Morgunblaðið - 22.02.2013, Síða 8

Morgunblaðið - 22.02.2013, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2013 Jóhanna Sigurðardóttir, pólitísk-ur leiðtogi Samfylkingarinnar, sá ástæðu til að veita viðtal í gær vegna vantrauststillögu sem Þór Saari hafði borið fram og til baka.    Til sátta í málinulýsti Jóhanna skoðun sinni á framgöngu Þórs og sagði að þetta væru „afspyrnu vond og heimskuleg vinnu- brögð hjá Þór Saari“.    Og hún taldi til-lögu hans sér- staklega ámæl- isverða af því að hann væri að „ráð- ast til atlögu við samherja sína“ en vildi stuðning annarra.    Auðvitað voru það hárrétt við-brögð hjá Jóhönnu að rétta út sáttahönd með því að benda á hversu „heimskuleg vinnubrögð“ Þórs Saaris hefðu verið enda mundi hún aldrei „ráðast til atlögu við samherja sína“.    Á síðustu dögum ríkisstjórn-arinnar er með öðrum orðum allt reynt til að stilla til friðar í þinginu og ná sátt um afgreiðslu mikilvægra mála.    En á meðan þessi pólitíski leið-togi Samfylkingarinnar tjáir sig á þann hátt sem raun ber vitni, þá fer minna fyrir hinum ný- kjörna. Enginn veit enn hvenær hann tekur við embætti formanns eða hvort sá dagur mun yfirleitt renna upp.    Honum virðist nægja að vera tilskrauts og huggulegheita og auðvitað er engin ástæða til að gera lítið úr því hlutverki. Jóhanna Sigurðardóttir „Vond og heimsku- leg vinnubrögð“ STAKSTEINAR Þór Saari Veður víða um heim 21.2., kl. 18.00 Reykjavík 8 súld Bolungarvík 5 skýjað Akureyri 6 léttskýjað Kirkjubæjarkl. 7 alskýjað Vestmannaeyjar 7 skýjað Nuuk -10 skýjað Þórshöfn 6 alskýjað Ósló -7 heiðskírt Kaupmannahöfn -1 léttskýjað Stokkhólmur -3 léttskýjað Helsinki -7 skýjað Lúxemborg -2 skýjað Brussel 0 snjóél Dublin 2 skýjað Glasgow 3 skýjað London 2 skýjað París 1 skýjað Amsterdam 0 léttskýjað Hamborg 0 skýjað Berlín -2 skýjað Vín -1 skýjað Moskva -10 heiðskírt Algarve 17 skýjað Madríd 11 súld Barcelona 12 léttskýjað Mallorca 16 léttskýjað Róm 12 léttskýjað Aþena 12 skýjað Winnipeg -15 skýjað Montreal -12 snjókoma New York -2 léttskýjað Chicago -1 alskýjað Orlando 21 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 22. febrúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 8:59 18:25 ÍSAFJÖRÐUR 9:11 18:22 SIGLUFJÖRÐUR 8:54 18:05 DJÚPIVOGUR 8:30 17:52 Áttundi landsfundur Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs verður haldinn á Hótel Hilton Nordica í Reykjavík dagana 22.-24. febrúar. 497 aðalfulltrúar og jafnmargir til vara frá 33 svæðisfélögum eiga setu- rétt á landsfundi að þessu sinni. Tímamót verða á þessum lands- fundi VG, því Steingrímur J. Sigfús- son, sem gegnt hefur formennsku frá stofnun flokksins árið 1999, til- kynnti á dögunum að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér til áframhald- andi formennsku. Katrín Jak- obsdóttir menntamálaráðherra, varaformaður VG, hefur tilkynnt framboð til formanns. Þá hafa Björn Valur Gíslason alþingismaður og Daníel Haukur Arnarsson stjórn- armaður í Ungum vinstri grænum tilkynnt framboð til varaformanns. Starfs landsfundar hefst í dag kl. 13 en þá fjalla málefnahópar um nýj- ar stefnur í þremur málaflokkum. Opnunarhátíð hefst klukkan 17 og undir þeim lið mun formaðurinn, Steingrímur J. Sigfússon, flytja ræðu sína. Almennar stjórnmála- umræður hefjast í kvöld klukkan 20. Á morgun verða m.a. kosninga- áherslur kynntar og málefnahópar starfa. Þá fara einnig fram kosn- ingar í embætti formanns, varafor- manns, ritara, gjaldkera og stjórnar. Á sunnudag verður niðurstaða hópastarfs kynnt og ályktanir af- greiddar. Fundaslit verða kl. 17. sisi@mbl.is Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Tímamót Steingrímur J. Sigfússon lætur af formennsku á fundinum. Nýr formað- ur kjörinn á morgun  Landsfundur VG fer fram um helgina www.or.isHreint vatn - hraust fólk Hreint vatn – ómetanleg lífsgæði Málþing um vatnsvernd Orkuveita Reykjavíkur stendur fyrir málþingi um vatnsvernd laugard- aginn 23. febrúar á Hótel Natura, Nauthólsvegi 52, klukkan 13:00-15:00. Fulltrúar atvinnulífsins, hagsmunaaðila, stjórnvalda og Orkuveitunnar munu fjalla opinskátt um þetta mikilvæga málefni og svara spurningum fundarmanna. Fundarstjóri er Þóra Arnórsdóttir. Enginn aðgangseyrir en vinsamlegast skráið þátttöku á: http://www.or.is/UmOR/Hreintvatnmalthing/

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.