Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.02.2013, Page 15
það ekki vera vandamál á íslensk-
um bókamarkaði að þar sé einn
jafn stór útgefandi og Forlagið.
Það sést á metsölulistum að
smærri útgáfur, og jafnvel ein-
yrkjar, blómstra. Stór útgefandi
getur lítið gert til að trufla eða
koma í veg fyrir velgengni annarra
forlaga.“
Með jólasölu á heilanum
Allir í bókabransanum vita að nóv-
ember og desember eru rithöf-
undum og útgefendum erfiðir. Þá
er mikil spenna í loftinu. Eru þess-
ar vikur þér erfiðar?
„Síðastliðið haust var ég að
reyna að sefa mig með því að jóla-
bókavertíðin væri þrátt fyrir allt
ekki nema innan við þriðjungur af
veltu Forlagsins. Það er semsagt
ekkert úrslitaatriði fyrir Forlagið
hvernig salan gengur fyrir jólin.
Með þessari möntru tókst mér að
róa mig ansi langt inn í vertíðina.
Ég veit ekki hvort það er gene-
tískt eða ekki en upp úr miðjum
nóvember var ég farinn að sofa illa
og vakna um miðjar nætur. Ég var
kominn með jólasöluna algjörlega á
heilann, að miklu leyti að ástæðu-
lausu því okkur gekk mjög vel. En
það var mikil spenna í mér, ég
varð mjög órólegur og ég velti því
fyrir mér í nóvember og desember
hvort þetta væri genetískur and-
skoti.“
Ertu vinnuþjarkur?
„Ég hef óskaplega gaman af
vinnunni minni. Þannig réttlæti ég
það að vinna 14-16 klukkutíma
flesta daga. Ég hef lært að nýta
tímann vel. Það eru mörg ár síðan
ég hætti að horfa á sjónvarp, fyrir
utan að fylgjast með fréttum og
umræðuþáttum. Ég fer aldrei í bíó
og á fáar tómstundir fyrir utan
vinnuna. Fremur en að horfa á
framhaldsþætti í sjónvarpinu eða
láta mér leiðast uppi í sófa þá nýt
ég þess að vinna. Fyrir um það bil
tveimur árum var ég aðframkom-
inn og þreklaus og fann að ég var
um það bil að brenna út í starfi.
Þá fór ég að hreyfa mig. Ég hleyp
þrisvar til fjórum sinnum í viku og
reyni að hugsa sæmilega um sjálf-
an mig. Þess vegna get ég unnið
myrkranna á milli og tel það ekk-
ert eftir mér.“
Þú átt börn, áttu von á að fjórði
ættliður taki við Forlaginu í fyll-
ingu tímans?
„Sonur minn og dóttir hafa bæði
sagst ætla að verða bókaútgef-
endur þegar þau verða stór en ég
reyni mjög markvisst að draga úr
því. Á æskuheimili mínu var aldrei
lagt að mér að gerast bókaútgef-
andi. Ég vil ekki að börnin mín
finni fyrir þrýstingi, finni ekki einu
sinni fyrir áhuga mínum á að hafa
þau í vinnu í einhvern tíma. Þau
eiga að upplifa fullkomið frelsi
þegar kemur að vali um starfsvett-
vang. Ég segi þeim stöðugt að þau
geti orðið hvað sem er þegar þau
verða stór. Ég segi: Lögregla,
læknir, lögfræðingur og svo fram-
vegis, en aldrei segi ég orðið bóka-
útgefandi. En ef svo verður þá
verður það.“
Morgunblaðið/Kristinn
*Það að veraþriðja kynslóðer mér frekar til
trafala en hitt.
Stundum er sagt að
það sé þriðja kyn-
slóðin sem geri fjöl-
skyldufyrirtæki
gjaldþrota. Ég er
mjög meðvitaður um
að dæmi eru um
slíkt og fyrir vikið er
ég örugglega miklu
gætnari í ákvörð-
unum en ella.
10.2. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15
Vatnagörðum 24-26 • Sími 520 1100 • www.bernhard.is
Umboðsaðilar: Bernhard, Reykjanesbæ, sími 421 7800 • Bílver, Akranesi, sími 431 1985 • Höldur, Akureyri, sími 461 6020 • Bragginn, Vestmannaeyjum, sími 481 1535
Halló, Vetur.
við bjuggum okkur undir komu þína
með skynvæddu fjórhjóladrifi.
*B
es
ti
4
x4
bí
ll
ár
si
ns
sa
m
kv
æ
m
tT
ot
al
4
x4
M
ag
az
in
e.
HALLÓ. MEIRA NÝTT.
www.honda.is/cr-v
Með CR-V erum við vel undirbúin þegar snjórinn kastar til okkar tækifærum.
Skynvætt stöðugt vaktandi fjórhjóladrif reiknar út þörfina á gripi og dreifir
aflinu aðeins í þau dekk sem þurfa þess. Á meðan brekku-hraðastjórnandinn
hjálpar þér að halda fullri stjórn og mýkt niður brekkuna, án þess að þú þurfir
að bremsa. Fjórða kynslóð Honda CR-V setur ný viðmið í ferðaþægindum,
gæði innréttinga og gagnsemi í akstri. Náðu taki á vetrinum. Lifðu meira nýtt,
keyrðu Honda CR-V. Besta 4x4 bíl ársins*.
*B
es
ti
4
x