Morgunblaðið - 09.01.2013, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.01.2013, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2013 ✝ Guðrún Gunn-laugsdóttir Johnson fæddist í Vestmannaeyjum 21.3. 1933. For- eldrar hennar voru þau Guðrún Geirs- dóttir húsmóðir og Gunnlaugur Lofts- son kaupmaður. Bróðir Guðrúnar er Walter Gunn- laugsson, f. 1935. Eiginkona hans er Anna Lísa Ásgeirsdóttir, f. 1941. Eiginmaður Guðrúnar var Ólafur Ó. Johnson forstjóri, f. 19.4. 1931, d. 18.6. 2001. For- eldrar hans voru Ólafur Þ. Johnson stórkaupmaður, f. 1881 og Guðrún Árnadóttir Johnson, f. 1902. Börn Guð- rúnar og Ólafs: 1. óskírð dóttir, Guðrún fæddist í Vest- mannaeyjum og ólst upp í gamla, franska spítalanum. Hún flutti með foreldrum sín- um og bróður til Reykjavíkur tíu ára gömul og var heimili þeirra á Brávallagötu 14. Guð- rún gekk í Miðbæjarskólann og síðar í Gagnfræðaskóla Austur- bæjar þaðan sem hún útskrif- aðist sem gagnfræðingur árið 1950. Hún var mikill barnavin- ur og vann sem sumarfóstra í Reykholti og á Kolviðarhóli á yngri árum jafnframt því að vinna á Skattstofu Reykjavík- ur. Hún giftist Ólafi Ó. Johnson 20.3. 1954 og helgaði sig upp frá því húsmóðurstörfum og barnauppeldi. Guðrún tók þátt ýmsum félagsstörfum, þar á meðal hjá Kvenfélaginu Hringnum. Útför Guðrúnar G. Johnson verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, 9.1., og hefst athöfnin kl 13. f. og d. 19.10. 1954, 2. Friðþjófur, f. 1956, maki Sig- urlaug Sigurð- ardóttir, f. 1968. Börn þeirra eru Linda Sif, Ólafur Örn og Sigurdís. 3. Gunnlaugur, f. 1957, maki Hjördís Bjartmars Arn- ardóttir, f. 1967. Börn þeirra eru Ingibjörg, Guðrún og Helena. 4. Ólafur, f. 1962, maki Bjarnd- ís Pálsdóttir, f. 1962. Börn þeirra eru Ólafur Páll, Sigríð- ur, Guðrún María og Kristín Erla. 5. Helga Guðrún, f. 1963, maki Kristinn Gylfi Jónsson, f. 1963. Börn þeirra eru Auður, Jón Bjarni, Ólafur Haukur og Helga Þóra. Nú er tengdamóðir mín, Guð- rún Gunnlaugsdóttir Johnson, sem var alltaf kölluð Dúra, horfin af sjónarsviðinu. Hún hefur kvatt þennan heim og er farin til fund- ar við Ólaf mann sinn sem hún saknaði sárt. Ég minnist hennar með þakk- læti og virðingu. Á síðustu árum hafði heilsu hennar hrakað. Þó líkaminn eltist var hugsun henn- ar skýr, og í anda engu eldri en jafnaldra minna. Það var ávallt notalegt að hitta hana og eiga við hana samtal. Hún var jákvæð, lít- illát, glaðlynd og vinsamleg og veitti manni stuðning. Hún var vammlaus kona og góð fyrir- mynd annarra. Aldrei heyrði ég hana segja styggðaryrði um nokkurn mann. Hún hafði misst mann sinn, Ólaf, stuttu áður en ég kynntist syni hennar, Gunnlaugi, eigin- manni mínum. Dúra talaði um mann sinn á þann hátt sem vekur mann til umhugsunar um tilgang lífsins og um hluti sem eru mik- ilvægir og hve stutt lífið er. Ég er ákaflega þakklát að hafa fengið tækifæri til að kynnast henni en sakna þess að hafa aldrei hitt Ólaf. Sá háttur sem Dúra talaði um mann sinn er mér fyrirmynd og ég er viss um að mér hefði lík- að vel við hann. Hún elskaði hann á einhvern undurfallegan, heið- arlegan og traustan máta. Þau hjón létu margt gott af sér leiða án þess að nokkur vissi af eða að þau þyrftu að vekja á því sérstaka athygli. Þó Dúra væri sérlega fín kona og ætti „kóngadót“ eins og dóttir mín komst einu sinni að orði þá munaði hana á yngri árum ekk- ert um að fara ein með manni sín- um í margra vikna veiðiferðir út á land, í 20 fm. kofa með bleyju- börn, taubleyjur, gaseldavél og ekkert rennandi vatn og búa við stanslausan gestagang. Einn af hennar mörgu kostum var að bíða ekki eftir að fuglinn flygi hjá heldur að grípa gæsina þegar hún gafst. Hún bjó til sín eigin tækifæri og var sérlega fjölskyldu- og vinarækin. Hún átti oftar frumkvæðið að fjölda samtala sem við áttum saman og fyrir það er ég innilega þakklát. Ég sendi fjölskyldu hennar og vinum samúðarkveðjur. Hjördís Bjartmars. Í dag kveðjum við elsku tengdamóður mína, Guðrúnu G. Johnson, glæsilega konu, skemmtilega og úrræðagóða. Fyrstu árin bjó Dúra í Vest- mannaeyjum en tíu ára gömul flutti hún til Reykjavíkur með fjölskyldu sinni. Hún bar alla tíð sterkar taugar til Vestmanna- eyja, þar voru ræturnar og þar býr enn hópur ættingja hennar. Árið 1954 giftist Dúra Ólafi Ó. Johnson. Þau voru samrýmd hjón og samstiga alla tíð. Þau ferðuðust mikið saman heims- horna á milli. Dúra og Óli bjuggu lengst af á Neshaga 8. Heimili þeirra var ekki aðeins glæsilegt heldur líka glaðlegt, hlýlegt og ósjaldan fullt af gestum, meðal annars erlendum viðskipavinum Ó. Johnson & Kaaber. Gestrisni þeirra var víðþekkt og Dúra tók á móti öllum með bros á vör. Þess- arar gestrisni fékk ég að njóta þegar ég kynntist Óla, yngsta syni þeirra, fyrir 28 árum. Við Óli bjuggum í kjallaranum á Neshaganum í nokkur ár með Óla Pál og Siggu lítil. Þá var gott að leita til Dúru um ýmislegt varðandi heimilishald og barna- uppeldi. Dúru var annt um fjöl- skyldu sína og fylgdist vel með námi og leik barnabarnanna. Það er af mörgu að taka þegar rifjaðar eru upp góðar stundir, t.d. í sumarbústaðnum í Mjóa- nesi, á Flórída eða bökkum Lax- ár í Aðaldal. Við tókum við fjölskylduheim- ilinu á Neshaganum þegar Dúra og Óli fluttu í Efstaleiti skömmu fyrir fráfall tengdaföður míns. Þar hélt hún heimili til hins síð- asta með góðri aðstoð. Ég mun sakna þess að geta ekki lengur komið við hjá henni til að spjalla yfir kaffibolla. Ég minnist Dúru með virð- ingu, hlýhug og þakklæti fyrir samfylgdina. Blessuð sé minning hennar. Bjarndís Pálsdóttir. Mig langar að minnast minnar elskulegu tengdamóður, Dúru, eins og hún var alltaf kölluð. Við vorum búin að eiga samleið í nærri aldarfjórðung og tók hún mér afskaplega vel þegar ég kom inn í fjölskylduna. Ljúft viðmót og elskulegheit einnkenndu hana í samskiptum við fólk og fjöl- skyldan var alltaf í fyrsta sæti hjá henni. Áður en ég kynntist Helgu Guðrúnu, einkadóttur hennar, hafði ég hitt hana í boð- um hjá frændfólki mínu og einnig komið til hennar með kjúklinga frá Móum. Dúra var búin eiga við veikindi að stríða á liðnum árum og það var henni mikið áfall þegar Óli hennar féll frá árið 2001. Að und- anförnu hafði hún verið nokkuð hressari og var í góðu sambandi við vini og fjölskyldu. Hún átti erfitt með að fara um eftir fót- brot fyrir nokkrum árum og ekki notaði hún nútímatölvutækni. En símann var hún dugleg að nota til að hringja í vini og vandamenn bæði hér heima og erlendis. Ég minnist margra skemmti- legra samverustunda á liðnum áratugum með Óla og Dúru svo sem veiðiferða og samveru í sælureit fjölskyldunnar við Þing- vallavatn. Þá minnist ég sérstak- lega ferðar til Flórída fyrir 20 ár- um þegar Óli og Dúra buðu okkur Helgu og fjölskyldu með sér í sólina í tilefni af þrítugs- afmæli okkar. Dúra og Óli ferð- uðust á sínum tíma um allan heim og voru mjög samrýmd. Þau voru nánast alltaf nefnd saman ef ann- ars þeirra var getið. Þau áttu stóran vinahóp sem þau voru dugleg að rækta og Dúra studdi Óla vel í ábyrgðarstörfum hans, en hann varð mjög ungur for- stjóri í stóru fyrirtæki. Það sem einkenndi Óla og Dúru umfram allt var hversu já- kvæð og vinsamleg þau voru við alla og drógu fram það besta í fari fólks. Meira mætti vera af slíku hjá okkur nú á dögum. Nú er komið að leiðarlokum og langar mig að þakka Dúru fyrir það hversu væn hún var við mig. Góð kona er fallin frá, blessuð sé minning hennar. Kristinn Gylfi Jónsson. Elskuleg tengdamóðir mín, Guðrún Johnson, er látin eftir snörp en erfið veikindi. Mig langar til að minnast hennar með örfáum orðum. Við Dúra, eins og hún var æv- inlega kölluð, hittumst fyrst fyrir um 14 árum, þegar við Friðþjóf- ur sonur hennar vorum að byrja að hittast. Ég man eftir því að hafa verið svolítið stressuð fyrir fyrstu heimsókn mína til Dúru og Óla á Neshaga. Þó hafði ég bara heyrt góðar sögur af þeim hjón- um. Þær sögur voru allar sannar og gott betur en það, þvílíkt sómafólk hafði ég sjaldan hitt, Óli myndarlegur, brosmildur og hlýr og Dúra eins og falleg drottning honum við hlið enda held ég að Óli hafi alltaf komið fram við hana sem slíka – allavega var ein- staklega kært á milli þeirra hjóna og mikil hlýja og virðing. Þegar ég fór að kynnast Dúru betur fann ég að þarna var á ferðinni yndisleg kona, með ein- dæmum skemmtileg og hafði mikla útgeislun. Hún var brunn- ur sagna og það var oft glatt á hjalla þegar við sátum saman og hún rifjaði upp gamla tíma sem í hennar frásögn urðu ljóslifandi og ekki lausir við smá ævin- týrablæ. Þau hjónin áttu sér sælureit við Þingvallavatn. Fallegan sum- arbústað sem hafði vaxið með fjölskyldunni og þaðan eigum við yndislegar minningar. Þar leið Dúru alltaf vel og hún reyndi að fara nokkrum sinnum á hverju sumri þó ferðum hafi fækkað verulega síðustu ár. Þar var eins og hún yngdist um nokkur ár og hún þekkti hvern krók og kima á umhverfinu þar. Fuglalífið við vatnið fannst henni sérlega heillandi og var dugleg að miðla þekkingu sinni á því til okkar og barnabarna sinna. Stundum gekk það lengra þegar endurnar spígsporuðu inn í eldhús til að sýna henni ungana sína. Við bú- um öll að þessum minningum. Barnabörnin voru Dúru sér- lega hugleikin og hún ræktaði samband sitt við þau öll af ein- lægni og ástúð. Þegar heilsan sagði til sín og aftraði henni frá beinum samskiptum við þau var hún dugleg að hafa samband við þau og spyrjast fyrir um öll 14 þeirra. Þá reyndi hún eftir bestu getu að vera viðstödd helstu við- burði hjá þeim. Dúra var ákaflega hreinskipt- in manneskja, sagði það sem þurfti að segja og lá ekki á sinni skoðun en alltaf yfirveguð og dömuleg. Henni fannst það hinn mesti óþarfi að hækka röddina til að leggja áherslu á sitt mál, hún hafði afskaplega fágaða fram- komu og sparaði ekki brosið fal- lega sem lifir núna í minningunni. Það hallaði undan fæti á hennar lífsleið þegar Ólafur féll frá fyrir um 12 árum. Dúra hafði þá sinnt honum af einstakri natni heima í töluverðan tíma en ekki varð hjá komist erfiðum endalokum. Þá kom vel í ljós hennar sterki kar- akter og hún hélt ótrauð áfram þrátt fyrir mikinn söknuð. Mig langar að lokum að þakka tengdamóður minni fyrir góða tíma og yndislegar samveru- stundir. Með kærri þökk og virðingu, Sigurlaug Sigurðardóttir. Þegar við vorum yngri var líf ömmu og afa gætt ævintýraleg- um ljóma. Þau höfðu ferðast um hálfan hnöttinn, kynnst mörgu merkilegu fólki og áttu konung- legt heimili. Við frænkur fengum oft að gista saman hjá ömmu og afa á Neshaganum. Okkur þótti það ótrúlega spennandi og eigum við margar góðar minningar það- an. Þar var ávallt dekrað við okk- ur og stanslaus skemmtidagskrá fyrir prinsessurnar. Minnumst við þess sérstak- lega hvað amma átti mikið af fal- legum hlutum sem við fengum að prófa. Við puntuðum okkur upp með ýmsum skartgripum, skóm, töskum og ilmvötnum og reynd- um að vera eins og amma. Í seinni tíð komumst við að því að við höfðum verið að leika okkur með Dior-töskur, Chanel-ilmvötn og alvöru perlufestar sem við höfum seinna fengið lánaðar fyrir árshátíðir og aðra viðburði. Ömmu leið alltaf vel í Mjóa- nesi og erum við sammála henni um að það sé friðsælasti staður landsins. Þar átti hún margar góðar minningar með afa og fjöl- skyldunni. Eftir að við barna- börnin urðum eldri sóttum við í að fá bústaðinn lánaðan og hringdi amma þá alltaf í okkur til þess að fá að heyra hvernig bú- staðurinn og kríurnar hennar hefðu það. Fyrir stuttu rifjuðum við upp með ömmu eina af fyndnari stundum okkar. Við höfðum verið á ættarmóti og keyrðum ömmu heim. Hún sat í hjólastól þetta kvöld og við vorum með erfiðis- munum að reyna að koma henni yfir þröskuldinn inn í íbúðina. Eftir margar tilraunir var ákveð- ið að taka tilhlaup og hlaupa inn í íbúðina. Það gekk með miklum látum og var amma næstum flog- in úr stólnum. Eftir það lágum við allar þrjár í þvílíku hláturs- kasti að annað eins höfum við ekki upplifað og aldrei séð ömmu hlæja jafn mikið. Við kveðjum nú ömmu, sem hefur kennt okkur svo margt, með bæninni sem hún var vön að fara með fyrir okkur fyrir svefn- inn. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Prestshólum) Ingibjörg G. Johnson og Sigríður Ó. Johnson. Aðdáun mín á ömmu Dúru og afa Óla á sér engin takmörk. Það er rétt hægt að ímynda sér hví- líkir fagnaðarfundir hafa verið þegar þau voru sameinuð að nýju á himnum. Þau litu alltaf út eins og gömlu Hollywood-stjörnurnar og frá þeim geislaði ávallt mikil ást, hlýja, gleði og glaumur. Þakklæti er mér hins vegar efst í huga á þessari stundu. Þakklæti fyrir allar stundirnar sem ég fékk að eyða með þeim og þakklæti fyrir allt sem þau kenndu mér. Að trúa á sjálfan sig, trúa á guð, rækta fjölskyld- Guðrún G. Johnson ✝ Ástkær eiginkona mín og móðir okkar, KRISTJANA ELÍSABET KRISTJÁNSDÓTTIR, Brúnavegi 9, Reykjavík, lést þriðjudaginn 1. janúar á Hrafnistu í Reykjavík. Útför hennar fer fram frá Áskirkju föstudaginn 11. janúar kl. 13.00. Guðlaugur Gíslason, Guðmundur Guðlaugsson, Gísli Steinn Guðlaugsson. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT ÓLAFSDÓTTIR SVENDSEN, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fimmtu- daginn 27. desember. Útförin verður gerð frá ríkissal Votta Jehóva, Hraunbæ 113, fimmtudaginn 10. janúar kl. 13.00. Bernhard Palmqvist Svendsen, Kolbrún Sigurðardóttir, Bjarne Palmqvist Svendsen, Elínborg Ellertsdóttir, Skúli Thor Palmqvist Svendsen, barnabörn og langömmubörn. ✝ Yndisleg móðir okkar, dóttir, stjúpdóttir, systir og barnabarn, EVA LIND JÓNSDÓTTIR, lést að kvöldi mánudagsins 7. janúar á Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn. Útförin auglýst síðar. Ísak Máni Jörgensen, Elisabeth Mai Jörgensen, Jón Þórarinsson, Birna María Antonsdóttir Jóhanna Magnúsdóttir, Jón Friðrik Snorrason, Jóhanna Vala Jónsdóttir, Þórarinn Ágúst Jónsson, Anton Örn Jónsson, Þorbjörg Jónsdóttir, Valgerður Kristjánsdóttir. ✝ Ástkær faðir, tengdafaðir, afi og langafi, KARL ÁRNASON, fyrrv. forstjóri Strætisvagna Kópavogs, andaðist föstudaginn 28. desember á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 10. janúar kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Minningarsjóð Karitas heimaþjónustu eða Minningarsjóð Bláa naglans, reikningsnr. 537-14-405656, kt. 450700-3390. Petrína Rós Karlsdóttir, Jóhannes Hraunfjörð Karlsson, Ólöf Pétursdóttir, Pétur Karlsson, Valeriya Karlsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GEIR ÞÓRÐARSON, Dvergabakka 32, Reykjavík, lést föstudaginn 4. janúar. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 11. janúar kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeir sem vildu minnast hans láti líknarfélög njóta þess. Þór Geirsson, Dagbjört B. Hermannsdóttir, Örn Geirsson, Vilborg H. Júlíusdóttir, Ásgeir Geirsson, Ólöf Örvarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið. Lengd | Hámarkslengd minningargreina er 3.000 slög. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.