Morgunblaðið - 22.02.2013, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 22.02.2013, Qupperneq 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2013 Helgina 23.-24. febrúar mæta 806 hreinræktaðir hundar af 79 teg- undum í dóm á alþjóðlega hunda- sýningu Hundaræktarfélags Ís- lands. Sýningin er haldin í Klettagörðum 6 og hefjast dómar kl. 9.00 árdegis báða daga og standa fram eftir degi. Úrslit hefj- ast um kl. 14.30 báða daga og þá kemur í ljós hvaða hundar bera af að mati dómara. Megintilgangur hundasýninga er að meta hundana út frá ræktunarmarkmiði hvers kyns og leiðbeina ræktendum þann- ig í starfi sínu. Sex dómarar frá fjórum löndum dæma. Gestum gefst kostur á að kynnast hundum og ræða við hundeigendur og sýnendur, auk þess sem á staðn- um er fjöldinn allur af sölu- og kynningabásum. 26 ungmenni taka þátt í keppni ungra sýnenda föstu- dagskvöldið 22. febrúar kl. 18.00. Morgunblaðið/Árni Sæberg 806 hundar sýndir á alþjóðlegri sýningu Í dag, föstudaginn 22. febrúar, verður árleg ráðstefna um for- varnar- og öryggismál fyrirtækja haldin á vegum VÍS og Vinnueft- irlitsins. Þar verður fjallað um ábyrgð og skyldur stjórnenda/eigenda fyr- irtækja í öryggismálum frá mörg- um hliðum. Erindi flytja: Tómas Már Sig- urðsson forstjóri Alcoa í Evrópu, Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlitsins, Kjartan Reyn- isson hjá Loðnuvinnslunni og Jón Gestur Ólafsson, gæða-, umhverfis- og öryggisstjóri hjá Höldi. Ráðstefnan fer fram í húsakynn- um VÍS í Ármúla 3, á 5. hæð á milli kl. 13 og 16. Aðgangur er ókeypis og allir vel- komnir. Ráðstefna um for- varnir og öryggi Í gær var opnuð í Smáralind sýning sem heitir Undur vísindanna. Þetta er gagnvirk sýning þar sem gestir fá að prófa og uppgötva hin ýmsu undur tækninnar og vís- indanna. Tilgangur sýningarinnar er að fræða almenning og gefa fólki kost á að leysa einfaldar þrautir sem útskýra hvernig ýmis eðl- isfræðileg lögmál virka. Sýningin er flutt inn frá Þýska- landi og er sérstaklega gerð fyrir verslunarmiðstöðvar. Sýningin stendur yfir til 6. mars. Vísindasýning STUTT Sigríður Huld Blöndal shg@hi.is Matvælastofnun er að skoða hvaða ráðleggingar eigi að gefa íslenskum neytendum um hrísgrjónadrykki. Í sænskri rannsókn, sem birtist ný- lega, kom fram að neysla slíkra drykkja gæti haft neikvæð áhrif á heilsu ungra barna. Hrísmjólk, sem búin er til úr hrís- grjónum, er stundum gefin börnum með mjólkuróþol. Sænska matvæla- stofnunin mælir hins vegar ekki með því að börn yngri en sex ára fái hrís- mjólk. Ráðleggingar væntanlegar Ingibjörg Jónsdóttir, sérfræðing- ur hjá Matvælastofnun, segir að ver- ið sé að grandskoða þetta hér á landi eftir að þessar niðurstöður komu frá Svíþjóð. Á norrænum fundi sem hún sat í vikunni ásamt fulltrúa frá embætti landlæknis, var fjallað meðal annars um skaðsemi hrísmjólkur fyrir ung börn. „Nú er verið að skoða hvaða ráðleggingar verða settar fram fyrir íslenska neytendur,“ segir Ingi- björg. Hún segir að það sem sé á markaði hér á landi af hrísmjólk sé svipað því sem er í Svíþjóð, allt innfluttar vörur. „Í Danmörku hefur foreldrum einnig verið ráðið frá því að gefa börnum hrískökur,“ segir Ingibjörg og það verði einnig skoðað hér á landi. Hátt hlutfall arsen í hrísmjólk Mestum áhyggjum veldur efnið arsen, sem er í miklu magni í hrís- grjónum og vörum framleiddum úr þeim. Ingibjörg segir að hér á landi verði skoðað hversu mikið börn drekka af hrísmjólk og borða af öðr- um hrísgrjónavörum og það borið saman við sænsku niðurstöðurnar. „Ekki er ástæða til að mæla það sem er hér á markaði því þetta eru svipaðar vörur og í Svíþjóð. Flestar hrísgrjónavörur innihalda mikið magn af arseni. Við höfum ekki séð ástæðu til að mæla það sem er hér á markaði, þetta eru allt innfluttar vörur,“ segir Ingibjörg. Kolbrún Einarsdóttir, næringar- ráðgjafi á Landspítalanum, segir að hrísmjólk sé of næringarsnauð fyrir ung börn og ekki hafi verið ráðlagt hér á landi að gefa börnum undir eins árs aldri hana. Hún segir að mikilvægt sé að Matvælastofnun gefi út yfirlýsingu sem fyrst varðandi þessi mál. Hrísmjólk ekki heppileg fyrir ung börn  Matvælastofnun undirbýr ráðlegg- ingar um neyslu á hrísgrjónadrykkjum Hrísgrjón Vörur framleiddar úr þeim innihalda efnið arsen. Niðurstöður Íslensku ánægjuvog- arinnar 2012 voru kynntar gær en þetta er fjórtánda árið sem ánægja viðskiptavina íslenskra fyrirtækja er mæld með þessum hætti. Að þessu sinni eru niðurstöður birtar fyrir 28 fyrirtæki í 9 atvinnu- greinum og byggjast niðurstöður á 200-600 svörum viðskiptavina hvers fyrirtækis. Hæstu einkunn allra fyrirtækja hlýtur Nova, 71,6 stig af 100 mögu- legum. Nova er því heildarsig- urvegari Íslensku ánægjuvog- arinnar árið 2012 líkt og 2011 og jafnframt sigurvegari í flokki far- símafyrirtækja, segir í frétt frá Stjórnvísi. Fast á hæla Nova kemur ÁTVR sem er efst flokki smá- söluverslana með einkunnina 71,1. Í fyrsta sæti í flokki banka er Lands- bankinn með einkunnina 62,9 og í flokki tryggingafélaga er Trygg- ingamiðstöðin með hæstu ein- kunnina, 69,0. HS orka er í fyrsta sæti raforkusala með einkunnina 62,1 og Atlantsolía er efst meðal ol- íufélaga með einkunnina 68,8. Bau- haus er með hæstu einkunnina meðal byggingavöruverslana, 66,0. Krónan er í fyrsta sæti í flokki mat- vöruverslana með einkunnina 63,6 og Lyfja sigrar í flokki lyfjaversl- ana með einkunnina 66,2. Íslenska ánægjuvogin er sam- starfsverkefni nokkurra Evr- ópuþjóða um mælingar á ánægju viðskiptavina helstu fyrirtækja í nokkrum atvinnugreinum. Verðlaunahafar Neðri röð frá vinstri: Þórhildur Eva Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá HS Orku, Guðrún Ragna Garð- arsdóttir, framkvæmdastjóri Atlantsolíu, Liv Bergþórsdóttir, framkvæmdastjóri NOVA, og Ragnheiður D. Agnars- dóttir, framkvæmdastjóri hjá TM. Efri röð frá vinstri: Einar S. Einarsson, framkvæmdastjóri hjá ÁTVR, Þórbergur Egilsson, forstöðumaður hjá Lyfju, Kristinn Skúlason, rekstrarstjóri Krónunnar, Halldór O. Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Bauhaus, og Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans. Nova efst í ánægjuvoginni Eftirlitstofnun EFTA (ESA) sam- þykkti í gær að tekin yrði upp samræmd eftirlitsáætlun vegna hrossakjötsmálsins í Noregi og á Íslandi. Í henni felst könnun á því hvort ómerkt hrossakjöt sé að finna í matvörum og greining á því hvort hugsanlega séu lyfjaleifar í hrossakjöti sem ætlað er til mann- eldis. Áætlunin var kynnt á fundi í Brussel í gær. Fram kemur á vef ESA að Noregur og Ísland hafi þar kynnt nánar þær aðgerðir sem nú þegar hafi verið gripið til vegna hrossakjötsmálsins á fundi ráð- gjafarnefndar EFTA um dýraheil- brigðismál. Í kjölfar þessa kynnti ESA sam- ræmda eftirlitsáætlun til að tryggja samræmd vinnubrögð eft- irlitsaðila í viðkomandi löndum hvað varðar sýnatökur, rannsóknir og tilkynningar. Ráðgjafarnefndin studdi tillögu ESA um upptöku þessarar áætlunar. Vinna samkvæmt áætluninni mun taka einn mánuð en verður hugsanlega framlengd um aðra tvo ef ástæða þykir til. Leita að hrossakjöti í unnum matvörum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.