Morgunblaðið - 22.02.2013, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 22.02.2013, Qupperneq 52
FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 53. DAGUR ÁRSINS 2013 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 4190 I-PAD ÁSKRIFT 4190 1. Andstæðingi Gunnars úthýst 2. Bond-gellan rústaði hinum… 3. Farið í 18 augnaðgerðir á 33 árum 4. „Siggi hakkari“ á nefndarfund »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Píanóleikarinn Víkingur Heiðar Ólafsson spilaði um helgina á ein- leikstónleikum í Kennedy Center, en þeir voru liður í listahátíðinni Nordic Cool í Washington. Á meðal gesta í salnum voru bandarískir þingmenn og nóbelsverðlaunahafar. Tónleikarn- ir vöktu athygli og var viðtal við hann á Fox-sjónvarpsstöðinni, þar sem hann sagðist nálgast tónleika sem einkasamtal við áhorfendur, þó að hann áttaði sig vel á þversögninni sem í því fælist. Í lok viðtalsins flutti hann útsetningu sína á Ave Maria eft- ir Sigvalda Kaldalóns. Morgunblaðið/Ómar Víkingur Heiðar í Washington  Norræna listahátíðin Nordic Cool eða „Svala norðrið“ stendur yfir í heil- an mánuð í Kennedy Center í Wash- ington. Hún spannar allt litrófið, leik- list, tónlist, matargerð og fleira. Í næstu viku verður Sinfóníuhljómsveit Íslands með tónleika á hátíðinni, en efnisskráin verður sú sama og á tón- leikunum í Hörpu á þriðjudag. Einleik- ari verður Garrick Ohlsson einn fremsti píanóleikari Bandaríkjanna. Flutt verða tvö íslensk verk, Aeriality eftir Önnu Þorvalds- dóttir og nýtt verk eftir Hlyn Aðils Vilm- arsson. Þá verður fluttur Píanókonsert í a-moll eftir Grieg og Lemminkäinen- svítan eftir Sib- elius. Norðrið svalt í heilan mánuð Á laugardag Sunnan 5-13 m/s, hvassast suðvestanlands. Rigning eða súld með köflum og hiti 2 til 7 stig en léttskýjað á Norður- og Austurlandi og hiti í kringum frostmark. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðaustan 5-13 m/s sunnan- og vestan- lands og súld eða rigning með köflum, hvassast við sjóinn. Hæg- viðri á Norður- og Austurlandi og þurrt að kalla. Hiti 2 til 9 stig. VEÐUR Fram vann stærsta sigurinn í efstu deild karla í hand- bolta í hálft sjötta ár í gær- kvöld en Safamýrarliðið rót- burstaði lið Aftureldingar, 31:12. Haukar komust á sig- urbraut á ný með því að leggja Akureyringa og eru áfram fjórum stigum á und- an FH-ingum, sem unnu enn einn sigurinn, nú gegn ÍR- ingum. Valsmenn eru áfram neðstir en jöfnuðu gegn HK á síðustu sekúndu. »2-3 Fram vann nítján marka sigur Pétur Viðarsson, einn af lykil- mönnum Íslandsmeistaraliðs FH í knattspyrnu á síðasta tímabili, gæti misst alveg af Íslandsmótinu á þessu ári. Pétur meiddist illa á hné og ef allt fer á versta veg verður hann frá keppni næstu níu mánuðina. „Ef ég næ seinni helmingnum af Íslandsmótinu verður það bara bón- us,“ segir Pétur. »1 Pétur ekkert með FH- ingum á tímabilinu? Stjörnumenn virðast til alls vísir í baráttunni um Íslandsmeistaratit- ilinn í körfubolta á næstu vikum. Þeir lyftu sér upp í fimmta sæti úrvals- deildarinnar í gærkvöld með örugg- um sigri á ÍR. Njarðvíkingar stigu stórt skref í átt að úrslitakeppninni með því að sigra KR. Grindavík og Snæfell unnu stóra sigra og eru áfram í toppsætunum. »4 Stjörnumenn til alls vísir á næstu vikum ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Lára Halla Sigurðardóttir larahalla@mbl.is „Að vera fjarri heimili sínu fær mann til þess að sjá hlutina í nýju ljósi,“ segir Pacifica F. Achieng Ogola um dvöl sína hér á landi en hún lauk nýlega doktorsnámi í um- hverfis- og auðlindafræði við Há- skóla Íslands. Árangur hennar er ekki síst merkilegur fyrir þær sak- ir að hún er fyrsti Afríkubúinn sem hlýtur doktorsnafnbót frá íslensk- um háskóla. Eftir að hafa lokið BS- gráðu í landfræði og MS-gráðu í umhverfisfræði frá Kenyatta Uni- versity í Nairobi lá leiðin til Ís- lands. Nýting jarðhita í Afríku Pacifica kom til landsins árið 2004 en þá lagði hún stund á nám við Jarðhitaháskóla Sameinuðu þjóðanna í hálft ár. Árið 2009 kom hún aftur og hóf þá nám við Há- skóla Íslands. „Aðstæður hér á landi hentuðu vel fyrir áhuga minn á jarðvarmarannsóknum,“ segir Pacifica en í doktorsritgerð sinni kannaði hún möguleg áhrif af nýt- ingu jarðhita á samfélagsþróun, sjálfbærni og aðlögun að loftslags- breytingum innan Þúsaldarmark- miðanna á tveimur landsvæðum í Sigdalnum mikla í Keníu. Íslend- ingar standa framarlega á sviði jarðvarmaorku og segir Pacifica að margt megi læra af þeim. „Það er kaldhæðnislegt að fólkið á þessum svæðum í Afríku hafi allar þessar auðlindir innan seilingar en ekki þekkingu til að nýta þær,“ bætir Pacifica við. Höfnin hennar uppáhald Góðmennska og heiðarleiki Ís- lendinga kom Pacificu á óvart. „Ég týndi veskinu mínu tvisvar og fékk það til baka í bæði skiptin,“ segir hún og hlær. „Þetta hefði ekki gerst heima í Keníu,“ bætir hún við. Henni brá í brún þegar hún mætti í fyrstu kennslustundina sína á Íslandi. „Framkoma nemenda hér á landi er miklu frjálslegri en í háskólanum í Keníu,“ segir hún. Að sögn Pacificu eru samskipti milli nemenda og kennara í Keníu mun formlegri en hún vill gjarnan til- einka sér þetta afslappaða and- rúmsloft sem ríki í kennslustofum hér á landi. Aðspurð segir Pacifica að höfnin hafi verið einn af hennar uppá- haldsstöðum á Íslandi. Hún naut þess að koma þangað eftir anna- sama viku, fylgjast með mannlífinu og finna vindinn frá sjónum. „Ég mun örugglega koma aftur til Íslands,“ segir hún glöð í bragði, ánægð með dvölina hér á landi. Merkilegur áfangi Keníubúa  Lauk doktors- ritgerð á sviði jarðvarmaorku Morgunblaðið/RAX Afríka Pacifica F. Achieng Ogola er fyrsti Afríkubúinn sem lýkur doktorsnámi frá háskóla hér á landi en hún lauk námi í umhverfis- og auðlindafræði frá Háskóla Íslands. Hún hlaut styrk frá Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna Jarðhitaskóli Sameinuðu þjóðanna hefur starfað á Íslandi frá árinu 1978. Skólann sækja sérfræðingar frá þróunarlöndum þar sem jarð- hiti er fyrir hendi og hljóta þeir þjálfun í sex mánuði. Íslendingar standa framarlega á sviði jarð- varmaorku og nýtingar hennar. Áhugi á jarðhita hefur aukist á undanförnum árum en mörg lönd vilja efla notkun á endurnýjan- legum orkulindum. Aðspurð segist Pacifica hafa lært margt á þessum tíma í skólanum. „Þetta var nýr heimur af upplýsingum. Þjálfunin var mjög nytsamleg og áhugi minn á þessu sviði jókst,“ bætir hún við. Pacifica vildi afla sér frekari þekk- ingar á þessu sviði og hlaut hún styrk frá Jarðhitaskólanum til frekara náms. Hún varð fyrst manna til að ljúka doktorsnámi í umhverfis- og auðlindafræði frá Háskóla Íslands. Mikill áhugi á jarðhita ÞRÓUNARLÖND SENDA NEMA TIL ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.