Morgunblaðið - 09.01.2013, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2013
Ég tek daginn jafnan snemma og fer í Kópavogslaugina. Syndieinhvern sprett en fer síðan í heita pottinn, þar sem við fasta-gestirnir ræðum málefni líðandi stundar. Síðustu dagana hef-
ur jólabækurnar borið á góma. Sjálfur hef ég síðustu daga verið að
glugga í bók Guðmundar Magnússonar, Íslensku ættarveldin. Er að
vísu ekki kominn nema rétt í miðja bókina, sem þó lofar góðu. Og
sjálfur veit ég að ættarveldin á Íslandi með sínu ósýnilega valdakerfi
eru enn býsna sterk,“ segir Helgi Laxdal sem er 72 ára í dag.
Helgi Laxdal er Eyfirðingur, úr Grýtubakkahreppi við Grenivík og
ólst þar upp. Hann fór ungur til sjós, var fyrst kokkur en svo vélstjóri.
Flutti suður árið 1961 og var í fimmtán ár á bátum Gjögurs hf. sem
gerðir voru út frá Grindavík.
Helgi hóf snemma afskipti af félagsmálum; var formaður Vélstjóra-
félags Íslands og síðar sameinaðs félags vélstjórnar- og málmiðn-
aðarmanna í alls 25 ár. „Þegar litið er til baka er ég ekkert viss um að
ég færi aftur í félagsmálin. Forysta í stéttarfélagi er vanþakklátt starf
og gagnrýnin oft ósanngjörn. Maður þarf að hafa breitt bak til að lifa
af,“ segir Helgi sem nú er sestur í helgan stein eftir langan feril. Eig-
inkona hans er Guðrún Elín Jónsdóttir og eiga þau fjögur börn „… og
barnabörnin voru orðin alls ellefu þegar ég taldi síðast,“ segir afmæl-
isbarnið að síðustu. sbs@mbl.is
Helgi Laxdal er 72 ára í dag
Frí Helgi Laxdal er sestur í helgan stein eftir langan feril. Hér eru
þau Guðrún Elín Jónsdóttir, eiginkona hans, saman á ferðalagi.
Maður þarf breitt
bak til að lifa af
B
altasar fæddist 9. janúar
1938 í Barcelona í Kata-
lóníu á Spáni og ólst þar
upp. Hann stundaði
nám við listadeild Há-
skólans í Barcelona og útskrifaðist
þaðan 1961. Auk þess stundaði hann
nám í grafík við Institut del llibre og
sem gestanemandi við Beaux Arts í
París 1960, fór í eins árs reisu um
Evrópu 1962 til að skoða og kynna
sér listasöfn, stundaði síðar rann-
sóknir í grafík í Bandaríkjunum og
fór í rannsóknarferðir til Mexíkó
vegna áhrifa jarðskjálfta á fresku og
tæknilegrar lausnar á þeim vanda.
Að loknu háskólanámi í Barcelona
1961 ferðaðist Baltasar til Norður-
landanna og kom þá til Íslands. Hann
dvaldi þá í átta mánuði hér á landi og
var á síldveiðum.
Baltasar Samper listmálari - 75 ára
Barnabörnin Baltasar og Kristjana með öllum barnabörnum sínum á góðri stund.
Búsettur á Íslandi í 50 ár
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
London Anders Thor fædd-
ist 6. desember kl. 10.15.
Hann vó 3.572 g og var 50
cm langur. Foreldrar hans
eru Lauren Fulbright og
Xavier Thor Fulbright.
Nýr borgari
„Íslendingar“ er nýr efnisliður
sem hefur hafið göngu sína
í Morgunblaðinu. Þar er
meðal annars sagt frá merkum
viðburðum í lífi fólks, svo sem
hjónavígslum, barnsfæðingum
eða öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af
brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar
eða á islendingar@mbl.is
Ögurhvarfi 2 • 203 Kópavogi • Sími 567 1770 • Opið alla daga kl. 10 -23
Indverskt buff í grófu
naanbrauði, grilluð
paprika, rauðlaukur,
jöklasalat, raita og
mangó chutney
Indverji Borgari, franskar,
gos og kokteilsósa
1.550 kr.