Morgunblaðið - 09.01.2013, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2013
KAUPI GULL!
Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða-
meistari, kaupi gull, gullpeninga og
gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt,
gamalt og illa farið.
Leitið til fagmanns og fáið góð ráð.
Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000
eða komið í Pósthússtræti 13 (við
Austurvöll).
Verið velkomin.
Bókhald Bílaþjónusta Ökukennsla
Kenni á BMW 116i
Snorri Bjarnason,
sími 892 1451.
Bilaskoli.is
Óska eftir
Kaupi silfur
Vantar silfur til bræðslu og endur-
vinnslu. Fannar verðlaunagripir,
Smiðjuvegi 6, rauð gata, Kópavogi.
fannar@fannar.is, s. 551 6488.
Til leigu
Íbúð til leigu
3ja herb. sirka 96 fm í Andrésbrunni,
Reykjavík, ásamt stæði í bílskýli.
Möguleiki á að leigja íbúð með
húsgögnum af vandaðri gerð til 30.
apríl á 185 þús á mánuði eða
langtímaleiga frá og með deginum í
dag á 150 þús.
Jón Egils 896 3677 - 568 3737
KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR
Kaupum allt gull. Kaupum silfur-
borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar-
leg viðskipti. Aðeins í verslun okk-
ar Laugavegi 61. Jón og Óskar,
jonogoskar.is - s. 552-4910.
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
✝ Rannveig Guð-munda Þórunn
Árnadóttir fæddist
í Þverdal, Sléttuhr.,
N-Ís. 1. desember
1925. Hún lést á
hjúkrunarheim-
ilinu Eir 21. desem-
ber 2012.
Foreldrar henn-
ar voru Árni Finn-
bogason, f. 14. okt.
1889, d. 16. mars
1933 og Hallfríður Ingveldur
Guðnadóttir, f. 15. maí 1893, d.
16. des. 1981. Systkini Rann-
veigar voru 1) Þórarinn Leifur,
f. 16. nóv. 1910, d. 9. okt. 2001,
2) Sigrún, f. 15. nóv. 1914, d. 21.
júní 2004, 3) Guðný Sólveig
Kristín, f. 3. maí 1917, d. 24. des.
1998, 4) Finney Rakel, f. 8. jan.
1919, d. 13. ágúst 2009, 5) Þor-
stína María, f. 3. des. 1922, d. 16.
júní 2002, 6) Margrét Matt-
hildur, f. 15. sept. 1929, 7) Her-
bert Finnbogi, f. 27.
des. 1930.
Rannveig giftist
17. október 1959
Braga Halldórs-
syni, f. 2. maí 1930.
Þau eignuðust þrjá
syni:1) Aðalsteinn,
f. 14. maí 1956,
maki Ása Clausen,
þau eiga tvö börn.
2) Sölvi, f. 5. ágúst
1959, maki Sig-
urbjörg Þorleifsdóttir, Sölvi á
eina dóttur, eina stjúpdóttur og
þrjú barnabörn. 3) Halldór, f. 3.
apríl 1965, maki Soffía Margrét
Magnúsdóttir, þau eiga þrjú
börn. Fyrir átti Veiga soninn
Sigmar Pál Ólafsson, f. 15. júlí
1949, maki Pálína Pálsdóttir,
þau eiga þrjár dætur og fjögur
barnabörn.
Útförin hefur farið fram í
kyrrþey, að ósk hinnar látnu,
frá Hjallakirkju í Kópavogi.
Mamma lést á Eir þann 21. des-
ember sl. þar sem hún hafði dvalið
vegna baráttunnar við heilabil-
unina síðustu árin. Þar fékk hún
góða umönnun starfsfólksins, sem
ber að þakka og ekki síður naut
hún einstakrar umhyggju Braga,
sem annaðist frábærlega um hana
á hverjum degi allan þann tíma
sem hún dvaldi þar. Maður fylltist
aðdáun á því og sá þar best hve
sterkt og ástríkt samband þeirra
var.
Mamma var alltaf ljúf og lífs-
glöð kona, sem var sérlega elsk að
því sem var hennar og nutum við
synirnir þess, því ég held að við
hefðum getað komist upp með
hvað sem var, hún varði okkur
alltaf, en hún gat líka verið hvöss,
ef henni þótti þess þurfa.
Þessi ljúfa lífsgleði fylgdi henni
alla tíð og það var mér alltaf til
gleði að sjá hvernig hún tók á móti
fólki, sem kom til hennar á hjúkr-
unarheimilið.
Mamma fæddist í Aðalvík og
dvaldist þar fram á fullorðinsár og
var ætíð elsk að þeim stað. Þar bjó
hún hjá foreldrum sínum til átta
ára aldurs.
Afi féll frá aðeins 44 ára gamall
frá ungum börnum, það yngsta
aðeins þriggja ára, þannig að erf-
itt var fyrir ömmu að halda utan-
um og sjá fyrir barnahópnum og
varð því úr að hluti barnanna fór í
fóstur hjá ættingjum og nágrönn-
um. Mamma var eitt þeirra.
Þetta áfall sem föðurmissirinn
var og afleiðingar þess, fylgdu
henni alla tíð.
Sem ung kona vann hún ýmis
störf, aðallega sem tengdust
heimilishaldi og bústörfum, þar
með talin sumarvinna í Æðey við
Ísafjarðardjúp, þar sem hún
kynntist eftirlifandi manni sínum
Braga Halldórssyni. Þau hófu bú-
skap á Flateyri árið 1955 og
bjuggu þar fram til 1983 þegar
þau fluttu til Reykjavíkur, að Sól-
heimum 23 þar sem heimilið er
enn. Eftir að þau fluttu til Reykja-
víkur vann mamma á Droplaug-
arstöðum fram til eftirlaunaald-
urs.
Þau hjónin voru samhent og
samrýmd, unnu náttúrunni og
voru mikið útivistarfólk. Gengu
mikið saman og ferðuðust um
landið. Efalaust hefur tíminn í
fuglaparadísinni í Æðey haft sitt
að segja um áhugann á náttúrunni
því bæði var það að eyjan sjálf
bauð uppá það og svo einnig voru
ábúendurnir sérlega áhugasamir
um náttúru og náttúruvernd, sem
ekki var neitt algengt á þeim árum
og áhugi þeirra smitaði flesta þá
sem þangað komu.
Mamma hélt fallegt og snyrti-
legt heimili, sem gott var að búa á
og heimsækja eftir að flutt var að
heiman. Það var jafnan slegið upp
veislu, þegar maður kom heim og
alltaf voru til „mömmusnúðar“.
Hún var dýravinur og tók á
móti öllum þeim dýrum sem ég og
við bræðurnir tókum með okkur
inn á heimilið, hvort sem um var
að ræða flækingshunda, ketti,
kanínur eða fugla. Oft hef ég
hugsað til þess í seinni tíð hvort ég
sjálfur hefði opnað dyrnar fyrir
slíku.
Ég er þakklátur mömmu fyrir
ljúfan og tryggan uppvöxt.
Sigmar.
Elsku amma mín.
Mikið mun ég sakna þess að
hafa þig ekki hér á meðal okkar,
en ég á eftir að minnast þín með
gleði og þakklæti í hjarta. Ég á
margar góðar minningar um þig
og afa og samverustundir mínar
með ykkur. Ein af mínum fyrstu
minningum er úr stofunni á Flat-
eyri þar sem ég ligg upp í sófa með
bók og kisa og læt fara vel um mig,
án efa voru kanilsnúðar á diski á
borðinu fyrir mig að narta í yfir
lestrinum. Mínar elstu minningar
snúa að kúri í sófa með bók, gamla
Viku eða danskan Andrés og kan-
ilsnúða. Ég varði ófáum stundum
liggjandi einhvers staðar hjá ykk-
ur lesandi og fékk þjónustu á við
drottningu. Á ferðalögum fékk ég
að liggja í aftursæti Skódans með
bækur og því voru bílferðirnar yf-
irleitt afar fljótar að líða. Hjá þér
fékk ég líka uppáhaldsmatinn
minn, fiskibollur, kartöflur og
kokteilsósu, þú varst sérfræðing-
ur í að gera fiskibollur og hef ég
ekki enn fengið bollur sem bragð-
ast neitt í líkingu við þínar bollur.
Ég fór aldrei svöng frá ykkur og
hvort sem ég stoppaði stutt eða
lengi var alltaf nóg að bíta í. Á
seinni árum minnkaði bókalestur
og við bættust skemmtilegar sam-
ræður við ykkur. Alltaf höfðum
við nóg um að tala og ávallt fór ég
frá ykkur glaðari en ég kom.
Mikið mun ég sakna þín, elsku
amma.
Nú er ljósið dagsins dvín,
þótt dauðinn okkur skilji,
mér finnst sem hlýja höndin þín
hjarta mínu ylji.
Myndin þín hún máist ei
mér úr hug né hjarta.
Hún á þar sæti uns ég dey
og auðgar lífið bjarta.
Þótt okkur finnist ævin tóm
er ástvinirnir kveðja,
minninganna mildu blóm
mega hugann gleðja.
(Ágúst Böðvarsson)
Kveðja,
Gerða.
Rannveig
Árnadóttir
✝ Ingibjörg Sig-urðardóttir
fæddist í Reykjavík
13. apríl 1939. Hún
lést á Landspít-
alanum í Fossvogi
24. desember 2012.
Foreldrar henn-
ar voru Guðrún
Guðjónsdóttir f. 15.
júní 1909, d. 1993
og Sigurður Auð-
bergsson f. 8. mars
1910, d. 1988. Systkini hennar
eru: Sigrún Auður f. 1934, Har-
aldur, látinn. Þórður, látinn.
Svavar, látinn. Svavar Ásgeir,
látinn. Halldór f. 1947 og Guð-
jón, látinn. Ingibjörg giftist
Hilmari Kristjánssyni f. 15. maí
1930, frá Siglufirði, en hann lést
24. september
1995. Ingibjörg
eignaðist tvö börn:
Hilmar Þór Sig-
urðsson f. 30. ágúst
1958 og Sigrúnu
Gissurardóttur f.
14. ágúst 1961.
Maki Sigrúnar er
Steinar S. Jónsson,
börn þeirra eru:
Skarphéðinn,
Sandra og Gissur
Orri. Ingibjörg gekk í Laug-
arnesskóla og fór síðan ung á
vinnumarkaðinn og vann að-
allega við umönnunarstörf á
sinni starfsæfi til 69 ára aldurs.
Útför Ingibjargar fór fram
frá Digraneskirkju á gaml-
ársdag, 31. desember 2012.
Um leið og jólastjarnan stóð
sem hæst á himni og skein sem
skærast varð hún ljós, leið Ingi-
bjargar, vinkonu minnar, til
æðra tilverustigs. Hún lést á að-
fangadagskvöld eftir baráttu við
krabbamein mestallt liðið ár.
Hún laut í lægra haldi nú, ein-
kunnarorð hennar í lífinu voru:
„Ég skal, get, vil.“ Þau hafði hún
nálægt sér eftir hjartaáfall um
miðjan apríl 2009. Þá gekk hún
til orrustu, hafði sigur eftir
hjartastopp og aðgerð. Okkar
kynni hófust um það leyti er hún
gekk úr rúmi fyrir mig á einka-
stofu hjartadeildar LSH í lok
apríl 2009. Hún var snaggaraleg
í köflóttum náttbuxum og eigin
bol er hún gekk eftir gangi
hjartadeildarinnar inn á setu-
stofuna, þegar ég komst á skrið
og tók eftir henni. Við áttum
skemmtilegar stundir á setustof-
unni. Tengdar hrossum á áhuga-
verðan hátt. Ingibjörg fylgdist
með hestaíþróttinni í nánum
samvistum við ömmusysturdæt-
ur sínar þrjár. Þær voru viljugar
sem hrossin. Sú elsta, Berglind
Rósa, góður keppnisknapi og
yngsta systirin, Valdís. Ingi-
björg var hreykin af þeim. Ég
átti hest á húsi, ólst upp með
hestum sem fararskjótum og
gæðingum.
Við vorum hláturmildar,
hressar í bragði vongóðar og
lífsglaðar. Héldum fram á veg-
inn í endurhæfingu sem okkur
hentaði og lágu leiðir saman. Við
Ingibjörg áttum nánar, daglegar
samverustundir, gönguferðir,
bílferðir og matgæðastundir.
Ingibjörg hafði snerpu í skap-
gerð, var fljót að lesa fólk, hafði
skýrleika í afstöðu sinni til
manneskjunnar. Í ljós kom að
við þekktum margt sama fólkið í
Hvalfjarðarsveitinni. Ingibjörg
starfaði um stund við Grundar-
tangaverksmiðjuna fyrir lát eig-
inmanns síns, Hilmars, er lést
skyndilega 1995. Þau tóku upp
búskap ári eftir fæðingu dóttur
Ingibjargar. Ingibjörg gaf
tveimur börnum líf, Hilmari
einkasyni sínum og Sigrúnu
dóttur sinni er hún varð að láta
frá sér rétt eftir fæðingu til
góðra kjörforeldra. Það var erf-
iðasta verkefni Ingibjargar í
þessu lífi. Hjá Sigrúnu átti hún
þrjú barnabörn og tengdason
sem opnaði henni faðminn. Hún
var afar stolt af börnum sínum.
Megi algóður Guð vernda þau
og styrkja í framtíðinni. Þeim og
fjölskyldum þeirra er vottuð
innileg samúð og jafnframt
systkinum Ingibjargar og fjöl-
skyldum. Ég kveð hana kæra
með söknuði.
Ég vakna þennan morgun og vel að
hann sé góður
vel að hann sé yndislegur, myrkur og
hljóður
ég vel að kúra um stund og staðnæm-
ast við það
hve stórkostlegt sé lífið ef fátt amar að.
Ég ákveð því að velja að vandamálin fá
vistuð séu hjá mér til þess eins að ljá
tilverunni ennþá fleiri tilbrigði og fleti
ég tek þeim opnum örmum svo nýtt
mér þau ég geti.
Og eftir litla stund ég vel að fara á fæt-
ur
faðma þennan morgun og allar hans
rætur
hita mér gott kaffi af kærleik þess ég
nýt
kex smyr með osti í blöðin svo ég lít.
Að endingu ég segi, við þig sem þetta
lest
þetta er góður dagur, hafðu það sem
best
ég óska þess að hugsanir fallegar þig
finni
ég faðmlag þér sendi og kveð þig að
sinni.
Unnur Sólrún
Steinunn Njálsdóttir
og fjölskylda.
Okkar kæra vinkona, Inga
eins og hún var kölluð, er látin
eftir erfið veikindi.
Manni bregður þegar góður
vinur hverfur á braut, það er
mikill söknuður. Ég gat heimsótt
hana þegar hún var sem veikust
og bar hún sig vel eins og æv-
inlega.
Ég, Inga og Klara unnum
saman á sambýli aldraðra en eft-
ir að við hættum að vinna hitt-
umst við oft og voru það
skemmtilegar stundir. Inga var
ákveðin kona og vissi alltaf hvað
hún vildi, ég og Árni maðurinn
minn söknum hennar heilmikið.
Það var alltaf ánægjulegt að
fá hana í heimsókn. Hún kom oft
til okkar og áttum við margar
góðar stundir saman. Ég veit að
sonur þinn og systir sakna þín
mikið og allt þitt fólk. Við Árni
minnumst þín í hvert skipti sem
við horfum á fallega ljósið sem
þú gafst okkur.
Við sendum öllum ættingjum
og vinum samúðarkveðju.
Með ástarþökk ertu kvödd
í hinsta sinn hér
og hlýhug allra vannstu
er fengu að kynnast þér.
Þín blessuð minning vakir
og býr í vinahjörtum.
Brautir okkar stráðir þú,
yl og geislum björtum.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Blessuð sé minning þín.
Geirlaug og Árni
Ingibjörg
Sigurðardóttir
Heiðursmaðurinn Þórir Krisj-
ánsson er fallinn frá langt um ald-
ur fram.
Það voru sönn forréttindi að
kynnast honum og bróður hans
Kristjáni í áratuga löngum kynn-
um í þeim miklu og góðu sam-
skiptum og viðskiptum sem við
áttum.
Handtak hans var fast og traust
Þórir Sturla
Kristjánsson
✝ Þórir SturlaKristjánsson
fæddist í Bolung-
arvík 1. október
1945. Hann lést á
Landspítalanum,
Hringbraut, 21.
desember 2012.
Útför Þóris
Sturlu fór fram frá
Víðistaðakirkju í
Hafnarfirði 3. jan-
úar 2013.
eins og allir þeir
samningar sem hann
handsalaði með því.
Hans háttur og
þeirra bræðra var að
orð skyldu standa.
Þannig ástunduðu
þeir sín viðskipti um
áratuga skeið við að
byggja upp í Hafnar-
firði og Garðabæ og
víðar. Flóknir skrif-
legir samningar
voru óþarfir í samskiptum við þá.
Orðið viðskiptavinur stóð sann-
anlega undir merki í öllum þeim
samskiptum . Ég kveð Þóri með
miklum söknuði. Minning um góð-
an dreng lifir með okkur öllum
sem fengum að kynnast honum.
Ég votta eiginkonu og öðrum
eftirlifandi ættingjum mína sam-
úð.
Víglundur Þorsteinsson.
Helgi Júlíus
Hálfdánarson
✝ Helgi JúlíusHálfdánarson
fæddist í Valdarás-
seli í Víðidal 19. júlí
1927. Hann lést á
Sjúkrahúsi Akra-
ness 14. desember
2012.
Úför Helga var
gerð frá Borgar-
neskirkju 22. des-
ember 2012.
HINSTA
KVEÐJA
Til langafa.
Ég hefði viljað segja
bless,
en til hvers þarf þess.
Þú ert í hjarta mínu
og ég var í lífi þínu.
Berglind Ýr
Bjarkadóttir.