Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.02.2013, Page 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.02.2013, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.2. 2013 Í blaðinu í dag kynnumst við fjölda fólks að vanda. Blaðið hefur að geyma viðtöl við fallhlífar- stökkvara, við þungarokkssöngv- ara, framkvæmdastjóra og eldri borgara. Þegar við heyrum upptalningu á svona titlum koma gjarnan ákveðnar myndir í kollinn, steríó- týpur af fólki sem falla að hug- myndum okkar um tiltekna hópa. Hvað dettur lesendum í hug þegar orðið þungarokkari heyr- ist? Snöggklipptur kennari á leik- skóla og tveggja barna faðir er kannski ekki alveg það sem kemur fyrst upp í hugann eða hvað? Sú lýsing er þó ekki fjarri lagi þegar Björgvin Sigurðsson, söngvari Skálmaldar, á í hlut en hann lýsir degi í lífi sínu fyrir lesendum. Getur virðulegur framkvæmda- stjóri í fiskeldi verið einlægur og sagt frá erfiðri persónulegri reynslu? Já, það gerir Eyþór Eyj- ólfsson í viðtali í blaðinu þar sem hann lýsir upplifun sinni af því að vera samkynhneigður í Japan og á Íslandi og greinir frá átakanlegri reynslu sinni af því að missa maka. Eyþór dregur ekkert und- an og er auðmjúkur gagnvart sorginni sem hann segir að verði ekki flúin. Flugmannspróf, próf í nætur- fallhlífarstökki og snjóbrettaferð er meðal þess sem er framundan hjá Maríu Birtu Bjarnadóttur leikkonu sem vakið hefur athygli fyrir leik sinn í kvikmyndum á borð við Óróa og Svartur á leik, en fyrir hlutverk í þeirri síðarnefndu er hún tilnefnd til Edduverðlauna. Nú má sjá hana á hvíta tjaldinu í myndinni XL. Eldri borgarinn sem nefndur var í upphafi er 82 ára og tilefni viðtalsins er að ræða útihlaup, sem sá stundar sex sinnum í viku. Stundum er gott að hvíla eigin hugmyndir um annað fólk … og lesa bara blöðin! RABBIÐ Hugmyndir og veruleiki Eyrún Magnúsdóttir Silfur hafsins skipti þjóðarbúið gríðarlega miklu á síldarárunum sem svo eru kölluð, og gerir vitaskuld enn. Síldarævintýrið hið síðasta er þó ekki sérlega vinsælt eins og gefur að skilja og þátttakendur hefðu allir gjarnan viljað vera án þess. Meðal þeirra eru hjónin Guðrún Lilja Arnórsdóttir og Bjarni Sigur- björnsson, bændur á Eiði í Kolgrafafirði, sem standa þarna í fjörunni neðan við bæinn umlukinn hinum óboðnu gestum. Talið er að alls hafi um 50.000 tonn síldar drepist í firðinum síðan um miðjan desember, þegar heilu torfurnar hófu af einhverjum ástæðum að synda upp í fjöru. Bjarni sagði við Morg- unblaðið eftir síðustu helgi að sjórinn hefði verið þungur af síld, þegar hann fylgdist með því, þegar fjara fór út að morgni dags. „Sjórinn var þungur af síld. Öldurnar sem komu inn voru bara síld,“ sagði hann. Lyktin er ekki sögð við allra hæfi en hefur þó lokkað að mikinn fugl sem vill gæða sér á síldinni. AUGNABLIKIÐ Morgunblaðið/RAX SÍLDARÆVINTÝRI ALLT AÐ 90 ÞÚSUND FUGLAR HAFA FLYKKST INN Á SUNNANVERÐAN BREIÐAFJÖRÐ UPP Á SÍÐKASTIÐ VEGNA MIKILS FRAMBOÐS Á FÆÐU ÞAR UM SLÓÐIR. ÞAR ER NÚ Í BOÐI STÆRRA SÍLDARHLAÐBORÐ EN SÖGUR FARA AF. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Útgefandi Óskar Magnússon Ritstjórar Davíð Oddsson, Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hvað? Tónleikar í Hofi á Akureyri. Hvenær? Sunnudag kl. 16.00. Nánar: Sinf́óníu- hljómsveit Norður- lands og nemendur Óperudeildar Söng- skóla Sigurðar Demetz og Tónlistar- skólans á Akureyri flytja þætti úr tveimur óperum Bellinis. Hljómsveitar- stjóri Guðmundur Óli Gunnarsson. Bellini í Hofi Hvað? Tónleikar. Hvar? Rósenberg. Hvenær? Laugardag kl. 21.00. Nánar: Anna Mjöll ásamt Luca Ellis, öðr- um vinsælum söngvara í Los Angeles. Anna Mjöll á Rósenberg Í fókus VIÐBURÐIR HELGARINNAR Hvað? Afmælis- og útgáfutónleikar. Hvar? Fríkirkjan í Reykjavík. Hvenær? Laugardag kl. 20. Nánar: Egill Ólafsson og Finnsk-íslenska vetrarbandalagið flytja lög af nýjustu plötu Egils, auk þess sem Diddú og Ragga Gísla flytja með honum þekkt lög. Egill Ólafsson sextugur Hvað? Haukar - FH. Hvar? Schenker- höllinn á Ásvöllum. Hvenær? Laugardag kl. 15.00. Nánar: Hafnarfjarð- arliðin eru í tveimur efstu sætum N1-deildar karla á Íslands- mótinu í handbolta. Hafnafjarðarslagur Hvað? Kammertónleikar. Hvar? Salurinn í Kópavogi. Hvenær? Laugard. 17 og sunnud. 14. Nánar: Ari Þór Vilhjálmsson, Sigurgeir Agnarsson og Nína Margrét Gríms- dóttir leika þrjú verk Mendelssohns. Mendelssohn í Tíbrá Hvað? Útgáfutónleikar Skálmaldar. Hvar? Háskólabíó. Hvenær? Laugardag kl. 20. Nánar: Skálmöld gaf út plötuna Börn Loka í haust. Tónleikar í Hofi á Akureyri um síðustu helgi þóttu frábærir. Rammíslenskt rokk * Forsíðumyndina tók Golli.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.