Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.02.2013, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.2. 2013
Ferðalög og flakk
Fyrir tveimur árum komu
inn Icelandair Group,
Reykjavíkurborg, Kópavogur
og fagfjárfestasjóðurinn
Stefnir, stærsta sjóðafyrir-
tæki landsins, sem er í um-
sjón Arion banka.
Nokkuð var um að erlend-
ir ferðamenn legðu þangað
leið sína í fyrrasumar og margir af helstu fjöl-
miðlum heims gerðu hann að umfjöllunarefni.
Það er til marks um áhugann að um þessar
mundir er unnið að þremur þáttum á BBC
um hellinn.
Mat á umhverfisáhrifum
Þríhnúkar hafa lagt fram hugmyndir um að
bæta aðgengi að hellinum og búa til útsýnis-
pall, þannig að fleiri geti séð ofan í gíginn og
jafnframt til að vernda hann fyrir ágangi.
Mati á Skipulagsstofnunar á umhverfisáhrif-
um lauk í ársloks, en það var tveggja ára ferli
og er skýrslan almennt á jákvæðum nótum,
að sögn Björns.
Uppfylla þarf tvennskonar skilyrði frá
Skipulagsstofnun áður en framkvæmdir hefj-
ast, sem fælu í sér veg frá Bláfjallaveginum
og göng að útsýnispallinum. „Annað skilyrðið
kveður á um að ekki megi vera meira en 60
til 70 kílómetra hámarkshraði á veginum frá
Bláfjöllum að Þríhnúkum,“ segir Björn. „Okk-
ar hugmyndir eru raunar að hafa hann minni,
því við viljum fella veginn inn í landið. Þar er
fólk komi af brautinni til Bláfjalla og liðist um
falleg landslag að hellinum. Þetta á bara að
vera ferðamannavegur.“
Hitt skilyrðið felst í að heildarendurskoðun
vatnsverndarsvæðisins á höfuðborgarsvæðinu
ljúki áður en framkvæmdaleyfi verði gefið.
„Áætlað er að henni ljúki um mitt næsta ár,“
segir Björn. „Útlit er fyrir að þetta tefji ferlið
mest og í því samhengi er rétt að geta þess
að þetta er á fjarsvæði vatnsverndarsvæðisins
og þegar það var skilgreint á sínum tíma var
það haft stærra frekar en minna. Við erum
náttúruunnendur og viljum ekki gera neitt
sem spillir vatnsbóli höfuðborgarbúa. Það er
því mikilvægt að sýnt hefur verið fram á það
með góðum vísindalegum rökum, eins og
Skipulagsstofnun bendir á, að af þessari fram-
kvæmd stafar ekki slík hætta og enn síður ef
þær vegbætur sem við leggjum til eru gerð-
ar.“
Stærsta uppbygging í áratugi
Einnig þarf að breyta aðalskipulagi Kópavogs,
en það hefur þegar verið auglýst, og breyta
þarf deiliskipulagi. „Þetta er þjóðlenda og lög-
in kveða á um að leyfi forsætisráðuneytisins
þurfi til að nýta landið í meira en eitt ár í
senn,“ segir Björn.
„Þetta er því stór og flókin framkvæmd,
enda fjárfesting upp á ríflega tvo milljarða og
gera má ráð fyrir að það taki áratugi að
greiða fjárfestinguna niður. Fjárfestar og
lánastofnanir hafa sýnt áhuga á að koma að
þessu verkefni, en auðvitað er erfitt að sækja
fjármagn á meðan óvissa er enn um leyfis-
mál.“
Björn segir mikinn áhuga fyrir verkefninu,
bæði innan ferðaþjónustunnar og eins meðal
lífeyrissjóða, lánastofnana og fleiri fjárfesta.
„Þetta er mikið hagsmunamál fyrir ferðaþjón-
ustu á Íslandi, enda stærsta uppbygging á
innviðum hennar í áratugi. Uppbyggingin hef-
ur verið meira og minna í hótelum og bílaleig-
um, en þarna er bætt við valkosti fyrir þá
ferðamenn og jafnframt trekkir þetta að fleiri.
Þá gerir þessi einstaki staður mikið fyrir
ímynd Íslands eins og glöggt má sjá af allri
umfjölluninni, en hingað komu yfir 60 blaða-
menn í sumar og 12 sjónvarpsstöðvar.“
Áhugaverð tilraunastofa
Í sumar verður boðið upp á ferðir fyrir ferða-
menn, en einnig ráðist í rannsóknir á gígnum.
„Það verður rannsakað hvort örverugróður
þrífst í hellinum og hvort heimsóknir hafi
áhrif á loftskipti og loftgæði. Það eitt að opna
hellinn og lýsa hann upp gæti til dæmis valdið
því að litir breytist eða að mosagróður mynd-
ist og það viljum við ekki.“
Það er dýrt í framkvæmd að bjóða upp á
ferðir ofan í gíginn. „Það þarf að flytja öll að-
Efri hluti gígopsins er
þröngur. Hér horfa
erlendir tökumenn til
himins.
Lyfta var fyrst sett upp
í samstarfi við tímarit-
ið National Geograp-
hic og hefur hún verið
notuð síðan.
Björn Ólafsson