Morgunblaðið - 09.01.2013, Blaðsíða 38
38 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2013
Þjóðleikhúsið
hefur fest kaup á
nýju ónefndu
leikriti eftir
Braga Ólafsson
og er ráðgert að
frumsýna verkið í
haust.
Verk Braga
hafa áður verið
flutt í Þjóðleik-
húsinu, nú síðast
Hænuungarnir en það gekk fyrir
fullu húsi í tvö samliggjandi leikár.
Fyrir það verk var Bragi tilnefndur
til norrænu leikskáldaverðlaunanna.
Enn hefur ekki verið gengið frá
ráðningu leikstjóra eða í aðal-
hlutverk en í tilkynningu frá leik-
húsinu segir líklegt að þeir Stefán
Jónsson og Eggert Þorleifsson verði
kallaðir til.
Þjóðleikhúsið
kaupir nýtt leikrit
Braga Ólafssonar
Bragi Ólafsson
Þjóðarlistasafn Breta, National
Gallery, hefur frá árinu 1924 átt
málverk af ítalska lækninum Giro-
lamo Fracastoro sem fann lækn-
ingu við sárasótt og var það sagt
eftir óþekktan listamann. Nú hafa
sérfræðingar úrskurðað að verkið
sé í raun eftir einn merkasta mynd-
listarmann sögunnar, Feneyjamál-
arann Titan (1490-1576).
Málverkið hékk um árabil í sal í
kjallara safnsins sem fáir heim-
sóttu. Nýlega fóru starfsmenn að
rýna betur í það og við hreinsun og
rannsókn á verkinu kom í ljós með
óyggjandi hætti hver hafði málað
það. Vísbendingar var ekki síst að
finna í gaupufeldi sem læknirinn
ber á herðum sér, en Titian hafði
málað slíkan feld áður. Nú eru því
sex verk eftir Titian í safninu, fleiri
en í nokkru öðru safni.
Málverkið reyndist
vera eftir Titian
Læknirinn Hluti portretts Titians.
Þriðja breiðskífa tónlistarmannsins
Sin Fang kemur út 1. febrúar næst-
komandi og ber hún titilinn Flo-
wers. Útgefandi skífunnar er
þýska útgáfufyrirtækið Morr Music
og kemur hún út á geisladiski og
vínylplötu. Flowers er tekin upp og
framleidd í samstarfi við Alex So-
mers sem hefur m.a. starfað með
Jónsa, Sigur Rós, Úlfi og Pascal Pi-
non. Sin Fang er einmenningsverk-
efni Sindra Más Sigfússonar og
varð það til í fríum og hléum hljóm-
sveitarinnar Seabear sem Sindri
stofnaði, eins og því er lýst í til-
kynningu. Fyrri breiðskífur Sin
Fang eru Clangour og Summer
Echoes.
Blómlegur Fagurt umslag þriðju
breiðskífu Sin Fang, Flowers.
Flowers með Sin Fang 1. febrúar
Þriðja hæðin, fjölmennasta hipp-
hopp-sveit Íslands, gaf út fyrstu
plötu sína, Rædaðu með, í desember
síðastliðnum. Í tilkynningu frá
Þriðju hæðinni segir að stíl hennar
megi líkja við hina góðkunnu sveit
Wu-Tang Clan og að inn í þann stíl
blandist nýir straumar. Sveitina
skipa níu rapparar og einn plötu-
snúður, þau Addi Funi, Árni Drop,
Dabbi Bone, Danni A, G MarÍs,
Haukur H, Jóhann Dagur, Marlon
Pollock, Siggi G og Valli Pardo.
Gestir á plötunni eru þeir Diddi
Fel og Class B úr hljómsveitinni
Forgotten Lores og Gummi Ft og
Xardu. Í tilkynningu segir að ágóði
af sölu sérstakrar, áritaðrar útgáfu
af diskinum muni renna til styrktar
krabbameinssjúkum körlum. Plöt-
unni má hala niður án endurgjalds
á vefslóðinni skapandi.is/3h/.
Rædað Umslag plötunnar Rædaðu
með, með Þriðju hæðinni.
Fyrsta plata Þriðju
hæðarinnar
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Nýtt myndlistargallerí hefur rekstur að Hverf-
isgötu 4 í lok febrúar og verður fyrsta sýningin á
verkum Sigurðar Árna Sigurðssonar. Mun það
heita Hverfisgallerí og er samstarfsverkefni að
hálfu í eigu i8 gallerís við Tryggvagötu og að hálfu
í eigu fjárfesta tengdra Arev verðbréfafyrirtæki.
Þrátt fyrir hlut i8 mun Hverfisgallerí verða rekið
sem algerlega sjálfstæð stofnun og hefur verið
samið við tólf listamenn um að vinna með gall-
eríinu og er ekki fyrirhugað að bæta öðrum við
þann lista í nánustu framtíð. Meðal listamannanna
eru, auk Sigurðar Árna, þau Hildur Bjarnadóttir,
Guðjón Ketilsson, Harpa Árnadóttir og Kristinn
E. Hrafnsson. Marteinn Tryggvason Tausen hef-
ur verið ráðinn til að reka galleríið en auk þess að
setja upp sýningar með listamönnum gallerísins
og erlendum gestalistamönnum, mun Hverfisgall-
erí taka vönduð myndverk virtra listamanna í
endursölu.
Vinna með „hæfilega mörgum“
Edda Jónsdóttir stofnaði i8 gallerí fyrir 17 ár-
um en dró sig í hlé frá rekstrinum fyrir nokkrum
árum þegar Börkur Arnarson sonur hennar tók
við galleríinu. Hún segir hugmyndina um Hverf-
isgallerí hafa lifað í nokkur ár. Í hópi listamann-
anna sem unnið verður með er að finna fleiri mál-
ara og skúlptúrista en hjá i8, og að sumu leyti
hefðbundnari notkun miðla í listinni. Edda segir
marga viðskiptavini hafa viljað sjá verk eftir fleiri
listamenn en hún sýndi.
„Þótt fólk hafi keypt og notið konseptverka eft-
ir listamenn okkar þá vildu margir einnig skoða
og eignast verk eftir góða listamenn sem vinna
með málverk og skúlptúra. Margir vandaðir lista-
menn hafa ekki haft samanstað hjá galleríi, sem
er synd. Þeir yngstu eiga oft auðveldara með að
koma sér sjálfir á framfæri, en listamenn sem eru
orðnir vel mótaðir hafa margir enga gallerista að
vinna með. Ég hafði áhuga á að vinna með góðum
listamönnum sem gaman væri að eiga samstarf
við,“ segir hún.
Edda segir að galleríið byrji á að vinna með
hæfilega mörgum listamönnum. Marteinn og
Edda bera sameiginlega ábyrgð á vali þessa hóps
og vali verka í galleríið.
Varðandi verk eldri listamanna í endursölu,
segir hún þau eingöngu hafa áhuga á mjög góðum
verkum. „Það verður áhugavert að sjá þau í gall-
eríinu í samræðu við verk samtímalistamannanna
sem við vinnum með,“ segir hún.
Marteinn er menntaður félagsfræðingur og
starfaði hjá Íslandsbanka en myndlist hefur lengi
verið áhugamál hans. „Ég hef lengi sótt sýningar
af áhuga en síðustu ár hef ég samhliða vinnu lagt
stund á nám í listfræði við Háskóla Íslands,“ segir
Marteinn en hann var einn stofnenda Artíma
nemendagallerísins sem rekið er af listfræðinem-
um og setti þar upp sýningu.
Hvað er málverk og hvað er ekki málverk?
„Þetta er mjög spennandi áskorun, að takast á
við þetta starf, og heiður að hafa verið valinn til
verksins,“ segir Marteinn.
Margir myndlistarmenn segja sölu verka
dræma þessi misserin, dregur það ekki kjark úr
gallerista sem er að hefja störf? „Það er markaður
fyrir myndlist,“ segir Marteinn ákveðinn og bætir
við að góð myndlist sé vænlegur fjárfestingar-
kostur.
Hann segir vissulega vera ákveðna áherslu á
listamenn sem vinna með málverkið en stefna
gallerísins einskorðist alls ekki við það. „Málverk
og skúlptúrar eru útgangspunktar en flestir
myndlistarmenn vinna í fleiri miðlum í dag – og
hvað er málverk og hvað er ekki málverk? Það er
orðið teygjanlegt.“
Verða að sanna sig hér
Hann segir stefnt að sex til átta sýningum á ári,
í aðalsalnum, og þá verði önnur verk, ný eða eldri,
í hliðarstofu. i8 byggir starfsemina að stórum
hluta á sókn á markaði erlendis, mun Hverfisgall-
erí feta sömu braut?
„Já, en ekki til að byrja með. Fyrst einbeitum
við okkur að íslenskum listunnendum og því að
sanna okkur hér, fyrr getum við ekki stefnt að
þátttöku í erlendum listkaupstefnum. Það verður
ekki fyrstu árin.“ Edda tekur undir að Hverf-
isgallerí verði að sanna sig hér og það ætli þau að
gera af miklum metnaði. „Allt snýst þetta um
góða myndlist,“ segir hún.
„Markaður fyrir myndlist“
Áhersla á málverk og skúlptúr í Hverfisgalleríi sem opnar í febrúar
Unnið með völdum hópi listamanna Eigendur i8 gallerís eiga helming
Morgunblaðið/Einar Falur
Húsnæðið Hverfisgallerí verður á neðstu hæð hússins að Hverfisgötu 4. Settar verða upp sýningar
með listamönnum gallerísins og boðssýningar að auki með verkum erlendra listamanna.
Edda Jónsdóttir Marteinn T. Tausen
Hverfisgötu 52 • 101 Reykjavík • Sími 561 0075 • sjadu@sjadu.is
Horni Hverfisgötu og Vatnsstígs
Bara flott gleraugu