Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.02.2013, Síða 27

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.02.2013, Síða 27
10.2. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27 0% VEXTIR - Húsgagnahöllin býður upp á vaxtalaus lán til allt að 12 mánaða OK AFSLÁTTUR%70 ALLTAÐLGIN Í búðin og þetta óhefðbundna rými sem tilheyrir fyrrverandi iðnaðarhúsnæði hentar parinu sérstaklega vel þar sem þau starfa líka heimavið. María er listakona og ljósmyndari og Birgir er tónlistarmaður en listafólk hef- ur safnast saman á þetta svæði. Þau vinna ekki aðeins hlið við hlið heldur líka oft saman að verk- efnum. María og Birgir hafa búið í íbúðinni í eitt ár ásamt dótturinni Heru Lind, sem er 11 ára. Á und- an því voru það útlönd, þau bjuggu í París í hálft ár, London í fimm ár, Glasgow í tvö og hálft ár og á Spáni í hálft ár með stuttum stoppum á Íslandi inni á milli. Þau vinna ennþá mikið í þessum lönd- um og ferðast því talsvert til út- landa. Frábært útsýni er úr íbúðinni yfir Geirsnefið, ósa Elliðaánna og Elliðaárdalinn. Tengingin við nátt- úruna er því sterk en staðsetn- ingin er líka góð og stutt að fara til allra átta á höfuðborgarsvæð- inu. Stutt er líka í hverfin sem þau ólust upp í en María er úr Ártúnsholtinu og Birgir úr Foss- voginum. Allir flutningarnir í gegnum ár- um í útlöndum og það að vinna heima markar stílinn á heimilinu. „Við eigum ekki mikið af hús- gögnum af því að við höfum flutt svo oft í gegnum tíðina. Þá þarf maður alltaf að vera að losa sig við hluti og hugsa: Hvað þurfum við eiginlega?“ segir María en þetta hjálpar auðvitað til við að halda í einfaldleikann. „Maður heldur í það sem veitir innblástur og hjálpar manni að skapa,“ segir hún og nefna þau í sameiningu til sögunnar hljóðfæri, myndavélar og tölvur. Þau hugsa út frá virkni hlutanna, segir Biggi og vísar líka í tæknihlutann. „Það þarf allt að vera þráðlaust, tölvurnar tala hvor við aðra og sjónvarpið. Við erum að vinna hérna líka og það má ekki fara orka til spillis í óþarfa hluti,“ segir hann en þau hafa líka komið á óformlegu heimsóknabanni til fjögur á daginn til að fá vinnufrið. Úti voru þau með fjögur vinnu- borð sem auðvelt var að flytja á milli. Þau eru með skrúfuðum fót- um og taka því lítið pláss í flutn- ingum. Núna gegna tvö hlutverki vinnuborðs og eitt er borðstofuborð en plöturnar hafa verið lakkaðar með hvítri lakkmálningu. Líður eins og í útlöndum Hver finnst þeim vera helsti kosturinn við íbúðina? „Stærðin og útsýnið,“ svarar María ákveðið en íbúðin er um 150 fermetrar og frá- bæra útsýninu hefur verið lýst. Birgir segir gott flæði í íbúðinni og að hann fái innblástur þarna vera góða kosti. „Hér er pláss bæði fyrir atvinnu okkar og heimilislíf. Okkur líður svolítið ennþá í hjart- anu eins og við séum í útlöndum. Fólk er líka ekki alveg ofan í okk- ur,“ segir hann en íbúðin er líka einstaklega „útlandaleg“ en íbúðir af þessu tagi eru sjaldgæfar hér- lendis. Það er gott að hafa ákveðinn fasta þegar flutningar eru tíðir og einn af þeim er innblástursveggur Maríu. Það er myndaveggur sem hún tekur með sér hvert sem hún fer og setur upp í öllum nýjum íbúðum til að gera þær að heimili. Ljósin eru hönnun móður Maríu, Önnu Guðmunds- dóttur (annadesign.is). Flæði og innblástur LISTAPARIÐ MARÍA KJARTANSDÓTTIR OG BIRGIR HILMARSSON BÝR OG STARFAR Í FLOTTRI ÍBÚÐ ÞAR SEM HÁTT ER TIL LOFTS OG VÍTT TIL VEGGJA Í FYRRVERANDI IÐNAÐARHÚSNÆÐI Í SÚÐARVOGINUM. Texti: Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Myndir: Styrmir Kári Erwinsson styrmirkari@mbl.is ÓHEFÐBUNDIN ÍBÚÐ Í IÐNAÐARHVERFI *Hér er plássbæði fyrir at-vinnu okkar og heim- ilislíf. Okkur líður svolítið ennþá í hjartanu eins og við séum í útlöndum. Borðið fékk María gefins úti á götu í London frá fólki sem var að tæma íbúð. Á milli stól- anna sést glitta í aðra kanínu heim- ilisins. Birgir í vinnuhorninu sínu sem er vel stúkað af svo kanínurnar komist ekki í snúrurnar. María með Polaroid-vélina á lofti fyrir framan inn- blástursvegginn sinn. Baðherbergið býður upp á sannkallaða spa-upplifun með tveimur sturtum og rúmgóðu baðkeri.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.