Morgunblaðið - 22.02.2013, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 22.02.2013, Qupperneq 37
MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2013 hún var forsjál um hag fjölskyld- unnar. Ingibjörg var annáluð fyrir hversu vel hún fór með dýr. Hún átti ávallt góða reiðhesta enda hafði hún yndi af útreiðartúrum á næstu bæi til að hitta skyldmenni eða vini, sérstaklega þegar hún var yngri. Ég þóttist skynja að innst inni væri frænka mín í innsta eðli sínu hlédræg og jafnvel feimin. Sú hlédrægni hamlaði ekki því að hún tæki virkan þátt í félagslífi; en hélt sér þar ekki til metorða. Metnaður hennar beindist fyrst og fremst að heimilinu og gengi ættmenna sinna. Síðustu árin voru erfið frænku minni vegna lasleika sem eyddi kröftum hennar. Það var henni þung raun og fjölskyldu hennar en hún mætti veikindum sínum með ró og æðruleysi. Mér verður oft hugsað til löngu liðinna sum- ardaga í sveitinni hjá henni. Fyr- ir mér eru þetta sólskinsdagar og ég þakka af heilu hjarta að ég skyldi fá að njóta þeirra í skjóli hennar. Í umsjón frænku minnar naut ég hlýju og alúðar. Blessuð sé minning hennar. Ég votta fjölskyldu hennar dýpstu samúð mína. Örn Þór Emilsson. Í dag er lögð til hinstu hvílu frænka mín, Ingibjörg Baldvins- dóttir. Það er sárt að þurfa að kveðja hana, en mig langar að minnast hennar með fáeinum orðum. Það var fyrst þegar ég fór til sumardvalar sem ungur drengur norður í Brattahlíð að ég kynntist þessari norðlensku frænku minni. Frænka tók mér strax opnum örmum og vildi allt fyrir mig gera. Það er margs að minnast frá þessum tíma sem ég var í Bratta- hlíð og síðar Eiríksstöðum en einna minnisstæðastar eru mér ferðirnar í gripahúsin með henni og Valtý, eiginmanni hennar. Þar var oft mikið rætt um búskapinn og ekki síður um það sem snerti ættina. Hjónin voru bæði natin við að hugsa um dýrin og hugs- uðu vel um þau. Ingibjörg og Valtýr, eiginmað- ur hennar, voru mjög samrýmd í hjónabandinu. Þau eignuðust fimm mannvænleg börn og eiga nú marga afkomendur í Húna- vatns- og Skagafjarðarsýslu sem mega vera stolt af uppruna sín- um. Brattahlíð er snotur en ekki mjög stór jörð en þeim hjónum tókst að rækta jörðina og fjölga í bústofninum. Frænka, sem fædd var og upp- alin í Sæmundarhlíð í Skagafirði talaði oft um Skagafjörðinn, hversu víðsýnt þar væri og mikil fegurð. Hún fékk síðar meira tækifæri til að fara þangað þegar Sigurbjörg, dóttir þeirra hjóna, fór að búa í Skagafirði. Það var öllum ljóst sem kynnt- ust Ingibjörgu að hún var góð manneskja. Það fór ekki mikið fyrir henni en á sinn hljóðláta hátt vann hún sín verk af dugnaði og eljusemi. Kynni mín af Ingi- björgu voru mér mikils virði. Hún sýndi mér ávallt hlýju og umhyggju. Um leið og ég kveð Ingibjörgu, frænku mína, vil ég votta fjöl- skyldu hennar mína dýpstu sam- úð. Minningin lifir. Við sjáum að dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin færist nær, og faðmi jörðina alla. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóst þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumarnótt, og svanur á bláan voginn. (Davíð Stefánsson.) Emil Ingi Emilsson. ✝ Sesselja SóleySigurbjörns- dóttir var fædd í Keflavík hinn 13. október 1940. Hún lést að kveldi 22. desember síðastlið- inn á Heilbrigð- isstofnun Suð- urnesja eftir stutt veikindi. Foreldrar henn- ar voru Sigurbjörn Metúsalemsson útgerðarbóndi, fæddur 3. maí 1906, dáinn 26. febrúar 2000, og Júlía Jóns- dóttir húsfreyja, fædd 27. júlí 1906, dáin 11. september 1979. Sesselja var þriðja í röðinni af fjórum systrum, hinar eru Guð- rún Karlotta, fædd 4. febrúar 1931, sem giftist Halli Guð- mundssyni sem nú er látinn. Sóley, fædd 1. júlí 2002. b) Guð- jón Davíð, 25. mars 2005. Faðir þeirra er Davíð Benónysson. c) Júlíana Þurý Sól, 27. júní 2007. d) Ásdís Lilja, f. 25. maí 2012. Faðir þeirra er Andrés Eggerts- son og sambýlismaður Silju. Karl Þór, fæddur 15. september. Klara, fædd 14. nóvember 1964. Hennar börn eru Júlía Sól- imann, fædd 1. júlí 1991, og Ólafur Hafsteinn, fæddur 30. október 1994. Faðir þeirra er Ólafur Sólimann Ásgeirsson. Sigrún Björg, f. 4.10. 1969. Hennar börn eru Ásdís, f. 7. jan- úar 1989. Guðjón Óskar, fæddur 19. júlí 1993, og Andri Már, f. 8. september 1995. Faðir þeirra er Elfar Grétarsson. Sesselja oftast kölluð Silla var alin upp á Vestur-Stafnesi. Silla og Guðjón bjuggu lengst á Suð- urgötu 16 í Sandgerði. Silla vann lengst af við fisk- vinnslustörf, en fyrst og fremst var Silla fjölskyldumanneskja. Útför hennar fór fram í Hvalsneskirkju 4. janúar 2013 í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Margrét Eiríka, fædd 10. febrúar 1934, gift Theódóri Ólafssyni, og Gotta Ása Ingibjörg, fædd 30. desember 1941, gift Stefáni Guðmundssyni. Hinn 31. desember árið 1970 giftist Sesselja Guðjóni Óskarssyni fædd- um að Læknis- stöðum á Langanesi 30. nóv- ember 1940. Foreldrar hans voru Óskar Jónsson og Klara Guðjónsdóttir. Sesselja og Guð- jón eignuðust þrjár dætur. Þær eru Anna Lilja, fædd 21. nóv- ember 1963, í sambúð með Herði Má Karlssyni. Þeirra börn eru Silja, fædd 7. nóvember 1985. Hennar börn a) Sesselja Við sitjum hér systurnar og er- um að reyna að setja saman minningarorð um þig, elsku mamma. Við erum enn að átta okkur á að þetta sé veruleikinn, að þú sért farin frá okkur. Það er svo sárt að kveðja þig eftir svo stutt veikindi og fráfall þitt hefur verið okkur erfiðara en orð fá lýst. En þegar við hugsum til þín þá er margs að minnast. Þú kenndir okkur margt sem við munum búa að alla ævi og er þá helst að minnast samheldni innan fjölskyldunnar og að styðja við hvert annað bæði í blíðu og stríðu. Alltaf varstu boðin og búin að aðstoða okkur systurnar ef okkur vantað pössun eða aðstoð við af- mælisveislur barnanna þar sem þú bakaðir og komst færandi hendi. Það er undarlegt að geta ekki hringt í þig og fá ráðlegg- ingar frá þér í sambandi við mat- seld, upplýsingar um ættartengsl eða eitthvað sem við vildum vita um þjóðlegan fróðleik. Þú varst vel lesin og fannst fátt skemmti- legra en að lesa góðar bækur og viða að þér ýmsum fróðleik sem þú gætir svo miðlað til ömmu- barna og langömmubarna þinna. Lífið verður svo miklu fátæk- legra án þín en við munum reyna að halda áfram því verki sem þér þótti mikilvægast af öllu en það var að halda fjölskyldutengslun- um jafn sterkum og þú gerðir en þau voru ótrúlega sterk. Við systurnar töluðum við þig á hverjum degi og yfirleitt kom- um við í heimsókn til ykkar pabba á hverjum degi. Við vorum alltaf velkomnar í mat. Það var ekki svo sjaldan að við hringdum og spurðum „Hvað er að borða?“ Eða barnabörnin hringdu og spurðu þess sama og svarið var alltaf hið sama: „Það er nóg til, endilega komið.“ Það er svo margt fleira sem er að minnast, fallegar og góðar minningar sem munu verðar rifj- aðar upp innan fjölskyldunnar í matarboðunum sem þér þóttu svo mikilvæg. Elsku mamma, þú varst öllum þínum börnum, barnabörnum og barnabarna- börnum fyrirmynd og gafst þeim alla þína ást og umhyggju. Í veik- indum þínum sást svo greinilega að sú ást og umhyggja sem þú hafðir sáð í kringum þig bar ríku- lega uppskeru. Öll fjölskyldan var hjá þér þangað til yfir lauk. Við söknum þín og vildum óska þess að þú værir enn hérna hjá okkur. Þú færðir okkur ómetan- lega ást, kærleik, gleði og ham- ingju og ert okkur mikil hvatn- ing. Við elskum þig og þú býrð í hjörtum okkar um alla eilífð. Anna Lilja, Klara og Sigrún Björg. Elsku amma okkar. Við getum ekki með orðum lýst hversu mikið við söknum þín. Það var ekki hægt að eiga betri ömmu en þig. Þú varst alltaf til staðar fyrir okkur og það var allt- af hægt að biðja þig um allt og alltaf gastu hjálpað. Sama hvað við spurðum aldrei dæmdir þú okkur, það var alltaf hægt að treysta á þig. Þegar við gistum hjá þér sem var ekki sjaldan vöknuðum við hálfklædd og voru fötin okkar á heitum ofninum. Við eigum svo ótrúlega mikið af minningum um þig og þær standa allar upp úr. Það var ekki eitthvað eitt sem gerði þig að bestu ömmu í heimi heldur allt. En núna ertu farin frá okkur og við sitjum hér að gera minn- ingargrein, en samt trúum við ekki að þú sért farin. Við eigum eftir að sakna þín meir en orð fá lýst, og við viljum trúa því að við eigum eftir að hitta þig aftur og þá tökum við eitt tjútt saman eins og þú varst vön að gera við okkur inni í eld- húsi. Ásdís, Júlía, Guðjón Óskar, Karl Þór, Ólafur Hafsteinn og Andri Már. Elsku amma, ég vildi að ég væri ekki að reyna að skrifa minningargrein um þig, ég vildi óska af öllu hjarta að ég væri bara í heimsókn hjá þér núna að segja þér hvað mér liggur á hjarta, um hversu vænt mér þyk- ir um þig. En ekki að skrifa orð á blað sem skipta litlu máli því þú ert farin frá okkur og af því er ég með risastórt sár á hjartanu. Ég vona svo innilega að ég fái að hitta þig aftur. Ég veit að lífið á ekki eftir að verða það sama án þín. Ég þakka Sillu ömmu minni fyrir að hafa leyft mér að búa hjá henni í 21 ár og gefið börnum mínum, þeim Sesselju og Guð- jóni, heimili og ást. En ég sakna hennar endalaust og á eftir að gera alla ævi. Takk, amma, fyrir að hafa verið til. Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau er heitast unnu þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni. Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra. Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá í hljóðri sorg og ástarþakkir færa. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Silja. Sesselja Sóley, mákona mín, lést á sjúkrahúsinu í Keflavík 22. desember síðastliðinn. Silla eins og allir sem þektu hana kölluðu hana, var falleg og yndisleg manneskja, aldrei heyrði ég hana halla á nokkurn mann. Þegar ég og sonur minn þá fjögra ára flutt- um til Keflavíkur fórum við oft suður í Sandgerði til Sillu og Guð- jóns bróður míns, þar var okkur alltaf tekið opnum örmum. Silla var frábær kokkur, auk þess sem hún saumaði falleg föt á dætur sínar þrjár, þær voru fallegar litl- ar stúlkur og eru glæsilegar kon- ur í dag. Silla var mikil barnavinur og elskaði börnin sín, barna- og barnabarnabörnin, þau voru mik- ið heima hjá ömmu sinni og afa og þar var glatt á hjalla og gaman að koma og alltaf eitthvað um að vera. Ég vil þakka Sillu og bróður mínum allan þann stuðning og hlýju sem þau sýndu okkur mæðginunum fyrstu árin okkar í Keflavík. Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauðann með harmi eða ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Höf. óþekktur.) Ég þakka af alhug að hafa orð- ið þess aðnjótandi að kynnast Sillu og bið almáttugan Guð að styrkja Guðjón, börn, barna- og barnabarnabörn í þeirra miklu sorg og einnig aðra ástvini. Eygló Óskarsdóttir. Elsku Silla amma, við erum svo innilega þakklát fyrir þann tíma sem við áttum með þér og allt sem þú gerðir með okkur og allt sem þú gafst okkur. Þú vildir alltaf hafa okkur með þér. Allt sem þú gafst okkur er hluti af því hver við erum í dag. Við vitum að núna ertu léttari á þér og þú dansar á himnum eins og þú hafðir svo gaman af. Amma, þú varst engill á jörðu og ég veit að þú munt passa okkur jafn mikið á himnum eins og þú gerðir hérna á jörðunni. Hvíldu í friði. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. Hafðu gát á hjarta mínu halt mér fast í spori þínu, að ég fari aldrei frá þér, alltaf, Jesús, vertu hjá mér. Um þig alltaf sál mín syngi sérhvern dag, þó eitthvað þyngi. Gef ég verði góða barnið, geisli þinn á kalda hjarnið. (Ásmundur Eiríksson.) Sesselja Sóley, Guðjón Davíð, Júlíana Þurý Sól og Ásdís Lilja. Sesselja Sóley Sigurbjörnsdóttir ✝ Elsku hjartans eiginkona mín, yndislega móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR HELGA SIGFÚSDÓTTIR snyrtifræðingur, Helgubraut 15, Kópavogi, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi aðfaranótt mánudagsins 18. febrúar. Útför hennar fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði mánudaginn 25. febrúar kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Björn Gíslason, Þorsteinn Björnsson, Sóley G. Karlsdóttir, Anna Lilja Björnsdóttir, Ragnar Garðarsson, Finnbjörn Már Þorsteinsson, Sigríður Ragnarsdóttir, Tinna Ósk Þorsteinsdóttir, Benedikt Björn Ragnarsson. ✝ Eiginmaður minn, faðir, afi og langafi, BJARNI HELGASON frá Vestmanneyjum, Þangbakka 8, Reykjavík, lést sunnudaginn 10. febrúar á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Þökkum auðsýnda samúð. Helga Sigurðardóttir, Jóhann Bjarnason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar ástkæra AUÐUR BIRNA HAUKSDÓTTIR, Austurgerði 1, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut mánudaginn 11. febrúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Starfsfólk Heimahlynningar og krabbameinslækningadeildar á 11E, Landspítala, Hringbraut, fær sérstakar þakkir fyrir ein- staka umönnun og hlýju. Guð blessi ykkur. Aðstandendur. ✝ Okkar ástkæra FRIÐFRÍÐUR DODDA RUNÓLFSDÓTTIR frá Dýrfinnustöðum í Skagafirði, til heimilis að Byggðarholti 11, Mosfellsbæ, lést á líknardeildinni í Kópavogi þriðjudaginn 19. febrúar. Útför hennar fer fram frá Lágafellskirkju í Mosfellsbæ föstudaginn 1. mars kl. 13.00. Friðrik Friðriksson, Friðrik Friðriksson yngri, Gísli Friðriksson, barnabörn, barnabarnabörn, systkini hinnar látnu og tengdadætur. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR VILHJÁLMSDÓTTIR, hjúkrunarheimilinu Eir, andaðist miðvikudaginn 20. febrúar. Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 28. febrúar kl. 13.00. Kristín María Kjartansdóttir, Ingólfur Hauksson, Hannes Jóhannsson, Beth Moore, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær faðir okkar, sonur og bróðir, JÓN E. HJALTASON, lést á sjúkrahúsinu í Torrevieja á Spáni föstudaginn 1. febrúar. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Ólöf Dögg Jónsdóttir, Þórunn Mjöll Jónsdóttir, Halldóra Þ. Sveinbjörnsdóttir, Ragna, Vignir, Snorri og Lilja Hjaltabörn og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.