Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.02.2013, Side 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.02.2013, Side 19
10.2. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19 föng og búnað með þyrlum og fámennir hópar komast niður í einu, því gæta þarf öryggis og tryggja góða umgengni,“ segir Björn. „Við getum hinsvegar boðið upp á ódýrari ferðir eftir að framkvæmdum lýkur. Í þeim felast augljós tækifæri fyrir menntastofnanir á öll- um skólastigum að tengja vettvangsferðir náminu og efla jarðfræðiþekkingu nemenda. Þetta er áhugaverð tilraunastofa. Það er ein- stakt að geta farið í eldfjall og skoðað sprungukerfin. Enda hafa margir háskólar, innlendir sem erlendir, verið í sambandi við okkur um jarðfræðirannsóknir.“ Óhætt er að segja að það falli vel að ímynd Íslands að opna dyrnar inn í eldfjallið. „Ímynd Íslands út á við er eldur og ís,“ segir Björn. „Það er mikil upplifun að ferðast til Ís- lands og komast inn í eldfjall. Við finnum á viðtökunum að það fellur í kramið hjá ferða- mönnum.“ Nokkuð var um að kvikmynda- stjörnur sem léku í stórmyndum sumarsins hér á landi bönkuðu upp á. „Jú, það kom tals- vert af hetjum andlegrar afþreyingar,“ segir Björn brosandi. „Íslendingar hafa ekki sótt í þetta í sama mæli, en það hefur aðeins verið að aukast.“ Því miður ekki niðri í skjálftanum En hvað um hættu á eldgosi? „Það gaus fyrir 4 þúsund árum og auðvitað er aldrei hægt að útiloka eldgos,“ segir Björn. „En ekki er mikil hreyfing á þessu svæði og almennt ekki búist við gosi. Hræringarnar eru meiri í kringum Krísuvík. Það yrði örugglega einhver fyrir- boði. Hinsvegar geta orðið jarðskjálftar, allt að sex á Richter, og hönnun mannvirkja þarf að taka mið af því og gengið verður út frá því að draga úr hættu á grjóthruni. Í sumar voru skjálftar upp á 4,6 á Richter, en við vorum því miður ekki ofan í gígnum á þeim tíma. Það hefði verið mjög áhugavert. Við sáum engin merki um grjóthrun eftir þá skjálfta.“ Áætlað er að framkvæmdir standi yfir í fimmtán mánuði eftir að hönnun lýkur. Og þó að þetta verði um leið einn helsti ferðamanna- staður landsins, þá felst í því áhugaverð þver- sögn, að með því að opna hellinn er ætlunin að vernda hann. „Það miðast við að gestir gangi um manngerð svæði, en ekki gíginn sjálfan og hann verði því ósnortinn,“ segir Björn. „Þetta er kjörið tækifæri til að sýna fólki stað, sem á engan sinn líka í heiminum, en stuðla um leið að varðveislu hans.“ Hann segir að leitað hafi verið til formanna alþjóðlegra hellasamtaka og álit þeirra allra hafi verið á einn veg, að þetta væri rétta leið- in. „Það eru til mörg dæmi um að sambæri- legar náttúruperlur séu opnaðar almenningi og jafnframt á lista UNESCO yfir einstök náttúrufyrirbrigði. Auðvitað er það líka sjón- armið að gera ekki neitt, en hvers virði er það sem enginn getur notið? Er þá ekki betra að fólk fái að njóta án þess að skemmdir verði á gígnum? Vissulega þarf að gera op inn í gíg- inn, en það er bara brotabrot af því veggflat- armáli sem gígurinn er.“ Reiknað er með að yfir sumartímann skap- ist í kringum 50 störf við Þríhnúka, en þau verði aðeins færri yfir veturinn. „Það fyrir ut- an eru allskyns afleidd störf sem af þessu skapast, svo sem hjá rútufyrirtækjum, flug- félögum og hótelum,“ segir Björn. „Eflaust koma sumir eingöngu til að skoða hellinn og aðrir dveljast jafnvel lengur á landinu til að fá tækifæri til þess. Margföldunaráhrifin eru því mikil.“ Hellisgólfið nær niður á 200 metra dýpi, er eins og íþróttavöllur að flatarmáli og grjótið í hellinum er lit- skrúðugt eftir að hafa bak- ast í eldgosinu. Morgunblaðið/Golli *Það felst vernd í framkvæmdum sem þess-ari, sem miðast við að gestir gangi ummanngerð svæði, en ekki gíginn sjálfan og hann verði því ósnortinn. M eð fyrirhuguðum fram- kvæmdum við Þríhnúkagíg er stefnt að því að gera hann að- gengilegan almenningi, en undir honum er 120 metra djúp gíghvelfing sem er ein sú stærsta og dýpsta í heiminum. Hvatinn er sá, að sögn Árna Stefánssonar augnlæknis og hellamanns, að stuðla að verndun gígsins fyrir ágangi, án þess þó að að loka honum, sem hefði í för með sér að enginn fengi að berja hann augum. „Málið er að íslensk náttúra er stórmerkileg og liggur víða undir skemmd- um,“ segir Árni, sem er einn stofnenda Þríhnúka og á sæti í samráðsnefnd umhverfisráðuneytisins um verndun og varðveislu hraunhella. „Hraunhellarnir okkar hafa skaðast stórkostlega af mannavöldum, til dæmis Surtshellir, Víðgelmir og Raufar- hólshellir. Óheft aðgengi að þeim veldur skaða – það er bara tímaspursmál hvenær það gerist, fólk freistast til að taka með sér dropasteina eða brýtur þá af gáleysi. Mark- miðið með framkvæmdunum við Þríhnúka- gíg er að gera hann aðgengilegan án þess að hann skemmist. Þannig er hugmynda- fræðin.“ Fyrstur niður í hvelfinguna Árni setti fram hugmyndir um að verja gíg- inn í grein í Morgunblaðinu þegar árið 2004, en þar lýsti hann því er hann seig niður á botn gígsins fyrstur manna á Jónsmessu ár- ið 1974. „Það var alveg ólýsanleg tilfinning að síga þarna niður. Einkennileg tóm- leikakennd fyllti mig neðarlega í gígháls- inum, tilfinning blönduð sérkennilegri gleði og eftirvæntingu þegar risavaxin gíghvelf- ingin opnaðist fyrir augum mér. Ef til vill ekki ósvipuð þeirri himnesku sælu sem þeir sem vaktir eru úr dái lýsa. Sálin svífur þá yfir eigin líkama, horfir á skrokkinn ofanfrá og er í þann mund að hverfa á vit eilífðar- innar og ljóssins. Ég varð bergnuminn í orðsins fyllstu merkingu. Dinglaði eins og dordingull úr hlöðulofti, á leið niður í þetta ótrúlega stóra gímald.“ Í gegnum tíðina sagðist hann oft hafa leitt að því hugann hvernig almenningur gæti notið þessarar einstæðu myndunar án skaða á hellinum. „Við ritun orðanna „að hanga þar eins og dordingull“ fæddist raun- hæf hugmynd sem hér er kynnt. Að setja þar, á 56-60 m dýpi, útsýnispall á hellis- vegginn. Aðgengi að honum yrði um jarð- göng upp á yfirborð jarðar. Pallurinn yrði úr stálgrind og kleift að horfa niður í gegn- um grindina og af grindinni niður og upp. Á þessum stað, í miðju eldgígsins, er upplifun þessa tröllaukna gímalds svo sterk, að með ólíkindum er. Hæðin niður á urðarsöðulinn er svipuð og séð niður úr Hallgrímskirkju- turni, eða af þaki 20 hæða háhýsis. Er hæð- in meiri til hliðanna. Gígrásirnar beint upp eru álíka. Eða eins og að horfa af Skóla- vörðuholti upp á útsýnissvalir kirkjunnar.“ Hann skrifaði að tilfinning sú sem hver uplifði við gígopið og í gígnum myndi „gera þann sama næmari fyrir eigin smæð og for- gengileik. Hún mun um leið auka virðingu hans fyrir þeirri jörð sem hann byggir. Náttúruvernd er ekki alltaf fólgin í því að gera ekkert, þó slíkt geti vissulega átt við, í völdum tilvikum. Náttúruvernd er að sýna náttúrunni virðingu og skilja ætíð svo við, að hún og þeir sem landið erfa, njóti.“ Á að byggja upp fleiri hella Árni segir að Íslendingar hafi nú þegar eyðilagt stórkostlegar minjar á heims- mælikvarða í hellum á borð við Raufarhóls- helli. Og hann gefur lítið fyrir athugasemdir Hellarannsóknafélagsins um að fyrirhuguð jarðgöng í gíginn séu óafturkræf náttúru- spjöll og sjónarmið um að áfram eigi að vera erfiðleikum bundið að komast á stað- inn til þess að upplifa þessa náttúruperlu. Í skýrslunni kemur reyndar fram að fram- kvæmdirnar séu að mestu afturkræfar. Og jafnframt að gestum verði stýrt inn í gíginn og þeir geti ekki hróflað við neinu. Rask á gígnum verði eins lítið og mögulegt er eða einn þúsundasti veggflatarins.“ Árni ítrekar að nú þegar hafi hraunhellar verið stórskaðaðir með ágangi og hreinsaðir út viðkvæmir dropasteinar. Þess vegna hef ég beitt mér fyrir lokun nokkurra hella, Jörundar, Kalmanshellis og Árnahellis,“ segir hann. „Þegar þeim síðastnefnda var lokað var mér hætt að lítast á blikuna. Ég hugsaði með mér að þetta gengi ekki, það yrði líka að opna slíka hella fyrir almenn- ingi, en tryggja um leið að ágangurinn skemmdi þá ekki. Ég lagði fram tillögu árið 2004 að það yrðu Þríhnúkagígur, Surts- hellir, Stefánshellir og Kerfið. Allir liggja þeir undir skemmdum vegna óhefts að- gengis, eru í raun eins og almenningsgarðar sem drabbast niður ef enginn hugsar um þá.“ Og það er einmitt hugmyndin á bak við Þríhnúka. „Þríhnúkagígur er náttúruvætti á heimsmælikvarða í nágrenni höfuðborgar- innar og ætti að vera á heimsminjaskrá. Í tímans rás er óhjákvæmilegt að gígurinn hefði smám saman troðist niður og því lagði ég þessar hugmyndir fram. Ég vildi koma í veg fyrir að þar yrði slys. Og ef við gerum eitthvað, hvers vegna gerum við það þá ekki almennilega?“ Dinglaði eins og dor- dingull úr hlöðulofti Fréttamenn margra helstu fjölmiðla heims lögðu leið sína að Þríhnúkum í sumar. Morgunblaðið/Golli Árni Stefánsson

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.