Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.02.2013, Side 42
*Fjármál heimilannaÞreyta gerir alveg örugglega vart við sig þegar reynt er að skipuleggja fjármálin á heimilinu
höggva niður skóg þá tökum við eitt tré í einu.
2. Við gefum okkur verðlaun fyrir hvert lokið verk. Erfið
markmið verða auðveldari ef við höfum eitthvað til að
hlakka til. Góð slökun, góður matur, góður sjónvarps-
þáttur eftir erfiðan dag gæti breytt öllu fyrir okkur.
3. Við segjum öðrum frá því
hvað við erum að gera. Við er-
um ekki að kvarta heldur úti-
loka að við verðum þau einu
sem vita um þreytu og álag
dagsins. Ræðum við vini okk-
ar sem eru góðir hlustendur.
Líkur eru á að þeir hvetji
okkur áfram og hrósi fyrir
hvert lokið verk.
4. Við umgöngumst duglega
fólkið. Drífandi fólk hefur já-
kvæð áhrif á líðan okkar.
5. Við gerum okkar besta til að halda áfram. Þrátt fyrir
að það sé erfitt að ná erfiðum markmiðum þá er enn erf-
iðara að byrja aftur ef við hættum eða tökum of langa
hvíld. Við getum stytt tímann eða minnkað markmiðin til
að fá kraft til að halda áfram.
Margir sem taka ákvörðun um að snúa fjármálumheimilisins úr mínus í plús finna sig knúna til aðbæta aðstæðurnar til að losna undan álagi og
stressi sem getur fylgt fjárhagsáhyggjum. Til er mikið
magn af greinum og efni í bókum, tímaritum og á verald-
arvefnum sem gefur okkur góðar og auðveldar hug-
myndir til að setja okkur raunhæf markmið og yfirlit.
Það er auðvelt að leggja af stað þegar við höfum tekið
slíka ákvörðun. Viljinn er mikill og öflugur og verkið
virðist auðvelt. En fyrir marga er viljinn ekki endalaus.
Við þurfum að reka heimili og takast á við dagleg störf.
Hversdagsleg þreyta og álag dregur úr okkur kjark og
vilja til að laga fjármálin. Þegar við erum þreytt, önug og
viljalítil eru meiri líkur á að við hættum að spara og lát-
um áform um fjárhagsáætlanir fjúka út í veður og vind.
Ein af mörgum góðum aðferðum til þess að gefast
ekki upp á miðri leið er að gera ráð fyrir þreytunni. Við-
urkenna að það kemur að því að við verðum önug, þreytt
og stressuð og langar að gefast upp. Þá er nauðsynlegt
að stoppa og ná áttum. Fimm hagnýt atriði til að forðast
uppgjöf:
1. Við einföldum óyfirstíganleg verkefni með því að hluta
þau niður í stutt tímabil og eitt lítið verkefni í einu. Til að
Aurar og
krónur
REIKNUM MEÐ ÞREYTUNNI!
HAUKUR
HILMARSSON
V
el yfir hundrað fyrir-
spurnir um réttindi
leigjenda berast Neyt-
endasamtökunum á
mánuði en samkvæmt samningi
við velferðarráðuneytið hefur ver-
ið starfrækt sérstök leigjenda-
aðstoð frá 2010.
Alls barst 1.431 fyrirspurn um
mál tengd leigu á árinu 2012, eða
nærri fjórar fyrirspurnir á dag.
Árið á undan voru fyrirspurnir
um þrjár á dag en mun færri leit-
uðu til samtakanna árin á undan.
Algengt er að leigjendur spyrji
um rétt sinn þegar viðhald og
ástand leiguhúsnæðis er ekki í
lagi, eða um uppsögn á leigusamn-
ingi. Ávallt er brýnt fyrir leigj-
endum að hafa samskipti við
leigusala skrifleg. „Þetta er eitt-
hvað sem því miður þarf að segja
aftur og aftur,“ segir Hildigunnur
Hafsteinsdóttir lögfræðingur. Hún
segir marga leigjendur veigra sér
við því að hafa samskipti við
leigusala skrifleg, finnist það jafn-
vel ókurteisi þar sem sambandið
sé gjarnan á persónulegum nót-
um.
„Fólk er oft viðkvæmt fyrir því
að kvarta skriflega og hrætt við
að styggja einhvern. En þetta er
bara algjört grundvallaratriði í
samskiptum leigjenda og leigusala,
það þarf allt að vera skriflegt.“
Hildigunnur segist oft veita fólki
þau ráð, vilji það halda samskipt-
unum persónulegum, að hafa bæði
samband munnlega og skriflega. Ef
leigjandi þurfi til dæmis að hafa
samband við leigusala vegna við-
halds þá sé vel hægt að hringja en
fylgja símtalinu svo eftir með
tölvupósti. „Það þarf ekkert að
vera ókurteisi að hringja eitt símtal
og senda svo tölvupóst í kjölfarið
þar sem vísað er í efni símtalsins.
Það þarf enginn að styggjast við
það að fá tölvupóst og ætti ekki að
þurfa að eyðileggja góð samskipti
við leigusala,“ segir Hildigunnur.
Að sögn hennar berast fyrir-
spurnir af ýmsu tagi til Leigj-
endaaðstoðarinnar. „Það er öll flór-
an. Oft eru þetta bara praktískir
hlutir, fólk er ekki búið að gera
leigusamning og er að spyrja ráða
um hvernig það á að haga sér í því.
Oft hafa þó komið upp deilur og
leigjandi leitar því ráða hjá okkur
um hvert hann getur snúið sér. Við
reynum að leiða fólk áfram og
benda á hvert það getur leitað. En
í þeim tilfellum er algjört grund-
vallaratriði að til séu skrifleg gögn
um málið og að kvartað hafi verið
skriflega til leigusala,“ segir hún.
LEIGJENDAAÐSTOÐIN STIMPLAR SIG INN
Kvörtun
sé skrifleg
FRÁ ÞVÍ SÉRSTÖK LEIGJENDAAÐSTOÐ VAR SETT Á FÓT
INNAN NEYTENDASAMTAKANNA HEFUR FJÖLDI FYRIR-
SPURNA UM RÉTT LEIGJENDA MARGFALDAST. BRÝNT ER
FYRIR LEIGJENDUM AÐ KVARTA SKRIFLEGA TIL LEIGUSALA.
Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is
Fyrirsögn hér
Fjöldi erinda til
Leigjendaaðstoðarinnar
*Leigjendaaðstoð var ekki formlega til fyrr en 2010, en fjöldi 2009 á við um erindi sem bárust
Neytendasamtökunum og vörðuðu húsaleigu.
1.600
1.400
1.200
1.000
800
600
400
200
0
2009* 2010 2011 2012
219
414
1.048
1.431
Fólk pantar sér gjarnan ýmiskonar
hluti frá útlandinu og kaupir sjálft
á ferðalögum. Tolla og ýmis gjöld
ber að greiða þegar varan kemur
til landsins og er handhægt að
komast að upphæðinni með því að
nota reiknivél á www.tollur.is.
Tökum dæmi: Maður vill kaupa
sér hatt í útlöndum. Þar kostar
varan andvirði 10.000 króna.
Reiknivélin góða upplýsir að við-
komandi greiði 15 kr. í almennan
toll, tæpar 30 kr. í tvenns konar
úrvinnslugjald og síðan 25,5%
virðisaukaskatt, 2.933 kr. Hattur-
inn hingað kominn – fyrir utan
sendingarkostnað og þvíumlíkt –
kostar því 14.433 kr. Sá sem vill
flytja inn eina léttvínsflösku sem
kostar 2.000 kr. í útlandinu greiðir
alls 3.401 kr.; þar af 693 kr. í
áfengisgjald og 691 kr. í vsk.
Handhæg reiknivél á
heimasíðu Tollstjóra
Mugison á
hatt. Ekki er
vitað hvað
höfuðfatið
kostaði.