Morgunblaðið - 22.02.2013, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 22.02.2013, Qupperneq 46
46 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2013 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Sumar manneskjur virðast vera nauðsynlegar fyrir samfélagið okk- ar, en á sama tíma viljum við helst tortíma þeim af því að þær vilja ekki virða og fara eftir þeim reglum sem við höfum samþykkt að lifa eftir. Johnny Byron er gott dæmi um slík- an einstakling sem samfélagið vill útrýma,“ segir Guðjón Pedersen sem leikstýrir Fyrirheitna landinu – Jerúsalem eftir Jez Butterworth sem frumsýnt verður á stóra sviði Þjóðleikhússins annað kvöld, laug- ardag, kl. 19.30. „Verkið gerist úti í skógi í útjaðri bæjarins. Þar hefur Johnny komið fyrir gamalli rútu sem hann hefur komist yfir og býr í. Hann lifir utan laga og réttar, svolítið eins og menn hafa gert í Kristjaníu og á fleiri stöð- um þar sem menn koma sér fyrir og fara eftir öðrum lögmálum en gilda í samfélaginu annars. Það á að mal- bika þetta svæði og gera það íbúð- arhæft eða fjölskylduvænt. Verkið fjallar þannig um síðustu stundirnar í þessu skógarrjóðri,“ segir Guðjón og tekur fram að sér finnist verkið tala sterkt til samtímans. Hilmir Snær fetar nýjar slóðir „Höfundur verksins dregur upp litríkar persónur sem hafa sitt hvað til málanna að leggja. Auk þess held ég að við séum öll svolítið skotin í fólki sem er eins og Johnny, vegna þess að hann er svolítið á mörk- unum. Við erum hrædd við hann en dáumst samtímis að honum,“ segir Guðjón, en Hilmar Snær Guðnason fer með hlutverk Johnnys. Að- spurður segir Guðjón ekkert laun- ungarmál að það mæði talsvert á Hilmi Snæ í sýningunni, því persóna hans er inni á sviðinu næstum alla sýninguna og með leiktexta á öllum síðum leikritsins nema fjórum. Að sögn Guðjóns sá hann Hilmi Snæ strax fyrir sér í hlutverki Johnnys. „Hann er náttúrlega afbragðs leik- ari og mér sýnist hann með þessu hlutverki vera að feta nýjar slóðir og sýna á sér nýjan flöt sem leikari,“ segir Guðjón og tekur fram að hann geri ráð fyrir að áhorfendur muni sveiflast mjög í afstöðu sinni til Jo- hnnys, ýmist elska hann eða hata. Hugsar lítið um verðlaun Síðast þegar við ræddum saman varst þú að fara að frumsýna Afmæl- isveisluna eftir Harold Pinter í Þjóð- leikhúsinu. Sú sýning hlaut af- bragðsgóðar viðtökur áhorfenda og fína gagnrýni, auk þess sem upp- færslan landaði þrennum Grímu- verðlaunum. Þú varst valinn besti leikstjóri ársins og tveir leikarar sýningarinnar voru verðlaunaðir. Setur fyrri velgengni einhverja pressu á þig þegar kemur að næsta verkefni? „Nei, alls ekki. Ég hugsa óskap- lega lítið um gagnrýni og verðlaun. Það er ekki það sem drífur mig áfram sem listamann. Ég hef gaman af því að lesa gagnrýni hvort sem hún er slæm eða góð, en ég tek þetta hvorki hátíðlega né alvarlega eins og margir. Þetta er skoðun eins manns og mjög oft hafa gagnrýnendur rétt fyrir sér um margt sem maður sjálf- ur hefur verið að gera.“ Nú var leikritið Fyrirheitna land- ið – Jerúsalem frumsýnt hjá Royal Court-leikhúsinu í London árið 2009 meðan Afmælisveislan var frumsýnd í Lyric Hammersmith-leikhúsinu í London árið 1958. Finnst þér spenn- andi að vinna með verk sem eru nær okkur í tíma? „Já, tvímælalaust. Raunar er leik- húsið oft mjög íhaldssamt eða gam- aldags í sjálfu sér. Þannig er Pinter stundum nútímalegri en nútímaleg- ustu verkin. En það er gaman að kljást við samtímaverk vegna þess að heimurinn er svo ráðvilltur í dag og veit í raun ekkert hvert hann langar að stefna, hvað þá hvert hann ætlar að stefna. Maður finnur það oft í samtímaverkum hvað heim- urinn er týndur.“ Í hvað vísar titill verksins? „Verkið heitir upprunalega Jerú- salem og vísar í samnefnt ljóð eftir William Blake um fyrirheitna landið. Við erum alltaf að reyna að fanga Jerúsalem. Á þúsund ára fresti út- rýmum við trúarbrögðum og búum til nýja siðmenningu til þess að nálg- ast Jerúsalem, fyrirheitna landið, þar sem allt á að vera svo gott. Og hvar erum við stödd í dag í heim- inum í dag?“ segir Guðjón að lokum og bætir við hann telji raunar að hugmyndir manna um fyrirheitna landið séu áþekktar. „Ég held að draumaheimurinn sé ekkert svo ólíkur milli manna. Ég held að í grunninn sé mjög margt sem við gætum verið sammála um.“ Ljósmynd/Eddi Jónsson Átök Mikið mæðir á Hilmi Snæ Guðnasyni í aðalhlutverkinu. Hér er hann í átökum við Snorra Engilbertsson. „Heimurinn er svo ráðvilltur í dag“  Þjóðleikhúsið frumsýnir Fyrirheitna landið – Jerúsalem Nú er ég að sýna málverkið mitt sem ég hef verið að dunda mér við síðustu árin, að þroska og gera betra,“ segir Kristján Eldjárn um sýningu sem hann opnar í Galleríi Fold í dag, föstudag, klukkan 17. Kristján stundaði verkfræðinám í Bandaríkjunum og samhliða því ljósmyndanám. Allt frá því hann var í Menntaskólanum á Akureyri hefur hann unnið að myndlist, meðal ann- ars undir leiðsögn Guðmundar Ár- manns, listmálara og myndlist- arkennara, auk fleiri þekktra íslenskra myndlistarmanna. Síðustu árin hefur málverkið verið honum æ hugleiknara og segir hann fjórtán ný verk vera á þessari sýningu. „Þetta eru abstraktverk með smá útúrdúrum. Svolítið fíguratíf á köfl- um en aðallega abstrakt,“ segir hann. „Ég er að hellast meira og meira út í þetta með aldrinum. Ég er lærður verkfræðingur og hef unnið við það lengst af, en svo hefur mál- verkið tekið meira og meira yfir með tímanum. Í dag á það hug minn allan og drífur mig áfram.“ Hvað er það í þessari glímu við abstraktið sem heillar? „Ég hef heillast af málverki síðan ég fyrst man eftir mér. Ég hef hrif- ist af þessum gömlu meisturum og alltaf átt fallegar myndir. Mér finnst að í góðu abstraktverki eigi menn alltaf að vera að sjá eitthvað nýtt, þó að það hafi verið fyrir aug- unum á þeim í mörg ár. Það á alltaf að koma með eitthvað nýtt til manns. Mér hefur þótt það vera galdurinn í góðu verki að reyna að ná góðri uppbyggingu, byggja myndina upp eins og reglur segja til um, og reyna síðan að fá dýpt og þrívídd. Svo er spilað með formin og allir miðlar notaðir sem eru í boði.“ Kristján býr fyrir norðan og seg- ir þetta sína fyrstu sýningu í Fold. Hann hefur sýnt á helstu sýning- arstöðum á Akureyri og víðar, með- al annars í Kaupmannahöfn og í Moskvu. „Ég var heppinn í fyrra þegar mér var boðið að sýna í Mars- galleríinu í Moskvu, sem er mjög fínt. Það var mikil upplifun. Þar var ég með rúmlega tuttugu verk og sýndi með listakonu sem tekur ljós- myndir. Verk okkar voru tvinnuð saman á sýningunni og það kom mjög skemmtilega út.“ Sýning Kristjáns í Gallerí Fold stendur til 3. mars og er opin virka daga frá klukkan 10 til 18, laug- ardaga 11 til 16 og sunnudaga 14 til 16. efi@mbl.is Ljósmynd/Aníta Eldjárn Listamaðurinn „Ég hef heillast af málverki síðan ég fyrst man eftir mér,“ segir Kristján Eldjárn myndlistarmaður sem er hér á sýningu sinni. Alltaf að vera að sjá eitthvað nýtt  Kristján Eldjárn sýnir í Galleríi Fold Tríó Sunnu Gunnlaugs leikur á há- degistónleikum í Háteigskirkju í dag milli kl. 12:00 og 12:30. Tríóið skipa þau Sunna Gunnlaugsdóttir píanó- leikari, Scott McLemore trommu- leikari og Þorgrímur Jónsson kontrabassaleikari. Á efnisskrá tón- leikanna er efni af plötu tríósins sem nefnist Long Pair Bond auk nýrra tónsmíða. „Tríóið var á miklu flandri á síð- asta ári í kjölfar frábærrar umfjöll- unar gagnrýnenda um víða veröld um diskinn þeirra Long Pair Bond. Tríóið lék meðal annars á stórhátíð- um í Þýskalandi, Bandaríkjunum og Noregi. Í mars mun tríóið koma fram sem einn af fulltrúum Íslands á norrænni menningarhátíð í Ken- nedy Center í Bandaríkjunum,“ seg- ir m.a. í tilkynningu frá tónleika- höldurum. Samstillt Scott McLemore, Sunna Gunnlaugsdóttir og Þorgrímur Jónsson. Tríó Sunnu Gunnlaugs leikur í Háteigskirkju Von er á nýrri James Bond- skáldsögu í sept- ember. „Við get- um upplýst að skáldsagan mun marka end- urhvarf til hins klassíska Bond- tíma, þar sem söguhetjan 007 verður 45 ára ár- ið 1969,“ segir m.a. í tilkynningu frá dánarbúi Ians Flemming. Flemming skrifaði alls fjórtán Bond-bækur á árunum 1953-1964, er hann féll frá. Meðal þeirra sem skrifað hafa bækur í Bond-seríuna eru Sebastian Faulks og Jeffery Deaver, en nýja bókin er eftir breska rithöfundinn William Boyd. Ný bók um Bond Bond Njósnari hennar hátignar. Forvitnilegt málverk af mynd- höggvaranum dansk-íslenska, Ber- tel Thorvaldsen (1770-1844), verð- ur boðið upp hjá Bruun-Rasmussen- uppboðshúsinu í Kaupmannahöfn í næstu viku. Thorvaldsen var virt- asti og vinsælasti listamaður sinnar samtíðar í Kaupmannahöfn og mál- verkin, þar sem hann sat fyrir eru vel kunn, utan þetta eftir norska málarann I.C. Dahl og prins frá Jövu, Raden Saleh. Þeir máluðu saman mynd af Thorvaldsen árið 1841, þar sem þeir voru allir stadd- ir í Maxen-kastalanum í Þýska- landi. Myndin hefur ekki sést op- inberlega í meira en eina öld. Fágætt málverk af Bertel Thorvaldsen á uppboð Myndhöggvarinn Málverkið af Bertel Thorvaldsen verður selt á uppboði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.