað þótti henni ég
lengi að fara með henni að kaupa
það sem upp á vantaði. Mjög
skömmu eftir að ég hafði farið
með henni í garnleiðangurinn
hringdi hún í mig og bað mig í öll-
um bænum um að sækja teppið.
Þorði ég ekki öðru en að fara
beinustu leið til hennar og þegar
hún afhenti mér teppið sagði hún:
„Gjörðu svo vel, elskan. Jæja,
loksins get ég dáið, ég á ekkert
eftir óklárað.“ Svo leiddist henni
þófið og heklaði fjölmörg dopp-
uteppi eftir þetta.
Amma var mikill fagurkeri og
lagði mikið upp úr því að hafa
hreint og fínt í kringum sig og
þegar hún var aðstoðuð við hrein-
gerningar fannst henni þeir sem
ekki dustuðu útsaumuðu púðana
hennar hreinlega ekki kunna til
verka.
Hún var alltaf smart til fara
enda alin upp sem dama í kjól. Ég
man ekki eftir henni öðruvísi en í
pilsi, blússu og með perlufesti
þannig að hún hefði getað mætt í
„gilli“ alla daga. Hárið var alltaf
„lagt“ og ekki var farið út úr húsi
án hatts. Versti klæðnaður sem
hún vissi um voru gallabuxur og
fannst þær ekki við hæfi þar sem
fleiri en tveir komu saman.
Þegar við systkinin rifumst í
hennar áheyrn minnti hún okkur
á það að þær voru átta systurnar
og að þær hefðu aldrei rifist. Svo
runnu á okkur tvær grímur þeg-
ar systur komu í heimsókn og tal-
ið barst að pólitík. Þá töluðu þær
allar í einu á háa c-inu og þegar
amma var spurð út í þetta var
skýringin sú að þær skiptust
bara á skoðunum og að þær rifust
aldrei.
Alltaf voru margir í kringum
ömmu enda var hún sérlega
mannblendin auk þess kom hún
úr risastórri fjölskyldu. Um leið
og einhver kom í heimsókn hristi
amma fram úr erminni veislubak-
kelsi enda alltaf að stússa í eld-
húsinu og komu þaðan ófáar
kræsingarnar. Má þar nefna
ógleymanlega skyrsúpu og fag-
urrauða fljótsoðna rabarbar-
asultu. Ekki má gleyma þeim
besta „bixemad“ sem til var,
þangað til ég vissi hvað var í hon-
um en nýtnin var fullmikil.
Amma lá aldrei á skoðunum
sínum og sagði hlutina algjörlega
umbúðalaust og oft með óskiljan-
legum dönskuslettum sem stund-
um þurftu þýðinga við. Þá var
hringt í Þórdísi frænku því ekki
útskýrði amma sjálf dönskuna
fyrir þeim sem voru stúdentar í
dönsku. Svo voru það sumir sem
hreinlega dóu alltof seint eins og
ónefndur stjórnmálamaður.
Ég er stolt og þakklát fyrir að
hafa átt hana fyrir ömmu.
Hvíl í friði, elsku amma.
Ingibjörg Marta.
Amma mín sagði að hún vildi
ekki sorg heldur gleði þegar hún
dæi. Hún væri búin að lifa lengi
og þá væri engin sorg af því að
hún færi. Amma hafði undirbúið
dauða sinn mjög lengi, svo lengi
sem ég man eftir mér. Þegar ég
var barn fórum við til hennar
með fatnað í viðgerð og alltaf
gerði amma samviskulega við allt
fljótt og örugglega því hún vildi
ekki eiga óklárað verk þegar hún
skildi við.
Þegar ég var unglingur og hóf
nám í framhaldsskóla bjó ég hjá
ömmu á veturna. Amma var mjög
hjátrúarfull. Einu sinni var ég á
leið í próf sem ég kveið mjög fyr-
ir. Ég fór inn til ömmu sem lá í
rúminu sínu og lúrði og kyssti
hana bless. Hún óskaði mér góðs
gengis. Þegar ég geng út úr her-
berginu hennar hrækir hún á eft-
ir mér. Ég vissi ekki hvaðan á
mig stóð veðrið. Amma hló og
sagðist gera þetta til lukku. Það
þótti mér vænt um. Við amma
ræddum ýmislegt. Við t.d. rædd-
um um kynlíf, en hún var eina
fullorðna manneskjan sem ræddi
það opið við mig. Hún sagði mér
hluti sem hún sagði engum öðr-
um. Hún sagði mér frá sorgum
sínum og sigrum. Hún sagði mér
frá fyrstu ástinni og ástarsorg-
inni. Það þótti mér vænt um. Við
amma rifumst líka og stundum
mikið. Enda getur verið erfitt að
fá sjónarmið rúmlega áttræðrar
konu og 17 ára unglings saman.
Við amma enduðum þó alltaf í
faðmlögum og báðumst afsökun-
ar á því sem við höfðum sagt og
stundum grétum við saman á eft-
ir. Það þótti mér líka vænt um.
Amma mín var mikil hand-
verkskona. Fjölmörg falleg verk
eru til eftir hana. Ömmu þótti
svolítið leitt að ég, nafna hennar,
skyldi ekki vera iðnari við hand-
verkið. Einu sinni reyndi ég þó að
festa tölu á buxur. Ég hef aldrei,
hvorki fyrr né síðar, heyrt ömmu
hlæja eins mikið og innilega að
þeim aðförum. Við rifjuðum þetta
oft upp og alltaf hló amma. Það
að hafa fengið þennan dýrmæta
tíma með ömmu er mér ómetan-
legt. Ég lærði mikið af því að búa
hjá henni. Ég veit að ömmu þótti
líka vænt um þennan tíma okkar
saman og iðulega rifjaði hún eitt-
hvað af honum upp þegar við hitt-
umst. Við amma vorum vinkonur
og það þykir mér afskaplega
vænt um. Nú í seinni tíð föðm-
uðumst við alltaf þegar við
kvöddumst og sögðum: „Mér
þykir vænt um þig.“
Nú er amma glöð. Hún er hjá
afa, foreldrum sínum, systkinum
og vinum. Þar líður henni vel.
Hún er örugglega að spila og
vinna snilldar handavinnu. Ég
hef margar góðar minningar til
að ylja mér við og deila með börn-
unum mínum. Þó ég sé döpur yfir
því að amma sé farin gleðst ég yf-
ir því að nú hefur hún loksins
fengið ósk sína uppfyllta. Ég
hugga mig þó við það að við
amma vorum ekki bara vinir
heldur einnig trúnaðarvinir og ég
á margar góðar minningar til að
ylja mér við. Það þykir mér af-
skaplega vænt um. Það síðasta
sem amma sagði við mig var:
„Hvernig gengur hjá þér, elskan
mín? Mig langar svo að það gangi
vel hjá þér,“ og það síðasta sem
ég sagði við ömmu var: „Amma
mín, ég elska þig“ þegar ég faðm-
aði hana bless í síðasta sinn.
Elsku amma, ég mun sakna þín.
Ég elska þig.
Ragnheiður Dagný
Bjarnadóttir.
Kær móðursystir mín er nú
kvödd eftir langa, atorkusama og
gefandi ævi. Ragna var elst átta
systra í Bjarnahúsi á Húsavík og
næstelst 13 uppkominna systkina
– og hlaut snemma mörg hlut-
verk, bæði á hinu stóra og barn-
marga heimili sem og í atvinnu-
rekstri afa. Hún var
brautryðjandi á ýmsum sviðum;
m.a. fyrst kvenna með ökupróf í
Þingeyjarsýslum og lærði ljós-
myndun en kaus þó að starfa ekki
á því sviði, því eins og hún sagði
sjálf, þá gat hún ekki hugsað sér
starfsvettvang í myrkrakompu.
Hún var manneskja ljóss og
birtu. Hið glæsilega heimili
þeirra Arthurs í Austurbyggð 10
á Akureyri bar þess merki. Gest-
risni þeirra og hlýja gerði alla
velkomna.
Það var ótrúlegt hversu miklu
Ragna kom í verk. Gestkvæmt
var á heimilinu og öllum tekið
sem höfðingjum. Líka okkur,
frændum og frænkum á barns-
aldri – og ekki síður þegar leiðir
okkar lágu þangað síðar með
okkar eigin börn. Heimilið bar
líka merki þeirrar snilli, sem
handavinna Rögnu var.
Ragna hafði ótrúlegt minni,
nánast ljósmyndaminni, og gat
rakið og tímasett allt frá stórvið-
burðum niður í smáatriði. Sem
sjónarvottur þeirra miklu breyt-
inga og umsvifa, sem urðu á
Húsavík í byrjun síðustu aldar
hefur hún miðlað síðari kynslóð-
um mikilli sögu.
Frekar en önnur systkinanna
lá Ragna aldrei á skoðunum sín-
um. Hún var staðfastur fulltrúi
gamalla gilda og reglna. Svona
voru hlutirnir, áttu að vera svona
og um það þurfti einfaldlega ekki
að ræða. Og þá var það ekki gert,
heldur gengið til stofu að þiggja
ríkulegar veitingar og hlusta á
frásagnir af Húsavík fyrri tíma.
Blessuð sé minning þeirra Arth-
urs og Rögnu.
Bjarni Sigtryggsson.
Í dag kveð ég frænku mína,
hana Rögnu föðursystur. Mér er
ljúft að minnast hennar í örfáum
orðum. Raunveruleg auðæfi
Rögnu eru allt það góða sem hún
lét af sér leiða um sína daga. Hún
var hlý og skemmtileg kona og
ákaflega viljug og fús að gera allt
fyrir alla. Allar tegundir hann-
yrða léku í höndum hennar og
einnig var ljósmyndun hennar
áhugamál. Þar ber ekki hæst þá
fjármuni sem hún hefur safnað á
langri ævi heldur þá mannvirð-
ingu sem hún naut með öllu því
sem hún gerði fyrir aðra og eru
það þættir sem skipta miklu
meira máli.
Allir þeir sem komu við á
heimili Rögnu og Arthúrs, hvort
sem það var í mat eða að njóta
gistingar, voru ávallt velkomnir.
Kannski er það höfuðeinkenni
hjá farsælu fólki, að það stuðlar
að hamingju annarra, þannig var
hún Ragna frænka mín.
Hafðu þökk fyrir allar góðar
stundir, elsku frænka.
Ég kveð þig, hugann heillar minning
blíð,
hjartans þakkir fyrir liðna tíð,
lifðu sæl á ljóssins friðar strönd,
leiði sjálfur Drottinn þig við hönd.
(Guðrún Jóhannsdóttir)
Þórdís Ásgeirsdóttir
(Dísella).
Barn fæðist. Alltaf sama
kraftaverk sköpunar frá himni til
jarðar, frá Guði til foreldra, ætt-
ingja og vina, frá hinu ósýnilega
til hins sýnilega, sem opinberast
með fyrsta andardrætti til kær-
leikans, sem umvefur og verndar.
Þannig var það þegar Ragn-
heiður fæddist á Húsavík foreldr-
um sínum Bjarna Benediktssyni,
útgerðarmanni og kaupmanni, og
Þórdísi Ásgeirsdóttur frá
Knarranesi, þriðja elst í 16 barna
hópi með fósturdóttur en 2 þeirra
dóu ung. Hún fæddist rétt fyrir
jólin og varð jólabarn foreldra
sinna og fjölskyldunnar, sem
fylgdi henni alla ævi, að vera sú,
sem gleður og gefur.
Hún var elst dætranna og tók
snemma þátt í heimilishaldi með
móður sinni og Boggu, Björgu
Jónsdóttur, sem varð börnunum,
sem þeirra önnur móðir á þeirra
stóra og annasama heimili, ætíð
þjónandi heimilinu eins og vernd-
arengill.
Ragna varð snemma sjálfstæð
og úrræðagóð og þegar kreppan
skall á og fjölskyldan stóð nær
allslaus frammi fyrir nýjum við-
fangsefnum, var Bjarnahús gert
að hóteli. Ragna fann sér þá það
viðfangsefni sjálf til hjálpar, ný-
fermd, að rækta garðinn, sem
lagði hótelinu til allar matjurtir
og verða fullorðin í starfi frá
morgni til kvölds með eðlisgreind
sinni og skipulagshæfileikum.
Þegar úr rættist og hún fór að
heiman lærði hún fyrst ljósmynd-
un og síðar hannyrðir í Dan-
mörku. Þegar heim kom opnaði
hún fyrsta veitingahús verslunar-
manna í Reykjavík, sem hún
stýrði, þar til kærasti hennar
Arthur Guðmundsson náði í hana
til Akureyrar. Þar varð hún hús-
móðir á gestkvæmu heimili, sem
var alltaf opið ættingjum, vinum
og gestum, jafnt erlendum sem
innlendum gestum innkaupa-
stjóra KEA. Eiginkona, móðir og
amma, hannyrðir og útsaumur,
stálminni og skýr frásögn allt til
enda, var aðalsmerki lífs hennar.
Minning: Sjö ára drengur í
fyrstu ferð sinni að heiman til
Húsavíkur með föður sínum.
Komið við og gist hjá Rögnu og
Arthuri. Systkinin töluðu og
hlógu saman. Drengurinn borð-
aði aðeins kökurnar hennar
Rögnu og þegar faðir hans skip-
aði honum að borða brauðið,
sagði drengur: Það borða ég
heima. Ragna hældi drengnum
fyrir svarið og sagði: Þetta er úr
ættinni okkar, að segja meiningu
sína fljótt og vel. Síðar naut þessi
drengur þess að geta komið á
heimili þeirra öll sín mennta-
skólaár, þegar eitthvað amaði að
eða til að njóta kræsinga, frá-
sagna og glaðværðar, sem á
heimilinu ríkti. Það er hér þakk-
að.
Ragna var jólabarn foreldra
sinna og síðan eiginmanns,
barna, tengdabarna og barna-
barna, ættingja og vina, í þeirri
dýpstu merkingu, sem er: Gjöf
Guðs.
Þess vegna var það kærkomin
afmælisgjöf til hennar á hundrað
ára afmæli, að fá að kveðja fjór-
um dögum síðar á aðfangadags-
kveldi og fæðast á þeirri stundu
til hins ósýnilega og himneska,
þaðan sem við komum og þangað
sem við förum.
Halldór Gunnarsson.
Ragnheiður
Bjarnadóttir
✝
Elskulegur sonur minn, bróðir minn, faðir og
frændi,
SMÁRI ÖRN ÁRNASON,
Grundargötu 20,
Grundarfirði,
sem lést fimmtudaginn 20. desember,
verður jarðsunginn frá Grundarfjarðarkirkju
laugardaginn 12. janúar kl. 14.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Hanna Guðný Ingibjörg Björgvinsdóttir.
JÓN EINARSSON
vélstjóri,
Suðurlandsbraut 60,
Reykjavík
áður Álfhólsvegi 35,
Kópavogi,
lést fimmtudaginn 27. desember.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Aðstandendur.
✝
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og
langamma,
SIGRÚN STEFÁNSDÓTTIR
frá Hrísum í Fróðárhreppi,
síðast til heimilis á Höfða,
Akranesi,
andaðist sunnudaginn 6. janúar.
Jarðarförin auglýst síðar.
Eygló Tómasdóttir, Þorgils Sigurþórsson,
Tómas Rúnar Andrésson
og ömmubörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
GÚSTAF ADOLF GUÐMUNDSSON,
Skógarbæ,
áður Fiskakvísl 1,
lést á hjartadeild Landspítalans sunnudaginn
6. janúar.
Útförin verður auglýst síðar.
Guðný Helga Björnsdóttir,
Guðmundur Viktor Gústafsson, Birna S. Richardsdóttir,
Guðbjörg Gústafsdóttir,
Magnús Gústafsson, Röfn Friðriksdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Faðir minn,
TÓMAS TÓMASSON
teiknari,
lést á Landspítalanum, Fossvogi, að morgni
laugardagsins 29. desember.
Útförin fer fram frá Fossvogskapellu fimmtu-
daginn 10. janúar kl. 11.00.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Jón Bertel Tómasson.