Morgunblaðið - 22.02.2013, Page 39
MINNINGAR 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2013
Við óvænt andlát vinar míns
Ragnars Magnússonar setti mig
hljóðan.
Kynni okkar Ragnars hófust
fyrir alvöru þegar Magnús Jó-
hannsson, kaupmaður í Skeifunni,
bauð okkur Ragnari að gerast
stofnendur og meðeigendur í Bæj-
arbólstrun en það var húsgagna-
verksmiðja upp á ellefu hundruð
fermetra að gólffleti. Tókum við
Ragnar slaginn og upphófust í lífi
okkar mörg viðburðarík ár. Í
svona stórri verksmiðju þurfti
mikið skipulag, dugnað og útsjón-
arsemi þar sem framleidd voru
mörg sófasett á hverjum degi.
Fórst Ragnari sem verkstjóra
þetta vel úr hendi og gekk þessi
verksmiðja undir hans stjórn í
mörg ár. Tengdumst við þrír
sterkum böndum í gegnum þenn-
an rekstur og var Ragnar hrókur
alls fagnaðar hvort sem við vorum
á sýningum erlendis, í veiðitúrum
eða í veislum á vegum fyrirtæk-
isins. Straumhvörf urðu í lífi
Ragnars þegar hann lenti í alvar-
legu bílslysi fyrir tíu árum. Slas-
aðist Ragnar mikið, brotnaði illa
Ragnar Þór
Magnússon
✝ Ragnar ÞórMagnússon
fæddist í Reykjavík
hinn 5. apríl 1937.
Hann andaðist á
blóðlækningadeild
Landspítalans við
Hringbraut hinn 8.
febrúar 2013.
Ragnar var jarð-
sunginn frá Há-
teigskirkju 15. febr-
úar 2013.
bæði á höndum og
fótum og er krafta-
verk að hann skuli
hafa lifað þetta slys
af. Á einu augnabliki
breyttist allt. Hann
gat ekki stundað at-
vinnu sína, ekki notið
hestamennskunnar,
ekki farið í veiðitúra,
ekkert. Byrjar nú
erfiður kafli í lífi
Ragnars og reyndar
allrar fjölskyldunnar. Látlausar
spítalaferðir, aðgerðir með hléum
í mörg ár og svo stanslaus end-
urhæfing alveg fram á síðasta dag.
Í allri þessari umræðu má ekki
gleymast þáttur Signýjar, konu
Ragnars, sem stóð eins og klettur
við hlið hans og studdi hann bæði
andlega og líkamlega í þessum
erfiðleikum. En Ragnar, þessi
ljúflingur, seiglaðist áfram í gegn-
um þetta mikla andstreymi með
sinni alkunnu ró og yfirvegun. Já
það voru ekki lætin þar.
Ragnar náði sér aldrei af þessu
hörmulega slysi þó að hann hafi
getað gengið svolítið óstuddur.
Næsta áfall hjá Ragnari og fjöl-
skyldu hans er að í líkama hans
tekur sér bólfestu sjúkdómur sem
nánast fellir annan hvern Íslend-
ing. Sú rimma stóð stutt og kvaddi
þessi öðlingur lífið 8. febrúar síð-
astliðinn.
Þar fór góður samstarfsmaður
og vinur. Kæra Signý og fjöl-
skylda, við Steinunn vottum ykk-
ur okkar dýpstu samúð og biðjum
almættið að styrkja ykkur í sorg
ykkar.
Halldór Jónsson bólstrari.
Elsku amma mín, daginn sem
þú fórst sagði Nanna Kolbrún
dóttir mín (fimm ára) mér að þú
værir komin til afa og um leið
blikkaði hún mig, eilítið sposk á
svip. Það er alveg rétt hjá henni
amma, loksins ertu komin til afa
og ég veit að hann hefur tekið vel á
móti þér.
Mér er þakklæti efst í huga
þessa dagana, þakklæti fyrir það
að fá að hafa þig hjá okkur allan
þennan tíma. Þakklæti fyrir að
hafa fengið að kynnast þér svona
vel eins og ég og systur mínar
gerðum. Ég er þakklát fyrir það
að hafa haft þig í sama húsi; hús-
inu sem þið afi byggðuð, allan
minn uppvöxt og þar af leiðandi
ótakmarkað aðgengi að þér. Þakk-
lát fyrir allar stundirnar sem við
áttum saman; prjónakennsluna,
pönnsurnar og myndirnar. Mynd-
irnar sem ég gat skoðað tímunum
saman, þessar fallegu ljósmyndir
sem þú tókst.
Þakklát fyrir það að börnin mín
fengu að kynnast þér og þakklát
fyrir stundina sem við áttum sam-
Guðný Hulda
Steingrímsdóttir
✝ Guðný HuldaSteingríms-
dóttir fæddist í
Reykjavík 14. ágúst
1924. Hún lést á
heimili sínu á
Kaplaskjólsvegi 64
sunnudaginn 13.
janúar 2013. Útför
Guðnýjar fór fram í
kyrrþey að hennar
ósk.
an um daginn þegar
þú hafðir svo gaman
af börnunum sem
léku á als oddi.
Þegar ég byrjaði í
mínu ljósmynda-
námi fékk ég hjá þér
allar negatívurnar
sem þú hafðir tekið
þegar pabbi og
systkini hans voru
börn. Ég man hvað
þér þótti spennandi
en skrítið hvernig ég hafði skann-
að þær inn, raðað þeim upp í eins-
konar myndband og sett lag und-
ir; þú tókst fyrir andlitið og
flissaðir. Svo nutum við þess að
fara í gegnum þetta saman og þú
sagðir okkur sögur í kringum
hvern einasta ramma.
Ég er þakklát fyrir áhugann
sem þú sýndir minni ljósmyndun
og það var gaman að sýna þér
verkefnin mín og lesa í myndirnar
saman. Það leyndi sér ekki ef þú
varst hrifin og þá komu athuga-
semdirnar frá hjartanu.
Um daginn útskrifaðist ég og
mér þótti erfitt að geta ekki sýnt
þér verkefnið mitt í sinni loka-
mynd. Ég veit að þú varst með
mér á endasprettinum og ég veit
líka að þú hefðir verið ánægð með
niðurstöðuna. Enda var verkið
svolítið í þínum anda amma;
ákveðið, skýrt og feminískt.
Elsku amma mín, nú ertu kom-
in til afa og þá getið þið loks hvílt
saman í friði.
Þín
Hulda Sif.
Kristbjörn fædd-
ist í Tunguseli 18. desember 1926
og varð því 87 ára. Kristbjörn var
elstur sinna systkina, hann var
alla tíð búsettur í Tunguseli og
var í forustu fyrir búskapnum
ásamt bróður sínum Marinó, en
hann er giftur Bjarneyju Her-
mundsdóttur. Þau eiga einn son,
Ævar, en hann sér að mestu um
búskapinn ásamt foreldrunum. Í
Tunguseli hefur ávallt verið rek-
inn mikill fjárbúskapur, einn af
þeim stærstu á Norðausturlandi.
Kristbjörn byrjað ungur að
starfa við búskapinn og varð að-
alstuðningsmaður föður síns, Jó-
hanns Lúthers Grímssonar.
Kristbjörn var alla tíð mikill mik-
il verkmaður, honum féll aldrei
verk úr hendi. Systkinahópurinn
varð snemma stór og var því mik-
il þörf fyrir fúsar hendur en
Kristbjörn helgaði allt sitt líf bú-
störfum og félagsmálum sinnar
sveitar. Hann átti t.d. lengi sæti í
hreppsnefnd Sauðaneshrepps og
reyndist þar oft ötull og tillögu-
góður fyrir sveitarfélag sitt. Ung-
ur fór hann til náms að Laugum
þar sem hann sótti sér fræðslu
sem nýttist honum vel við lífs-
starfið. Upp úr fertugu fór hann
suður í Sandgerði á verið, sem
svo var kallað, dvaldi þar að
vanda nokkra mánuði við fisk-
vinnslustörf. En við það var hann
nokkrar vertíðir. Í þau skipti
dvaldi hann oft hjá okkur Krist-
ínu. Það fannst okkur jafnan góð-
Kristbjörn
Jóhannsson
✝ Kristbjörn Jó-hannsson
fæddist í Hvammi í
Þistilfirði hinn 18.
október 1926. Hann
lést á Dvalarheim-
ilinu Nausti 6. febr-
úar.
Útför Krist-
björns fór fram 16.
febrúar 2013.
ar heimsóknir og
var hans gjarnan
beðið með mikilli til-
hlökkun. Oftar en
ekki var spjallað um
pólitík og var þá
mikið fjör en þá
bjuggum við Kristín
í Reykjavík. Krist-
björn var alla tíð
hægur og úrræða-
góður mágur sem
gott var að leita til
er á þurfti að halda. Kristbjörn
hafði mjög ákveðnar skoðanir og
lá sjaldan á skoðunum sínum ef
umræðan var um landsmál og var
Framsóknarflokkurinn hans
flokkur. Ég tel að á engan sé hall-
að er ég segi að ötulli flokksmað-
ur var varla til en hann varði þá
félaga sína af lífi og sál, ég minn-
ist þess ekki að í önnur skipti hafi
Kristbjörn hvesst róminn meir
því þá gat engum dulist hvað
hann var að fara.
Síðustu árin dvaldi Kristbjörn
á heimili heldri borgara á Þórs-
höfn.
Ég og fjölskylda mín, Sigur-
jón, Bryndís og krakkarnir send-
um fjölskyldu Kristbjarnar okk-
ar bestu kveðju og biðjum þann
sem stjórnar öllu lífi og göngu
himintungla að varðveita Krist-
björn og fjölskyldu hans. Hann
eignaðist marga góða vini sem
stóðu með honum í gegnum
þykkt og þunnt í veikindum hans.
Þegar æviröðull rennur,
rökkvar fyrir sjónum þér,
hræðstu eigi, hel er fortjald.
hinum megin birta er.
Höndin, sem þig hingað leiddi,
himins til þig aftur ber.
Drottinn elskar, – Drottinn vakir
daga’ og nætur yfir þér
(Sigurður Kristófer Pétursson.)
Kristján B., Sigurjón og
Bryndís og fjölskylda.
✝
Innilegar þakkir til ykkar allra, sem hafið
auðsýnt samúð og vinarhug við andlát og
útför kærs bróður okkar, mágs og frænda,
JÓNS ÚLFARS LÍNDAL.
Sérstakar þakkir fá þau fjölmörgu sem
auðguðu líf hans með margvíslegum hætti.
Þórhildur Líndal, Eiríkur Tómasson,
Björn Líndal, Sólveig Eiríksdóttir,
Páll Jakob Líndal, Sigurlaug Gunnarsdóttir
og systkinabörn.
✝
Innilegar þakkir fyrir sýnda samúð og vinar-
hug við andlát og útför ástkærs eiginmanns
míns, föður okkar, tengdaföður og afa,
PAULS SVEINBJÖRNS JOHNSON.
Sérstakar þakkir til starfsfólkins á Minnis-
móttökunni, Þorraseli og á dvalar- og
hjúkrunarheimilinu Grund fyrir góða umönnun og hlýhug í hans
garð.
Áslaug Ragnhildur Holm Johnson,
Sonja Ragnhildur Johnson, Marc C. Johnson,
Pétur Snæbjörn Johnson,
Birgir Þór Johnson, Santok Johnson,
Kathleen Johnson Menlove, Lynn Menlove,
Knut Sveinbjörn Johnson
og barnabörn.
✝
Faðir minn, tengdafaðir, afi og fósturfaðir,
JÓN DANÍELSSON,
fyrrverandi skipstjóri,
Dunhaga 15,
Reykjavík,
varð bráðkvaddur þriðjudaginn 19. febrúar.
Útför hans fer fram frá Neskirkju fimmtudaginn 28. febrúar
kl. 15.00.
Örn D. Jónsson, Laufey Guðjónsdóttir,
Steinunn Arnardóttir, Leópold Kristjánsson,
Ágústa Arnardóttir, Einar Þorsteinn Arnarson,
Pétur Emilsson, Edda Sigurðardóttir.
✝ Benjamín PállSigurðsson
fæddist 15. maí
1917 í Hnífsdal.
Hann lést 15. febr-
úar sl. á Fjórðungs-
sjúkrahúsi Ísafjarð-
ar.
Foreldrar hans
voru Sigurður
Benjamínsson frá
Árnessókn,
Strandasýslu, og
Kristín Gradíana Jóhannsdóttir
frá Aðalvík.
Systkini Páls eru 1) Jóhann
Sigurðsson, f. 15.6. 1913, d.
1986. 2) Guðrún Sigurðardóttir,
f. 21.5. 1924. 3) Guðmundur Jós-
ep Sigurðsson, f. 21.5. 1924, d.
1993. 4) Hákon Bjarnason, f.
28.1.1928, d. 2009. 5) Hermann
Alfreð Bjarnason, f. 28.1. 1928,
d. 1946. 6) Kristín Sveiney
Bjarnadóttir, f. 27.10. 1932. 7)
Oddur Jakob Bjarnason, f.
27.10. 1932, d. 2004. 8) Sam-
feðra bróðir var Alfreð Henry
Sigurðsson, f. 1910, d. 1960. Páll
giftist 31. maí 1941 Hólmfríði
Eneku Magnúsdóttur frá Bol-
ungarvík, f. 6. mars 1915, d. 19.
janúar 1997. Foreldrar hennar
voru Karitas Árný Jónsdóttir
frá Bolungarvík og
Magnús Ólafsson
frá Bolungarvík.
Börn þeirra eru
fjögur. Karitas
Maggý, f. 21.1.
1941, eiginmaður
Baldur Geirmunds-
son, 4 synir. Kristín
Björk, f. 20.5. 1943,
eiginmaður Sveinn
Scheving, 3 börn.
Júlíana, f. 1.7.
1947, eiginmaður Kristján
Finnsson, 2 synir. Guðný, f. 4.8.
1951, eiginmaður Sigurður
Bessason, 2 synir. Samtals eru
niðjar Páls 51 talsins. Páll ólst
upp hjá móður sinni í Hnífsdal,
eftir að foreldrar hans skildu.
Frá 7 ára aldri ólst hann upp
hjá hjónunum Guðnýju og Jón-
asi á Bakka í Hnífsdal. Árið
1931 flutti hann ásamt móður
sinni til Ísafjarðar þar sem hann
stundaði almenn verka-
mannastörf, þar til hann hóf
störf í Mjólkursamlagi Ísfirð-
inga 1952 og starfaði óslitið til
2001, þar af sem mjólkurbús-
stjóri í 37 ár.
Útförin fer fram frá Ísafjarð-
arkirkju föstudaginn 22. febr-
úar 2013 kl. 14.
Afi á Ísó hefur fengið hvíldina
sína. Hann var skemmtilegur og
góður afi, gerði töfrabrögð, setti
upp grímur, fór í lautarferðir,
berjaferðir, fjöruferðir, ökuferð-
ir og blístraði. Þegar ég var lítil
horfði ég með aðdáun á afa þeg-
ar hann á morgnana setti kalt
vatn í vaskinn, slatta af klökum
og dýfði svo andlitinu ofan í til
að vakna almennilega og svo var
þetta svo gott fyrir húðina.
Afi var engum líkur. Hann var
alltaf að. Þegar hann og amma
fluttu á Hlíf þá saknaði amma
þess að hafa ekki eldhúsglugga –
nú afi smíðaði glugga og málaði
„útsýni“ svo amma gæti skipt
um gardínur (jól, páska o.fl.)
Amma þurfti að setja smá lyft-
ingu og/eða permanent í hárið –
afi rúllaði því bókstaflega upp
eins og fagmaður. Þegar ég var
með afa var allt eitthvað svo
skemmtilegt og ævintýri alveg
inni í myndinni – svo hló hann
bara og blístraði.
Afi reyndist mér ávallt góður,
réttlátur, uppörvandi, sannur,
þolinmóður og sanngjarn. Hann
var alltaf flottur í tauinu, snyrti-
legur og orginal töffari, dökkur
yfirlitum, alltaf brúnn og sléttur
í framan og hugsaði vel um sig
alla tíð. Afi verður alltaf á sínum
stað í hjarta mínu, ef mér tekst
að líkjast honum smá er ég sátt.
Benedikta Eik.
Benjamín Páll
Sigurðsson
Bragi Freymóðsson, frændi
minn í Santa Barbara, er lát-
inn. Það er erfitt að ætla að
minnast hans í fáum orðum því
hann var einstakur höfðingi og
öðlingur í hjarta. Ekkert var
Braga óviðkomandi og þjóðmál-
in á Íslandi áttu hug hans og
hjarta þótt hann hafi verið bú-
settur í Ameríku mestan hluta
ævinnar. Hinn 16. febrúar var
minningarathöfn í Santa Bar-
bara. Við munum líka minnast
hans hér heima.
Ég veit ekki hvar ég á að
byrja til að lýsa Braga, því ég
hef alltof fá orð til þess, en ég
vildi að ég hefði kynnst honum
og Jonnu fyrr á ævinni. Hann
var einstök persóna, hann vildi
fá að vita allar hliðar málanna
og algert aukaatriði hvort mín
skoðun samræmdist hans,
raunar var hans skoðun auka-
atriði líka. Jahá, sagði hann
kannski, já, þetta er ein hliðin á
málinu.
Ekkert var honum óviðkom-
Jóhann Bragi
Freymóðsson
✝ Jóhann BragiFreymóðsson
fæddist á Ytra-
Kálfsskinni, Ár-
skógsströnd, 27.
febrúar 1920. Hann
lést á heimili sínu í
Santa Barbara í
Kaliforníu 12. jan-
úar 2013.
Minningarathöfn
um Braga fór fram
frá The Good Shep-
herd Lutheran Church í Santa
Barbara í Kaliforníu 16. febrúar
2013.
andi hvort sem það
voru tækninýjung-
ar eða þjóðmálin
heima. Minni hans
var ótrúlegt, við
hringdum venju-
lega í systkinin
hvar sem við vor-
um stödd í Amer-
íku og hann vissi
alltaf um einhverja
áhugaverða staði
nálægt þar sem við
vorum. Það var engu líkara en
hann hefði innbyggt gps-kort í
heilabúinu.
Bragi var höfðingi heim að
sækja. Eftir margar ferðir til
þeirra systkina í Santa Barbara
er okkur efst í huga þakklæti
fyrir hina ógleymanlegu dek-
urdaga sem við höfum notið hjá
þeim og hinn hlýja hug sem var
borinn til okkar. Eitt eftir-
minnilegasta atvikið var í nóv-
ember 2011 þegar ég hljóp
Santa Barbara-maraþon og þau
systkini, háöldruð, lögðu á sig
að bíða við 18. mílu sem var
rétt hjá heimili þeirra, aðeins
til að sjá mig hlaupa framhjá.
Við munum minnast Braga
sem manns sem reyndi sífellt
að láta gott af sér leiða og vildi
helst skila meiru aftur til þjóð-
félagsins en hann fékk sjálfur,
hann t.d. stofnaði styrktarsjóð
fyrir námsmenn.
Steinunni, dóttur Braga,
hennar fjölskyldu og Jonnu
systur hans sendum við Lúther
okkar innilegustu samúðar-
kveðjur. Minningin um Braga
mun lifa áfram í huga okkar.
Bryndís og Lúther.