Morgunblaðið - 22.02.2013, Side 43
ÍSLENDINGAR 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2013
lengd, s.s. íslensku kvikmyndirnar
Foxtrot, Hvíta víkinginn, Með allt á
hreinu, Hvíta máva og Rokk í Reykja-
vík auk sjónvarpsþáttanna Nonna og
Manna.
Júlíus lék á gítar með ýmsum
hljómsveitum á árum áður, s.s.
Scream og Pelican. Hann sendi frá
sér hljómplötuna Andrew – Woops,
árið 1973, ásamt Agli Ólafssyni og
Andra Clausen.
Heimakær og vinfastur
En hvað gerir Júlíus í frístundum
sínum. Fer hann í bíó?
„Nei. Það er nú ekki það fyrsta sem
mér dettur í hug, eftir að hafa talsett
heila kvikmynd sem er alltaf mjög
mikil törn á skömmum tíma, með
fjölda leikara og öðru starfsfólki.
Hins vegar horfi ég á mjög margar
kvikmyndir, en ég fer ekki endilega í
kvikmyndahús til þess.
Ég er í rauninni mikill heimilis-
maður. Mér finnst gott að fá góða vini
í heimsókn og elda góðan mat. Ég hef
reynar verið áhugamaður um mat-
reiðslu frá því löngu áður en karl-
menn byrjuðu að elda hér á landi. Nú
þykjast allir kunna að elda. En við er-
um náttúrlega bara fáir útvaldir sem
höfum þetta í okkur.“
Fjölskylda
Barnsmóðir Júlíusar er Vilhelmína
Kristinsdóttir, f. 18.10. 1959, trygg-
ingafulltrúi. Hún er dóttir Kristins
Vilhelmssonar tónlistarmanns og
Önnu Ármannsdóttur verslunar-
manns.
Synir Júlíusar og Vilhelmínu eru
Eiríkur Kristinn, f. 17.5. 1983, kvik-
myndagerðarmaður, búsettur í
Reykjavík; Agnar Már, f. 10.7. 1986,
tölvunarfræðingur, búsettur í
Reykjavík; Björn Ármann, f. 14.12.
1988, tölvunarfræðingur, búsettur í
Reykjavík.
Systkini Júlíusar eru Guðrún, f. 2.6.
1941, læknir í Reykjavík og fyrrv. for-
stjóri Krabbameinsfélags Íslands og
fyrrv. alþm., gift Helga Valdimars-
syni, lækni og prófessor við HÍ, og
eiga þau þrjú börn; Hans, f. 29.5.
1945, framkvæmdastjóri hjá Könnun
hf., kvæntur Kristjönu Kristjáns-
dóttur, fyrrv. skólastjóra Granda-
skóla, og eiga þau tvö börn; Elín, f.
25.5. 1947, leiðsögumaður í Reykja-
vík, gift Þórði Skúlasyni fram-
kvæmdastjóra og eiga tvö börn.
Foreldrar Júlíusar: Agnar Guð-
mundsson, f. 6.3. 1914, d. 31.1. 2002,
skipstjóri og framkvæmdastjóri, og
k.h., Birna Petersen, f. 2.12. 1917, d.
27.11. 1969, húsfreyja.
Úr frændgarði Júlíusar Agnarssonar
Júlíus
Agnarsson
Adolf Petersen
verslunarm. í Keflavík
Hans Petersen
kaupm. í Rvík
Guðrún Jónsdóttir
húsfr. í Rvík
Birna Petersen
húsfr. í Rvík
Sigurbjörg Frímannsdóttir
húsfr. á Brún, hálfsystir Þorgríms
Jósafatssonar, afa Ásbergs borgarfóg-
eta, föður Jóns, framkvæmdastjóra
Útflutningsstofu, og afa Valborgar,
skólastjóra Fósturskólans, móður
Stefáns Snævarr heimspekings,
Sigurðar Snævarr hagfræðings og
Sigríðar Snævarr sendiherra
Andrea Nielsdóttir Weywandt
húsfr. á Djúpavogi
Júlíus Guðmundsson
stórkaupm. í Rvík
Elín Magnúsdóttir
húsfr. í Rvík.
Agnar Guðmundsson
skipstj. og framkvæmdastj. í Rvík
Magnús Stephensen
landshöfðingi
Hans Petersen
forstjóri
Una Petersen
húsfr. í Rvík
Áslaug
Petersen
Hildur Petersen
fyrrv. forstjóri
Ástríður Thorarensen
hjúkrunarfræðingur
Pétur Ormslev
fyrrv. knattspyrnu-
kappi
María Ólafsdóttir
húsfr. í Keflavík
Metta Kristín
Ólafsdóttir
húsfr. í
Hafnarfirði
Ólafur
Ólafsson
prófastur í
Hjarðarholti
Guðrún S. Ólafsdóttir
húsfr. á Auðkúlu
Ólafur Björnsson
hagfræðiprófessor
Ásta Ólafsdóttir
húsfr. í Brautarholti
Ólafur Ólafsson
fyrrv. landlæknir
Kristín Ólafsdóttir
læknir
Þórhallur Vilmundarson
prófessor
Páll Hannesson, b. á Guðlaugsstöðum
faðir Björn Pálssonar, alþm. á Löngumýri, afi
Páls Péturssonar, fyrrv. ráðherra, og langafi
Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar prófessors
Guðmundur Hannesson læknaprófessor
faðir Hannesar læknis, föður Leifs verkfræðings
Jón Hannesson
b. á Brún í Svartárdal
Stefán Guðmundsson
verslunarstj. á Djúpavogi
Stefanía
Guðmundsdóttir
húsfr. í Rvík
Stefán Pálsson
stórkaupm. í
Rvík
Páll
Stefánsson
auglýsingastj.
Elín Jónasdóttir Thorstensen
af Melsteðsætt og Thorarensenætt, systurdóttir
Ragnheiðar Melsteð, langömmu Brynjólfs Bjarnasonar
heimspekings og Ástu, ömmu Davíðs Oddssonar
Jón Thorstensen
pr. á Þingvöllum
Elín Jónsdóttir
Thorstensen
húsfr. í Rvík
Helgi Bergs
bankastjóri
Jón H. Bergs
forstjóri SS
Jón Stefánsson listmálari fædd-ist á Sauðárkróki 22.2. 1881.Hann var sonur Stefáns Jóns-
sonar, verslunarstjóra á Sauð-
árkróki, og f.k.h., Ólafar Hallgríms-
dóttur húsfreyju, dóttur Hallgríms,
gullsmiðs á Akureyri Kristjáns-
sonar.
Jón var tvíkvæntur en átti börn
með hvorugri konu sinni.
Dóttir hans og Sigríðar Zoëga
ljósmyndara er Bryndís, ekkja eftir
Snæbjörn Jónasson vegamála-
stjóra.
Jón lauk stúdentsprófi í Reykja-
vík 1900, hóf verkfræðinám við Há-
skólann í Kaupmannahöfn, lauk
cand.phil.-prófi þar 1901 og las
verkfræði í þrjú ár en sneri þá við
blaðinu og að málaralistinni. Hann
stundaði myndlistarnám við Tekn-
isk Selskabs Skole 1903-1905, við
einkaskóla Kristians Zahrtmann til
1908 og fór síðan til Parísar þar
sem hann stundaði nám við einka-
skóla Henri Matisse 1908-1910.
Jón var lengi búsettur erlendis,
lengst af í Kaupmannahöfn, eða til
1937 og aftur 1937-46 er hann flutti
alkominn heim.
Jón tók þátt í fjölda samsýninga
á Norðurlöndunum en þó oftast í
Charlottenborg. Hann hélt fyrst
einkasýningu á Íslandi í sal KFUM
í Reykjavík 1920 og hélt síðan sjö
einkasýningar hér á landi. En frá
því hann lést hafa verið haldnar
átta einka- og yfirlitssýningar á
verkum hans hér á landi, flestar á
vegum Listasafns Íslands.
Mikið hefur verið skrifað um Jón,
af höfundum á borð við Aðalstein
Ingólfsson, Braga Ásgeirsson,
Selmu Jónsdóttur og fleiri.
Meginviðfangsefni Jóns var ís-
lenskt landslag en hann málaði auk
þess portrettmyndir og uppstill-
ingar. Hann var undir sterkum
áhrifum frá Cézanne og Matisse en
stíll hans einkennist af strangri,
rökrænni formfestu og samræmdri,
hófsamri litameðferð. Jón var í hópi
brautryðjenda íslenskrar mynd-
listar á 20. öld og helsti frum-
kvöðull módernismans í myndlist
hér á landi.
Jón lést 19.11. 1962.
Merkir Íslendingar
Jón
Stefánsson
95 ára
Snæbjörn Gíslason
90 ára
Aðalsteina Sumarliðadóttir
Óskar Hróbjartsson
Vilborg Strange
85 ára
Halldór E. Malmberg
Svava Berg Þorsteinsdóttir
80 ára
Anna Guðleifsdóttir
Friðbjörg Ragnarsdóttir
Helgi Hallgrímsson
Margrét Jónsdóttir
Marsibil Guðrún A.
Gunnarsdóttir
75 ára
Sigríður Bjarnadóttir
Sjöfn Ásbjörnsdóttir
Sonja Ásbjarnardóttir
70 ára
Ásbjörn Sigurgeirsson
Jón Þórir Óskarsson
Karl Guðmundsson
Þórarinn Smári
Steingrímsson
60 ára
Elísabet Jónasdóttir
Guðmundur Hafsteinsson
Hjörtur Hans Kolsöe
Jóhanna Fríða
Róbertsdóttir
Lilja Björk Tómasdóttir
Sumarrós Sigurðardóttir
50 ára
Anna Lísa Geirsdóttir
Álfheiður Ólafsdóttir
Ástþór Sigurðsson
Eiríkur Hannes Kjerúlf
Elvar Gottskálksson
Guðlaug Sólveig Karlsdóttir
Halldór Rúnar Vilbergsson
Helgi Helgason
Ingibjörg Jóhannsdóttir
Izudin Daði Dervic
Kristín Helga
Þorsteinsdóttir
Lára Ósk Heimisdóttir
Óðinn Þórarinsson
Sigurður Ólafur
Þorvarðarson
Sylvía Bergljót
Gústafsdóttir
Sæmundur Þorkelsson
40 ára
Anna Kristjana E.
Egilsdóttir
Björk Inga Magnúsdóttir
Elimar Helgi
Sigurbjargarson
Jóhanna Aðalbjörg
Bergsdóttir
Kristín Margrét
Sveinsdóttir
Ómar Enoksson
Rattana Uthai
Sigurgeir Þórðarson
Þorbjörg Yngvadóttir
30 ára
Ásdís Fjóla Svavarsdóttir
Brynjólfur Sveinn Birgisson
Davíð Örn Hlöðversson
Hermann Hrafn Bridde
Jacek Józef Nieduzak
Jón Gylfi Kristinsson
Karl Halldór Reynisson
Katharina Bettina von
Groote
Piotr Mocarski
Ragna Björg Ingólfsdóttir
Þórólfur Ævar Barkarson
Til hamingju með daginn
30 ára Valþór ólst upp í
Hraunkoti í Aðaldal, er
rafvirki að mennt og er nú
að ljúka prófi í rafiðnfræði
frá HR.
Maki: Sigríður Pálm-
arsdóttir, f. 1983, kennari.
Börn: Kári Steinn, f.
2008, og Katrín Vala, f.
2012.
Foreldrar: Ólína Arnkels-
dóttir, f. 1957, bóndi í
Hraunkoti, og Hermann
Sigurðsson, f. 1957, bóndi
og smiður í Hraunkoti.
Valþór
Hermannsson
30 ára Anna ólst upp í
Grindavík, lauk BEd-prófi
frá HA og kennir við Ak-
urskóla í Innri-Njarðvík.
Maki: Einar Gunnarsson,
f. 1981, nemi.
Börn: Jóhann Sverrir, f.
2008; Sara María, f.
2009, og Gunnar William,
f. 2012.
Foreldrar: Birna Krist-
björg Björnsdóttir, f.
1962, viðskiptafræðingur,
og Jóhann Þröstur Þór-
isson, f. 1962, vélstjóri.
Anna Lilja
Jóhannsdóttir
30 ára Hjördís lauk MA-
prófi í félagsráðgjöf frá HÍ
og hefur starfað hjá
KFUM og KFUK.
Maki: Einar Helgi Ragn-
arsson, f. 1983, viðskipta-
fræðingur.
Börn: Rósa Kristín, f.
2009, og Bóas Óli, f.
2012.
Foreldrar: Elsa Ásgeirs-
dóttir, f. 1950, lífeinda-
fræðingur, og Jón Ólafs-
son, f. 1949,
lyfjafræðingur.
Hjördís Rós
Jónsdóttir