Morgunblaðið - 22.02.2013, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.02.2013, Blaðsíða 11
Leiklist Tómas Geir í hlutverki sínu sem hinn ráðvillti Karl er hér í einu brúðkaupinu af fjórum í sýningunni. skólans í Breiðholti en hætti við vegna fráfalls eiginmanns hennar, Sigurjóns Brink. „Þetta er búið að vera svolítið skrítið stundum. Ég var að horfa á þessa bíómynd kvöldið sem Sjonni dó og var þá að setja í hlutverk. Það er svo undarlegt hvernig lífið er. Nú tveimur árum seinna er ég að halda áfram með þetta. Í sýningunni verður ákveðið áfall í vinahópnum sem því miður allt of margir þurfa að lenda í og í dag skil ég þær aðstæður svo miklu bet- ur. Það er því kannski fyrst núna sem ég hef þroskann til að setja þetta verk upp.“ Mikill leiklistaráhugi í FG Það var mjög mikill áhugi meðal nemenda FG að fá að taka þátt í þessari uppfærslu en alls sóttust um 80 nemendur eftir hlutverkum í sýn- ingunni. „Það er leiklistardeild hérna í skólanum og þau eru komin mjög langt þessir krakkar miðað við krakka í framhaldsskóla. Það er frá- bært að vera með svona stóran hóp en þau eru rúmlega þrjátíu og hver og einn leikari er algjör snillingur,“ segir Þórunn. Söngleikir eiga það sameiginlegt að leikararnir bresta oft í söng af engu tilefni. Því er ekki þannig farið í uppsetningu FG. „Við erum með fjögur brúðkaup og jarð- arför og það er náttúrlega alltaf tón- list í þannig athöfnum svo við náum að nýta það og tengjum þannig tón- listina inn í sýninguna. Ég valdi síðan nokkur uppáhaldslög sem mig lang- aði til að koma inn í sýninguna,“ seg- ir Þórunn. Í sýningunni eru klassísk lög eftir til dæmis Etta James, Fran- kie Valli og Stevie Wonder en það er líka lag eftir Sjonna Brink. Lag eftir Sjonna í sýningunni „Ég leitaði og leitaði að einu lagi og eftir mjög mikla leit áttaði ég mig á því að ég átti lag sem stóð mjög ná- lægt hjarta mínu. Textinn er eftir mig en þetta er lag af Flavors-plötu Sjonna og heitir Sun. Ég samdi þennan texta þegar pabbi minn var að kveðja þetta líf. Það var síðan á æfingu að ég var ekki með neitt und- ir jarðarfarasenunni, ég fór inn í play-listann á tölvunni og setti þetta lag á,“ segir Þórunn og Tómas ítrek- ar að þetta sé einmitt fullkomið lag fyrir þetta atriði. „Það er mjög mikið af skemmtilegum lögum í sýning- unni. Ég syng til dæmis lagið Can’t Take My Eyes Off You og Þórunn samdi mjög flottan íslenskan texta við það. Ég verð samt að viðurkenna að ég er meira fyrir að leika en að syngja,“ segir Tómas. Þórunn tekur strax við keflinu og segir að nú sé kominn tími á að gera Tómas vand- ræðalegan. „Hann er frábær söngv- ari. Þetta er svona strákur sem getur allt. Það er algjör unun vera með svona leikara í sýningu. Hann er of- urmennisstrákur. Fyrir utan að vera í þessari sýningu er hann bæði í Gettu betur liði skólans og Morfís lið- inu. Hann gerir þetta allt á sama tíma. Þetta er framtíðarstjarna og ekki oft sem maður rekst á svona ein- staklinga.“ Hlógu og grétu saman Þórunn myndar oft sterk tengsl við þá sem hún hefur unnið með en bæði danshöfundur sýningarinnar Ragnheiður Dísa Gunnarsdóttir og tónlistarstjórinn Kristinn Þór Ósk- arsson voru í nemendasýningum hjá henni fyrir nokkrum árum. Þórunn hefur sett upp fjölmarga söngleiki eins og til dæmis Hárið, Fiðlarann á þakinu, Mamma Mia og Dirty Danc- ing en segir þessa sýningu standa næst hjarta sínu. „Ég nota mjög mik- ið af sjálfri mér í þessari sýningu og líf mitt síðustu ár. Þetta er búið að vera pínulítið erfitt en á sama tíma mjög gott ferli,“ segir Þórunn. „Við höfum öll grátið saman og hlegið og í raun farið allan tilfinningaskalann í þessu leikriti. Þetta er búið að vera mjög sérstakt æfingatímabil,“ bætir Tómas við og Þórunn tekur undir það. „ Það eru allir búnir að vera mjög opnir með tilfinningar sínar þannig að þetta verður hálfgerð þerapía í leiðinni. Þetta er saga sem nálgast lífið á svo fallegan hátt. Hún segir manni það að þó að lífið geti oft á tíðum verið erfitt þá er svo mikil fegurð í því líka,“ segir Þórunn að lokum. Hægt er að panta miða á Fjögur brúðkaup og jarðarför í síma 777 0905 eða á skrifstofu FG. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2013 Hönnuður febrúarmánaðar hjá Ice- landair hótel Reykjavík Natura, er Halldóra tísku- og skóhönnuður frá London College of Fashion, en hún segir að það að alast upp innan um fataskáp og skó ömmu sinnar, hafi átt þátt í að kveikja áhugann á skó- hönnun. Halldóra sækir mikið af sín- um innblæstri í náttúru Íslands og heimaslóðir sínar, Voga í Mývatns- sveit. Hún hefur í skóhönnun sinni notað mikið af íslenskum einstökum efnum, svo sem roð og séríslenska steina og hrafntinnu, kvikukristalla. Halldóra kynnir skólínu sína á Hótel Reykjavík Natura alla föstudaga í febrúar milli klukkan 17 og 19. Á hverju föstudagskvöldi klukkan 17 sýna íslenskir hönnuðir vörur sínar eða halda tískusýningu á Icelandair hótel Reykjavík Natura (sem áður hét Hótel Loftleiðir), og eru þeir við- burðir á sama tíma og „Happy Hour“ er á hótelinu. Erlendir hótelgestir hafa tekið kynningum íslenskra hönnuða fagnandi, en að sögn Ragn- heiðar Friðriksdóttur hjá Reykjavík Concierge, sem heldur utan um tískusýningarnar í samstarfi við Reykjavík Natura, finnst hótelgestum mjög gaman og áhugavert að hitta ís- lenska hönnuði og sjá hvað þeir eru að gera. „Einnig er þessi viðburður alltaf að laða til sín fleiri og fleiri íslenska konuhópa, sem njóta þess að koma hingað og fá sér hvítvínsglas í góðra vina hópi, skoða fallega íslenska hönnun og fá jafnvel tækifæri til þess að kaupa hana á afslætti.“ Kynnir skólínu á föstudögum Rautt Halldóra notar roð og fleiri náttúruleg efni. Halldóra er hönnuður febrúarmánaðar Svalt Óneitanlega frekar flott. Fjölbreytt Armbönd, hálsmen og skór. E N N E M M / S ÍA / N M 5 6 6 9 0 *M ið a ð vi ð b la n d a ð a n a ks tu r BL Sævarhöfða 2 110 Reykjavík 525 8000 Bílahúsið / Reykjanesbæ / 421 8808 – Bílasalan Bílás / Akranesi / 431 2622 – Bílasala Akureyrar / Akureyri / 461 2533 – Bílaverkstæði Austurlands / Egilsstöðum / 470 5070 DACIA DUSTER – 4x4 Dísil, beinskiptur. Verð 4.090 þús. kr. Eyðsla: 5,1 l/100 km* SKYNSAMLEG KAUP Hrikalega gott ver ð ELDSNEYTI MINNA SHIFT_ NISSAN QASHQAI – 4x4 Dísil, beinskiptur. Verð 5.090 þús. kr. Eyðsla: 4,6 l/100 km* VINSÆLASTI SPORTJEPPINN Samkv. Umferðars tofu 2012 SUBARU XV – 4x4 Bensín, sjálfskiptur. Verð 5.590 þús. kr. Eyðsla: 6,6 l/100 km* SPARNEYTINN SUBARU Ný vél, aukinn ben sínsparnaður NÝIR SPARNEYTNIR BÍLAR ks 3,4 l/100 km* 1,5 dísil, beinskiptur. Verð 2.890 þús. kr. Í E M M / S ÍA / N M 5 6 6 9 0 *M ið a ð vi ð b la n d a ð a n a k E N N GLÆSILEGUR AUKABÚNAÐUR M.a. íslenskur leið sögubúnaður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.