Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.02.2013, Side 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.02.2013, Side 40
40 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.2. 2013 Föt og fylgihlutir H átískuvika var haldin í París í lok síðasta mánaðar þar sem hönnuðir sýndu vor- og sumarhátískuna í ár. Mikil vinna liggur að baki hátískufatnaði og er hann verðlagður eftir því. Á hátískuviku gefur að líta glæsilegustu kjólana og meðfylgj- andi myndir sýna úrval af þeim allra flottustu. Þessir kjólar myndu sóma sér vel á rauða dreglinum á Óskarsverðlaunahátíð- inni, sem haldin verður síðar í þessum mánuði. Að minnsta kosti eru kjólarnir það flottir að fæstir fá mörg tilefni til að klæðast kjól- um sem þessum. Smáatriðin eru mörg og flott og á hátískuviku eru gjarnan notaðar fjaðrir, bróderí og alls kyns dúllur þó sumir hönnuðir kjósi auðvitað straumlínulagaðri línur. Hér er hugað að hverju smá- atriði og þessir kjólar gleðja sann- arlega augað. Hönnun Raf Simons fyrir Christian Dior. HÁTÍSKUVIKA Í PARÍS Fjaðrir og fínirí Á NÝLIÐINNI HÁTÍSKUVIKU Í PARÍS SÝNDU HÖNNUÐIR STÓRKOST- LEG SKÖPUNARVERK SÍN. HÉR ERU TEKNIR FYRIR NOKKRIR AF FLOTT- USTU KJÓLUNUM, SEM ERU SANNKALLAÐ AUGNAKONFEKT. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Dásamlegur kjóll frá Elie Saab. FRÆGA FÓLKIÐ Á HÁTÍSKUVIKUNNI Í PARÍS Fáguð götutíska Hátískuvikan í París hefur jafnan mikið aðdráttarafl fyrir fræga og ekki síður ríka fólkið enda eru hátísku- vörurnar dýrar og á færi fæstra að kaupa þær. Há- tískusýningarnar eru margar en samhliða þeim fer fram önnur sýning á götum Parísarborgar. Það er nefnilega vinsælt myndefni hjá ljósmyndurum að mynda fína og fræga fólkið sem mætir á sýningarnar. Tískusýningin sem fer fram ut- an dyra er oft ekki síðri en það sem fram fer inni. Þessi götutíska einkennist þó af dýrari merkjum og fínni fatnaði en gerist jafn- an þegar verið er að mynda almenna tískuborgara fyrir eitthvert af fjöl- mörgum tískubloggum samtímans. Það er samt sem áður hægt að fá inn- blástur frá þessu smekklega fólki. ingarun@mbl.is Alexandra Golovan- off er frönsk dag- skrárgerðarkona. Spænska leikkonan Paz Vega er töff. Ivanka Trump lét sig ekki vanta á hátískuvikuna. Diane Kruger mætir hér á Chanel-sýninguna. Skraut- legt frá Giam- battista Valli. Hönnun Iris Van Herpen. Glóandi glæsileiki frá Zuhair Murad.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.