Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.02.2013, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.02.2013, Blaðsíða 23
10.2. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23 Heilsa og hreyfing H jartasjúkdómum fylgir oft mikið andlegt álag og líklega eru sálrænu áhrifin að verulegu leyti vanmetin,“ segir Mjöll Jóns- dóttir sálfræðingur. „Fólk getur veikst skyndilega, farið í gegnum meðferð á sjúkrahúsi og eftir mjög stuttan tíma er það komið heim aftur. En þó að búið sé að laga hjartað getur framhaldið reynst fólki þungt í skauti. Hugsa þarf hlutina alveg upp á nýtt og breyta um lífsstíl. Hlutir í daglegu lífi sem áður voru sjálfsagt mál og auðleystir geta verið fólki um megn og það hefur áhrif á sjálfs- myndina og líðan.“ Hindrar líkamlegan bata Læknar, hjúkrunarfræðingar og fólk í fleiri fagstéttum, sem sinnir hjartasjúklingum, starfar við Hjartamiðstöðina við Holtasmára í Kópavogi. Nýr þáttur í starfsem- inni er sálfræðiþjónustan sem Mjöll Jónsdóttir sinnir. Hún lauk cand. psych. gráðu í sálfræði frá Háskólanum í Árósum í Dan- mörku sl. haust. Í námi sínu og starfi hefur hún lagt sérstaka áherslu á heilsusálfræði, kvíða og sálrænar afleiðingar hjarta- sjúkdóma fyrir bæði sjúklinginn og makann ásamt áhrifum sjúk- dómsins á samband hjóna, sam- skipti og árangur í að breyta lífs- stílnum. „Lokaverkefnið vann ég úr við- tölum sem tekin voru við fólk sem fengið hafði hjartasjúkdóma, maka viðkomandi og svo pörin saman. Þannig fékkst heildstæð mynd af reynslu og upplifunum fólks. Á þekkingunni sem þarna fékkst byggi ég mikið í mínu starfi,“ seg- ir Mjöll. Hún bætir við að kvíði í kjölfar áfalls sé algengur sem geti hægt á og jafnvel hindrað líkam- legan bata. Því verði að hafa alla hluti inni í breytunni og takast á við sjúkdóminn heildrænt. Snertir alla fjölskylduna „Þetta eru veikindi sem snerta alla fjölskylduna. Það hvernig pör takast saman á við veikindi er einnig mikilvægur þáttur í bata- ferlinu og fyrir lífsgæði í framtíð- inni. Fólk verður að finna hvernig það getur tekist á við þetta sam- an. Fundið nýjar leiðir og sátt. Sjúklingurinn þarf svo að læra að lifa við breyttan veruleika, svo sem að geta kannski ekki allt sem hann áður gat,“ segir Mjöll og heldur áfram: „Mörgum finnst erfitt að geta ekki lengur sinnt hversdagsverkum eins og að bera innkaupapokana, þvegið bílinn eða skilað sínu til heimilisins eins og fyrr. Einmitt þess vegna finnst mörgum gott að fá stuðning sálfræðings og fá ráð- gjöf, jafnvel þá sem forvörn þann- ig að fólk fái verkfæri til að mæta breyttum veruleika og koma þá í veg fyrir að lenda í vandræðum í ferlinu. Það hendir að fólk með hjartasjúkdóma velkjast um í heil- brigðiskerfinu án þess að fá algera bót sinna meina, því læknarnir geta ekki gert meira. Oft er skýr- ingin þá sú að fólk er kvíðið og einkennin kvíðatengd en ekki beint hjartasjúkdómur. Samtal við sál- fræðing myndi hjálpa mörgum að þekkja einkenni óttans og bregðast við þeim.“ Ráðgjöf og vefsetur Í Danmörku starfaði Mjöll á danskri kvíðameðferðarstöð þar sem hún sinnti bæði einstaklings- og hópameðferð, m.a. við kvíða, áráttu- og þráhyggjuröskun, þung- lyndi og félagsfælni. Hún hefur einnig starfað við starfsmanna- ráðningar, ráðgjöf og nám- skeiðahald og haldið námskeið í sjálfsstyrkingu, framkomu, atvinnu- leit og svo mætti telja. Utan þess er Mjöll maki hjartasjúklings og hefur með eiginmanni sínum, Birni Ófeigssyni, haldið úti vefsíðunni www.hjartalif.is frá árinu 2005. Er þar að finna margvíslegar upplýs- ingar um hjartasjúkdóma, fréttir og fræðslu ásamt persónulegum pistlum. Mjöll Jónsdóttir sálfræðingur segir mörgum reynast erfitt að geta ekki lengur sinnt hversdagsverkum. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sálrænn stuðningur er forvörn KVÍÐI Í KJÖLFAR ÁFALLS ER ALGENGUR, SEGIR MJÖLL JÓNSDÓTTIR. HÚN ER SÁLFRÆÐINGUR OG SÉRHÆFIR SIG Í AÐSTOÐ VIÐ HJARTASJÚKLINGA. HÚN SEGIR VEIKINDIN HAFA STERK ÁHRIF Á SJÁLFSMYND SJÚKLINGSINS OG SNERTA ALLA Í FJÖLSKYLDU VIÐKOMANDI. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Morgunblaðið/Golli Hjartaáfall gjörbreytir tilverunni. Því er mikilvægt að hlúa að and- legri heilsu, á sama hátt og mikil- vægt er að byggja upp þrek og styrkja sig.  Talið saman um það hvernig þið hafið það og hvernig þið upplifið hlutina.  Leitið ráða og leiðbeininga, en finnið ykkar eigin leið og það sem hvetur ykkur til að skapa þær breytingar sem nauðsynlegt er að gera.  Reynið að taka þær breyt- ingar í sátt sem hafa orðið og þurfa að verða og reynið að beina sjónum ykkar að þeim draumum sem þið viljið stefna að núna.  Það tekur tíma að finna sjálf- an sig aftur, ekki gefast upp.  Líf með hjartasjúkdómi get- ur verið gott líf, en þú ert sjálfur með í að ákveða hvernig og hversu gott. NOKKUR RÁÐ FYRIR HJARTAÐ OG SÁLINA Taka breytingar í sátt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.